Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ1996 21 Sterkt bakland stuðningsfólks Morgunblaðið/Golli BJARNI Þórður Bjarnason annar tveggja kosningastjóra Guð- rúnar Pétursdóttur. HJÁ OKKUR er fjöldi fólks um land allt að vinna að kjöri Guðrúnar Pétursdótt- ur og ljóst er að í svona umfangs- miklu kosningastarfi er ákafiega mikilvægt að eiga sterkt bakland af stuðningsmönnum," segir Bjami Þórður Bjamason annar tveggja kosningastjóra Guðrúnar Péturs- dóttur. Hann segir að Guðrún hafi þegar ferðast hringinn í kringum landið en muni helga sig sjónvarps- umræðum, vinnustaðafundum á höfuðborgarsvæðinu og heimsókn- um á fáeina staði á landsbyggðinni á þeim þremur vikum sem em fram að kosningum. Ahersla á fundi og heimsóknir Beitt hefur verið margvíslegum leiðum í því skyni kynna Guðrúnu að sögn Bjarna Þórðar. „Við höfum auglýst í sjónvarpi og gefið út blöð en megináherslan hjá okkur eru fundahöld og heimsóknir í fyrir- tæki, hvort tveggja á stór-Reykja- víkursvæðinu og úti á landsbyggð- inni. Guðrún sjálf er besta kynning- in okkar, hún kemur til dyranna eins og hún er klædd. Imynd henn- ar er ekki breytt á neinn hátt,“ seg- ir Bjarni Þórður. Tveir kosningastjórar stýra kosn- ingabaráttu Guðrúnar Pétursdóttur, Bjarni Þórður stýrir daglegum rekstri framboðsins en Þómnn Sig- urðardóttir skipuleggur dagskrá funda og heimsókna Guðrúnar. Kosningastjórn hittist á hvetjum morgni í kosningamiðstöðinni á sjöttu hæð í Pósthússtræti 9 og tek- ur ákvarðanir um framvindu kosn- ingastarfsins. Þá sjá nokkrir hópar um tiltekin verkefnasvið, s.s. kynningarmál og fjáröflun. „Við leitum til sjálfboða- liða sem hafa skráð sig hjá okkur vegna einstakra verkefna sem þeir síðan sjá um alfarið frá a til ö. Síð- an erum við með tengiliði um land allt og höfum ennfremur opnað kosningaskrifstofur á Selfossi og í Homafirði. Loks er í bígerð að opna á næstu dögum skrifstofur víðar, meðal annars í Hafnarfírði og á Akureyri," segir Bjarni Þórður. Ráðdeild og sparsemi í kosningabaráttunni Kosningastjórinn segir enn alveg óljóst hve mikill kostnaður muni hljótast af framboðinu þar sem ekki liggi fyrir endan- leg fjárútlát. „Reynt er að sýna ítrustu ráðdeild og sparsemi. Baráttan er fjármögnuð með fijálsum framlögum einstaklinga og styrkjum fyrirtækja," segir hann. Fyrirhugað er að auka lítillega við kynningu í sjónvarpi og útvarpi. „Við teljum nauðsynlegt í nútíma upplýsingaþjóðfélagi að auglýsa í ljósvakamiðlum. Við höfum einnig talið mikilvægt að auðvelda fólki að nálgast upplýsingar um Guðrúnu og framboðið með þvi að setja upp heimasíðu. Á þennan hátt teljum við okkur til dæmis ná til ungs fólks.“ Vinnum ótrauð áfram Bjarni Þórður segir að skoðana- kannanir hafi ekki teljandi áhrif á kosningastarfið. „Skoðanakannanir gefa i skyn hvar landið liggur þá stundina en niðurstöður þeirra eru ekki endanleg úrslit. Það er þó sjálfsagt að taka skoðanakannanir með í reikninginn. Við vinnum ótrauð áfram enda þótt fylgið sveiflist upp og niður. Við gerum einfaldlega okkar besta og höfum mikla ánægju af þátttöku okkar í þessari baráttu sem við vinn- um að íokum,“ segir hann. Bjami Þórður kveðst vona að aðstandendur framboð- anna fimm og stuðnings- menn frambjóðendanna muni halda sig við upp- byggilega og jákvæða kosningabaráttu. „Við lögðum þær línur þegar í upphafi að engin neikvæð umræða kæmi úr okkar herbúðum. Við telj- um það ekki sæma embættinu að frambjóðendur eða stuðningsmenn framboðsins breiði út neikvæðum áróðri. Það er von okkar að stuðnings- menn einbeiti sér að því að kynna sinn frambjóðenda og láti vera að tala illa um mótframbjóðendur,“ sagði Bjarni Þórður að lokum. Neikvæð um- ræða ekki sæmandi OLAFÍA B. Rafnsdóttir er skrifstofustjóri á kosninga- skrifstofu Ólafs Ragnars Grímssonar, en enginn sérstakur kosningastjóri er vegna framboðs hans heldur