Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ljósi varpað á upphaf hins skapandi manns HOMO sapiens, hinn viti borni maður, er talinn hafa komið fram á sjón- arsviðið í núverandi mynd fyrir um 100.000 til 130.000 árum. Þessum mannverum svipaði mjög til okkar sem nú lifum. Sam- kvæmt flestum skólabókum komu þó ekki fram merki um sanna mannlega hegðun - ástundun and- legs lífs, listiðkun, þróaða hagnýt- ingu umhverfisins og samofna heild fjölskyldna og vina sem mynda samfélagið - fyrr en fyrir um 40.000 árum, þegar „menningar- sprenging" hafi orðið í Evrópu fremur en í Afríku, þar sem marg- ir fræðimenn telja að Homo sapiens hafi fyrst komið fram. Nokkrir nýlegir fornleifafundir benda hins vegar til þess að maður- inn kunni að hafa tekið að rækta sköpunarhæfileika sína mun fyrr og sköpunarmáttar hans hafi gætt á miklu stærra svæði en áður var talið. Hófst í Afríku, ekki Evrópu Sally McBrearty, fornleifafræð- ingur við Connecticut-háskóla, skýrir frá því í grein í Journal of Human Evolution að fundist hafi í Afríku haglega gerð steinblöð sem hafi verið búin til hundruðum þús- unda ára áður en slík áhöld komu fram í Evrópu. í annarri grein, sem birt var í fyrra, greindu fornleifa- fræðingar frá því að fundist hefðu Nýlegir fornleifafundir varpa ljósi á hvemig maðurinn skapaði listaverk, áhöld og blómleg samfélög fyrir óralöngu. Rannsóknir benda til þess að maðurinn hafí tekið að rækta sköpunarhæfileika sína fyrr en talið hefur verið. beittir beinskutl- ar í Afríku sem væru meira en 40.000 árum eldri en þekktar hellamyndir í Evrópu frá síð- asta jökulskeiði. Vísindamenn, sem aldurs- greindu ný-. fundnar hella- myndir í Frakk- landi segja að þær séu 30.000 ára gamlar, næstum tvöfalt eldri en svipaðar myndir sem höfðu fundist í Lascaux í Frakklandi. Þá bendir fornleifa- fundur djúpt í helli til þess að ne- anderdalsmaðurinn, sem var uppi á síðasta jökulskeiði í Evrópu, hafi tileinkað sér „mannlega hegðun“, sem hafí því ekki einskorðast við nútímamanninn. Þessir nýju fornleifafundir benda til þess að það hefðbundna mat að hinn skapandi maður hafi skyndilega ruðst fram á sjónarsviðið í Evrópu sé rangt. „Upphaf þess sem við köllum mannlega hegð- un var miklu fyrr en fyrir 40.000 árum,“ segir Ali- son Brooks, við George Washing- ton-háskóla, sem fann skutlana í Zaire ásamt fornleifafræðingnum John Yellen, við Bandarísku vís- indastofnunina. „Og hún hófst í Afríku, ekki Evrópu." Plast fornsteinaldar Rannsóknir Brooks og Yellens TÖLUR með þráðargati eru á meðal elstu dæmanna um listsköpun mannsins. benda einnig til þess að sköpunar- máttur forfeðra okkar hafi ekki risið hæst við gerð áhalda og mynda í hellum heldur við þróun samfélagsins sjálfs. Rannsóknir fornleifafræðing- anna benda tii mikilla umskipta í sköpunarmætti mannsins tugum þúsunda ára áður en hellamyndirn- ar voru gerðar á jökulskeiðinu í Evrópu. Á þessum tíma hafi maður- inn ekki aðeins notað steina og við til áhaldagerðar, heidur einnig bein, hjartarhorn og fílabein, sem segja má að hafi verið plast fornsteinald- ar: hart, sveigjanlegt, varanlegt og nýtanlegt í hluti eins og spjóts- odda, nálar og flautur. Á þeim stað þar sem skutlarnir fundust er einnig mikið af ieifum af stórri leirgeddutegund og rann- sóknirnar benda til þess að þeir sem gerðu skutlana hafi haft vitneskju um hvernig þessi fisktegund lifði og getað hagnýtt sér hana. Svo virðist sem þeir hafi vitað að fiskur- inn hrygndi aðeins á ákveðnum tímum og skipulagt ferðir sínar á staðinn samkvæmt því. Neanderdalsmaðurinn ekki forfaðir nútímamannsins Neanderdalsmaðurinn, sem kom fram á sjónarsviðið í Evrópu fyrir 300.000 árum og hvarf fyrir um 30.000 árum, hagnýtti sér ekki umhverfið með sama hætti. Vís- indamenn töldu lengi að neander- dalsmaðurinn væri forfaðir nútíma- mannsins en rannsóknir leiddu í ljós að þessar tvær tegundir lifðu samtímis í tugi þúsunda ára. Nýleg rannsókn á 30.000 ára gamalli höfuðkúpu neanderdalsmanns bendir til þess að hann hafi haldið sérkennum tegundarinnar, sem er vísbending um að þessar tvær teg- undir hafi ekki blandast. Lengi hefur verið litið á neander- dalsmanninn sem heimskan hrotta en nýlegar rannsóknir benda til þess að hann hafi getað búið til margslungin