Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Ferdinand f IM 601N6 TO HAVE A D06! SNOOPV's / BROTWER 15 C0MIN6 FROM THE DE5ERT, VANDHE‘5 601NSTO BEMY P06! YOU'RE CRAZ^, RERUN.. MOM UJILL NEUER LET WUHAVE AD06! I WONDER IP HE'STHE ICIND UJHO HOWLS AT THE MOON... I KNOW 5PIKE.. HE'D HOWL AT A NI6HT LI6HT.. Ég er að fá hund! Bróðir Snata er Þú ert galinn, Rabbi, Skyldi hann vera Ég þekki Sám, hann að koma frá eyðimörkinni og hann mamma leyfir þér aldrei einn af þeim sem myndi spangóla ef mun verða hundurinn minn! að fá hund! spangóla upp í hann sæi náttljós. tunglið. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Um störf Siðanefndar blaðamanna Frá Merði Árnasyni: í MORGUNBLAÐINU 5. júní birtist bréf til blaðsins frá Rögnvaldi Hall- grímssyni, Hafnarfírði. Þar fjallar hann um úrskurð Siðanefndar blaða- manna um kæru sem hann lagði fram á hendur Stöð tvö vegna frétta af hörmulegu bílslysi á Suðurlands- vegi í haust er leið. Rögnvaldur telur í bréfi sínu að Mörður Árnason hafi verið vanhæfur til setu í siðanefnd við þessa umfjöllun vegna þátta sem við Hannes Hólmsteinn Gissurarson höfum annast nokkra hríð á Stöð tvö, og beinir til mín spurningum af því tilefni í bréfslok. Samkvæmt vinnureglum Siða- nefndarinnar ber henni að kanna „hvort einhver nefndarmanna sé vanhæfur að fjalla um kærumálið vegna tengsla við kæranda eða kærða. Úrskurður nefndarinnar er endanlegur" (6. liður). Síðan ég vald- ist í Siðanefnd á aðalfundi Blaða- mannafélags íslands vorið 1993 hef- ur nokkrum sinnum komið fyrir að siðanefndarmaður hefur vikið vegna tengsla við aðila, og það má heita regla að maður víki ef hann hefur fast starf við þann fjölmiðil sem kæran varðar. Áf ýmsum ástæðum hefur nefndin hinsvegar kosið að skilgreina umrædda vanhæfni nokk- uð þröngt, og hefur ýmiss konar lausamennska ekki verið talin gera siðanefndarmann vanhæfan nema sérstaklega standi á. Þorsteinn Gylfason heimspekiprófessor, for- maður Siðanefndar, hefur haft for- göngu um þessa stefnu. Sjálfur hef ég ævinlega borið það undir samnefndarmenn mína þegar mér hafa fundist tengsl við aðila vera slík að kynnu að varða hæfi mitt til nefndarverka. I þeim umræð- um hefur meðal annars komið fram að nefndarmenn hafa ekki talið þætti mína og Hannesar Hólmsteins á Stöð tvö þess eðlis að þeir falli undir ákvæði vinnureglnanna, enda eru þessir þættir unnir sjálfstætt undir stjórn okkar Hannesar og ekki í samvinnu við fréttastofu Stöðvar- innar. Undanfarin þrjú ár hafa mál tengd Stöð tvö komið nokkrum sinn- um fyrir Siðanefnd, og hafa úrskurð- ir verið á ýmsan veg. Engin athuga- semd hefur komið fram við setu mína eða störf í Siðanefnd þegar þessi mál hafa verið tekin fyrir, ekki heldur í máli Rögnvalds og Stöðvar tvö síðastliðið haust. Að sjálfsögðu má deila um túlkun Siðanefndarinnar á vanhæfnis- ákvæðum vinnureglnanna. Það er hinsvegar Siðanefndin í heild undir forystu Þorsteins Gylfasonar sem hefur tekið þær ákvarðanir. Ég kann því þessvegna illa að liggja undir ávirðingum af því tagi sem hafðar eru uppi í bréfi Rögnvalds 5. júní, og kýs að líta á þær sem mistök af hálfu bréfritarans. Um þann hluta spurninga Rögn- valds sem varða álit mitt á fram- ferði Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns í störfum sínum sem for- maður yfirkjörstjórnar í Reykjavík er það eitt að segja að ég skil ekki samhengið milli verka lögmannsins annarsvegar og hinsvegar úrskurðar siðanefndar í kærumálinu vegna fréttaflutnings af hinu hörmulega bílslysi við Hveragerði. MÖRÐUR ÁRNASON Klassíska leiðin Upplifun fegurðar í ferð Heimsklúbbsins Frá Guðrúnu Austmar Sigurgeirsdóttur: SAGT er, að líf án listar sé fátæk- legt Iíf, og að menningin sé grund- völlur hinna sönnu lífsgæða. Undir það hljótum við að taka, sem sóttum námskeið Ingólfs Guðbrandssonar um J.S.Bach, er hann hélt í vetur í Hallgrímskirkju í nafni Listvinafé- lagsins og Endurmenntunarstofn- unar Háskóla íslands. Þar heillaði hann hundrað þátttakendur með fræðslu sinni um líf og list meistar- ans. En Ingólfur lét ekki þar við sitja. Hann bauð upp á stórkostlega ferð um slóðir Bachs í Þýskalandi, sem nú er nýlokið á hinni svonefndu „Klassísku leið“. Ferðin var samfellt ævintýri í blóma vorsins og hver dagur bauð nýtt tilbrigði um listina og líf Bachs. Ég hef ekki áður fundið slíkan fjár- sjóð fagurrar listar og menningar á ferðalögum, enda var ferðin mér og ferðafélögum mínum sem opin- berun. Ég á ekki nógu sterk orð til að tjá mig um Klassísku leiðina og þessa innihaldsríku daga. Ferðin varpaði slíku ljósi á líf og aðstæður J.S. Bachs, að hann stóð okkur sem ljóslifandi fyrir sjónum, t.d. í Bach húsinu í Eisenach, Arnstadt og í Tómasarkirkjunni í Leipzig, þegar við stóðum við gröf hans. Þekking Ingólfs Guðbrandssonar, sem skipu- Iagði ferðina og stýrði henni, á lífi og tónlist Bachs kom hvarvetna í ljós og gæddi ferðina lífi og inni- haldi, sem fólk verður að kynnast af eigin raun til að meta að verðleik- um. Allur undirbúningur og aðbún- aður í ferðinni var með þessum sömu formerkjum og þeim ágætum, sem einkenna ferðir Heimsklúbbs- ins. Ég sendi þakkir mínar og hvet fólk til þátttöku í ferðum sem þess- ari. GUÐRÚN AUSTMAR SIGURGEIRSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, bvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.