Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Ég hef alltaf farið mína leið...“ Jón Rúnar Arason söngvari vann til verðlauna í söng- keppni kenndri við Lauritz Melchior nýlega. Sigrún Davíðsdóttir hitti hann fyrir í Kaupmannahöfn og fræddist um söng, farandlíf og fjallaferðir. „ÉG ER úfinn og skeggjaður, svo þú getur þekkt mig á því,“ sagði söngvarinn, þegar hann var spurður hvernig hægt væri að þekkja hann úr á kaffihúsinu. Það var þó fyrst og fremst yfirveguð ró en um leið krafturinn í augnaráði Strandamannsins, sem gerði að verkum að Jón Rúnar Arason skar sig úr kaupinhöfnskum kaffihúsagest- unum þennan sólríka dag í vikunni eftir hann vann til verðlauna í alþjóðlegri söng- keppni kenndri við Lauritz Melchior. Úrslitakeppnin fór fram í Konunglega leik- húsinu að viðstaddri Margréti Þórhildi Danadrottningu og fjölda gesta og var sjón- varpað beint. Jón Rúnar hefur þó ekkert sérstaklega hraðað sér upp á óperusviðið og honum -virðist enn ekki liggja mikið á. „Ég hef alltaf farið mína leið og held því áfram,“ segir hann sallarólegur. Eftir stúdentspróf- ið úr MH lagðist hann í ferðalög í þijú eða fjögur ár, fór um Evrópu og Bandaríkin, en vann heima á milli til að geta lagt í hann á ný. Svo byijaði hann í Söngskólanum, „1985 eða 1986, man það ekki alveg,“ og stundaði nám hjá Magnúsi Jónssyni. „Fyrstu fjögur árin fóru nú bara í að fá mig til að trúa að ég gæti sungið,“ segir hann og er greinilega þakklátur fyrir þá handleiðslu, sem hann hlaut hjá Magnúsi. „Hann var ekkert að skipa mér fyrir og sagði alltaf að ég yrði að klára mig sjálfur. Honum væri sama hvern- ig ég færi að því að syngja á tónleikum, bara að ég syngi hreint. A eftir tók hann mig svo í gegn fyrir það sem honum fannst vitlaust. Það er ekki hægt að kenna söng. Maður verður sjálfur að þreifa sig áfram.“ En það var ekki óperusöngurinn, sem dró hann í söngnámið, heldur söng hann í hljómsveitjnni Jói á hakanum og fór í söng- nám af því hann var svolítið forvitinn um raddbeitingu. „Óperusöngur er nokkuð sem Lagðist í ferðalög i fjögur ár maður þarf að fá smekk fyrir, svolítið eins og campari og ólífur og það var ekki alveg ég.“ Hins vegar hafði hann alltaf haft gam- an af aríum og þekkti öll íslensku einsöngs- lögin úr Óskalögum sjúklinga. „Og ég féll í stafi yfir Mahaliu Jackson, þegar ég var lítill. Ég veit enn ekkert sérlega mikið um ‘óperur, veit miklu meira um kvikmyndir, en hins vegar hef ég lært heilmikið um söng. Nú er ég farinn að heyra hluti í söng.“ Af þessum orðum spinnst smáútúrdúr um kvikmyndir og hann leiðir í ljós að Jón Rúnar er svo sannarlega vel heima á því sviði og fylgist með af mikl- um áhuga. Eftir Söngskólann fór hann til Gautaborgar til kennara þar, auk þess sem hann fór að syngja við Gautaborgaróperuna og hefur enn sambönd þar. En svo færðist öryggið yfir og um leið stöðnunin fannst honum, „svo ég yfirgaf kennarann eftir að hafa mergsogið hann“. Auk Gautaborgar hefur hann sungið við Jósku óperuna í Arósum. Undanfarið hefur Jón Rúnar haft viðdvöl í Kaupmannahöfn og verið hjá pólskum kennara þar, Andrej Orlowitz, sem Jón Rúnar segir mjög umdeildan kennara. Spariskírteini þetta er gefið i'u samkvæmt heimíld M: lámfjtirlaga fyrir áriðlóBG, um hciniild fyrir fjármálanít fyrir hörid rtkissjóös aö taícá Uín á innlendum lánsfjármarkaði sbr. lögnr. 79 frá 28; desember 1983, innlcnda lánsfjároflun ríkissjóds. Um uppsögn, innlausn og skírteinisins fer samkvæmt híns vegar greindum skilmá Skirteiixið skal skráð á nafn, Sjá 1. gr. skílnlála á bakh Auk höfuðstók og vaxta gi eíðir rflcissjóður yerhbíetur á höfuðstóÍogYexti.sem fylgja hækkun er kann ad veröa á Iiínskjaravísitolu jxeirri, er tekur gildi I. ti! gjalddaga þess, samkvæmt nánarí ákvæðurn 3. og 5. gri skiltn i Um skátíálega meöferð spariskirletnisins yfeást tjl 9. gr. skiími iktrtetni þetta er gciiö út samkvæmt Jiö 2. f s fyriráriö 1086. um heimíid fyrir fjánnálaráöherrá ci ríkissjóös «ið gefa út ri'kísskwldabref og/cöa u innanlands, sbr. lítg nr. 79 írá desember 1983, ilm oöun riTtíssjóös {hn yppyögn, inniausn og vaytakjor vfei samkva.'irii fmi.s yegar greindum .skilrnaium skal skrýð á nafn, sjá 1. gr, skdmála á bakhhð. 'istóls og V'á’tta greíÖtr nkissjóöur veröbætur af ijnu, sem fylgja hiekkun, er kann að veröa á \ /' - V'' avísítolq {Kílrri, er tekur gildi I. jantíar J98ó, . ;,y x, mkvæmt nanarí ákvæöum 3. og 5, gr. skifmála á baíchliÖ. ferö sbáriákí»4:éinÍsU^ib/jJkiWiö. l Eru spariskírtein in þin innleysanle. gnúna? fjftftiESEf tíl 11 í 12 HSjEi# TIL SAMANBURÐAR: Spariskírteini Sjóður 5 Sparileið 48 ríkissjóðs hjá VÍB hjá íslandsbanka Eignarskattsfrjáls JÁ JÁ JÁ 100% ábyrgð ríkissjóðs JÁ JÁ NEI, bankans Ákveðinn gjalddagi JÁ NEI JÁ Hvenær laust til útborgunar? Á gjalddaga Þegar þér hentar Á gjalddaga Hægt að kaupa fyrir hvaða fjárhæð sem er? NEI, ákveðnar einingar JÁ JÁ Yfirlit NEI JÁ, tvisvar á ári JÁ, einu sinni á ári Varsla verðbréfa fram að innlausn NEI JÁ Á ekki við Kostnaður við vörslu/innheimtu hjá VÍB 725 kr. 0 kr. Á ekki við Hægt að kaupa í áskrift JÁ JÁ JÁ Verðtrygging eigna JÁ JÁ JÁ Sjá sérfræðingar um ávöxtun? NEI JÁ Á ekki við Er auðvelt að fylgjast með verðmæti bréfanna? NEI JÁ JÁ Er ávöxtun aftur í tímann opinber fyrir eigandann? NEI JÁ, í Mbl. NEI Er hægt að selja bréfin með einu símtali? NEI JÁ NEI Dreifir þú áhættu með kaupum? NEI JÁ Á ekki við i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.