Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/REGNBOGINN hefur tekið til sýninga kvikmyndina From Dusk Till Dawn Að henni standa Robert Rodriguez, Quentin Tarantino, Harvey Keitel, George Clooney, Juliette Lewis og fleiri. BRÆÐUR í BLÓÐBAÐI TVEIR illræmdustu glæpa- menn Bandaríkjanna, Geeko-bræðurnir Seth (Ge- orge Clooney) og Richard (Quentin Tarantino) eru með lögregluna á hælunum eftir að hafa látið greipar sópa um suðvesturhluta landsins. Þeir virðast ekki eiga bjarta fram- tíð í heimalandinu og ákveða að reyna að komast suður yfir landa- mærin. Fuller-fjölskyldan er á ferðalagi til að treysta fjölskylduböndin eftir að bömin hafa misst móður sína og faðir þeirra, presturinn, hefur misst trúna. Bræðumir Gecko taka þau í gíslingu, séra Jacob Fuller (Harvey Keitel) og táningana hans, Kate (Juliette Lewis) og Scott (Er- nest Liu), og ætla í skjóli þeirra að sneiða hjá gildru lögreglunnar, fara til Mexíkó og á fund hins dularfulla Carlos sem útvegar mönnum á flótta nýtt líf fyrir sann- gjarna þóknun. Bræðumir lofa að sleppa gísl- unum þegar þeir hafa komist á stefnumótið með Carlos (Cheech Marin). Það á að fara fram á topp- lausa bamum Titty Twister, sem er opinn myrkranna á miili. Þegar inn á barinn er komið breytist þessi hasarmynd í hrein- ræktaða hryllingsmynd. Fastagest- ir og starfsfólk barsins eru blóð- þyrstar vampírur sem ógna öllu lífi þannig að skyndilega er sú staða komin upp í þessari mynd að hið góða á sér aðeins von í tveimur verstu illmennum siðmenningar- innar, Gecko-bræðmm. Myrkranna á milli er gerð eftir handriti Quentins Tarantinos, hins rómaða höfundar Reservoir Dogs og Pulp Fietion, sem einnig hefur skrifað handrit myndanna True Romance og Natural Born Killers. Tarantino er jafnframt einn að- alleikenda myndarinnar sem vinur hans, Robert Rodriguez leikstýrir. Þeir félagamir ákváðu að Ieggja saman og blása nýju lífi í hryllings- myndimar. Vináttu þeirra má rekja til kvik- myndahátíðarinnar í Toronto árið 1992 þar sem þeir hittust þegar þeir voru að vekja athygli á sínum fyrstu kvikmyndum, Tarantino Reservoir Dogs og Rodriguez E1 Mariachi. Það vill svo til að það var From Dusk Till Dawn, sem gerði Tarant- ino kleift að hætta að vinna á vídeó- leigu og fara að veija öllum sínum tíma í að skrifa kvikmyndahandrit. Árið 1990 voru honum borgaðar 90 þúsund krónur fýrir að skrifa handritið eftir hugmynd sem maður að nafni Robert Kurtzman hafði fest á blað. Kurtzman hafði lesið handrit stráksins, NBK og Tme Romance, og hrifist af. Hann er einnig stofnandi kvikmyndabrellu- fyrirtækis og lofaði Tarantino í kaupbæti að vinna ókeypis brellur fyrir Reservoir Dogs. Það var svo árið 1995, þegar Tarantino var orðinn heimsfrægur höfundur Pulp Fiction, að ákveðið var að gera mynd eftir þessu síð- asta ókvikmyndaða handriti Tar- antinos. Aðal höfundarins er, eins og þeir vita sem til mynda hans þekkja, að koma áhorfandanum á óvart þannig að hann viti ekki hvaðan á sig stendur veðrið vegna óvæntrar framvindu söguþráðar- ins. Tarantino og framleiðandinn hans, Lawrence Bender, gengu til liðs við Kurtzman og félaga og ákváðu að Robert Rodriguez væri tilvalinn til að leikstýra myndinni. „Mig langaði til þess að kanna mexíkóskar vampirusagnir. Við erum svo vön því að horfa á ein- hveijar vampírur frá Transylvaníu bíta fólk á háls í bíó en þessar sagnir er hægt að rekja allt aftur til astekanna," segir Rodriguez, sem ásamt Cecilia Montiel, perúsk- um leikmyndahönnuði, sneri sér að því að búa til umgjörð fyrstu suður- amerísku vampírumyndar kvik- myndasögunnar. Eins og jafnan varð ekki erfitt að ráða leikara til að leika í kvik- mynd eftir handriti Tarantinos. George Clooney, sem sjónvaps- áhorfendur þekkja úr hlutverki bamalæknisins Ross í ER, var ráð- inn til að leika Seth Gecko, eldri bróðurinn. Tarantino fékk sjálfur að leika yngri bróðurinn, hinn geggjaða, hömlulausa Richie. Harvey Keitel tók að sér hlut- verk Jacob Fuller, predikarans sem týndi trúnni. Keitel er einn fremsti kvikmyndaleikari síðasta aldar- fjórðungs og kom eftirminnilega við sögu í báðum þeim kvikmynd- um sem Tarantino hefur leikstýrt