Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ L Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson „SAGÐIFYRST NEI - SÍÐAN ÓKEI“ VIÐSKffTI iflVINNULÍF Á SUIMNUDEGI ►Fyrir aldarfjórðungi, nánast upp á dag, tóku nokkr- ir aðilar sig til og stofnuðu byggingaverktakafyrir- tæki sem fékk nafnið ístak. í dag er fyrirtækið styrk- ara en nokkru sinni fyrr og leiðandi á sínu sviði hér á landi. Stórverkefni á borð við Vestfjarðagöngin eru að baki og önnur í líkum dúr, s.s. Hvalfjarðargöngin eru í deiglunni. Einn stofnenda hefur verið fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins frá upphafi. Hann heitir Páll Sigurjónsson og Morgunblaðið tók hús á honum að fyrrnefndu gefnu tilefni. Eftir Guðmund Guðjónsson Páll er fæddur í Vestmanna- eyjum 5. ágúst 1931, sonur Þórunnar Eyjólfs- dóttur Kolbeins og Sigur- jóns Þorvaldar Árnasonar, sóknar- prests í Eyjum. Páll er fimmti í röð sjö systkina og segir það hafa verið sína gæfu í lífinu að föður hans bauðst prestakall í Reykjavík. Það varð til þess að hann átti greiðari leið til mennta, annars segir hann aldrei að vita hvað um sig hefði orðið. Séra Sigutjón var ráðinn til Hallgrímsprestakalls og Páll gekkst undir inntökupróf í MR vorið 1946, einmitt er skólinn fagnaði aldaraf- mæli sínu. „Þetta breytti öllu. Að pabbi yrði embættismaður í Reykjavík bauð upp á allt aðrar aðstæður. Ég fermdist í Reykjavík og hef stund- um hugsað til þess að þá stóð ég e.t.v. í fyrsta skipti í fötum sem öll voru keypt á mig. Svona var nú munurinn á því að búa í höfuðstaðn- um eða úti á landi,“ segir Páll. En hann talar þó hlýlega um Vestmannaeyjar, þær eru þó þrátt fyrir allt hans æskustöðvar og þar var hann alinn upp við hefðbundinn búskap og sókn í úteyjar. „Ég hef auðvitað komið til Eyja síðan, var þar meira að segja fyrir stuttu. En eins og gjarnan er með embætt- ismannabörn, þá á ég enga ætt- ingja í Eyjum,“ segir Páll. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá MR vorið 1952 fór Páll í verk- fræðinám við HÍ. Hann lauk þar fyrrihlutaprófi 1955 og síðan prófi í byggingaverkfræði frá Danmarks Tekniske Hojskole í Kaupmanna- höfn 1959. Síðan fylgdi námskeið hjá danska verkfræðingafélaginu um atvinnulífið, m.a. í lögfræði og hagfræði 1966-68. Páll var verkfræðingur á Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsens 1959-60 og hjá bandaríska flug- hemum á Keflavíkurflugvelli 1960-61. Árið 1961 urðu kafla- skipti í lífi hans. Danska verkfræði- fyrirtækið Pihl & Son óskaði eftir því að hann stjórnaði byggingu jarðganga á Suðurey í Færeyjum, þeim fyrstu á eyjunum. „Þetta var í maí 1961 og ég var nýgiftur. Ég var því ekki spenntur og sagði nei, en síðan ókei eftir umhugsun. Þarna var ég í þijú ár. Verkið gekk að óskum, en það var unnið við fremur frumstæðar að- stæður. Þarna mótaðist viðhorf sem ég hef löngum haldið á lofti. Það varðar algengt vandamál í rekstri fyrirtækja þar sem ekki er tekið mið af því að ungir menn eru full- orðnir. Árið 1961, er ég var að hefja stjórnunarstörf við umrædda jarðgangagerð í Færeyjum var ég aðeins þrítugur. Stjómendur fýrir- tækja átta sig oft ekki á því, að ungu mennimir hafa þekkingu og getu til að vinna krefjandi verk. Það er of ríkjandi að eldri stjprnend- urnir ætli sér að halda utan um alla hluti sjálfir, annaðhvort af gömlum vana eða af því að þeir treysta ekki ungum yfirmönnum sínum. Dæmi um að ég hef ekki unnið eftir þeim línum er að það var ég sem réð því að Þorsteinn Pálsson var ráðinn sem framkvæmdastjóri VSÍ á sínum tíma. Mönnum þótti hann helst til ungur til slíks starfa, aðeins þrítugur. Ég stend hins veg- ar í þeirri meiningu að þetta hafi verið eitt af mínum betri verkum.