Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur ákveðið að fram skuli fara frekara mat á umhverfis- áhrifum fyrirhugaðs miðlunar- lóns í Köldukvísl við Hágöngur. Landsvirkjun hefur kært þennan úrskurð til umhverfisráðherra. Krefst Landsvirkjun þess, að úrskurður skipulagsstjóra verði felldur úr gildi og að fallizt verði á miðlun þessa á grundvelli frumathugunar um mat á um- hverfisáhrifum. Upplýsingafulltrúi Lands- virkjunar segir, að kröfur skipu- lagsstjóra seinki fyrirhuguðum framkvæmdum um eitt til tvö ár. í niðurstöðu skipulagsstjóra segir: „í Ijósi þess hve víðtækar rannsóknir eiga eftir að fara fram og óljóst er um niðurstöður Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. þeirra er niðurstaða skipulags- stjóra ríkisins sú, að fram skuli fara frekara mat á umhverfis- áhrifum. Þetta er gert til þess að hægt sé að fjalla um fram- kvæmdina á nýjan leik í ljósi niðurstaðna frekari rannsókna og ítarlegri upplýsinga.“ í athugasemdum Lands- virkjunar segir hins vegar: „Takmörk eru fyrir því til hvers megi ætlast af framkvæmdarað- ila og telja verður, að Lands- virkjun hafi nú þegar lagt fram þau gögn, sem með sanngirni er hægt að ætlast til að gert verði.“ Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, segir í samtali við Morgunblaðið í gær um athuga- semdir Landsvirkjunar: „Að fengnum athugasemdum og umsögnum vár málið athugað og lagt mat á það, hvort í skýrslu Landsvirkjunar væri nægjan- lega vel gerð grein fyrir fram- kvæmdinni, áhrifum hennar á umhverfið og hugsanlegum mót- vægisaðgerðum. Okkar mat var, að svo væri ekki og var sú niður- staða rökstudd með, að frekari rannsóknir skorti." í hvert sinn, sem nýjar fram- kvæmdir eru fyrirhugaðar á hálendi íslands er ástæða til að fara varlega. Óbyggðir og öræfi eru einhver mesta auðlind þess- arar þjóðar. Þær framkvæmdir, sem ráðizt er í á þessu svæði verða ekki aftur teknar. Þess vegna verður að kanna ræki- lega, hvort þörf sé á slíkum framkvæmdum, hvort hægt sé að ná sama markmiði með öðr- um hætti, hvaða verðmætum sé fórnað með framkvæmdum o.s.frv. Af þessum sökum er sérstök ástæða til að fagna því, að skipulagsstjóri ríkisins vill fara varlega og er ekki tilbúinn til þess fyrir sitt leyti að fallast á framkvæmdir, sem hann telur bersýnilega, að ekki séu nægi- lega vel undirbúnar. Því verður að treysta, að umhverfisráð- herra fari jafn varlega og að ítarlegri rannsóknir fari fram á þessu svæði, kannað verði hvort aðrir kostir séu fyrir hendi og rækilegar umræður fari fram á opinberum vettvangi, á Alþingi og í þjóðfélaginu áður en ráðizt verður í nýjar, viðamiklar fram- kvæmdir á hálendi íslands. AÐGÁT SKAL HÖFÐ 1 34 VI-Ð 10^£*saum ekki alls fyrir löngu hina miklu strind- bergsku kvikmynd um Knut Hamsun sem Svíar hafa gert í sam- vinnu við Norðmenn og Dani því öll tungumálin heyrast í þessari mynd, Max von Sydow í hlutverki Hamsuns hefur aldrei leikið betur en hann talar sænsku, Ghita Nerby sem varpar nýju ljósi á andstæðum- ar í Maríu Hamsun talar dönsku og er jafningi von Sydows á sviðinu en aðrir tala norsku. Bergljót Ibsen, sem var dóttir Bjömsons-hjónanna og eiginkona einkasonar Ibsens-hjónanna skrif- aði ógleymanlega minningabók um tengdaforeldra sína og Sigurð eig- inmann sinn, De tre, en segja má að þessi nýja