Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Listamaðurinn Oswaldo Romberg á Listahátíð í Perlunni „Innsetningin er dulbúið höggu EITT verka Oswaldos Romberg af Innsetningu +2000/-2000 á Listahátíð í Perlunni. ÁINNSETNINGU +2000/-2000, sem er opin í Perlunni til 1. júlí, eru verk listamannsins Oswald- os Romberg til sýnis, en atburð- ur þessi er sérstæður að því leyti að Innsetningin var opnuð á 20 stöðum samtímis víða um heim. Sýningin á að gera fjögur þúsund ára sögu skil og ná til allra menningarsvæða. Brot úr myndlist og byggingarlist flétt- ast saman frá mismunandi tíma- bilum og undirstrika þá skoðun Rombergs að mannkynssaga sé í eðli sínu ekki til heldur einung- is manneskjur, tími og atburðir og menningarleg sagnaritun sé ávallt háð fyrirfram ákveðnum skilyrðum. Vildi eindregið opna í Reykjavík Innsetningin er sameiginlegt framlag Perlunnar, Kjarvals- Naxos-útgáfan Sinfónían hljóðriti Sibelius Á FIMMTUDAG kom í stutta heimsókn til íslands þýski útgef- andinn Klaus Heymann, en hann hefur lýst áhuga sínum á að fá Sinfóníuhljómsveit íslands til að hljóðrita fyrir Naxos-útgáfu hans. Naxos-útgáfan hefur haslað sér völl með ódýrum útgáfum sínum og hefur náð meirhluta markaðar í mörgum Evrópulöndum. Vill hljóðrita allar sinfóníur Sibeliusar í samtali við Morgunblaðið sagðist Klaus Heymann hingað kominn tii að hitta umboðsaðila útgáfu hans hér á landi, en einnig til að hitta að máli forsvarsmenn Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hann sagðist hafa hug á því að hljóðrita allar sinfóníur Sjbeliusar með Sinf- óníuhljómsveit íslands og einhver tónaljóðanna, en einnig hefði hann áhuga á að gefa út íslenska tón- list á annarri útgáfu sem hann á, Marco Polo, ef Sinfóníuhljómsveit- in hefði til þess tíma. Heymann sagði að ýmsir hefðu orðið til þess að benda honum á Sinfóníuhljómsveitina, þar ekki síst umboðsmaður hans í Bretlandi sem þekkti hljómsveitina af útgáf- um hennar á vegum Chandos- útgáfunnar bresku. ----» ♦------ Textílsýning í Perlunni HEIDI Kristiansen sýnir 18 mynd- teppi í Perlunni. Teppin eru öll unnin með quilt-tækni og applíker- ingu eða ásaumi og eru gerð á árunum 1995-96. Heidi hefur áður haldið sýning- ar bæði heima og erlendis; ýmist ein eða með öðrum. Síðast sýndi hún í Perlunni 1994, auk þess sem hún hélt sýningu í Vestmannaeyj- um í ágúst 1995. Sýningin er opin allan júnímán- uð á sama tíma og veitingabúðin á Ijórðu hæð. staða og veitustofnana Reykja- víkur til Listahátíðar. „Romberg lagði mikla áherslu á að Innset ningin kæmi hingað líka því í huga hans er Island mikilvægur tengipunktur í list- sögulegu samhengi," segir Guð- jón Bjarnason sýningarstjóri. „Romberg leggur mikið upp úr því að brjóta upp valdatafl til- tekinna menningarsvæða og jafnvel tiltekinna safna víðsveg- ar í heiminum með því að leggja að jöfnu jaðarmenningarsvæði og valdamikil menningarsvæði. Gott dæmi um þetta er einmitt opnun Innsetningar í t.d. Reykjavík og Vínarborg sam- tímis. I sama tilliti sýnir hann vanþóknun sína á persónudýrk- un listamannanna sjálfra með því að viðhafa nafnleysi og vera aldrei viðstaddur opnanir á sýn- ingum sínum,“ segir Guðjón. