Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fjórir meistaraprófsfyrirlestrar í vikunni Niðurstöður rannsókna úr fjórum raunvísinda- greinum kynntar FJÓRIR meistaraprófsfyrirlestrar verða í Háskóla íslands í vikunni og er öllum heimill aðgangur á meðan húsrúm leyfir. Þorleifur Óskarsson heldur fyrir- lestur um rannsóknarverkefni sitt til meistaraprófs í verkfræði mánu- daginn 10. júní kl. 16.30 í stofu 157 í húsi verkfræði- og raunvís- indadeilda (VR-II), Hjarðarhaga 2-6. Verkefnið fjallar um hálf-sjálf- virka ákvörðun í geislameðferð krabbameinssjúklinga með há- orkumyndatöku. Markmið verkefnisins er að þróa háifsjálfvirkan hugbúnað til að bera saman fyrstu mynd úr meðferðar- seríu krabbameinssjúklings við þær sem á eftir koma og ákvarða um uppstillingarnákvæmni meðferðar. Sólveig Pétursdóttir heldur fyrir- lestur um rannsóknarverkefni sitt til meistaraprófs í líffræði þriðju- daginn 11. júní kl. 14 í stofu G-6 að Grensásvegi 12. Fyrirlesturinn fjallar um örverufræði Bláa lónsins og annarra heitra og saltra jarðhita- svæða á Islandi. í verkefninu er aðeins unnið með ræktanlegar bakteríur úr heitu og söltu umhverfi og var beitt hefð- bundnum flokkunaraðferðun svo og nýrri aðferðum sameindalíffræðinn- ar. Guðmundur Jón Ludvigsson heldur fyrirlestur um rannsóknar- verkefni sitt til meistaraprófs í verkfræði miðvikudaginn 12. júní kl. 16 í stofu 158 í húsi verkfræði- og raunvísindadeilda (VR-II). Verk- efnið flallar um bestun á hönnun vatnsorkuvera og fólst í að þróa og forrita líkan sem hefur það markmið að besta hönnun á virkjun- um í raforkukerfi sem byggist á vatnsafli. Bergþór Hauksson heldur fyrir- lestur um rannsóknarverkefni sitt til meistaraprófs í eðlisfræði föstu- daginn 14. júní kl. 16 í stofu 158 í húsi verkfræði- og raunvísinda- deilda (VR-II). Verkefnið íjallar um Thomas-Fermi fræði fyrir efni í sterku segulsviði. Á nifteindastjörn- um ríkir ofursterkt segulsvið sem hefur áhrif á gerð efnisins í yfir- borðslögum stjörnunnar. í ritgerð- inni er lagður stærðfræðilegur grunnur að ýmsum þáttum þessara fræða með því að alhæfa niðurstöð- ur sem áður voru aðeins þekktar fyrir efni án segulsviðs. IDAG GLÆSIIBUÐ - OPIÐ HUS I BERJARIMA 14-1. HÆÐ Vorum að fá ! sölu glæsilega 2ja herb. íbúð á 1. hæð með vestursvölum. Vandaðar innréttingar og hurðir úr mahóní, glæsilegt merbau-parket á gólfum, baðherb. með innréttingu og flísalagt í hólf og gólf. Þvottahús í íbúðinni. Áhv. húsbréf 5,1% vextir 2.440 þús. Verð aðeins 5.950 þús. ibúðin er splunkuný og ónotuð. Laus strax. Sveinbjörn sölumaður á Gimli verður á staðnum milli kl. 13.00 og 15.00 I dag. Gimli, sími 552 5099. Fífusel 34 — Opið hús Falleg 4ra-5 herb. íb. á 3. hæð til vinstri (efstu) 115 fm. 3 svefn- herb., einnig íbherb. í kj. með aðgangi að snyrtingu, rúmgóð stofa með nýju parketi. Sérþvottahús í íb. íb. er öll nýmáluð og laus nú þegar. Suðursvalir. Frábær aðstaða fyrir barnafólk, leikvöllur og skóli rétt hjá. Stæði í bílskýli. Áhv. byggsj. 3,5 millj. Verð 7,9 millj. íb. er til sýnis í dag milli kl. 13 og 16, Elín og verða á staðnum. iu. ci ui oyiuo i way V€ LSéreigi SkólavörðtJ Séreign - fasteignasala, SkólavörðUstíg 38A, sími 552 9077 Björgvin r ehf Abyrg þjónusta í áratugi Sfmi 588 9090 - Fax 588 9095 Síðumúli 21. