Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ1996 31 á orkuforða jarðvarmans. Nýting fallorkunnar er nokkru lengra á veg komin, en jarðvarmans. Bestu virkj- unarkostirnir eru að sjálfsögðu fyrst nýttir. Almennt er viðurkennt og raunar í lög sett, að meta þurfi umhverfisáhrif stórframkvæmda. Áætlanir eru til um beislun allra “virkjanlegra" fallvatna landsins. Einn sá kostur sem mældur hefur verið er röð stórvirkjana á Austur- landi. Þessi hugmynd gengur manna á meðal undir nafninu LSD, sem útleggst eftir smekk „Lang Stærsti Draumurinn" eða „Landsins Stærsti Draumur". Þarna er áformað að veita stórfljótunum Jökulsá á Fjöll- um og Jökulsá á Brú með stíflugerð- um og jarðgöngum í Lagarfljót. Orkuávinningur er mikill en ósvarað er hversu dýru verði hann verði keyptur í umhverfisáhrifum á öllu þessu svæði og raunar einnig í sjón- um sem þessi fljót falla nú til. Það má augljóst vera að aldrei verður hægt að virkja jarðvarma eða fall- orku án þess að það hafi einhver umhverfisáhrif. Svo mun verða um öll mannanna verk. Eðli málsins samkvæmt verður því ætíð að meta vægi umhverfisáhrifa á móti efna- legum ávinningi. Ég er einhuga um að við þurfum og eigum að virkja orkulindir okkar í verulegum mæli, en við eigum ekki að kaupa beislun þeirra hvaða verði sem er og ekki að sólunda orkunni sem við fáum á lítt arðbæran máta. Valdaöfl þjóð- félagsins munu togast á um hvar virkja ben og til hvers eigi að nota orkuna. Áður en við tökum slíkar ákvarðanir er skynsamlegt að horfa til þess hvað við þurfum að kaupa og selja umheiminum. Fyrr í þessum skrifum hef ég leitt líkur að orkuskorti jarðarbúa. Þessi orkuskortur mun fyrr aða síðar koma við okkur “á hinn veginn". Við erum kaupendur mikillar orku í formi olíu og bensíns. Hvaða áhrif mundi margföldun olíuverðs hafa á efnahag okkar? Margvísleg vafa- laust, við yrðum m.a. að leggja öllum okkar togveiðiskipum, svo háð erum við gengdarlausri orkusóun sam- tímans. Ekki veit ég hvort meira mátti sín óprúttnir iðjuhöldar eða misvitrir ráðgjafar þegar reynt var að sannfæra þjóðina um að við vær- um að missa af lestinni í orkumál- um. Það yrði að virkja og selja ork- una strax annars væri hún einskis virði. Þessi áróður glumdi í eyrum fyrir tæpum þrjátíu árum. Síðan hefur verið og er verið að gera samn- inga um orkusölu í stórum stíl og áforma aðra. Ég ætla ekki að karpa um það sem liðið er. Vera má að sú stóriðja sem hér er rekin hafi fært okkur hagsæld og muni gera það á næstu áratugum. Mér líst ekki á raforkusölu með sæstreng til Evrópu. Notkun þess- arar orku skilur ekki eftir úrvinnslu í landinu. Má því segja að slík orku- sala sé hráefnisútflutningur. Ekki verður farið út í lagningu sæ- strengs, nema fyrir liggi langtíma- orkusölusamningar á miklu afli. Með því værum við að binda og afsala okkur stórum hluta af hagkvæ- mustu orku landsins. Samnings- staða okkar við endurnýjun samn- inga við orkukaupendur er íhugun- arverð. Slæm væri staðan ef einn voldugur kaupandi, ríki eða stórfyr- irtæki, gæti einfaldlega sagt sem svo : “Þið ráðið hvað þið gerið, við greiðum ekki meira fyrir orkuna, betra er fyrir ykkur að fá eitthvað heldur en ekki neitt. Að okkur frá- gengnum hafið þið enga kaupendur nema með því að leggja til þeirra sæstreng". Nú er ástæða til að stinga niður fæti áður en við verðum búnir að selja of stóran hluta af hagkvæmustu orkunni. Ég tel að við eigum betri kosta völ, heldur en að binda orkusölu okkar tii langs tíma og í reynd e.t.v. um aldur og ævi við þá smápeninga sem nú eru í boði. Við erum að sjálfsögðu ekki einir þjóða að velta fyrir okkur möguleik- anum á orkuskorti. Þar er hver