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ er nýkomið af alþjóðlegu leiklistrarhátíðinni LIFE-Lithuanian Theatre Festival, þangað sem því var boðið með sýn- inguna Don Juan eftir Moliére. Það var leikstjórinn Rimas Tuminas frá Litháen sem leikstrýrði sýningunni í Þjóðleikhúsinu í vetur og vakti hún mikla athygli. Sýnt var tvisvar á hátíðinni, 23. og 24. maí, í einu helsta leikhúsinu í Vilnius, Jaunimo Teatras. I sam- tali við blaðamann sagði Stefán Baldursson að húsfyllir hefði verið í bæði skiptin og vel það. „Uppselt varð á sýningarnar Iöngu fyrirfram og höfðu forráðamenn hátíðarinnar tekið þá ákvörðun að selja einnig í stæði. Var því mikill fjöldi áhorf- enda sem stóð á báðum sýningun- um. Leikið var á íslensku en sýning- in þýdd jafnóðum á litháísku í heyrnartól fyrir þá sem það kusu.“ Viðtökur leikhúsgesta voru frá- bærar bæði kvöldin, að sögn Stef- áns. Þá hlaut sýningin mikla um- fjöllun í fjölmiðlum; gagnrýni, greinar og viðtöl birtust í öllum helstu blöðum landsins og ítarlega var fjallað um sýninguna í sjón- varpi. Í hópnum frá Þjóðleikhúsinu voru rúmlega þijátíu manns: 20 leikarar auk tæknimanna og annars starfs- fólks sýningarinnar og er þetta ein- hver fjölmennasta leikferð, sem Þjóðleikhúsið hefur farið. Sagði Efnismeðferð Rombergs lýtur að kröfum um ódýrt efni og kallar Guðjón Innsetninguna því lágtæknisýningu. Verkin eru samsett úr ljósritunarpappír, glærum og límbandi. Millibilsástand skynjunar „Romberg sækist eftir því að skapa millibilsástand skynjun- ar svo boðskapur hans eigi greiða leið að áhorfandanum, en hann er í stuttu máli sá, að hvetja áhorfendur til þess að Stefán að það hefði sérstaklega reynt á kunnáttu og færni tækni- mannanna í hópnum vegna þess að leikhúsið í Vilnius væri illa tækjum búið. „Þótt leiklistin sem stunduð er þarna sé í hæsta gæðaflokki býr leikhúsfólkið við mjög erfiðar að- stæður." Ung en virt hátíð LIFE-hátíðin var nú haldin í þriðja skipti en nýtur þegar mikillar virðingar í leikhúsheiminum. Á há- tíðina hafa valist virtustu leikhús og leikstjórar, m.a. Peter Brook, Ingmar Bergman, Complicité-leik- húsið og Els comediants svo eitt- hvað sé nefnt. I ár voru meðal ann- arra sýninga leiksýning frá hinu umtalaða leikhúsi Volksbúhne í Berlín, sem sýndi verk eftir Christ- oph Martaler í leikstjórn hans, Vanja frænda eftir Tsjekhov eftir einn virtasta leikstjóra Pólveija Jerzy Grezgorzewski; eitt athyglis- verðasta dansleikhús Evrópu: dans- Ieikhús belgíska danshöfundarins og leikstjórans Alain Platel og franski dansflokkurinn Maguy Mar- in, sem dansaði verkið May B, byggt á leikritum Samuel Becketts en þessi sýning var sýnd á Listahátíð í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Þá voru sýndar ýmsar litháískar sýningar meðal annars verðlauna- sýning Rimasar Tuminasar, Brostu til okkar guð, eftir litháíska höfund- vera gerendur í persónubund- inni söguskoðun og varpa af sér allri innrætingu. Við erum svo vön því að skoða hlutina í réttri tímaröð en Romberg minnir áhorfendur á að skoða hlutina í tímaleysi. Þetta gerir kröfur og því má lýsa Innsetningunni sem dulbúnu höggi,“ segir Guð- jón að lokum. Margt fleira liggur undir verkum Rombergs og geta áhorfendur kynnt sér það í lista- verkabók sem fylgir sýningunni. inn Georgy Kanovicius en sú sýning hefur verið sýnd á ýmsum leiklistar- hátíðum og unnið til margra verð- launa. Leikflokkur Þjóðleikhússins naut mikillar gestrisni meðan á heim- sókninni stóð. Að lokinni frumsýn- ingu var hópnum haldin vegleg veisla í Þjóðleikhúsi Litháa með til- heyrandi skemmtiatriðum og ræðu- höldum. Samstarfssamningur íslendinga og Litháa I lok heimsóknarinnar gekk þjóð- leikhússtjóri á fund menntamálráð- herra Litháens ásamt Rimasi Tum- inas