Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ Læknar hafa lykilstöðu í kerfínu sakir þess dulúðuga ljóma sem um þá leikur. Sameinað átak þeirra um ráðdeildarsemi mundi skila miklu til almannaheilla. Ýmsir þeirra hafa hins vegar stofnað lít- il konungdæmi innan kerfisins. Nálgist einhver ríki þeirra, eins og heimilislæknar gera nú, upp- hefjast ramakvein og ógurlegt vopnabrak. Það gleðilega er hve margir sem annast aldraða láta sér ekki nægja að skjólstæðingarnir „séu tandur- hreinir á tánum“ eins og Danir segja, heldur vilja auka virðingu fyrir þeim, gera líf þeirra hamingjusamara. „Það er ekki hægt að vinna í öldrunarþjónustunni nema þykja vænt um gamalt fólk,“ sagði einn. Margir hamra á því að þótt einstakling- ur eigi erfitt með hreyf- ingar og tjáningu, og virðist lítill bógur, eru almenn mannréttindi ekki úr gildi fallin. Margir hafa kviðið því alla ævi að verða upp á aðra komnir. Oft er ráðskast með aldraða, þeir fá lítið að vita um hvert stefnir. Ættingjar og starfsfólk er á þönum, láta þá bíða, svara ekki spurningum þeirra, drepa málum á dreif. „Mér finnst skelfílegt að heyra talað við fólk með áttatíu eða níu- tíu ára vinnu og lífsreynslu að baki eins og óvita,“ segir Rósa Kristjánsdóttir á öldrunarlækn- Yfir auðum rúmum Bregðum okkur aðeins aftur í tímann í samfylgd Margrétar Guð- mundsdóttur sagnfræðings. í bók hennar um Hvítabandið, Aldarspor (1995), er sagt frá því hvernig útlendingar, franskir sjómenn, danskir Oddfellowar og kaþólskar nunnur komu upp fyrstu sjúkra- húsunum hér á landi um síðustu aldamót, en Reykjavíkurdætur söfnuðu fyrir Landspítalanum. Félagskonur Hvítabandsins reistu svo hjúkrunarheimili við Skólavörðustíg. Það framtak nokkurra hús- mæðra mátti virðast óðs manns æði. En trú þeirra gaf þeim styrk, að Guð hefði „látið pen- ingana verða til, til þess að þeir gætu orðið til hjálpar þeim sem bágt eiga“ (bls.236). Allt þetta framlag til sjúkrahúsmála mætti tómlæti yfir- valda. „Reykjavíkurbær tók á móti óskabarni Hvítabandsins, eins og illa siðaður krakki. í gögn- um félagsins er ekki að finna staf- krók um að þakkað hafi verið fyr- ir gjöfina“ (bls.197). Nú, hálfri öld síðar, veltir heil- brigðiskerfíð þrjátíu og sjö millj- örðum á ári. Samt er það svo skelf- ing illa statt að nærri 200 rúm standa auð og uppbúin á deildum sem sumar hveijar verða lokaðar til áramóta. Eins og fram hefur komið í fréttum er sparnaður af þessu nánast enginn. En sár- „Það er ekki hægt að vinna í öldrunar- þjónustunni nema þykja væntum gamait fólk,“ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 23 Sumaríð er komið í Valhúsgögn! ___ * Valhúsgögn ÁRMÚLA8, SÍMl 812275. (D !?" I| Vinsælu, sænsku garðhúsgögnin frá KWA eru komin aftur. Gegnvarin fura - gæði í gegn. 15 ára reynsla á íslandi. Mikið úrval áklæða* Blað allra landsmanna! - kjarni máisins! maxFactor i Frábærar vörur Frábært verð FRIR VARALITU STRETCH NEW maskarinn: ✓Augnháranæring sem nærir augnhárin. ✓Nýr og betri bursti. ✓Ilmefnalaus og ofnæmisprófaður. ✓Lengir augnhárin. Max Factor maskarar: Sretetch-, Linsu, Aqua-, Higth def.