Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
ORKA OG UMHVERFI
- STEFNUMÓTUN
TIL FRAMTÍÐAR
íslendingar eru nú nær einir þjóða í þeirri
fágætu aðstöðu að eiga meira en nóg fyrir
sig o g afkomendur sína að leggja af
mengunarlausri endurnýjanlegri orku,
skrifar Tómas Isleifsson. Seljum við þessa
orku úr landi eða skuldbindum hana til
frambúðar erum við búin að afsala okkur
þeirri aðstöðu og rétti að selja orkuna
á markaðsverði framtíðarinnar.
ÁSTÆÐA er til að ætla að flestir
íslendingar geri sér grein fyrir að
við lifum á miklum tímamótum á
vegferð þjóðar og raunar mannkyns
alls. Þeir sem nú eru orðnir ellimóð-
ir fæddust inn í samfélag sem not-
aði í flestu verkkunnáttu járnaldar
á Norðurlöndum í sínu daglega
amstri. Járnöld á Norðurlöndum er
tálin hefjast um 500 f. Krist. Verk-
færi og verklag höfðu nær staðið í
stað í meira en tvö þúsund ár. Nú
tæpri öld frá því að tæknivæðing
íslensks samfélags hófst er þessi
verkmenning horfin inn á söfn. í
sjálfu sér ber ekki að sýta það, því
fáir mundu vilja skipta á lífskjörum
öllum og búa við hlutskipti forfeðra
okkar. Hitt er svo annað mál að
full ástæða er til að menning liðinna
kynslóða verði varðveitt. Ekki er að
vita hvað við eða afkomendur okkar
þurfa úr þeim fyrningum að moða.
Allt venjulegt fólk vill lifa við ör-
yggi og velsæld, því er okkur flestum
keppikefli að tryggja framtíð okkar
og okkar nánustu. Því er fulikomlega
eðlilegt og raunar sjálfsagt mál að
'f við reynum að átta okkur á við hvaða
kjör við munum búa eftir hálfa'öld
og hvernig við getum haft jákvæð
áhrif á þau kjör á markvissan hátt.
Okkur kemur þetta við, allavega
sumum, því reikna má með að þriðji
partur þeirra sem nú lifa í landinu
verði þá enn lífs.
Þegar spá skal um hvernig um-
horfs verður hér á jörðu á síðari
hluta næstu aldar er gagnlegt að
skipta jörðinni í ísland og umheim-
inn. Þessi aðferðafræði gefur okkur
möguleika á að leggja hlutlaust mat
á líklega þróun mannkyns. í þessu
samhengi er hægt að líta svo á að
við íslendingar séum; vegna fámenn-
is, í þeirri öfundsverðu aðstöðu að
við fáum nær engu um þokað um
þróun heimsmála. Þessi staða gefur
okkur betri möguleika á að meta
líklega þróun mannkyns utan frá,
óháð óskum okkar um framvindu
eða vonum um að móta stefnu. Með
því móti er meiri von um að ramba
á rétta niðurstöðu.
Umheimurinn
Þegar skyggnst skal til framtíðar,
verður að nota þau teikn sem eru
við sjónarrönd. Mörg þessara teikna
eru gömul og fiestum kunn. Nú eru
tæp 200 ár síðan skoski presturinn
Thomas Malthus birti kenningar sín-
ar um fólksfjölgun. Hann hélt því
m.a. fram að meðan fólksfjölgun
væri veldisvaxandi, ykist fæðufram-
boð jafnskrefa. Afleiðing þessa mis-
vaxtar yrði að lokum hungurdauði.
Vegna aukinnar þekkingar og
tækniframfara hafa kenningar Malt-
husar enn ekki ræst. Almennt er það
þó viðtekin skoðun að ef mannkyn-
inu fjölgi stöðugt muni það enda
með hungursneyð. í byijun sjöunda
áratugarins kom út bókin “Raddir
vorsins þagna“ eftir bandaríska rit-
höfundinn og líffræðinginn Rachel
Carson. Bókin var tímamótaverk
sem ýtti af stað umræðu um meng-
r un og umhverfismál um heim allan.
Haldi áfram sem horfir um mengun
og fjölgun mannkynsins mun það
enda með hörmungum. Áhöld eru
um hvort þar megi sín meira offjölg-
unin eða skemmdir á vistkerfi jarð-
ar. Eitt getur mannkynið þó huggað
sig við að ef svo illa færi að það
útrýmdi sjálfu sér mundi jörðin og
lífríki hennar á stuttum tíma, jarð-
sögulega séð, hreinsa sig og ná jafn-
vægi hinnar villtu náttúru, en án
mannkyns.
