Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ1996 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Garðurínn hans Skúla Frá Ingólfi Bjarna Sigfússyni: í VELVAKANDA Morgunblaðsins, þann 30. maí síðastliðinn, vekur Skúli nokkur athyglí á þjónustu sem Vinnuskóli Reykjavíkur hefur boðið undanfarin sumur. Þeir eldri borg- I arar, sem eftir því óska, geta gegn | vægu gjaldi fengið hópa unglinga , í garðinn sinn til að vinna vorverk- in. Þessi þjónusta hefur mælst vel fyrir og fer þeim sífellt fjölgandi sem nýta sér hana. Nokkurs mis- skilnings gætir þó hjá Skúla, þar sem hann talar um að þjónustan bjóðist ekki fyrr en um mitt sumar. Hið rétta er að starf Vinnuskóla Reykjavíkur hefst þann 10. júní næstkomandi, en grunnskólum ' borgarinnar er ýmist nýlokið eða starfi þeirra lýkur nú í vikunni, svo ! starfsmenn skólans, sem eru á aldr- inum 14-16 ára, komast ekki fyrr til starfa. Um leið og starfið hefst fara af stað 30 hópar vaskra ung- menna sem taka til höndum í görð- um ellilífeyrisþega. Þjónustan byij- ar sem sagt eftir rúma viku. I ár hafa hins vegar fleiri en nokkru Frá Sverri Hallgrímssyni: VEGNA umfjöllunar um Lang- holtssókn og skiptra skoðana manna á því hver eða hveijir beri ábyrgð á því ástandi sem þar ríkir og getuleysi yfirmanna kirkjunnar til þess að leysa þau vandamál sem þar era, þá langar mig að viðra hugmynd sem ætti að vera öllum deiluaðilum ásættanleg, miðað við hvernig deiluaðilar meta stöðu sína hver fyrir sig, það er að eng- inn telur sig bera ábyrgðina. 1. Safnaðarstjórn, organisti og prestur segi öll upp störfum sínum. 2. Prófastur standi fyrir kosn- ingu nýrrar sóknarnefndar og kalli eftir framboðum til hennar, fram- boð verði kynnt safnaðarbörnum með dreifibréfi þat' sem getið verð- ur hvar og hvenær kosning fari fram, kosning standi yfir í einn dag frá kl. 10-22, stuðst verði við íbúaskrá frá 1. des. 1995. sinni sótt um garðahreinsun. Um- sóknirnar eru orðnar fleiri en 600 svo að hver hópur hefur rúmlega 20 garða á sinni könnu. Af þeim sökum fá ekki allir þjónustu strax, því nokkurn tíma tekur að sinna öllum þessum görðum vel. Vegna þessarar gríðarlegu eftirspurnar er leitað úrræða til að mæta henni á skrifstofu skólans og ég get fullviss- að Skúla um að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að koma sumarbrag á garðinn hans jafnt sem annarra eins hratt og vel og unnt er. Ef allt gengur að óskum koma nemendur skólans tvisvar í garðinn hans í sumar og gera hreint. Vonandi kætir það Skúla. Þeir sem enn hafa ekki sótt um þessa þjónustu geta snúið sér til skrifstofu Vinnuskóla Reykjavíkur á Engjateigi 11, en svarað er í síma frá 8.20 til 16.15 virka daga. Með ósk um gott og gleðilegt sumar. INGÓLFUR BJARNISIGFÚSSON, kynningarfulltrúi Vinnuskóla Reykjavíkur. 3. Ný sóknarnefnd auglýsi eftir presti og organista og kynni þá fyrir söfnuði með venjubundnum hætti. 4. Kosið verði um prest og organista úr framkomnum um- sóknum. Kjörskrá styðjist við íbúa- skrá frá 1. des. 1995. 5. Prestur og organisti verði síðan ráðnir samkvæmt niðurstöðu kosninga, skal þeim skylt að starfa saman með heill kirkju og safnað- ar að leiðarljósi, öðrum kosti víki þeir. Með þessu er engin afstaða tek- in til þeirra deilumála sem uppi hafa verið og reynst hafa óleysan- leg. Allir fara á byijunarreit og eiga jafna möguleika til þess að hljóta kosningu og söfnuðurinn kýs þá sem hann treystir fyrir kirkju sinni. SVERRIR HALLGRÍMSSON, Efstasundi 77, Reykjavík. Gleðjumst með samkyn- hneig’ðum 27.júní Frá Þórunni Sveinbjanardóttur: ÍSLENDINGAR telja sér gjarnan trú um að þetta land byggi fordó- malaus og víðsýn þjóð. Annað kem- ur þó stundum á daginn í opinberri umræðu. Dæmi