Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Fyrstu laxarn-
ir í Kjósinni
Míkið af laxi genginn upp fyrir Laxfoss
VEIÐI hófst í Laxá í Kjós í gær-
morgun og um miðjan morgun
voru veiðimenn búnir að landa
nokki-um löxum, flestum 10 til 13
punda. Fremur lítið vatn var í
ánni og sólskin. Síðustu daga hafa
menn séð talsverða fískför neðst
í ánni og var ljóst við opnun veiða
að mikið af þeim laxi var genginn
upp fyrir Laxfoss og farinn að
dreifa sér í ánni fram í dal, þar
sem erfitt getur reynst að finna
hann.
„Ég fékk fallega 13 punda
hrygnu í Klingeberg strax í morg-
un, fiskurinn tók litla rauða
Frances. Menn hafa verið að mis-
reikna sig og nota mikið maðk-
inn, en sannleikurinn er sá að
skilyrðin núna henta fluguveiði
miklu betur, enda hafa flestir
þessara laxa sem komnir eru á
land veiðst á flugu,“ sagði Sverr-
ir Þorsteinsson veitingamaður í
Kaffi Mílanó í samtali við Morg-
unblaðið á bökkum Laxár í Kjós
í gærmorgun.
Á meðan rabbað var við Sverri
setti veiðifélagi hans í lax á flugu
í Kvíslafossi og landaði nokkru
síðar öðrum 13 punda. Að sögn
Sverris höfðu menn séð laxa
frammi í Pokafossi, sem er langt
frammi í dal og sjálfur hafði hann
trú á þyí að lax væri genginn í
Bugðu.
Síðdegis í gær hófst veiði í
Kjarrá í Borgarfirði og á morgun
byija hjólin að snúast í Hafijarð-
ará og Laxá í Aðaldal.
Morgunblaðið/Guðmundur Guðjónsson
SVERRIR Þorsteinsson með fyrsta flugulax sumarsins úr
Laxá í iyós, 13 punda hrygnu.
Mikil eftirspum eftir
málmiðnaðarmönnum
LEITA þarf tíu ár aftur í tímann til þess að
finna sambærilega grósku og nú er í málmiðn-
aði hér á landi. Gerður hefur verið samningur
um smíði á 30 tonna rækjuskipi fyrir Sauð-
krækinga í Skipasmíðastöðinni hf. á ísafirði
og er þetta fyrsta nýsmíðin í mörg ár á fiski-
skipi. Skipasmíðastöð Njarðvíkur hefur sótt
um atvinnuleyfi fyrir átta Pólveija og mikil
eftirspum er eftir málmiðnaðarmönnum. Ing-
ólfur Sverrisson deildarstjóri hjá Samtökum
iðnaðarins segir að margt bendi til aukinnar
þenslu í greininni enda verkefnin næg.
Átta pólskir málmiðnaðarmenn hafa verið
við störf hjá Slippstöðinni á Akureyri við endur-
bætur á einum úthafstogara Mecklenburger
Hochseefischerei, dótturfyrirtækis Útgerðarfé-
lags Akureyringa.
„Það er heldur að fjölga í stéttinni hér og
að koma inn í hana á Reykjavíkursvæðinu
fagmenn sem höfðu farið í önnur störf. Aðal-
vandamálið hjá okkur er skortur á hæfum
mönnum.
Óskilgreind mannaflaþörf
Það er svo mikið um að vera á öllum svið-
um. Það vantar menn í stálmannvirkjagerð og
í skipaiðnaðinn, bæði viðgerðir og meiriháttar
breytingar. Það eru líka mörg verkefni í smíði
á vinnslulínum fyrir fiskvinnslu og útgerðir og
mörg verkefni eru einnig framundan í tengslum
við kælitækni. Það eru í raun engin takmörk
fyrir því hve mörgum starfsmönnum þessi grein
getur bætt við sig miðað við ríkjandi aðstæður
og áframhaldandi stöðugleika í efnahagslíf-
inu,“ segir Ingólfur.
„Við höfum lagt áherslu á að fyrirtæki séu
samkeppnishæf um verkefni og vinnuafl. Þess
vegna höfum við mótað þá stefnu að nýta þá
möguleika sem ný lög um stéttarfélög og vinnu-
deilur bjóða upp á til þess að þróa upp vinnu-
staðasamninga meira en verið hefur,“ segir
Ingólfur.
Stefán Sigurðsson framkvæmdastjóri Skipa-
smíðastöðvar Njarðvíkur segir að skortur sé á
málmiðnaðarmönnum hérlendis og þess vegna
hafi verið ákveðið að sækja um atvinnuleyfi
fyrir átta Pólveija. „Það er ekki fyrr en líður
á haustið að við sjáum hversu varanleg þessi
aukning er,“ sagði Stefán.
Hann sagði að þrátt fyrir góða verkefna-
stöðu nú væri verið að breyta átta íslenskum
skipum í Póllandi og þijú skip til viðbótar
væru á leið þangað. Þetta væru mun kostnað-
arsamari breytingar en þau verkefni sem grein-
in byggi við hér á landi. Stefán segir að vandi
skipasmíðaiðnaðarins nú sé sá að á samdráttar-
tímunum hafi fyrirtækin minnkað verulega
umsvif sín og ráði nú ekki við stærri verkefni
sem annaðhvort eru unnin í Noregi eða Pól-
landi.