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Opið hús - Hátún 4 - lyftuhús Rúmgóð og björt um 55 fm íb. á 6. hæð. Suðursvalir. Nýlegt eldh. Áhv. byggsj. ca 3,5 millj. Magnús og Guðrún sýna íbúðina í dag (sunnudag) frá kl. 14 - 17. Verð 5,4 millj. 6072 Með morgunkaffinu o ÆT MAÐURINN minn er ekki á brúðkaupsmynd- unum, því hann tók all- ar myndirnar. ‘faear-KS EG var viss um að þau hefðu gestaherbergi. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Tapað/fundið Pennavinir TUTTUGU og eins árs jap- önsk stúlka með áhuga á póstkortasöfnun, tónlist og bókmenntum: Michi Ito, 405 Kichi-cho, MA tsuyama-shi, Ehime, 791-11 Japan. NÍTJÁN ára þýsk stúlka með margvísleg áhugamál auk íslandsáhuga: Silvia Eckert, Auf der Korke 30, D-32760 Detmold, Germany. SAUTJÁN ára finnsk stúlka með margvísleg áhugamál vill skrifast á við 16-18 ára pilta og stúlkur: Kristiina Kiipivaara, 6S9 KantojSrvi, 93999 Kuusamo, Finland. TUTTUGU og þriggja ára Norður-Finni sem nemur viðskiptafræði og tungu- mál en hann hefur vald á sjö málum. Áhugamálin eru allskonar íþróttir auk þess sem hann safnar ýmsum hlutum, m.a. frí- merkjum og tímaritum: Jukka Hemmi, Laivurinkatu 2-4 B27, 95400 Tornio, Finland. NORSKUR 23 ára karl- maður með áhuga á ís- knattleik, stangveiðum, tónlist o.fl., vill skrifast á við 20-25 ára stúlkur: Lasse Bakke, Ammerudgrenda 170, 0960 Oslo, Norge. Seðlaveski tapaðist TÓLF ára drengur tapaði seðlaveskinu sínu með aleigunni í. Veskið er svart gallonveski og tapaðist líka í Ármúla eða við ís- búðina í Álfheimum sl. þriðjudag á milli kl. 16.30 og 18. Peningarnir í vesk- inu áttu að renna upp í utanlandsferð. Hafi ein- hver heiðarlegur fundið veskið er hann vinsamlega beðinn að hringja í Ómar í síma 565-1658. Myndbandsupp- tökuvél SÁ sem keypti vídeótöku- vélina frá Hvammstanga er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 552-4031 vegna snúru sem fór með í ógáti. Hjól tapaðist GRÆNT ryðgað hjól var „tekið að !áni“ þar sem það stóð fyrir utan Lauga- veg 17, föstudaginn 31. maí sl. Á bögglaberanum er lítil skúffa sem bundin var á með bláum borða. Farartækissviptingin kemur sér illa fyrir eig- andann en einnig var hann mjög tilfinningalega tengdur hjólinu. Hafi ein- hver orðið var við þetta hjól er hann beðinn að hafa samband við Ingi- björgu í síma 552-3011 eða 552-7141. Gæludýr Páfagaukur tapaðist LÍTILL blár páfagaukur fór frá Hjaltabakka 22 sl. þriðjudag. Hann er ekki mjög gæfur. Hafi einhver orðið ferða hans var er hann beðinn að hringja í síma 587-7033. Tína er týnd LÍTILL síamsköttur hvarf frá Sjávargrund 2a í Garðabæ sl. þriðjudag. Hafi einhver orðið hennar var er hann beðinn að hringja í síma 565-8636. Rabbier týndur RABBI tapaðist frá Lauf- ásvegi í Reykjavík sumar- daginn fyrsta. Hans er sárt saknað. Ef þú veist eitthvað um afdrif hans ertu vinsamlega beðin(n) að hafa samband í síma 562-4220 eða 896-0613. Alexandra. Fundarlaun. Kettlingur óskast KETTLINGUR af skosk/íslensku kyni ósk- ast á gott heimili, helst læða. Upplýsingar í síma 557-6206. Kattavinir FJÓRIR fríðleikskettling- ar þurfa að eignast heim- ili hjá góðu fólki. Upplýs- ingar eru veittar í síma 551-9651. Kettlingar ÞRÍR tíu vikna, gullfal- legir kettlingar, einn högni og tvær læður, óska eftir góðu heimili. Þeir eru kassavanir. Upplýsingar í síma 551-1884. Víkveiji skrifar... STÖÐUGT færri viðkomuhafnir skipa í strandsiglingnm hafa stóraukið