sjálf- um sér næstur. Grunur minn er sá að alþjóðlegt auðvald horfi með sömu augum til íslenskra orkulinda og til fiskimiða okkar. Verður samn- ingurinn um Evrópskt efnahags- svæði okkur að fótakefli í orkumál- um. Lítill vafí er á að Evrópuþjóðir munu leita allra leiða til að fá sem mest af íslenskum auðlihdum fyrir sem minnst. íslensk orkusala Við skulum aftur leiða hugann að því hvernig jarðarbúar muni lík- lega leysa orkuöfiun sína. Bruni jarðefnaeldsneytis verður takmark- aður eins og kostur er með verðlagn- ingu og lagaákvæðum. Afleiðing þess verður að meginhluti frumorku- vinnslu verður kjarnorka og sólar- orka. Mengunarvarnir vegna kjarn- orku verða umfangsmiklar og dýrar. Söfnun sólarorku með ræktun plantna, sem síðan er breitt 5 olíu er auðveldur og öruggur ferill. Umbreyting jurta eða jurtaleifa í olíu er ferill sem Þjóðveijar þróuðu í síðari heimsstyijöldinni, en þeir umbreyttu þá brúnkolum í bensín og notuðust nær eingöngu við þá framleiðslu síðustu misseri stríðsins. Slík framleiðsla þarf engin önnur hráefni en vetni og jarðargróðurinn, hvort sem hann er mjúk blöð eða harðir kvistir. Vetnið fæst með raf- greiningu. Vatn er æskilegt að fjar- lægja úr hráefninu áður en hvörfun efnanna er látin fara fram. Til slíks er ekki ónýtt að eiga jarðvarma. Ræktun jurta til þessara þarfa er rekin á núllgrunni með tilliti til kolt- vísýrings í andrúmslofti. Þessi leið verður því farin þar sem ræktarland er ekki of dýrmætt vegna matvæla- framleiðslu.Ymsar þjóðir stunda nú miklar rannsóknir og tilraunir á notkun annarra orkugjafa en jarð- efnaeldsneytis. Verði gerð gangskör að því að minnka bruna má reikna með að hús á norðlægum breidd- argráðum verði hituð með raf- magni, sem ekki verður þá framleitt með bruna jarðkolvetna. Önnur leið til að safna sólarorku er að reisa mannvirki sem nota geislaorkuna til þess að framleiða rafmagn. Hugsanlega tekst vísinda- mönnum að kljúfa vatn í vetni og súrefni á sama rnáta og jurtir gera við ljóstillífun. Á suðlægum breidd- argráðum verður hægt að nota sól- arorkuna bæði til að hita og kæla hús. Notkun gasolíu og bensíns held- ur lengst áfram í bílum. íblöndun alkahóls er raunar þegar hafín t.d. í Brasilíu. Notkun á hreinu étanoli á bifreiðar hefur þá annmarka að etanolið er töluvert oxuð sameind og því ekki eins orkurík og bensín. Auk þess tapast einn þriðji hluti hins lífræna efnis við getjun í formi koltvísýrings. Sá koltvísýringur er að sjálfsögðu jafn óæskilegur fyrir andrúmsloftið. og annar koltvísýr- ingur. Jurt sem breytt er í eldsneyti með geijun kemur að hálfu gagni á móti því að henni væri breytt í olíu, því báðir þessir þættir leggjast á eitt. Líklegt er að innan fárra ára- tuga verði vetni notað verulega sem eldsneyti á flugvélar og skip. Það er hægt að gera með hefðbundnUm brunavélum, hverflum og einnig með því að láta vetnið hvarfast við súr- efni og mynda rafmagn, sem síðan knýr rafhreyfii. Á þennan síðasta máta verður nýting eldsneytisins yfir 90 % á móti 30 % nýtingu í brunahreyfli. Öll tækni við geymslu fljótandi lofttegunda er þrautreynd í eldflaugatækni nútímans og raunar allt frá dögum V-2 flauga Þjóðveija í síðari heimsstyijöld. Notkun raf- knúinna bíla, sem hlaðnir eru upp frá venjulegri húsveitu er einnig innan seilingar. í þriðja tímariti þessa árgangs þýska tímaritsins Der Spiegel kemur fram að Þjóðveijar eru nú að smíða röð kafbáta, sem knýja á með súrefni og vetni. Tækn- in er því fyrir hendi. Við stefnumótun í orku og umhverf- ismálum er álitlegt að fara fram eitthvað á þessa leið. Fyrsta : íslenska ríkið kaupi hiutabréf í erlendum fyrirtækjum sem fást við rannsóknir