Nú eru jarðarbúar yfir 6 milljarð-
ar og hafa tvöfaldast á rúmlega
þijátíu árum. Fólksfjöigun mun
haldast næstu áratugi. Þó að svo
ólíklega skipaðist á næstu árum að
meðalbarnafjöldi hverr-
ar konu yrði tvö börn
mundi mannkyninu
fjölga fram yfir miðja
næstu öld, vegna þess
hve yngstu árgangar
mannkyns eru stórir.
Því eru allar líkur á að
mannkynið verði orðið
10 milljarðar um miðja
næstu öld. Sumar spár
reikna með 15 milljörð-
um. Á sama tíma mun
mikið af besta akur-
lendi jarðar fara undir
mannvirki eins og borg-
ir, verksmiðjur, vegi,
flugvelli og orkuveitur.
Við getum gert ráð fyr-
ir aukinni tækni og
þekkingu við öflun matvæla en erf-
itt er að ímynda sér að helstu vanda-
mál þjóða verði of mikil landbúnað-
arframleiðsla. Raunar eru fyrstu
teikn hins öndverða nú orðin sýnileg
í því að aldrei hafa kornbirgðir í
heiminum verið jafnlitlar og nú er.
Vegna landþrengsla má reikna með
að verðmæti próteinauðugrar fæðu
eins og kjöts og fisks vaxi umfram
verðmæti kornvara. Full ástæða er
til að hafa áhyggjur af hve lengi
fosfórnámur Norður-Afríku endist.
Einnig er vonandi að hringrás áburð-
arefna verði meira en orðin tóm. I
því sambandi má benda á að ekki
verður séð hvernig Kínveijar hefðu
framfleytt þeim manngrúa sem þar
hefur lifað og varðveitt fijósemi
akurlendis án þess að nota saur og
þvag til áburðar, Með slíku fyrir-
komulagi er einnig verið að koma í
veg fyrir mengun í innhöfum. Notk-
un skolps til áburðar krefst þess að
iðnaðarfrárennsli sé ekki látið renna
saman við og því þarf að hreinsa
það annars staðar. Einnig þarf að
geija skolpið svo hættandi sé á að
nota það til áburðar vegna sótt-
kveikja. Næg fæða verður trauðla
framleidd fyrir vaxandi fólksfjölda
án mikillar orkunotkunar. Því má
búast við að vaxandi hluti orkunotk-
unar jarðarbúa fari í að búa til mat.
Við eigum þann kost skástan að
gera okkur vonir um að mannkyninu
takist að afla sér nægrar fæðu á
næstu öld og þá vonandi um alla
framtíð því fólksfjölguninni verður
að linna, enda er hún stærsta vanda-
mál mannkynsins. Hungurvofan
getur m.a. ýtt þjóðum og hópum út
í ófrið.
Við hvaða kjör mun mannkynið
búa við um miðja næstu öld ? Með
bjartsýni má reikna með að vísindum
og tækni takist að halda mengun
svo niðri að móðir jörð nái að halda
sér að mestu hreinni,
ósonlagið verði í lagi
og skortur á einstaka
málmum ekki meira
vandamál en svo að
aðrir málmar og gerfi-
efni, unnin t.d. úr hin-
um miklu kolabirgðum,
geti komið í staðinn.
Mengun
Öllum má ljóst vera
að aukinn fólksfjöldi og
hagvöxtur valda að
öðru óbreyttu aukinni
mengun. Vissulega er
mögulegt að minnka
mengun með réttu hug-
arfari og betra skipu-
lagi allra jarðarbúa.
Ekki er þó sýnilegt hvernig hægt
verður að koma í veg fyrir mengun
nema með orkufrekum aðgerðum.
Orkugjafar framtíðar
Reikna má með að lindir olíu og
jarðgass verði að mestu tæmdar, en
kolaforði verði þá enn mikill, jafnvel
til nokkurra alda. Bruni þessara
orkugjafa hefur þá myndað svo mik-
inn koltvísýring að magn hans í
andrúmslofti hefur þá sennilega tvö-
faldast. Vitað er að hafið virkar sem
stuðpúði á koltvísýring í lofti, bæði
með myndun kolsýru og kalks. Talið
er að gróðurhúsaáhrif koltvísýrings-
ins muni valda hærri meðalhita og
bráðnun íss. Hækki sjávarborð um
einn metra fer mikið af ræktarlandi
og borgum undir sjó. Ekki verður
ræktuð hrísgijón eða maís á því
landi. Líklegt er að þjóðir heims leiti
allra leiða til að draga úr bruna jarð-
efnaeldsneytis; þeim þyki ekki fýsi-
legt að auka gróðurhúsaáhrifin.