um slíkt er bréf Friðriks Schram guðfræðings sem birtist í Morgunblaðinu 7. júní sl. Þar viðrar höfundur skoðanir sínar á samkynhneigð og nýjum lögum um staðfesta samvist kynhneigðra para. Guðfræðingurinn hvetur presta þessa lands til að standa vörð um heilbrigt mannlíf og kenn- ingu Krists með því að beita sér gegn lagasetningu af þessu tagi. Mér var kennt að umburðarlyndi og kærleikur í garð náungans væru hornsteinar kristinnar kirkju. Rót- tækni kristninnar felst einmitt í því að tala máli þeirra sem samfélagið kúgar. Þess vegna á kristin kirkja að vera í fararbroddi mannréttinda- baráttu um allan heim en ekki málsvari afturhalds og mann- vonsku. Nær væri að lærðir guð- fræðingar hefðu þessi einföldu sannindi í huga þegar þeir gera sér far um að ræða málefni samkyn- hneigðra á opinberum vettvangi. Lög um staðfesta samvist munu taka gildi á alþjóðlegum baráttu- degi samkynhneigðra, 27. júní nk. Að lokum vil ég óska Samtökunum ’78 til hamingju með þennan mikla áfanga í baráttunni fyrir fullum mannréttindum samkynhneigrða hér á landi. ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR, varaþingkona Kvennalistans, Túngötu 3, Reykjavík. Langholtssókn, söfn- uðurínn leysi vandann Nettoi ASKO (Gmm) ökam “OTURBO NILFISK EMIDE ibemo cc ZD 1— U_ > co '=) VELKOMIN í FÖNIX OG GERIÐ cz T3 X) xr < o x: C) —1 LU cc c 2 u_ REYFARAKAUP i rTi' r~ > PO TT o o —D o Við bjóðum allt sem þig vantar / O —l g >- 00 oc INNRETTINGAR OG RAFTÆKI m* i— > o Q í eldhúsið, baðherbergið, þvottahúsið og að auki fataskápa í XI cc o GQ svefnherbergið, barnaherbergið og anddyrið. > O JJ o -J LU rc SÖLUSYNING UM HELGINA X) X) > cc < INNRÉTTINGAR OG RAFTÆKI Á TILBOÐSVERÐI > X) 2: ll. O BOTNFROSIÐ VERÐ - ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR cö' co cc < _J Velkomin í Fönix. Heitt á könnunni og ís fyrir börnin. >- 3> 'LU > IBERNA BÓNUS: ZJJ o —J Þeir sem kaupa nýju Iberna-tækin (þvottavélar, tauþurrkara eða -< cn LU cc uppþvottavélar) fá smáraftæki að eigín vali, kr. 3.000,- í kaupauka. c— CD d o 2 1— 1— 'LLI LAUGARDAG 10-16 OPIÐsunnudag 1217 "" uniA X) cn S >■ 52J 2: 2 AÐRA DAGA 9-18 hÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 m P's Nettoí c ASKO (jOOT>) OfiAM ‘OTURBO NILFISK EMIDE iberno Portúgalið með sólskinsbrosi í tilefni af Grínhátíð í Hafnarfirði V» b;andarasæti ^íkuferð # Portúga| |g_ jún' Hafnfirðingar! Takið fram portúgallann (skýluna, sundbolinn, sólgleraugun og sandalana) og pantið áður en brandarinn er búinn. Takmörkuð sæti (aðeins stólbökin (ha! ha! ha!)). Verðaðeins 29.565 kr.* staðgreitt á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn (2ja-11 ára) á Rodrimar í 1 víku. 35.900 kr.* á manninn m.v. 2 fullorðna á Rodrimar í 1 viku. Tilboðið gildir aðeins fyrir löggilta Hafnfirðinga. Krafist verður persónuskilríkja tN sönnunar hafnfirskum uppruna þegar pöntun er bókuð. Áskiljum okkur rétt til aö skilja þá Hafnfirðinga eftir í Portúgal sem þykja ekki nógu skemmtilegir. Aðeins til sölu á söluskrifstofu Úrvals-Útsýnar Bæjarhrauni 8. Sími 565 2366. únnifalið: Flug, gisting, íslensk fararstjórn, ferðir til og frá flugvelli, skattar, 2453 brandarar, 8569 hlátrar og 10738 bros. ÚRVALÚTSÝN Lágmúla 4: stmi 569 9300, Hafnarfirði: sími 565 2366, Keflavík: sími 421 1353, Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: sími 462 5000 - og hjá umboðsmönnum um land allt. Mod. 190 Nubuk leður Litur: Svart Litir: Svart, brúnt 990 Mod. 193 Nubuk leður Sénlega mjúkir og tiægilegir sandalar úrekta skinni með loftsólum. Komdu og skoðaðu úrvalið í verlsuninni. catwalk A£WSOL£S Sendum í póstkröfu Kringlan 8-12, sími 568 6062
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.