stendur félag með fimm manna stjóm á bakvið kosningabar- áttuna og fjölmargir samráðshópar leggja línurnar í kosningastarfinu. Ólafía segir að helsta áherslubreyt- ingin í kosningastarfinu á næstunni verði hverfafundir Ólafs Ragnars í Reykjavík og nágrannabyggðarlög- unum og þátttaka hans í þeim þátt- um í sjónvarpi og útvarpi sem fyrir- hugaðir eru vegna kosninganna. Unnið á óbreyttum forsendum „Ólafur Ragnar hefur undanfarið verið með fundi á landsbyggðinni en hverfafundirnir hefjast í Reykja- vík næstkomandi þriðjudag og verða þeir á kvöldin alla_ þá viku og næstu viku á eftir. Á daginn verður hann svo meðal annars á vinnustaðafundum. Það er alveg ljóst að aukinn þungi færist í kosn- ingastarfið á næstunni og álagið á starfsfólkið á kosningaskrifstofun- um vex að sama skapi dag frá degi. í kosningamiðstöðinni á Hverfis- götu 33 fara m.a. fram samskipti við kosningaskrifstofur um land allt auk þess sem tekið er á móti gestum, en fram að kosningunum verður ekki unnið á neinum breytt- um forsendum þar frá því sem ver- Aherslan á per- sónuleg tengsl Morgunblaðið/Ásdís ÓLAFÍA B. Rafnsdóttir skrifstofustjóri kosningamiðstöðvar Ólafs Ragnars Grimssonar. ið hefur hingað til,“ sagði Ólafía. Ólafía sagðist ekki vilja ræða kostnað við framboðið en sagði að eins og kosningabaráttunni hafi verið hagað hefði kostnaðurinn ver- ið í samræmi við það sem gert var ráð fyrir i upphafi. Tiltölulega lítið hefur verið um auglýsingar í fjöl- miðlum vegna framboðs Ólafs Ragnars, en Ólafía sagði að sjón- varpsauglýsinga væri að vænta á næstu vikum. „Kostnaður við auglýsingar er gífurlega mikill og við höfum lagt áherslu á að leggja ekki út í neinn óþarfan kostnað. Ólafur Ragnar hefur lagt ríka áherslu á persónuleg tengsl við kjósendur og farið vítt um landsbyggðina og hitt fólk á þeim fundum sem þar hafa verið haldnir. Við höfum þannig hagað kosningastarfinu hingað til á þann veg að leggja áherslu á persónuleg tengsl frekar en sjónvarpsauglýs- ingar, en auðvitað verðum við með sjónvarpsauglýs- ingar þegar nær dregur kosningunum." Ólafía sagði kosninga- baráttuna hafa verið háða á drengilegum nótum á veg- um þeirar sem starfa að framboð- unum, en hins vegar hefðu borist skeyti úr ýmsum áttum sem gjarn- an hefðu hitt þá sjálfa sem þau hefðu sent. „Ólafur Ragnar hefur lagt ríka áherslu á að barátta okkar sé drengileg og málefnaleg og að stuðningsmenn hans taki ekki þátt í neikvæðri umræðu um meðfram- bjóðendur hans. Við heyjum barátt- una á þessum gnindvelli og leggjum ríka áherslu á að svo sé gert, og við erum ákveðin í því að taka ekki þátt í neinu illmælgi. Það hefur tekist hingað til og við vonumst til að okkar stuðningsmenn _ haldi áfram á sömu braut,“ sagði Ólafía. Von á meiri umræðu Ólafía sagðist ekki hafa orðið vör við neinar breytingar í sam- bandi við kosningastarfið í kjölfar síðustu skoðanakannana. Fylgi Ól- afs Ragnars hefði samkvæmt nið- urstöðum kannananna verið nokk- uð stöðugt og í kjölfar þeirra hefði hún ekki orðið vör við neitt annað en sömu jákvæðnina frá þeim sem haft hefðu samband við kosning- amiðstöðina. Hún sagði að hún teldi það mjög gott að kjós- endur fengju á næstunni að sjá forsetaframbjóð- endurna í þeim sjón- varpsþáttum sem fyrirhugaðir eru með frambjóðendunum á næstunni og við það yrði umræðan í sam- bandi við kosningarnar meiri en verið hefur. Pólitísk fortíð Ólafs Ragnars hefur verið nokkuð í um- ræðunni en Ólafía sagðist ekki vita hvort umræðan myndi beinast frekar í þann farveg á næstunni. „Kjósendum er kunnugur stjórn- málaferill Ólafs Ragnars og sam- skipti hans á erlendum og innlend- um vettvangi, en ég tel hins vegar mikilvægast að kjósendur líti til framtíðarinnar og velji þann sem þeir telja hæfastan til að vera full- trúi þeirra á nýrri öld,“ sagði hún. Samráðs- hópar leggja línurnar Baráttan getur breyst