Hugsanlega tekst að hanna bruna-
orkuver framtíðarinnar þannig að
koltvísýringur verði hirtur með kalk-
útfellingu. Mikilvægt er og verður
að brenna ekki upp öllum kola- og
olíuforða til að nægilegt verði til
fyrir efnaiðnaðinn um langan aldur.
Mengunarandamál vegna kjarn-
orkuvera virðast nú ekki auðleyst,
en kannski leysanleg, þó að þær
lausnir verði trauðla ódýrar. Hugs-
anlegt er að tunglið verði notað sem
sorphaugur fyrir kjarnorkuúrgang.
Dýrir verða þeir sorpflutningar
væntanlega. Verði kjarnorkuver
notuð til að leysa orkuþörf jarðarbúa
án kostnaðarsamra mengunarvarna
verður jörðin “eitt allsheijar Cherno-
byl“ á stuttum tíma. Engin forsjálni
er í að treysta því að takist í ná-
lægri framtíð að virkja langsóttari
orkugjafa eins og vetnissamruna eða
byggja sólarorkuver á sporbaug um
jörðu og senda orkuna í formi leysi-
geisla til jarðar. Svo ekki sé talað
um orkuöflun með samruna efnis
og andefnis.
Sú staða mála sem hér hefur ver-
ið reifuð knýr æ sterkar dyra hjá
þjóðum heims. Skortur á orku og
þar af leiðandi dýr orka blasa við.
Hvað er þá til ráða ? Ekki geta
menn smíðað “Perpetuum mobile",
eilífðarvél; orka verður ekki fengin
úr engu. Ræktun jurta sem síðan
er brennt t.d. í formi olíu er ágæt
hugmynd og eykur ekki magn kolt-
vísýrings ef jafn mikið er ræktað
og nemur brunanum. Gallinn er sá
að til að metta 10-15 milljarða
munna þarf allt ræktanlegt land.
“Ræktun eldsneytis“ getur aðeins
annað broti af orkuþörf jarðarbúa
og verður vegna samkeppni um land
og áveituvatn aldrei ódýr kostur.
Það tekur því naumast að nefna
vatnsorku svo lítið er til af henni
samanborið við orkunotkun jarð-
arbúa. Beislun sjávarfalla er erfið
og dýr lausn, sama má segja um
beislun vindorku, sem mundi auk
þess gjörbreyta ásýnd landanna og
er ofan í kaupið ótrygg. Virkjun
jarðvarma er á mjög fáum stöðum
jafn auðveld og hér á landi, þó er
hugsanlegt að einhvern tíma verði
boraðar svo djúpar holur á köldum
svæðum að hægt verði að sækja
varma frá möttli jarðar með því að
dæla vökva niður og aftur upp.
Ódýrt verður það varla. Þá er ekk-
ert eftir annað en virkjun sólarorku
án hjálpar plantna. Sú leið er líkleg
og væri þá hægt að leggja stór eyði-
merkursvæði undir slík orkuver. í
þeim mætti framleiða rafmagn og
einnig vetni til eldsneytis. Einnig
það verður dýrari orkuvinnsla en
bruni jarðefnaeldsneytis er nú.
Þá er búið að fara yfir sviðið, fleiri
frumorkulindir finnast vart. Niður-
staðan er sú að ef mannkynið á
þess ekki kost að halda áfram að
sóa orku jarðefnaeldsneytis brestur
í efnahagskerfi heimsins. Lögð verð-
ur æ ríkari áhersla á orkusparnað
og má reikna með að mikið ávinnist
í þeim efnum. Seglknúin kaupför
gætu komið aftur, með sjálfvirkni í
stjórnun seglabúnaðar svo dæmi sé
nefnt. Þegar líður á næstu öld verð-
ur mengunarlaus orka miklu verð-
mætari en nú er. Sá sem ræður yfir
slíkri auðlind verður auðugur.
Sérstaða Islands
Sagt hefur verið að mesti auður
hverrar þjóðar sé fólkið sjálft. Um
það eru Hong Kong búar ágætt
vitni, en þeir raka saman auð fjár
þó þeir séu landlausir og skorti allar
náttúruauðlindir. Sama gildir vafa-
lítið um okkur og Hong Kong búa
að velmegun okkar byggist á því
að við kunnum að spila út þeim
spilum sem við höfum á hendi. Við
höfum á hendi þau tromp sem Hong
Kong búar hafa ekki en það eru
náttúruauðlindir. Ljóst má okkur
íslendingum vera hvaða náttúruauð-
lindir við höfum nú. Við búum í stóru
landi miðað við fólksfjölda og eigum,
eins og við vitum öll frá unga aldri,
Tómas ísleifsson.
einhver gjöfulustu fiskimið jarðar.
Ekki trúi ég öðru en það verði næg-
ir munnar til að þiggja þann fisk
sem við getum ræktað eða dregið
úr sjó. Sama trúi ég að muni þá
gilda um landbúnaðarafurðirnar.