þjóðleikhússtjóra þeirra Litháa, þar sem ráðherra lagði blessun sína yfir samstarfssamning, sem þessi tvö þjóðleikhús hafa gert með sér til næstu ára. Samningurinn gerir ráð fyrir áframhaldandi samstarfi þjóðleikhúsanna, þar sem skipst verði á starfsfólki, leiksýningum og leikritum, allt eftir því sem aðstæð- ur og efni leyfa. Að lokinni hátíðinni voru lista- menn Þjóðleikhússins gestir þeirra þjóðleikhúsmanna ytra í tvo daga og var þá m.a. farið til borgarinnar Kaunas og í ýmsar styttri ferðir. Þjóðleikhúsið naut stuðnings ís- lenskra stjórnvalda við fjármögnun ferðarinnar svo og fyrirgreiðslu frá Eimskip, Flugleiðum og Norrænu skrifstofunni í Vilnius. BarPar á Patreks- firði LEIKFÉLAG Patreksijarðar sýnir um þessar mundir leikritið BarPar eftir Jim Cartwright. Leikstjóri er Guðrún Alfreðs- dóttir en helstu aðstandendur sýningarinnar eru um tuttugu talsins. Formaður Leikfélagsins er Sigurbjöm S. Grétarsson. „BarPar var frumsýnt í Skjaldborg 24. apríl sl. og var það jafnframt fyrsta uppfærsla áhugaleikfélags á leikritinu hér á landi. Þá bryddaði Leikfélag Patreksfjarðar og upp á þeirri nýlundu að fullmanna verkið eða því sem næst. Persónur í BarPari eru fjórtán og fara nú tólf leikendur með hlutverkin," segir í kynningu. I fyrri uppfærslum hérlendis hjá Leikfélagi Akureyrar og Leikhópnum Barflugum í Borg- arleikhúsinu, hafa hins vegar tveir leikarar brugðið sér í öll hlutverkin. Auk sýninga á Patreksfirði hefur verið sýnt á Tálknafirði, en einnig eru fyrirhugaðar sýn- ingar á Bíldudal og á Barða- strönd. Graduale- kórinn söng í Mý- vatnssveit Mývatnssveit. Mor^unblaðið. GRADUALEKOR Langholts- kirkju skipaður 44 ungmennum á aldrinum 11 til 18 ára hélt söngskemmtun í Skjólbrekku þriðjudaginn 4. júní. Söngstjóri Jón Stefánsson. Undirleikarar á píanó, Lára Bryndís Eggerts- dóttir og söngstjórinn. Söngskráin var fjölbreytt og varð kórinn að endurtaka og syngja aukalög. Þessi frábæri kór er mjög vel þjálfaður, kröft- ugur og hefur á að skipa ágæt- um söngröddum. Höfðu við- staddir,sem voru fjölmargir, mikla ánægju af á að hlýða og létu það óspart í ljós með verð- skulduðu lófataki. Eftir sönginn bauð kór Skútustaðakirkju gestunum til veglegra kaffiveitinga. Gradua- lekórinn er að heíja hálfsmán- aðar söngferðalag til Norður- landa. Var samsöngur í Skjól- brekku hinn fyrsti í þeirri ferð. Kórinn gisti í Mývatnssveit að- faranótt miðvikudags en hélt síðdegis til Egilsstaða þar sem syngja átti í kirkjunni um kvöld- ið. Á fimmtudag var áætlað að sigla frá Seyðisfirði með Nor- rænu til Færeyja og Danmerkur þar sem ráðgert er að halda alls 9 samsöngva. Glerlist og silkiþrykk í Þrastarlundi í ÞRASTARLUNDI hefur verið opnuð sýning þeirra Ingibjargar Hjartardóttur glerlistakonu og Alfreds A. Gockel listamanns, sem hefur sérhæft sig í silki- þrykki. Þetta er í annað sinn sem Ingibjörg sýnir í Þrastar- lundi en hún hefur kennt glerlist hjá Námsflokkum Reykjavíkur og hjá eldriborgurum auk þess sem hún rekur Gallerí Hnoss. Alfred A. Gockel nam gra- físka prentun áður en hann fór í almennt listnám og hefur sýnt verk sín í Þýskalandi og NEW YORK ARTEXPO. Það er verslunin hjá Hirti sem hefur veg og vanda af sýn- ingu þessari, sem verður opin til 17. júní. HLUTI leikflokks Þjóðleikhússins ásamt litháísku gestgjöfunum á dómkrikjutorginu í Vilnius. Þjóðleikhúsið með Don Juan á leiklistarhátíð í Litháen Hlaut frábærar viðtökur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.