mikið Morgunblaðið/Kristinn VALGERÐUR Bjarnadóttir kosningastjóri Péturs Kr. Hafstein. VALGERÐUR Bjarnadóttir kosningastjóri Péturs Kr. Hafstein segist eiga von á því að kosningabaráttan geti breyst mikið á þeim þrem vikum sem eru fram að kosningum. Þá segist hún finna að meiri þungi sé að færast i kosningabaráttuna nú þegar fram- bjóðendurnir eru farnir að sjást meira í sjónvarpi og fólk væri að mynda sér skoðun I kjölfar þess að geta_ borið þá frekar saman. „Eg held hins vegar að það séu mjög margir óráðnir ennþá, og að fylgið sé miklu lausara heldur en kemur fram í skoðanakönnunum. Niðurstöður þeirra hafa hins vegar haft auðfinnanleg áhrif því það kemur greinilega bylgja með inn þegar fylgið vex samkvæmt könn- ununum. Þær virðast því jafnvel hafa skoðanamyndandi áhrif þann- ig að það eru einhver snjóbolta- áhrif í þessu,“ sagði Valgerður. Fólk aimennt áhugasamt Hún sagði starf sitt í kosninga- baráttunni felast í því að halda utan um alla þræði baráttunnar og sjá til þess að skipulag starfsins væri þannig að hver stund væri nýtt sem best til að koma Pétri og skoðunum hans á framfæri. Á næstunni yrðu haldnir hverfafundir í Reykjavík og haldið yrði áfram með fundi í ná- grannabæjunum, auk þess sem Pét- ur færi á vinnustaðafundi og fundi á landsbyggðinni. „Á kosningaskrifstofunni í Borg- artúni 20 fer fram almennt sjálf- boðaliðastarf þar sem tugir manna koma og leggja hönd á plóginn. Við erum einnig með opið í Austur- stræti þar sem liggja frammi upp- lýsingabæklingar og annað efni. Þangað kemur íjöldi fólks á hveij- um degi og fær sér kaffi og ræðir við Pétur þegar hann er á staðnum, en hann reynir að vera þar að minnsta kosti klukkustund á dag þegar hann er ekki úti á lands- byggðinni með fundi. Það hefur satt að segja komið mér á óvart hvað fólk er almennt áhugasamt og fúst til að leggja sitt af mörkum i baráttunni.“ Valgerður sagði að fram til kosn- inga yrði baráttan hefð- bundin að þvi leyti að Pétur myndi mæta á fundi og tala við fólk þar sem því yrði við komið. Þá væri unga fólkið í stuðningsmannahópnum með sitt- hvað í bígerð sem kæmi í ljós síðar hvað væri. Auglýsingar þjónusta við alnienning Valgerður sagðist telja að fólk gengi til kosninganna af jákvæðum hvötum en ekki neikvæðum og það myndi kjósa þann frambjóðandann sem það teldi hæfastan til að gegna forsetaembættinu. „Pétur lýsti því yfir strax í upp- hafi að hann vildi að kosningabar- áttan yrði háð af drengskap og heilindum og ég held að það verði gert. Það er svo með alla frambjóð- endur að þeir hljóta að einhvetju leyti að verða dæmdir af verkum sínum og einhvers staðar hlýtur það að koma fram að fólk rifjar upp verk þeirra. Það er hins vegar ekki liður í kosningabaráttu okkar að gera það, heldur drögum við fram í dagsljósið það sem Pétur hefur gert og bendum á það. Ég held að hugarfarið sé svipað hjá þeim sem starfa fyrir hina frambjóðendurna. Það hlýtur að vera eðliíegt að fólk reyni að draga fram þá kosti sem það telur sinn frambjóð- anda hafa fram yfir aðra. Þegar Pétur bauð sig fram var ljóst að hann var ekki landsþekktur maður og hann hafði ekki verið á sjónvarpsskjánum inni á hveiju heimili. Við urðum því að byija á því að kynna hann og láta fólk þekkja andlitið á honum. Eina leiðin til þess að gera það var með auglýs- ingum sem við lögðum mikla áhei'slu á í byijun, en við höfum dregið úr því núna. Þetta hefur borið árangur því auglýsingar eiu auðvitað nútíma tæki til að koma málstað sínum á framfæri. Auglýsingar eru ekki af hinu vonda heldur eni þær þjónusta við almenning,“ sagði hún. Valgerður vildi ekki nefna hver kostnaðurinn við kosningabarátt- una er orðinn en sagði að sér sýnd- ist að heildarkostnaðurinn yrði ekki óáþekkur því sem önnur framboð hefðu í huga. Auglýsingar ekki af hinu vonda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.