bein- og steináhöld, hagnýtt sér eldinn og hugsanlega talað. Vísindamenn fundu t.d. ný- lega fjögurra veggja steinbygg- ingu, sem neanderdalsmenn eru taldir hafa gert djúpt inni í dimm- um helli, og það bendir til þess að þeir hafi lært að nota kyndla og samhæfa vinnu sína, ef tii vill munnlega. Rannsóknir benda hins vegar til þess að neanderdalsmaðurinn hafi haldið sig á sama stað í langan tíma, óháð árstíðum. Maðurinn flutti sig aftur á móti milli nokk- urra staða eftir veðri og hegðun þeirra dýra sem hann veiddi sér til matar. Þar sem löng dvöl á sama stað leiddi óhjákvæmilega til þess að gengið var á fæðuna í náttúr- unni varð neanderdalsmaðurinn að leggja æ harðar að sér til að afla sér fæðu. Rannsóknir á tönnum þessara tveggja tegunda gefa til kynna að neanderdalsmenn hafi þurft að ganga í gegnum erfið hungurtíma- bil en maðurinn hafi ekki liðið mik- inn matarskort. Bein neanderdalsmanna benda til þess að þeir hafi lagt meira upp úr vöðvastyrk en hugviti. Bein þeirra voru þykkari og þyngri en manna og á þeim voru margar smásprungur og brot. Líkiegt þykir að þeir hafi haldið á vopnum sínum við veiðar, en ekki kastað þeim eins Konan á bak við tjöldin CLAUDE, dóttir Jacques Chirac Frakklandsfor- seta, er sögð eini ráð- gjafinn sem faðir hennar treystir fyililega. Hún hefur hresst upp á ímynd hans, stýrði kosingabaráttu hans fyrir ári, stóð sem klettur við hlið hans þegar flestir aðrir höfðu snúið baki við honum og ákveðið að hann ætti sér ekki viðreisnar von og eftir kosningasigurinn fyrir ári fylgdi hún honum í Elysée-höil, þar sem hún sér um almannatengsl for- setaembættisins. Það er staða sem gerir hana að einni valdamestu konu Frakklands, þrátt fyrir að hún þvertaki fyrir að það sé rétt. I marsl sl. ýtti hún enn frekar undir óvenjulega stöðu sína er hún fæddi soninn Martin. Hún hefur ekki í hyggju að giftast föðurnum, sjónvarpsmanninum Thierry Rey, sem er fyrrverandi ólympíumeist- ari í júdó. Móðurafinn var heillað- ur af barnabarninu og enginn lét svo mikið sem að gagnrýna hina ógiftu móður upphátt. Tíu dögum eftir fæðinguna var hin 32 ára Claude komin aftur til starfa. Þekkist ekki í sjón Rúmt ár er nú frá kosninga- sigri Chiracs og það virðist al- mennt viðhorf að hann megi ekki síður þakka dóttur en föður. Það var að tillögu Claude sem Chirac ákvað að leggja áherslu á þær hliðar sem reyndust eiga greiða leið að frönskum almenningi; orku og persónutöfra. Það var hún sem lagði áherslu á að Chirac væri óþreytandi við að taka í hendur kjósenda og sá til þess að hann Iagði hornspangargleraugunum og embættismannajakkafötunum og setti þess í stað upp augnlinsur og klæddist jakkafötum frá Ralph Lauren. Og það var dóttirin sem fékk Chirac til þess að breyta framkomu sinni við pólitíska and- stæðinga, en hann þótti gjarn á að valta yfir þá, gæfist nokkurt færi á. Hún verndar föður sinn og nem- ur allar breytingar. Hann treystir mjög á tilfinningu hennar fyrir því hvernig hann kemur fyrir í fjölmiðlum enda er hún yfirleitt viðstödd þau viðtöl og stóra fundi sem hann sækir. Hún er ekki Iangt undan en sést nær aldrei á mynd- um eða í sjónvarpi. Claude kýs að halda sig til hlés. Hún setur upp dökk sólgleraugu, klæðist stígvélum og víðum bux- um. Þrátt fyrir að langflestir Frakkar hafi heyrt Claude Chirac getið, þekkja fáir hana í sjón enda sker hún sig ekki úr hópi jafn- aldra sinna á nokkurn hátt. í fyrstu reyndi hún að eyða öll- um ummerkjum um tilvist sína, bað blaðamenn um að vitna ekki í sig og sagðist ekkert hafa um málin að segja. Nú gengur hún enn ákveðnari til verks, öllum er ljóst að hún vill halda sig á bak við tjöldin en jafnframt að þar ræður hún. Hún veit hvert gildi þagnarinnar er. Hún veitir engin viðtöl og kemur aldrei fram í sjón- varpi. „Hún er eins og ostra,“ seg- ir einn vina hennar. „Það er erfitt að ná nokkru úr henni en það verður enginn svikinn af því sem fæst.“ Engar ásakanir utn klíkuskap Hlédrægni hennar hefur borgað sig. Þrátt fyrir að hún hafi nær óhindraðan aðgang að forsetan- um, sem hefur vakið afbrýðisemi CLAUDE Chirac berst ekki á í klæðaburði og þrátt fyrir að flestir Frakkar hafi heyrt hennar getið, þekkja fæstir hana í sjón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.