Ungir og vaskir
byggingarverktakar
Norðmenn í víking til
íslands næsta sumar
ÚR GRJÓTAÞORPI berast
fréttir af byggingarfram-
kvæmdum. Nú kunna menn að
spyija hvar hægt sé að reisa
nýbyggingar með góðu móti á
þessum elstu slóðum Reykjavík-
ur. í Ijós kemur að byggingar-
verktakarnir eru lágir í loftinu
og húsin ekki mikið hærri. Ætli
ungu smiðirnir, Oddur, Bjartur
og Benni, viti nokkuð af ljós-
myndaranum enda eru þeir lík-
lega niðursokknir í teikningar
af blárauða kofanum sínum.
NORÐMENN hafa í hyggju að
sigla til Hafnar í Hornafirði, Vest-
mannaeyja og Hafnarfjarðar
næsta sumar, á u.þ.b. 100 þijátíu
feta seglbátum og mótorbátum,
auk farþegaskips, skólaskips og
seglskipsins Sörlandet, en öflugur
björgunarsveitabátur mun leiða
alla lestina. Ennfremur er búist
við 300-700 manns með flugvélum
og búast forsvarsmenn siglingar-
innar við allt að 2.000 Norðmönn-
um til landsins.
Hér eru staddir tveir forsvars-
menn Florö siglingaklúbbsins í V-
Noregi til að undirbúa fyrirhugað
strandhögg. Sigjingaklúbburinn
fékk nýverið sérstök verðlaun frá
„Baatmagasinet“, stærsta mótor-
sportblaði á Norðurlöndum vegna
siglingar klúbbsins til Shetlands-
eyja á 130 bátum í fyrrasumar.
Mikil sigling til íslands
Nú hefur klúbburinn ákveðið
að efna til mikillar siglingar til
íslands, Viking-konvoyen 1997,
með viðkomu á Shetlandseyjum
og Færeyjum í tengslum við vík-
ingahátíð í Hafnarfírði 9.-13. júlí
1997. Samvinna mun vera milli
Hafnar í Hornafirði og Hafnar-
fjarðar um þennan viðburð þar
sem bátarnir munu sigla til Hafn-
ar en þeir hraðskreiðustu áfram
til Vestmannaeyja og Hafnarfjarð-
ar. Áætlað er að siglingin taki fjór-
ar vikur. Yfirlýstur tilgangur ferð-
arinnar er að minnast landnáms
íslands frá V-Noregi fyrir rúmlega
1100 árum og styrkja vináttubönd
og menningartengsl bræðraþjóð-
anna.
MORGUNBLAÐINU í dag fylgir
32 síðna blaðauki sem nefnist
Húsið og garðurinn.
► l-56
í þjónustuhlutverki
►Reykjavíkurlistinn hefur nú set-
ið í valdastóli í höfuðborginni hálft
kjörtímabilið. Ingibjörg Sóirún
Gíslasdóttir borgarstjóri situr því
fyrir svörum um störf meirihlutans
til þessa og það sem framundan
er. /10
Upphaf hins
skapandi manns
►Nýlegir fornieifafundir varpa
ljósi á hvernig maðurinn skapaði
listaverk, áhöld og blómleg samfé-
lög fyrr en talið hefur verið. /12
Vaxandi þungi
íbaráttuna
►Kosningaskrifstofur forseta-
frambjóðendanna sóttar heim. /20
Á aö setja hámarks-
aldurá Islendinga?
►Þannig spyr Inga Huld
Hákonardóttir í síðari grein sinni
um aðbúnað aldraðra hér á iandi.
/22
Sagöi fyrst nei
■ síðan ókei
►í Viðskiptum/atvinnulífi á
sunnudegi er rætt við Pál Sigur-
jónsson forstjóra verktakafyrir-
tækisins ístaks. /24
B
► 1-32
Meistari Bowie
►David Bowie sem hér heldur
tónleika innan skamms, er engin
venjuleg poppstjama heldur er
honum margt annað til listanna
lagt. Að því komst Sindri Freysson
þegar hann tók af honum hús í
New York á dögunum. /1-6
Pílagrímsför
enskunema
►Nokkrir nemar í enskuskor Há-
skóla íslands hleyptu nýverið
heimdraganum og héldu til fyrir-
heitna landsins, Englands. 8
Meö bæði augun opin
►Panorama er heitið á nýrri ljós-
myndabók Páls Stefánsson sem
hér er brugðið upp svipmyndum
úr. /16
C
FERÐALOG
/2
Grænland
►Fallegt land og freistandi.
Þróunar er þörf
►Frá ráðstefnu um stefnumótun
í ísienskri ferðaþjónustu. /4
D
BILAR
► 1-4
Bílabúð Benna fær
SsangYong
► Byijað að bjóða Musso jeppa,
sem eru í svipuðum stærðarflokki
og Mitsubishi Pajero og Nissan
TerranoII. /1
Reynsluakstur
►Suzuki X-90 - óvenju- legur og
vekur athygli. /4
FASTIR ÞÆTTIR
Leiðari
Helgispjall
Reykjavíkurbi
Skoðun
Minningar
Myndasögur
Bréf til blaðsir
ídag
Brids
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR-
1-6
iak Stjömuspá 42
28 Skák 42
28 Fólk í fréttum 44
28 Bió/dans 46
30 íþróttir 50
32 Útvarp/sjónvarp 52
40 Dagbók/veður 55
40 Mannlífsstr. lOb
42 Kvikmyndir 12b
42 Dægurtónlist 14b