þungaflutninga á þjóð- vegum landsins. Mikil og vaxandi þungaumferð hefur síðan flýtt fyrir sliti á vegakerfinu, enda er slitlag víða veikburða, þunn „klæðning“, sem þolir illa þetta mikla álag. Talið er að viðhaldsþörfin muni af þessum sökum aukast hratt á næstu árum. Stóraukin viðhaldsþörf rekur sum sé ekki sízt rætur til þunga- flutninga. Sú staðreynd gæti verið „bakland“ sérstaks þungaskatts í formi kílómetragjalds sem farið hefur stighækkandi eftir flutnings- getu. Þróunin hefur hins vegar orð- ið sú í Evrópuríkjum að olíugjald hefur tekið við af þungasköttum. Víkvetji veltir því fyrir sér hvort sú verði ekki einnig þrautalending- inn hér á landi, því allt þurfum við nú að apa eftir umheiminum. Stórauknum þungaflutningum á vegum fylgja og aukin umferðar- slys, sem dæmin sanna, en sú hlið mála verður ekki rædd hér og nú. Fyrirspurn um það efni var einnig svarað á Alþingi fyrir skemmstu og er e.t.v skoðunarefni fyrir fjöl- miðla. SIV Friðleifsdóttir og Ólafur Örn Haraldsson, þingmenn Fram- sóknarflokks, hafa tekið hressilega undir gagnrýni þéttbýlisbúa á mis- vægi atkvæða. Siv sagði m.a. í þing- ræðu: „Til að mynda náði þingmaður kjöri við síðustu kosningar með 648 atkvæðum en ekki frambjóðandi með 3.248 atkvæði á bak við sig“! Ólafur Örn komst svo að orði: „Hér eru að sjálfsögðu ekki stunduð kosningasvik, en vægi at- kvæða hér á landi er með þeim hætti að sumir hafa atkvæðavægi á við þijá og fjóra...“! Víkverji er þeirrar skoðunar að þegar jafnvel þingmenn Framsókn- arflokks ganga fram fyrir skjöldu í baráttu gegn. misvægi atkvæða, sem þegar grannt er skoðað er óþol- andi brot á grundvallarmannrétt- indum, þá styttist í viðunandi lausn á málinu. ISÓLFUR Gylfi Pálmason lagði fyrir skemmstu til í þingsálykt- unartillögu að fram fari könnun á möguleikum á nýtingu innlends tijáviðar, sem til fellur við grisjun, til framleiðslu listmuna, byggingar- efnis, límtrés og eldiviðarfram- leiðslu. Jafnframt því að gerð verði fagleg úttekt á því, hvernig fullnýta megi þau verðmæti er til falla í skógum landsins. í greinargerð með tillögunni seg- ir: „Skógrækt ríkisins telur að eftir u.þ.b. 40 ár verðum við sjálfum okkur nóg um trjávið til bygginga og framkvæmda... Mér er sagt að nú sé verið að grisja skóg í Skorra- dal og af u.þ.b. sjö hekturum falli alls til um 200 tonn af tijáviði. Heildarmagn þess viðar sem til fellur er um 1.000 hektarar. Hér er því um heilmikið magn að ræða...“. Flest okkar hafa talið skógrækt þjóna landvernd og landgræðslu, og að tré nýtist í skjólbelti og augnakonfekt í umhverfinu. Færri hafa gert sér grein fyrir því að nytjaskógar eru í sjónmáli. Tillaga Isólfs Gylfa er verð ítarlegrar skoð- unar. ÞORSKURINN er þungamiðjan í efnum og afkomu íslend- inga. Það er því mikilvægt að þorsk- stofninn fái að ná þeirri stofnstærð, sem aðstæður i lífríki sjávar frekast leyfa, svo innlegg hans í þjóðarbúið næstu áratugi verði sem mest. Það er og forvitnilegt að stöku dugnaðarmaður stundar þorskeldi í sjókvíum, þó í litlum mæli sé enn sem komið er. Árið 1994 var slátr- að sem svarar 45 tonnum og árið 1995 33 tonnum af sjókvía-þorski. Vonandi verður ekki hægt að herma aldinn húsgang upp á fram- tíðina, svohljóðandi: Það er ekki þorsk að fá i þessum firði. Þurru landi eru þeir á og einskis virði!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.