Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 13 MYND af veiðimanni í helli í Afriku. Rannsóknir benda til þess að hinn skapandi maður hafi fyrst komið fram í Afríku, en ekki Evrópu eins og talið hefur verið. og maðurinn, og því oft orðið fyrir spörkum dýranna. Mesti munurinn á þessum tveimur teg- undum felst í því hvern- ig einstaklingarnir tengdust. Brooks segir að maðurinn hafi ferð- ast langa vegu til að selja eða kaupa gæða- steina og annan varn- ing í Afríku fyrir að minrista kosti 100.000 árum. Svipuð viðskipti gætu hafa átt sér stað meðal ísaldarmanna í Evrópu. Þegar menn- irnir tóku að búa saman í stærri hópum jókst þörf þeirra fyrir að tjá hópvitund sína og sjálfsvitund. Listin var nauðsyn Tengslin milli sköp- unarstarfa manna og félagslyndis þeirra eru greinileg í einu af elstu dæmunum um forna listsköpun: talnaskreyt- ingunni. Randall White, við New York Univers- ity, segir að hellamynd- irnir í Lascaux séu að- eins dæmi um „miðhlut- ann í listasögu manns- ins“. Listsköpunin hafi hafist tugum þúsunda ára fyrr og mannslík- aminn hafi verið notað- ur sem nokkurs konar strigi. Tölur úr fílabeini voru saumaðar á föt og tennur úr rándýrum voru notaðar í belti og höfuðbönd. Talið er að tekið hafi klukku- stund að gera eina tölu og að mati White hefði svo tímafrek vinna ekki verið stunduð nema skreyting- in hafi verið nauðsynlegur þáttur í tilvist mannsins. „Við höfum litið svo á að listin sé afleiðing þess að fólk hafi mikinn frítíma. En það er í algjörri andstöðu við það sem við höfum séð. í augum þessa fólks var listin nauðsyn." Hellamyndirnar, sem fundist hafa í Vestur- Evrópu, virðast hafa gegnt mikilvægu hlut- verki í samfélagi þessa fólks. Þessi list kann að hafa verið þáttur í marg- brotnum athöfnum þar sem tónlist kom við sögu. Margbrotnar athafnir Talið er að leikið hafi verið á flautur í hellun- um. Rannsókn hefurleitt í ljós að myndirnar eru þar sem hljómburðurinn í hellunum er bestur. Önnur rannsókn leiddi í ljós að nálægt hellis- munnanum í Lascaux', þar sem fundist hafa myndir af hestum, vi- sundum og ýmsum hóf- dýrum, bergmálar klapphljóð þannig að hljómurinn líkist hófa- skellum. Innar í hellinum ber mest á pardusdýrum og fleiri dýrum sem læðast og bergmálið þar er daufara. Listsköpunin var ekki einskorðuð við ísaldar- menn í Evrópu. Hella- myndir frá sama tíma hafa einnig fundist í Afríku og nýleg könnun ástralska fornleifafræð- ingsins Rhys Jones bendir til þess að nokkr- ar bergristur í Astralíu séu um 60.000 ára gaml- ar. Reynist þetta rétt eru þessar myndir elstu listaverk sem vitað er um í heimin- um og fundarstaðurinn bendir enn- fremur til þess að maðurinn hafi getað smíðað þróaða báta fyrir 60.000 árum. • Byggt á U.S. News & World nokkurra aðstoðarmanna hans, hefur fagmennska hennar orðið til þess að feðginin hafa varla nokkurn tíma verið sökuð um klikuskap. Vinir hennar segja hana „tilfinningaríka, meðvitaða og hreina og beina“. Frá því að Chirac hóf þriðju tilraunina til að verða forseti Frakkiands, hefur Claude ekkert tjáð sig um samband þeirra. Aður hafði hún látið hafa eftir sér á prenti að hann væri „ekki aðeins faðir, heldur besti vinur minn“. Þannig hefði það verið frá barnæsku hennar. Claude þótti lífleg og einkar vel gefin og jafneirð- arlaus og karl faðir hennar, að sögn