stórmynd um Hamsun-hjónin fjalli í raun og veru um þau tvö og svo að sjálfsögðu umhverfi þeirra og samtíð eftirað þau hjón ganga til liðs við ger- manska ofurmannsdýrkun þýzkra nazista. Þá var Knut á hátindi fer- ils síns, samt lifði hann í fjandsam- legu umhverfi sem var einskonar leiktjöld um harmleik, biturleika og að lokum fátækt. En stórskáldið stóð af sér öll veður og þráttfyrir hugsjónaleg vígslspor í lífí sínu skildi hann eftir ódauðleg verk sem koma nazisma ekkert við en eru einhver fegursti og mikilfenglegasti vitnisburður sem til er um andlegt þrek norrænna þjóða - og þó einkum þeirrar þjóðar sem byggir það land þaðansem við erum komin. Fyrsta hálftímann var ég farinn að óttast að þessi mikla kvikmynd sem ég sá í Osló ásamt fullu húsi af áhuga- sömum Norðmönnum sem leyfðu ekki smáhvískur í salnum meðan á sýningu stóð væri enn ein atlagan að skáldinu, en svo var þó ekki. Myndin er svo sterk og áleitin heim- ild um skáldið mikla og konu hans að þar er engu saman að jafna - og samt hefur danski rithöfundur- inn Thorkild Hansen skrifað klass- ískt rit um þessi átök en það er einstakt framlag til heimildaritunar eftir styrjöldina. í þessa námu leit- uðu höfundar myndarinnar og fóru svo sannarlega ekki í geitarhús að leita þeirrar ullar sem bezt var í þennan mikla vefnað. Að hálftíma liðnum hafði ég sannfærzt um að hér er um þroskamikið og heil- steypt verk að ræða, hlutfallagott og byggt á þeim heimildum sem nærtækastar eru um líf skáldsins og Maríu konu hans. Von Sydow er eins og lítill drengur í höndunum á Ingmar Bergmann miðað við þann stór- brotna átakaleikara sem birtist í þessari óviðjafnanlegu kvikmynd Svíanna (samskonar stórleik sýnir von Sydow einnig í sjónvarpsmynd- inni uppúr Radetzkymarsinum eftir Joseph Roth). Maður hverfur inní atburðarás myndarinnar einsog um samtímaviðburði sé að ræða, tekur þátt í átakamikilli baráttu fyrir því sem Hamsun-hjónin telja nokkurn vegin Stórasannleik, en að sjálf- sögðu var hann á sandi byggður einsog allur endanlegur sannleikur. Skáldið hefði aldrei getað lifað í þeim falska sannleika en hann lifir því betur í verkum sínum og þeirri lífshugsjón um manninn sem er silf- urþráðurinn í þeirri ljóðrænu prósafegurð sem enginn hefur ögr- að, hvorki fyrr eða síðar, enda er hún einstæð í heimsbókmenntunum og vonlaust að apa hana eftir. Henni bregður þá einnig fyrir í þessari miklu kvikmynd en þó er hráslaga- legur veruleikinn þar nátengdari efni og örlögum og undir lokin renn- ur þetta mikla epíska myndljóð í hægum fallegum straumi að djúp- um ósi eilífðarinnar einsog jökulsá hverfí til hafs. Með flúðir og fossa og mikil þrengsli að baki hverfa þau Knut og María saman inní þessa eilífð, rétt einsog verk skáldsins inní vitund okkar og veröld. Lars Roar Langslet, fyrrum menntamálaráðherra Noregs og nú greinahöfundur við Aftenposten, hefur skrifað athyglisverða grein um Knut Hamsun, hugsjón hans og töfra, þarsem hann sækir skýr- ingar í ritverk eftir Sir Isiah Berlin, Broddgölturinn og refurinn, en þetta heiti er sótt í 2500 ára gamla ljóðlínu eftir gríska skáldið Arkílok- hós: “Refurinn getur marga hluti en broddgölturinn getur bara einn stóran hlut.