“ Hyllir undir fstak Eftir ævintýrið í Færeyjum fór Páll til starfa hjá danska fyrirtæk- inu og var þar til 1968, er hann kom heim til annarra starfa. „Viss- ar breytingar voru í farvatninu hér á landi. Áður höfðu stærri verk komið með hléum, en lögum um opinberar framkvæmdir var breytt og það hafði í för með sér fleiri og stærri útboð. Við tókum því nokkr- ir af skarið árið 1970 og stofnuðum Ístak. í hópnum voru auk mín feðgarn- ir Kay og Sören Langvad, Jónas Frímannsson, Einar Sigurðsson og Gunnar Möller sem nú er látinn. Fyrstu verkefni ístaks voru vega- gerð á Hellisheiði og stækkun Búr- fellsvirkjunar, en á árunum 1968-70 var ég einmitt yfírverk- fræðingur hjá Fosskrafti við Búr- fellsvirkjun. Við vorum fullir ákveðni, það var að myndast meiri samfella í verklegum framkvæmd- um og því annaðhvort að hrökkva eða stökkva," segir Páll. Feðgarnir dönsku voru einmitt forkólfar danska fyrirtækisins Pihl & Son sem byijaði á verkefnum í Færeyjum og með þátttöku í ís- taki, á íslandi. í dag er fyrirtækið með starfsemi um allan heim, t.d. vinnur það nú m.a. að stóru verk- efni í ísrael. Páll segir um 20 ís- lenska verkfræðinga vinna fyrir Pihl & Son og sumir þeirra hafa aldrei komið heim til Islands eftir námið. ístak er að þreifa fyrir sér erlend- is á sama hátt með 10% þátttöku í samsteypunni Permagreen Kons- ortium, sem gengur þessa dagana frá samningum við grænlensku landsstjórnina um fiugvallargerð í Grænlandi. Meðal annarra í sam- steypunni er danska fyrirtækið Pihl & Son. „Þetta er æ algengara fyrir- komulag. Með því að nokkrir aðilar taki sig saman á þennan hátt dreifa menn áhættunni," segir Páll. Að halda sig vera ríka Páll segir það grundvallaratriði í verktakabransanum að vera lægstur, þ.e.a.s. að fyrirtæki eigi lægsta tilboð í verk og tilboðið sé þó svo traust að því sé tekið. Hver er galdurinn að vera lægstur? „Hvað skal segja? Við hjá ístak reynum að hafa allt saman vel skipulagt. Við reiknum allt frá grunni, allan kostnað, vinnu og efni. Hvað rekstur vinnustaðarins kost- ar. Leggjum ofan á dálítinn hagnað sem er jafnan lítill hluti tilboðs. Það er ekki sniðugt að gefa með sér til lengdar, þá fer að halla undan fæti og í mörgum tilvikum er betra að missa verk en að taka áhættu.“ - Geta menn ekki metið það svo að betra sé að bjóða mjög lágt ef þeir eru að reyna að hasla sér völl? „Þá verða menn að hafa ein- hveija peninga á bak við sig, ann- ars geta þeir lent í vondum málum. Svo er annað, að þegar vel gengur og veltan eykst þá er hætta á því að menn haldi að þeir séu orðnir ríkir. Því meiri velta, því meiri hætta, því peningar eru ótrúlega fljótir að ijúka út í veður og vind. Hjá ístaki hefur aldrei verið tekin króna úr fyrirtækinu." - Hefur ístak tapað á einstökum verkum? „Já, já, en ég ætla ekkert að tí- unda hvaða verk það hafa verið. En auðvitað kemur það fyrir. Stundum lenda verktakafyrirtæki í erfiðum verkum. Ég skal reyndar nefna eitt, virkjunartengdar fram- kvæmdir við Þórisvatn. Það fór raunar fyrir gerðardóm og við unn- um þar 99% sigur. Samt myndi ég segja að menn ættu að leita eftir því lengstra leiða að leysa málin án gerðardóms. Það er eitt og annað sem getur farið úrskeiðis; of margir tímar í mótauppslátt, of margir tímar í vinnuvélar. Þetta er fljótt að koma ef menn fylgjast ekki náið með því sem þeir eru að gera.“ - Eitt og annað getur farið úr- skeiðis, t.d. geta vatnsæðar sprung- ið íjarðgöngum eins og á Vestfjörð- um? „Já, eins og til dæmis það. Það var raunar nokkuð dramatískt, það fóru menn inn í göngin til að kanna málin eftir sprengingu og fengu ána á móti sér. Þetta var talsvert vatn og óhappið tafði okkur nokkuð. Aftur á móti var lausnin í sjálfu sér einföld, vatnið var að stærstum hluta leitt út úr göngunum í píp- um,“ segir Páll. Undir hafsbotninn Umræðan um fossandi vatn í göngum leiðir hugann að stærsta verkefni ístaks um þessar mundir, gerð jarðganganna undir Hvalfjörð og mikla umræðu sem farið hefur fram í þjóðfélaginu um kosti og galla þeirra framkvæmda . Páll segir: „Það hafa mörg orð fallið um að þetta sé tóm della og í raun stór- hættulegt fyrirbæri. Það er þó ekk- ert merkilegt við þessa gangagerð annað en með hvaða hætti hún er fjármögnuð. Varðandi vatnsleka við gerð jarðganga undir sjó, þá er unnið samkvæmt öryggisstöðlum. Það eru alltaf sprengdar prufuholur til að kanna ástandið. Álgengt er að það seitli vatn og ef það nær samtals 10 lítrum á mínútu eftir I ► ) í > I I t I 1 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.