til þessa. Juliette Lewis, sem leikur Kate Fuller, er heldur ekki ókunnug Tarantino, því hún iék Mallory í NBK, myndinni sem Oliver Stone gerði eftir handriti Tarantinos. Leikstjórinn Rodriguez tók að sjálfsögðu þessum þekktu sam- starfsmönum fagnandi og lagði sjálfur til hina fögru Salma Hayek, sem lék ástkonu farandsöngvarans í EI Mariachi og Desperado og leik- ur aðaldansmeyjuna á Titty Twist- er. Rodriguez tók líka með sér eig- inkonuna, framleiðandann Eliza- beth Avellan og kunningja sinn, Cheech Marin, sem lék í Desperado. Nýjungagjarn Ættarlaukurinn HARVEY Keitel virðist ekki sækjast sérstaklega eftir peningum og starfsöryggi. * Hann leggur meira upp úr því að vinna með skapandi fólki. Ungir leikstjórar sem eru að reyna að skapa sér nafn eiga hauk í homi þar sem Harvey Keitel er, rétt eins og þeir kvik- myndagerðarmenn sem leggja meira upp úr innihaldi mýnda sinna en frægð og frama í Holly- wood. Keitel sló í gegn árið 1973 fyrir leik í mynd Martin Scorse- ses, Mean Streets. Þar skyggði hann á mótleikara sinn, Robert DeNiro. Framan af ferli Scor- seses var hægt að ganga að Keitel vísum i myndum hans. Hann lék í hinni fyrstu, Who’s That Knocking on my Door, og siðan m.a. í Alice Doesn’t Live Here Anymore, Taxi Driver og The Last Temptation of Christ. Strax á áttunda áratugnum varð Keitel eftirlæti leikstjóra sem voru að reyna að marka sér bás utan meginstraums banda- risks kvikmyndaiðnaðar. Hann lék fyrir Robert Altman í Buff- alo Bill and the Indians, fyrstu mynd Ridley Scotts, T-he Duel- lists, Blue CoIIar eftir Paul Schrader, Welcome to LA eftir Alan Rudolph og í Fingers eftir James Toback en á níunda ára- tugnum týndist Harvey Keiteí og var vart sýnilegur um árabil. Frá því í upphafi þessa ára- tugar hefur Keitel hins vegar verið svo áberandi, og afköst hans svo ótrúleg að efast má um að hann sé einhamur. Auk óskarsverðlaunatilnefninga fyr- ir Bugsy hefur hann m.a. leikið í myndum á borð við Mortal Thoughts, Thelma and Louise, og tekið feilspor í myndum á borð við Sister Act, Rising Sun og Point of no Return. Hann hefur hins vegar verið óþekktu leikstjórunum trúr sem aldrei fyrr. Með nærveru sinni tryggði hann Quentin Tarantino peninga til þess að gera Res- ervoir Dogs og hann lék einnig fyrir hann í Pulp Fiction. Abel Ferrara notíjði Keitel í Bad Lieutenant og í Dangerous Games og hann þáði boð um að leika í nýsjálensku verðlauna- myndinni Piano eftir Jane Campion og í Young Americans. Fyrir fáum vikum var síðasta mynd Keitels, Imaginary Crimes sýnd hér á landi og á næstunni gefst væntanlega færi á að sjá þá nýjustu, en þar er á ferðinni Hollywood-endurgerð norsku myndarinnar Höfuð upp úr vatni. GEORGE Clooney, sem ís- lenskir sjónvarpsáhorf- endur þekkja úr sjónvarpsþátt- unum um Bráðavaktina, þreytir frumraun sína á hvíta tjaldinu í Myrkranna á milli. Clooney er hálffertugur og fæddur í Kentucky inn í fjöl- skyldu sem lifði og hrærðist í skemmtanaiðnaðinum. Föður- systir hans er söngkonan Rose- mary Clooney og faðir hans, Nick Clooney, var fréttaþulur á sjónvarpsstöð og umsjónarmað- ur vinsælla sjónvarpsþátta. Ge- orge kom frá unga aldri, fram í þáttum pabba ásamt systur sinni, dansaði þar og söng. Clooney fór um tvítugt til Kaliforníu að leita frama í kvik- myndaheiminum. Hann lék smá- hlutverk í ýmsum sjónvarpsþátt- um og minni háttar biómyndum auk þess að leika á sviði, m.a. hjá hinum þekkta Steppenwolf- leikhópi í Chicago. Þar til hann fékk að klæðast læknasloppinum hjá Michael Chricton og hinum aðstandend- um Bráðavaktarinnar þóttist hann góður með hlutverk í kvik- myndinni The Return of the Killing Tomatoes. En sem barnalæknirinn Dou- glas Ross á Bráðavaktinni varð Clooney fljótt að þjartaknúsara og kvikmyndatilboðin létu ekki á sér standa. Myrkranna á milli var fyrsta kvikmyndin sem hann lék aðal- hlutverk í og minnugur þess að margur sjónvarpsþáttaleikarinn hefur orðið af aurum api við það að elta frægð og frama í Holly- wood hefur Clooney ákveðið að halda áfram að mæta á Bráða- vaktina og treysta á sigandi lukku í kvikmyndabransanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.