“ Með þessari tilvitnun reynir Berlin að skilja á milli tveggja tegunda skálda, ef svo mætti segja, þeirra sem skýra allt ogtúlka með einsleitnum lífsháttum broddgaltarins og hinna sem túlka lífsviðhorf sitt með margvíslegum tilbrigðum refsins. Raunar mætti segja að hér séu skilgreiningar Sig- urðar Nordals á einlyndi og marg- lyndi. Dostojevskí er dæmigerður broddgöltur. Hann lýsir aðvísu margbreytilegu lífi en það er allt innan þess stóra mynsturs sem var hann sjálfur. Þannig varð hann meira en listamaður, hann varð trú- boði og spámaður. Shakespeare er aftur á móti dæmigerður refur; eða öllu heldur kameljón. Af þeim sök- um hefur hann kannski ekki sér- staka lífshugsjón heldur streymir öll fjölbreytni lífsins um verk hans og hugsun. Þannig var Hamsun einnig, refur. Samt hafa ýmsir talið að hann væri broddgöltur - og þá ekkisízt vegna daðurs við hugsjón Hitlers og nazista. En það er mis- skilningur á eðli hans og verkum, rétt einsog það var misskilningur hjá Dostojevskí að rússneska skáld- ið Pushkin væri broddgöltur. Dostojevskí vildi líkjast þessu mesta Ijóðskáldi rússneskrar sögu og átti sér augsýnilega þá ósk heitasta að þeir væru á sama báti hvað þetta varðaði, en óskhyggja er eitt en raunveruleiki annað. Hamsun hrós- aði barnsmóður Gríms Thomsens, norsku skáldkonunni Magdalene Thoresen fyrir það að hún vildi ekkert með skáldskap, einsog hann kemst að orði; hún skrifaði vegna skáldskaparins en ekki vegna vandamála og tilgangsbókmennta. Það var einmitt þetta sem hann gerði sjálfur. Hann skrifaði og orti vegna skáldskaparins en ekki í því skyni að heíja einhveija þjóðfélags- hugsjón til skýjanna. Hann var skáldið mikla, það var allt og-sumt. Og það er hann einnig í þessari merkilegu mynd þeirra Svíanna. Segja má að hún sé strindbergskur dauðadans, en sem betur fer ekki bergmönsk. Hún er engin eymdar- sálfræði, heldur átök um skáldskap og veruleika. Og þegar upp er stað- ið og fljótið hverfur að ósi þurrkast veruleikinn út og draumurinn verð- ur eftir; sá eini veruleiki sem Hall- dór Laxness taldi að skipti ein- hveiju máli. Og það er í þennan draum sem veruleikinn Knut Hams- un mun enn og ævinlega kalla okk- ur til samfylgdar við sig; hvaðsem líður öllu trúboði broddgaltarins og margeftiröpuðu ofurmannsdaðri Nietzsche og Georgs Brandes. M HELGI spjall IVAR GUÐMUNDSSON DÓ INN í íslenzku sumamóttina. Það hefði honum sjálfum þótt við hæfi. Hann yar mikill Íslending- ur í sér og bar fæðingarbæ sín- um, Reykjavík, fagurt vitni hvar sem hann fór. Hann skrifaði á sínum tíma margt um lífið í Reykjavík og upplifði það ávallt hvern dag sem nýja reynslu. Blaðamennskan getur verið harla endurtekningarsöm eins og margt annað í hversdagslegu lífí en ívar sá og upplifði þennan hversdagsleika með nýjum augum hvern dag enda var hann ferskur og áhugasamur blaðamaður meðan hann sinnti fréttastjórn hér við blaðið og raunar ávallt síðar. Hann skrifaði sér- stakan þátt í Morgunblaðið og fjallaði þá ekki sízt um margt það sem fyrir augu bar í höfuðborginni. Hann var fyrsti Víkveiji Morgunblaðsins en síðan hafa margir fetað í fótspor hans í þessum vinsæla þætti. ívar setti persónulegt mark sitt á þennan þátt og hafði gaman af að skrifa úr dag- lega lífinu, eins og sagt er, enda var hann mikill og ódrepandi þátttakandi í þessu sama mannlífí sem hann fjallaði um í frétt- um og blaðadálki. Hann rækti starf sitt