á rafmagni og vetni sem orkugjafa í farartækj- um. Bréfin gætu t.d. verið keypt í nafni Orkustofnunar og ekki þyrfti að kaupa stóra hluti til að við fengj- um einhvern aðgang að þeirri þekk- ingu og tækni sem verið væri að þróa. Að sjálfsögðu þarf að athuga fyrirfram hvort hluthafar ættu þess kost að fá upplýsingar um starfsemi og þekkingaröflun. Annað: Sett verði upp lítil tilraunastöð sem framleiði oliu úr jurtum eins og Beringspunkti og Alaskalúpínu. Með því værum við að iæra að beita þeirri tækni sem Þjóðveijar notuðu fyrir hálfri öld. Einnig yrðu gerðar athuganir á að breyta sorpi í olíu. Tilraunastöðin þyrfti að hafa að- gang að ódýru rafmagni og jarð- hita; hugsanlega með eigin virkjun- um. Auk olíuframleiðslunnar mundi lærast að hreinsa úr olíunni nitur- sambönd ofl. Þau gætu síðan nýtst sem áburður eða í frekari efnaiðn- að. Þriðja : Hefja þyrfti mikla upp- græðslu örfoka lands og eyðisanda. Þessi lönd væri síðar hægt að slá til að fá hráefni til eldsneytisgerðar fyrir bíla landsmanna þegar bensín hefur hækkað svo í verði að innlend eldsneytisgerð er samkeppnisfær. Jafnframt yrði öllu því sorpi sem ekki væri endurunnið breytt í olíu. Fjórða : Hafin verði samhliða raf- greining vatns í verksmiðju og umbreyting íslenska skipaflotans yfir í vetni sem orkugjafa. Fimmta : Vetni orðið aðal orkugjafi farar- tækja um heim allan. Þá eru reistar stórvirkjanir og hafin stórfelld framleiðsla á vetni til útflutnings með tankskipum. Vegna heim- snotkunar vetnis og mögulegrar dreifingar hvert sem er þarf ekki að óttast að við verðum þvingaðir til að selja vetnið á smánarverði. Lokaorð Að lokum er full ástæða til að benda á þann mikla ávinning sem er fólginn í því að virkja fallvötn til að framleiða rafmagn fyrir vetn-» isframleiðslu á móti t.d. álbræðsiu. Hefðbundin stóriðja verður því aðeins rekin með ábata að framleiðslan sé svo til jöfn aila daga ársins. Þessar forsendur valda þvi að nauðsynlegt er að byggja miðlunarvirkjanir. Slík virkjun jafnar út árstíðabundinn mis- mun í vatnsrennsli vatnsfalla með því að safna vatni í mikil miðlunarlón í úrkomutíð til notkunar í þurrkatíð. Hérlendis safna jökulámar mest vatni í slík lón síðsumars og á vorin. Bygging slíkra lóna með stíflugörð- um, lekaþéttingum, veituskurðum og jarðgöngum, eru mjög ijárfrekar. framkvæmdir og raska auk þess mjög öllu umhverfi sínu. Vetnisfram- leiðsla verður ekki mannfrek og framleiðsluferillinn verður allur sjálf- virkur ef svo má segja. Því á sveiflu- kennd framleiðsla ekki að skipta meginmáli. Aðeins heildarorkan ákvarðar framleiðslumagnið. Slíkri framleiðslu nægir því rennslisvirkjun sem framleiðir mikla orku á sumrin en litla á vetrum. Byggingarkostnað- ur verður aðeins brot af kostnaði vegna miðlunarvirkjunar. Umhverf- isáhrif verða einnig lítil og víða hægt að skjóta upp rennslisvirkjun, sem nýtir sumarrennsli, þar sem nú er talið óvirkjandi. Vonandi berum við íslendingar gæfu til að standa svo að verki að við getum nýtt okkur þær einstöku aðstæður á meðal þjóða, sem við höfum. Þær aðstæður að geta fram- leitt meira en fylli okkar af mat í heimi sem stefnir á vit hungurs. Þær aðstæður að eiga gnægð af mengun- arlausri endurnýjanlegri orku í heimi vaxandi mengunar og orkuskorts. Okkur ber að standa svo að verki að afkomendur okkar fái notið þess- ara auðlinda. Höfundur er líffræðingur. Horfðu og hlustaðu með opnum huga! Hvern vilt þú hafa sem forseta næstu ánn? Allir forsetaframbjóðendurnir verða í Sjónvarpinu í kvöld kl. 22.30. Nú er kosningabaráttan að hefjast! Stuðningsmenn Guðrún Pétursdóttir ein af okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.