Morgunblaðið - 09.06.1996, Side 18
18 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Þar sem þú hengir
hatt þinn...
MYNPLIST
Gallcrí Grcip
HÖNNUN
Samsýning FORM ÍSLAND. Opið kl.
14-18 alla daga nema mánud. til 16.
júní. Aðgangur ókeypis.
HVERGI koma mismunandi
væntingar manna, áhugi og
smekkur betur fram en í listunum,
og almenn hönnun er sennilega
einn ríkulegasti farvegur þeirra
út til fólksins í daglegu lífi þess.
Hönnun á íslandi hefur tekið mörg
og skemmtileg skref fram á við
síðustu ár, og það er vel við hæfi
að íslenskir hönnuðir hafi nú
ákveðið að láta sitt framlag til
Listahátíðar vera frjálst hugarflug
félagsmanna um einn þeirra gripa
sem við teljum sjálfsagðan í um-
hverfi okkar, en hugum sjaldnast
að út frá sjónarmiði listarinnar.
Snagar eru allt í kringum okk-
ur; á heimilum, vinnustöðum, í
skólum, opinberum stofnunum,
biðstofum - þeir eru einfaldlega
daglegur hluti lífsins. En gerð
þeirra og frágangur er í fæstum
tilvikum mjög spennandi eða eftir-
minnileg; fremur má tala um dauð-
hreinsaða stílboga en lifandi hluti,
og er þá sama hvert efnið er. Á
þessu sviði hefur fjöidaframleiðsl-
an oft verið í sínum versta ham.
Á sýningunni kemur skýrt fram,
að svo þarf alls ekki að vera. Hér
eru tæplega fimmtíu snagár úr
fjölbreyttum efnum frá hendi
fjölda listamanna. Flestum þeirra
Guðni Pálsson: Snagi
er - þrátt fyrir annarlegt útlit -
ætlað að þjóna hinu hefðbundna
hlutverki, en stöku snögum er
beint að öðru (t.d. eru hér snagar
fyrir tyggjó, munn eða samvisk-
una) eða hafna jafnvel hlutverki
sínu alfarið, t.d. með því að snúa
öfugt!
Hér getur að líta snaga úr
málmum, tré, plasti, ull, horni,
postulíni, gleri, hrosshári, göndl-
um, sturtubarka og tindátum, auk
þess sem hið hefðbundna og
trausta stólbak er til staðar; loks
er hér sennilega fyrsti lífrænt
ræktaði snaginn, sem sögur fara
af.
Eins og ráða má af þessari upp-
talningu er hugmyndaríkið mikið,
og erfitt að draga eitt út úr fjöld-
anum án þess að halli á aðra.
Snagr Helgu Rúnar Pálsdóttur
ætti að gera það gott á veitinga-
húsum, og sá sem Guðni Pálsson
sýnir er kjörinn fyrir hina róman-
tísku; snagi Grétu Guðmundsdótt-
ur er góður til að losna við gesti,
og framlag Rögnu Róbertsdóttur
kemur í veg fyrir að þeir taki af
sér yfirleitt! Hér er fjöldi snaga
sem ber með sér fijóa listsýn,
skemmtilega nýtingu (og endur-
nýtingu) efna og hluta, og loks
kímni, sem er svo nauðsynlegur
hluti af lífi okkar að þar er aldrei
nóg að gert.
Þessi sýning er haldin á vegum
félagsins Form ísland, sem nú
hefur starfað í rúman áratug sem
samtök helstu starfstétta og
áhugafólks um hönnun á öllum
sviðum. Landsmenn hafa undan-
farin ár í vaxandi mæli notið fag-
þekkingar, hugvits, útsjónarsemi
og listgáfu margra dugandi krafta
á þessu sviði, hvort sem litið er
til húsbygginga, húsgagna, inn-
réttinga, skartgripa, fatnaðar eða
iðnaðarvöru, svo fátt eitt sé nefnt.
Hér er til staðar fjársjóður, sem
þó hefur ekki enn verið nýttur sem
skyldi. Mættu stjórnvöld og iðn-
rekendur gjarna líta inn á sýningu
sem þessa eftir dæmum um þann
frískleika og það hugarflug, sem
þarf nauðsynlega að beisla betur
til að skila okkur fram á leið sem
skapandi þjóðfélag, sem hefur eitt-
hvað frumlegt að bjóða umheimin-
um í samtíð og framtíð.