eins og aðrir góðir blaðamenn af ástríðu- fullu tillitsleysi við sjálfan sig. Sterkasti þáttur Ivars Guðmundssonar sem blaðamanns var tilfínningin fyrir um- hverfínu, staðgóð þekking, en þó fyrst og síðast hafði hann tii að bera það sem kall- að er á máli blaðamanna „nef fyrir frétt- um“, en sá eiginleiki er höfuðprýði margra beztu blaðamanna þótt þeir hafí misjafna hæfileika til að koma efninu frá sér. ívar Guðmundsson hætti störfum við Morgunblaðið 1951 og hvarf til Vestur- heims þar sem hann var kallaður til starfa á vegum Sameinuðu þjóðanna og vann á þeirra vegum í ýmsum löndum næstu fjóra áratugina. Enda þótt hann hafi að mestu verið fjarri ættjörðinni um hálfrar aldar skeið var hún svo rótföst í eðli hans og tilfinningalífí að engum sem við hann tal- aði og ekki vissi betur hefði komið til hugar að hann hefði verið langdvölum erlendis. Um hann mátti svo sannarlega segja það sem skáld Vestur-íslendinga minnist á í kvæði sínu „Úr íslendingadags- ræðu“ að hugur og hjarta báru ævinlega mót heimalandsins þótt hann væri langför- ull og legði undir fót mörg þau lönd sem bera fremur vitni annarri arfleifð og öðrum andlegum gróðri en þeim sem prýða lang- holt og lyngmóa. ívar Guðmundsson var alla tíð sonur landvers og skers og það er gott að minn- ast hans í þeirri björgföstu fullvissu að um hann mátti segja hvert sem leiðin lá: Fjærst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín: nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín. ívar Guðmundsson hvarf, farinn að heilsu, inn í þessa sömu nóttlausu voraldar veröld. Hann er að leiðarlokum kvaddur með þakklæti og virðingu af þeim sem með honum störfuðu hér á blaðinu og því meira þakklæti sem við kynntumst honum betur. Hann hvarf til þess íslenzka óska- lands sem hugurinn var bundinn órofa böndum og kannski engin tilviljun að hann fékk að kveðja jarðneskt líf sitt í því um- hverfí sem stóð hjarta hans næst og fylgdi honum hvert sem hann fór. I þessu reyk- víska umhverfi var hann eins og höfðingi smiðjunnar sem hamraði nýjar fréttir og atburði líkt og stjörnur hrykkju af steðjan- um. Það var lífið sjálft sem ritaði mark- verðustu frásagnir Ivars Guðmundssonar. í þeim eldi var reynsla hans hert. EITT AFÞVÍ, SEM Alþingi gerði undir lok þingtímans var að samþykkja ný lög um skattlagn- ingu fjármagns- tekna. Um slíka lagasetningu hefur lengi verið rætt en samstaða ekki tekizt um fyrr en nú. Að vísu hafa fjármagnstekjur verið skattlagðar að hluta árum og áratug- um saman, þ.ám. arður af hlutabréfum, söluhagnaður af hlutabréfum og fleiri slík- ar tekjur. Hins vegar hafa vaxtatekjur ekki verið skattlagðar fyrr en nú að það verður gert frá og með næstu áramótum. Lengi voru skiptar skoðanir um, hvort taka ætti upp skattlagningu á vaxtatekj- ur. Smátt og smátt hefur þó skapazt póli- tísk samstaða um það grundvallaratriði, að eðlilegt væri að skattleggja allar tekjur fólks, fjármagnstekjur ekki síður en launa- tekjur. Það eru auðvitað engin efnisleg rök fyrir því að sumar tekjur skuli skattlagðar en ekki aðrar. Og það eru engin efnisleg rök fyrir því, að sumar eignatekjur skuli skattlagður t.d. húsaleigutekjur en aðrar eignatekjur skuli skattfijálsar eins og t.d. vaxtatekjur af sparifjáreign. Ástæðan fyrir því að Alþingi hefur lengi hikað við