-, Curve- 8f Curl maskari. JÚNÍ - TILBOÐ Með hverjum keyptum Max Factor maskara fylgir frír JÚNÍ - tilboðið fæst á flestum sölustöðum maxFactor -snyrtivöruverslunum og apótekum. ÞÓTT Elín Þóra Guðlaugsdóttir þurfi heita bakstra við liðagigt- inni er hún Iistamaður í höndunum, við útprjón, málun á tré og hvaðeina. ingadeild Landspítalans í Hátúni, hjúkrunarfræðingur og djákni. Tengingin við kirkjuna vekur traust. Fólk fer að tala um það sem sækir á hugann. Mjög afsak- andi í fyrstu: „Ég má nú ekki tefja þig...“ Oft er ráðskast með aldraða, þeir fá lítið að vita um hvert stefnir. Ættingjar og starfsfólk er á þönum, láta þá bíða, svara ekki spurningum þeirra, drepa málum á dreif. „Þegar fólk fer að létta á hjarta sínu er eins og opnist gáttir,“ seg- ir Rósa. Kynslóðin sem nú er öldr- uð var ekki alin upp við að bera tilfínningar sínar á torg. En nú getur uppgjörið ekki beðið lengur. Sárar minningar sem sökkt hafði verið niður á botn í sálardýpinu þröngva sér upp á yfirborðið. Það svíður í sár sem aldrei hafa gróið. Atvik úr bernsku, áföll og ást- vinamissir. Eða þegar foreldrar með stóran barnahóp sendu ein- hver þeirra í fóstur - því var ég sendur en hann varð kyrr? Gerði ég rangt, eða var brotið á mér? Fæst fyrirgefning syndanna við dauðans dyr? „Margt af því sem stríðir á hug- ann,“ segir Rósa, „veigrar fólk sér við að ræða við sína nánustu.“ Hún segist ekki hefðu trúað því að óreyndu að þörfín fyrir andleg- an stuðning væri svo brýn. þreyttir aðstandendur eru sviptir möguleikum á að komast í sum- arfri. Stoðkerfi fjölskyldunnar brestur þá fyrr en ella því eins og fjallað var um í fyrri grein hefur um 150 öldruðum, sem verða að fá hjálp allan sólarhringinn, verið úthýst úr kerfinu. (Fyrir utan alla þá yngri sem eru á biðlistum eftir aðgerðum.) Getið þið séð fyrir ykkur Hvítabandskonur eða nunn- ur í Landakoti yfir auðum rúmum? Elli og hrörnun bíða okkar allra. Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær það gerist. En síðasta áfangann getur orðið undir högg að sækja. Sumir eru lamaðir af ýmsum sjúkdómum, aðrir illa áttaðir eins og heiðurskona sem fannst um hánótt á náttkjólnum úti á götu, enn aðrir búa í heilsu- spillandi kjallörum og skúrum. „Skiljið þið ekki að gamalt fólk hefur sál,“ æpti ung og örvingluð vinkona mín og brast í grát fyrir framan vingjarnlegan félagsmála- fulltrúa þegar hún komst að því að kerfíð hafði engin úrræði til lausnar. Önnur eldri og lífsreynd- ari, Margrét Indriðadóttir, lengi fréttastjóri útvarps, sagði af meiri kaldhæðni: „Fer ekki að verða tímabært að setja hámarksaldur á íslendinga?" Höfundur cr sngnfrædingur. Komdu og skoðaðu einfaldlega bestu íbúðirnar í bænum á sunnudag milli kl. 13.00 - 15.00 Berjarimi 32-36 Góður gardur með berjalautu Stórar svalir eða einkagarður Sér inngangur í hverja íbúd íbúðir afhentar fullbúnar Val á gólfefnum og innréttingum Þvottahús í íbúð 2ja, 3ja og 4ja herbergja íbúðir Lág greidslubyrði á mánuði, eða kr. 33.540* *2ja herbergja ibúd I Ármannsfell hf. tekur é sig oll afföll af 25 ára húsbréfum Ármannsfell hf. w™*™* Funahöfða 19 • Sími 577 3700 • http://nm.is/armfell - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.