Til er erlendur málsháttur sem
segir eitthvað á þá leið að heimili
manns sé þar sem hann hengir
sinn hatt að loknu dagsverki. Ef
heimilin skarta einhveijum þeirra
skemmtilegu snaga sem hér fylla
veggi hlýtur heimkoman að vera
enn ánægjulegri en ella!
Eiríkur Þorláksson
• BANDARÍSK tollyfirvöld
gerðu fyrir skemmstu tilraun til
að koma í veg fyrir að listaverk
eftir hinn umdeilda breska
myndlistarmann, Damien Hirst,
v yrðu flutt til landsins. Töldu toil-
verðir að verk Hirst bryti í bága
við innflutningsbann vegna kúa-
riðu en það samanstendur af
tveimur kúm sem bútaðar hafa
verið í tólf hluta og fljóta þeir í
stórum tanki sem fylltur hefur
verið með formaldehýð-Iausn.
Eftir að hafa velt málinu fyrir
sér ákváðu yfirvöld hins vegar
að líta svo á að um listaverk
væri að ræða og veittu Hirst
undanþágu frá innflutningsbann-
inu.
• ÍTALSKI leikhússtjórinn og
leikstjórinn Giorgio Strehler hef-
ur ákveðið að segja skilið við „II
Piccolo Teatro“ (Litla leihúsið) í
Mílanó. Strehler, sem er 75 ára,
stofnaði leikhúsið fyrir 49 árum,
en ástæðan fyrir brotthvarfi
hans er ágreiningur við borgar-
yfirvöld í Mílanó. Síðastliðin álj-
án ár hefur staðið til að byggja
nýtt „Lítil leikhús" og lá fyrir
loforð borgarinnar um að það
yrði tilbúið í júlí. Þær áætlanir
munu engan veginn standast og
brást Strehler við með því að
hætta störfum við leikhúsið.
• MÁNAÐARLÖNG listahátíð er
hafin í Amsterdam, svokölluð
Hollandshátíð. Á henni kennir
ýmissa grasa í leiklist, dansi,
óperu og annarri tónlist en 34
uppfærslur verða á hátíðinni, þar
af 14 frumuppfærslur. I dansin-
um verða verk Williams Forsythe
mest áberandi, en fjögur verk
eftir hann verða sýnd. Af öðrum
atriðum má nefna uppsetningu
Klaus Michaels á Óþelló eftir
Verdi en aðalhlutverkið syngur
Vladimír Bogakov. Þá verður
frumflutt ný ópera eftur Klaas
de Vries byggð á sögu Virginu
Wolfe, „The Wave“.
Fisið í sparisjóðnum
TÓNLIST
Sígildir diskar
BAIRD
Greensleeves. Enskir lútusöngvar í flutningi
Julianne Baird sópran og Ronn McFarlane,
lúta*. Dorian DOR-90126. Upptaka: DDD,
Troy, NY, Bandaríkjunum, 1/1989. Lengd:
68:03. Verð: 1.690 kr.
GAMLA Gufan var í gangi sem oftar
fyrir nokkrum vikum á ökuferð um Bú-
staðaveg, þegar tvennt rann snögglega
upp fyrir ökumanninum: 1) að söngvar
tónskálda, sem hafa legið í mold í bráðum
fjórar aldir, geta sumir staðizt samjöfnuð
við ljóðameistaraverk Schuberts og
Schumanns - og 2) að heimahagar rokks,
rapps og ruðnings geta líka lumað á fram-
úrskarandi endurreisnartúlkendum.
Nú kann að vera, að þáttargerðarmaður
Rásar 1 hafi af slysni spiiað eitt bezt
heppnaða númerið á plötunni einmitt
augnablikið sem undirr. kveikti á útvarp-
inu. Það var allavega engin spurning, að
túlkun þeirra Bairds og McFarlanes á
Come again eftir John „semper dolens"
Dowland, setti þennan forna ástarsöng í
nýja og ferska vídd.
Það fyrsta sem vakti eftirtekt var hvern-
ig hún tók viðlagið „To see, to hear, to
touch, to kiss, to die...“ Andstætt cresc-
endói, sem algengara er, hneig bandaríska
söngkonan þar í styrk - og gerði textann
um leið miklu meira spennandi. Hún leyfði
sér líka að rúbera á orðum eins og „to
kiss“, sem með örlítilli kúnstpásu varð
nærri því áþreifanlegur koss. Hvernig hún
dregur seiminn með sama og engu ví-
bratói í döpru meistarastykki Dowlands,
In darkness let me dweli, er hrein og klár
snilld. Og röddin - hún er sérkapituli.