að skattleggja vaxtatekjur er hins vegar sú, að menn hafa óttast áhrif slíkrar skattlagningar á sparnað lands- manna. Raunar höfðu sparifjáreigendur engar tekjur af sparifé sínu áratugum sam- an eða fram yfir 1980. Fram að þeim tíma hafði það raunar verið skattlagt með stór- felldum hætti með þeirri aðferð að verðbólg- an var látin flytja mikla fjármuni frá spari- fáreigendum til skuldara. Það var ekkert sérfýrirbæri á Islandi eins og margir virð- ast halda. Á áratugnum 1970 til 1980 gerð- ist hið sama í flestum nálægum löndum. Nú hafa sparifjáreigendur hins vegar búið við mikið öryggi í einn og hálfan áratug, sumir segja jafnvel of mikið ör- yggi og dijúga ávöxtun og sennilega er það ástæðan fyrir því að nokkuð almenn samstaða hefur tekizt um það grundvallar- atriði að skattleggja skuli vaxtatekjur. Mörgum kom hins vegar á óvart hvaða tillögur voru gerðar um fyrirkomulag þeirrar skattlagningar. Eins og áður sagði hefur hluti fjármagnstekna verið skatt: lagður með sama hætti og launatekjur. í því felst, að arður af hlutabréfum umfram ákveðið mark, söluhagnaður af hlutabréf- um, húsaleigutekjur umfram ákveðið mark, allar þessar tekjur hafa verið skatt- lagðar með 42-47% skatti. Það sem kom mörgum í opna skjöldu og leiddi til póli- tísks ágreinings á Alþingi um aðferðina en ekki grundvallaratriðið var sú stað- reynd, að lagt var til að jafnframt því að tekinn yrði upp 10% skattur á vaxtatekjur yrði skattlagning fyrrnefndra fjármagns- tekna lækkuð í 10%. Rökin fyrir því voru og eru þau, að óeðlilegt sé að skattleggja fjármagnstekjur með mismunandi hætti enda mundi það leiða til þess að spariféð mundi leita í það form, sem minnst væri skattlagt en atvinnulífíð t.d. ekki njóta góðs af því í formi hlutabréfakaupa. Á móti má auðvitað segja, að sú mismunun hafi lengi verið fyrir hendi og ekki komið í veg fyrir að fólk legði fram fé til hluta- bréfakaupa. Þeir sem ekki gátu sætt sig við þessa niðurstöðu bentu hins vegar á, að í þessu fælist að skattlagning á fjármagnstekjur eigenda hlutabréfa og ýmiss konar ann- arra eigna, sem eigendur hafa tekjur af mundi stórlækka á sama tíma og nýr skatt- ur væri lagður á gamla fólkið. Þau rök eru fyrir staðhæfingunni um gamla fólkið, ef svo má að orði komast, að ótrúlega mikill hluti þess sparifjár, sem geymdur er í bönkum og sparisjóðum er í eigu fólks, sem er 67 ára og eldra, þ.e. komið á eftir- iaunaaldur. í raun og veru snerust umræðurnar um fjármagnstekjuskattinn um það, hvort menn væru tilbúnir til að kaupa hann því verði að stórlækka skattlagningu á ákveðnum tekjum eignamanna. Þótt nokk- uð skýrar línur hafi verið á Alþingi um þetta mál á milli stjórnar og stjórnarand- stöðu er málið þó flóknara en svo, að það hafi verið meintir talsmenn stóreigna- manna í Sjálfstæðisflokki og Framsóknar- flokki, sem hafí viljað fara þessa leið en meintir talsmenn launamanna, sem hafi viljað fara aðra leið. Formaður þeirrar nefndar, sem lagði fram tillögurnar, sem löggjöfín byggðist á var nefnilega Ás- Fjármagns- tekju- skattur REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 8. júní . .. Morgunblaðið/RAX 1ÞORSMORK mundur Stefánsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands íslands, sem væntanlega verður ekki sakaður um að vera sérstakur talsmaður