móður Claude, Bernadette. Claude leitaði víða áður en hún ákvað hvað hún ætlaði að leggja fyrir sig. Hún lærði sljórn- málafræði við Sciences Po, einn virtasta skóla landsins, eins og báðir foreldrarnir. Henni fannst hins vegar hin venjubundna leið til met- orða lítt spennandi. íhugaði að gerast dýralæknir, en átti síðan stutta viðkomu í auglýsingafaginu, þar sem hæfileikar hennar fóru að koma í ljós. Arið 1987 fékk hún til dæmis föður sinn, sem þá var borgar- stjóri í París, til að hafa afskipti af tónleikum poppstjörnunnar Madonnu, sem hafði verið hætt við. Myndir af Chirac að hlusta á tónlist Madonnu i heyrnartólum Claude vöktu mikla athygli og urðu upphafið að breyttri ímynd stjórnmálamannsins. Þar með var hafið kraftmikið og áhrifamikið samstarf, sem varð formlegt árið 1990 er hún bættist í hóp starfs- liðs hans. Þetta samstarf hefur gert Claude Chirac að afar valdamik- illi ungri konu. En að baki býr hlýrri og viðkvæmari manneskja. Vinir hana segja hana „lævirkja" en þá hliðina sýnir hún aldrei á sér utan vinahóps og fjölskyidu. Erfiðleikar að baki Fæðing sonarins hefur ekki vakið neina hneykslun á meðal Frakka, enda elska Frakkar börn og teija að siðferði sé einkamái hvers og eins. Nú eru aðeins um 4,4 hjónabönd á hveija 1.000 íbúa, í Bretlandi er talan 5,9, þriðja hvert barn er fætt utan hjóna- bands og 2,2 milljónir ógiftra para eru í landinu. Aðeins í Svíþjóð eru giftingar sjaldgæfari en í Frakk- landi. Chirac afi varð yfir sig hrifinn af barnabarninu og lét stytta at- höfn í Elysée-höll svo hann gæti hraðað sér á spítalann er fréttist af fæðingu dóttursonarins, sem er fyrsti drengurinn sem fæðist inn í Chirac-fjölskylduna frá árinu 1932. Claude Chirac virtist láta sér fátt um finnast á meðgöngunni, hætti ekki að reykja fyrr en á síð- ustu dögum hennar og vann úti alla meðgönguna. Þrátt fyrir að hún hafi sagst aldrei munu gift- ast, vill hún eignast þijú börn. Afinn skiptir sér ekki af þessu og bregst við svipað og fyrirrennari hans, Mitterrand, gerði þegar hann var spurður hvort hann ætti óskilgetna dóttur, svarar „og hvað með það? Fæðing sonar Claude var gleði- atburður í fjölskyldu sem hefur kynnst sorgarhliðum tilverunnar. Eldri systir Claude, Laurence, sem er 37 ára gömul, hefur verið mik- ið veik, hefur m.a. þjáðst af lystar- stoli og þunglyndi i tvo áratugi. Árið 1990 kastaði hún sér út um glugga á fjórðu hæð, lifði fallið af en slasaðist mikið og hefur ekki sést opinberlega frá þeim tíma. Talið er að Bernadette, eig- inkona forsetans, hafi ákveðið að láta lítið á sér bera, til að geta sinnt dótturinni. Claude var ekki aðeins ung og ólofuð dóttir stjórnmálamanns er hún kynntist barnsföður sínum, Rey. Arið 1992 giftist hún Philippe Habert, stjórnmálaritstjóra Le Figaro. Sex mánuðum síðar var hún orðin ekkja, maður hennar fannst látinn en hann hafði tekið of stóran skammt af svefnlyfjum. Claude hellti sér af enn meiri krafti en áður út í starfið fyrir föðurinn. Hún hefur ekki tjáð sig um lát eiginmannsins, en hún skrif- aði eitt sinn: „Að vita hvern- ig maður á að fela sorg sína er, í augum föður míns, ekk- ert annað er virðing fyrir öðrum.