Rúmsins vegna verður þó að nægja að
segja, að hin tæra, allt að því gegnsæja
sópranrödd Bairds í frábærri akústík spari-
sjóðssalar Trójuborgar í Nýju Jórvíkurfylki
virðist ekki af þessum heimi. Hún svífur
óháð þyngdarafli, fijáls sem fis líkt og
Aríel í Storminum, og þarf slíkt að upplifa
eigin eyrum, svo maður trúi.
Ensku lútusönglögin tilheyra skærasta
skeiði brezkrar tónlistarsögu, en um leið
skemmsta; það stóð ekki einu sinni 30 ár
(um 1595-1620). Lífskraftur þessara fomu
söngva er að sönnu ótrúlegur, og í þessum
flutningi, með fyrsta flokks lútusamleik í
höndum Ronns McFarlanes, lifna Dow-
land, Morley, Holborne, Campion, Cavend-
ish og Rosseter við sem aldrei fyrr.
HOLMBOE
Vagn Holmboe: Sinfóníur nr. 1, 3 og 10
(Op. 4,25 & 105). Sinfóníuhljómsveit Arósa
u. stj. Owain Arwel Hughes. BIS, BIS-CD-
605. Upptaka: DDD, Árósum 1993. Lengd:
70:30. Verð: 1.490 kr.
DANSKA tónskáldið Vagn Holmboe (f.
1909) hefur aðeins einu sinni áður komið
við sögu þessa dálks, þegar hann var
meðal tónhöfunda á nýjum diski Michölu
Petri blokkflautuleikara (SD, 27. janúar
s.l.). Holmboe er bæði meðal fremstu og
afkastamestu núlifandi sinfónista á Norð-
urlöndum. Þó að hann hafi samið ógrynni
verka af mörgu tagi, eru einkum þijár
greinar fyrirferðarmiklar: sinfóníur,
strengjakvartettar (kringum 20) og kór-
verk. Og enn er hann að, þrátt fyrir háan
aldur.
Það er eitthvað ólýsanlega klassískt við
allar þessar þijár sinfóníur, enda þótt 35
ár skilji á milli nr. 1 (1935) og nr. 10
(1970). Síðrómantísku Sibeliusaráhrifin
koma eðlilega mest fram í eldri verkunum;
í Tíunni er Holmboe löngu búinn að móta
hina svokölluðu ’umbreytingatækni’ sína,
er hann hóf á stríðsárunum, þegar 2., 3.
og 4. sinfóníurnar voru samdar.
Tónlistin er óvenju vel hæf fyrir hæg-
indastólinn. Hljómsveitin er virkjuð af í
senn miklu hugviti og ströngum sjálfsaga,
sem kemur í veg fyrir þessa tilfinningu
sem stundum slær mann hjá 20. aldar
hljómkviðum, að stanzlaust sé verið að
hella úr stórri effektafötu. Vissulega geta
komið „flottir" og tilkomumiklir staðir, en
aldrei á kostnað rökrænnar framvindu,
enda skilur tónlist Holmboes meira eftir
en margt útbásúnað hljómsveitarverkið frá
vorum tímum; eitthvað sem mann langar
að kanna aftur og aftur. Og slíkt slitþol
er víst ekki hægt að kalla annað en sígilt.
Ogn fleiri strengir hefðu stundum kom-
ið að haldi, þegar mest gengur á í pjátr-
inu, en Árósingar leika að flestu leyti skín-
andi vel undir sprota velska stjórnandans.
Upptökur fóru fram í nýju tónleikahúsi
borgarinnar, sem þegar kvað rómað fyrir
góðan hljómburð, og bera þær velkunnum
og vönduðum frágangi þeirra BlS-manna
fagurt vitni.
Ríkarður Ö. Pálsson
ífi(w)um gjtœnmeti ag áueodi “
uegna
Hjartavernd,
Krabbameinsfélagið
og Manneldisráð
hvetja fólk á öllum aldri
til að borða að minnsta
kosti fimm skammta af
grænmeti, ávöxtum eða
kartöflum á dag.
Einn skammtur getur verið einn meðalstór ávöxtur, 50 g af grænmeti, 2-3 kartöflur eða glas af hreinum ávaxtasafa.