stóreignamanna og einn þeirra þingmanna, sem sátu í nefndinni var Bryn- dís Hlöðversdóttir, þingmaður Alþýðu- bandalags og áður lögfræðingur ASÍ. Hún greiddi atkvæði með frumvarpinu á Al- þingi á dögunum. Þetta fólk hefur áreiðanlega ekki haft sérstakan áhuga á því að beita sér fyrir skattaívilnun til handa stóreignamönnum heldur fyrst og fremst að koma í fram- kvæmd skattlagningu fjármagnstekna og sjá til hvers það mundi leiða. Þótt sú pólitíska röksemd sé sterk, að með löggjöfinni um íjármagnstekjuskatt sé verið að lækka skatta á þeim, sem hafa umtalsverðar tekjur af t.d. hluta- bréfaeign eru hin efnisleg rök þó enn sterk- ari að lítið vit er í því að skattleggja fjár- magnstekjur með mismunandi hætti. Og væntanlega hefur mönnum verið ljóst, að 42-47% skattlagning vaxtatekna væri ein- faldlega óhugsandi vegna þess hvaða af- leiðingar það mundi hafa á sparifjársöfnun landsmanna. EKKI ER þar með sagt, að landsmenn mundu hætta að spara en á tímum fijálsra fjármagns- flutninga á milli landa er ljóst að spariféð yrði einfaldlega flutt til annarra landa og geymt og ávaxt- að þar sem skattayfirvöld á Islandi næðu ekki til þess. Að vísu er það svo, að þeir sem flytja sparifé sitt til annarra landa eiga iögum samkvæmt eftir sem áður að gefa það upp á skattskýrslum og þ.á m. vaxtatekjur, sem þeir hafa, þótt í öðru iandi sé og greiða skatta af því hér, sem þýðir m.ö.o. að frá næstu áramótum eiga menn að greiða skatta af vaxtatekjum, sem þeir kunna að hafa í öðrum löndum. Veruleikinn er hins vegar sá, að mikill hluti sparifjár landsmanna hefur aldrei komið fram á skattskýrslum og 42-47% skattlagning vaxtatekna mundi enn draga úr líkum þess, að þessar eignir verði gefn- ar upp með löglegum hætti. Það er heldur ekki séríslenzkt fyrirbæri heldur alþekkt um allan heim. Samanburð- ur við önn- ur lönd Jafnframt því, sem viðurkenna verður, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að annaðhvort er að skattleggja allar eignatekjur með sama hætti eða svipuðum hætti eða búa við óbreytt kerfi enn um sinn, þ.e. skattfrelsi vaxtatekna, er hitt ljóst að við verðum að taka mið af því fyrirkomulagi, sem ríkir með öðrum þjóð- um. Og ástæðan fyrir því, að við verðum að gera það er sú, sem áður var vikið að; sparifjáreigendur flytja fé sitt úr landi og geta gert það með einföldum hætti nú orðið, ef þeir telja illa með sig farið hér heima fyrir. í flestum nálægum löndum er skattur greiddur af vaxtatekjum en hann er mis- munandi eftir löndum. Sum ríki hafa stað- ið frammi fyrir stórfelldum vandamálum af þessum sökum. Þannig er t.d. mikill fjárflótti frá Þýzkalandi vegna skattlagn- ingar á vaxtatekjum þar. Það er auðvelt verk fyrir Þjóðverja að flytja sparifé sitt á milli landa. í Lúxemborg er enginn fjár- magnstekjuskattur svo að dæmi sé nefnt. Innan Evrópusambandsins gera menn sér grein fyrir nauðsyn þess að samræma skattlagningu fjármagnstekna á milli landa og benda á, að samráð þurfl að hafa bæði við Svisslendinga og Banda- ríkjamenn en einnig verði að taka tillit til þess, að eigendur mikilla fjármuna t.d. í Miðausturlöndum eigi fleiri kosta völ og geti flutt fé sitt til Suðaustur-Asíu, ef of hart er að þeim gengið á Vesturlöndum. í heimi nútímans eru fjármagnsflutningar á milli landa svo auðveldir og einfaldir