Hér er landrými til að framleiða
margfalt það sem nú er, sem dæmi
þar um töldu þýskir vísindamenn
fyrir stríð að Suðurlandsundirlendið
gæti framfleytt hálfri milljón
manna. Ég hef þá trú að flestir
landsmenn séu þeirrar skoðunar að
auðvelt verði að selja hrein íslensk
matvæli á næstu öld. Vegna fjölgun-
ar jarðarbúa ætti verðmæti matvæla
að aukast, nema markaðsráðandi
öflum takist að undiroka og arðræna
matvælaframleiðendur. Margar vís-
bendingar þess eðlis eru vissulega
uppi. Ekki má heldur gleyma því
að fólksfjölgun er lítil í þeim lönd-
um, þar sem velmegun er mest. Þær
þjóðir koma því síst til með að hafa
þörf fyrir matarkaup. Hinar sem
verða sveltandi munu að líkindum
ekki hafa efni á að kaupa dýran
mat. Þann mat sem við látum okkur
dreyma um að selja. Á fyrri öldum
þurftu Evrópubúar á fiskinum af
Islandsmiðum að halda. Svo er enn,
þó þeir vilji annað vera láta á meðan
þeir eru að reyna að sölsa þessa
auðlind okkar undir sig. Ef við höf-
um vit, vilja og getu til að falla ekki
í þær tröllahendur, þá mun sá dagur
koma að engir tollar verða nefndir
vegna sölu fisks af íslandsmiðum.
íslenskar orkulindir
í þessari grein hefur verið minnst
á þann möguleika að ríkar þjóðir
heimsins, sem hafa afl til að kaupa
af okkur dýr hollustumatvæli muni
einfaldlega framleiða nægilegt
magn sjálfar og hinar sveltandi verði
of fátækar til að kaupa mat. Orku-
málunum mun ekki verða á þennan
veg varið. Auðugar þjóðir jarðar
mun hungra æ meira eftir orku og
þær munu hafa fjármuni til að
greiða fyrir alla þá orku sem völ
verður á.
Við höfum nú virkjað dálítið brot
af jarðvarma- og fallorku landsins.
Um það ætla ég ekki að hafa mörg
orð. Það er eins og sagt er “búið
og gert“, flest gott má þar um segja
jafnvel stóriðjuna. Mestu skiptir
hvert framhaldið verður. íslendingar
eru nú nær einir þjóða í þeirri fá-
gætu aðstöðu að eiga meira en nóg
fyrir sig og afkomendur sína að
leggja af mengunarlausri endurnýj-
anlegri orku. Seljum við þessa orku
úr landi eða skuldbindum hana til
frambúðar erum við búin að afsala
okkur þeirri aðstöðu og rétti að selja
orkuna á markaðsverði framtíðar-
innar. Ef við stöndum rétt að, eigum
við þess kost að hefjast nú handa
um nýtingu þessarar orku og halda
jafnframt aðstöðu okkar og rétti til
að selja orkuna á markaðsverði á
hveijum tíma. Gerum við þetta mun
orkuauðgi landsins verða þessari
þjóð mikil blessun.
Island, er eins og flestir vita, eitt
fárra svæða þar sem nýting jarð-
varma er fær tæknilega og fjárhags-
lega. í þeim áætlunum sem ég hef
séð um nýtingu jarðvarma er miðað
við að nýta jarðvarmann eins og
endanlegar námur. Námur, sem séu
tæmdar á 50 til 100 árum. Þetta
er svo áformað í ljósi þess að að-
rennsli varma að jarðhitageyminum
er yfirleitt hægara_, en nemur fyrir-
hugaðri virkjun. Ég hef ekki sér-
þekkingu á fyrirbrigðinu, en ég skal
fúslega játa að ég hef miklar efa-
semdir um að réttlætanlegt sé að
eyðileggja jarðhitasvæði með slíkum
nýtingarmáta. Ég tel með öðrum
orðum að farsælla verði til lang-
frama að virkja minna afl, afl sem
viðhaldist svo lengi sem séð verður.
Sé verið að ganga á varmaforða
háhitasvæðis, sem er í sjálfu sér
ekki ábyrg forhöndlun, er þeim mun
vítaverðara að láta hluta þeirrar
orku streyma út í loftið engum til
gagns. Því er samnýting jarðvarma
til raforkuframleiðslu og varma-
veitna hin ágætasta lausn, einkum
ef hægt er að nýta varmann, í frá-
streymisgufu gufuhverflanna, í
varmaveitunni. Meðan næg end-
urnýjanleg vatnsorka er til í landinu
er naumast réttlætanlegt að ganga