í framkvæmd að peningarnir eru fljótir í ferðum, ef nauðsyn krefur. Við Islendingar getum ekki komizt hjá því að taka tillit til þessarar þróunar. Við getum ekki tekið upp fjármagnstekjuskatt Jiér, sem er með allt öðrum hætti en tíðk- ast í löndunum í kringum okkur eða geng- ur þvert á þá þróun, sem þar er að verða. Að þessu leyti eins og í svo mörgum öðrum málum hefur einangrun okkar verið rofin. Það er svo önnur saga, að gagnrýna má þessa löggjöf á ýmsum öðrum forsend- um. Það er t.d. ljóst, að þeir sem starfa að framkvæmd skattalaga líta svo á, að löggjöfín um fjármagnstekjuskatt sé ekki nægilega vel undirbúin og að meiriháttar vandamál eigi eftir að koma upp við fram- kvæmd hennar. í annan stað má færa rök að því, eins og Morgunblaðið hefur oft áður haldið fram, að það verði að gefa lengri aðlögunartíma áður en nýjar reglur taki gildi um breytingar á sköttum. Þann- ig hefði t.d. verið eðlilegt að fjármagns- tekjuskattur tæki gildi í upphafi árs 1998 en ekki að hálfu ári liðnu til þess að fólk hefði heilt ár til að laga sig að breyttum aðstæðum. Það er óþolandi að lögggjafinn breyti forsendum fyrir fjárráðstöfunum fólks með jafn skömmum fyrii-vara og hér er sífellt gert. Þá á eftir að koma í ljós hvaða áhrif skattlagning vaxtatekna hefur. Lands- bankinn tilkynnir í auglýsingu í Morgun- blaðinu í dag, laugardag, að bankinn muni sjá til þess að eigendur sparifjár í bankan- um verði skaðlausir. Forráðamenn Lands- bankans eiga eftir að gera grein fyrir því með hvaða hætti það verður gert. Verður fjármagnstekjuskatturinn í raun færður yfir á aðra viðskiptavini bankans? Hvernig bregðast þeir við? Hvaða áhrif hefur það á efnahags- og atvinnulíf landsmanna verði það gert? Svör við spurningum sem þessum liggja ekki fyrir á þessari stundu. Enginn getur svarað því hver áhrifín af vaxtaskattinum verða. Hins vegar má telja líklegt að áhrif- in af lækkun skatta á arði og söluhagnaði af hlutabréfum verði til þess, að viðskipti aukizt með hlutabréf, að fólk verði reiðu- búnara til að leggja fjármuni sína í hluta- bréfakaup. En því fylgir líka áhætta. Þótt hlutabréfamarkaðurinn hér hafi nú gengið í gegnum bæði hæðir og lægðir er hann enn ungur að árum. Að margra mati eru hlutabréf í sumum tilvikum í alltof háu verði um þessar mundir bæði hér á ís- landi og í öðrum löndum. í Bandaríkjunum t.d. er búizt við því, að hlutabréfamarkað- urinn geti fallið á næstu mánuðum vegna þess að markaðsverðmæti fyrirtækja sé komið langt upp fyrir endurnýjunai-verð þeirra. Fyrsta skrefið hefur hins vegar verið stigið. Margir spá því, að þótt lagt sé upp með 10% skatt muni sú skattaprósenta eiga eftir að hækka eins og allar skattapró- sentur. Það verður kannski ekki alveg ein- falt fyrir ríkisstjórnir framtíðarinnar að auka þessa skattlagningu, ef þróunin í nálægum löndum verður á allt annan veg. Kannski verður það aðhaldið, sem dugar til þess að koma í veg fyrir að of langt verði gengið. „Þótt sú pólitíska röksemd sé sterk, að með löggjöf- inni um fjár- magnstekjuskatt sé verið að lækka skatta á þeim, sem hafa umtals- verðar tekjur af t.d. hlutabréfa- eign, eru hin efn- islegu rök þó enn sterkari að lítið vit sé í því að skattleggja fjár- magnstekjur með mismunandi hætti.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.