“ Hann ráðlagði henni að vera sterk og ekki að bera sorg sína á torg. Á uppleið Styrkurinn virðist nú vera að borga sig. Eftir erfiðleika á fyrsta árinu í embætti og minni vinsældir, hefur fylgið við forsetann aukist að nýju. Hann hefur komist óskaddaður frá gagnrýninni vegna kjarnorkutil- rauna Frakka í Kyrrahafi, von- brigða vegna kosningaloforðanna sem ekki voru haldin og verkföll- um og ólgu vegna breytinga á velferðarkerfinu. Fylgið við hann hefur aukist jafnt og þétt að und- anförnu og skoðanakannanir hafa sýnt að yrði gengið til kosninga nú, myndi hann bera sigur úr být- um. Þetta er að mestu þakkað Claude. Nokkrir í starfsliðinu í Elysée-höll voru ekkert sérlega hrifnir af starfi hennar og vildu að forsetinn legði meiri áherslu á virðuleik og þunga embættisins. En Chirac, sem þérar nærri því alla, vill ekki vera einvaldur og Claude beindi honum inn á þá braut sem lionuin er eiginlegust; að tala, kyssa, klappa fólki á bak- ið og snæða risavaxnar sveitamál- tíðir. Og það hefur heppnast. Byggt á T/ie Daily Telegraph. Claude Chirac er sjaldan langt undan þegar faðir hennar, Chirac Frakklandsforseti, fer í viðtöl eða kemur fram á fundum en gætir þess vandlega að sjást ekki. Hún er helsti ráðgjafi hans og hefur verið sögð ein valdamesta kona Frakklands LISTIR Japanskt leyndarmál slær í gegn Hljómsveitarstjórinn Takashi Asahina er einn virtasti stjórnandinn í heimalandi sínu en nær ekkert þekktur utan þess. Hann gerði stormandi lukku fyrir skemmstu er hann stýrði flutningi á fimmtu sinfóníu Bruckners í Chicago. ÁHORFENDUR á tónleikum Chicago-sinfóníunnar í maí voru sem heillaðir af manninum á stjórnenda- pallinum og ekki eingöngu vegna hæfileika hans með tónsprotann; ekki síður vegna mannsins sjálfs, sem þykir óvanalega biíður á mann- inn. Hann er enginn nýgræðingur í faginu, orðinn 87 ára gamall, og heitir Takashi Asahina. „Yndislegt," sagði hann brosandi við hljómsveitarmeðlimi á æfingu á fímmtu sinfóníu Bruckners og eftir velheppnaðan einleikskafla hrópaði hann „bravó". Hljóðfæraleikarnir voru yfir sig hrifnir, einn þeirra sagð- ist hafa frestað því að fara á eftirla- un til þess eins að fá tækifæri til að vinna með honum. Forstjóri sinfó- níunnar réð Asahina til starfa eftir að hafa heyrt hann stjóma flutningi á sinfóníu eftir Richard Strauss. Seg- ir flutninginn hafa verið stórkostleg- an, þann fegursta sem hann hafi heyrt. Stór orð það. Nafn Asahina hljómar ekki kunn- uglega. Hann hefur verið hljómsveit- arstjóri fílharmóníusveitarinnar í Osaka frá 1947 og heldur tæplega þijátíu tónleika á ári. Upptökur með honum eru afar sjaldséðar utan hei- malandsins. Það er engum vafa undirorpið að ferill Asahinas hefði orðið annar ef ekki hefði komið til heimsstyijöldin síðari. í kjölfar hennar höfðu menn á Vesturlöndum lítinn áhuga á að bjóða til sín japönskum listamanni. í heimalandinu, Japan, nýtur hann ómældrar virðingar og þegar lesend- ur þarlends tónlistarrits voru beðnir að nefna bestu hljómsveitarstjóra allra tíma lenti Asahina i 18. sæti, langefstur Japana. Sá japanski hljómsveitarstjóri sem þekktastur er, Seji Ozawa, komst ekki á lista yfir fimmtíu efstu. Asahina nýtur ekki síst vinsælda hjá ungum tónlistarunnendum. Sjálf- ur segist hann í samtali við Newswe- ek ekki vita hvers vegna en japansk- ur tónlistargagnrýnandi hefur getið sér þess til, að gamli maðurinn sé „ÞAÐ er starf mitt að standa upp á endann," segir Asahina. hinum ungu nokkurs konar föðurí- mynd. Eftirlætistónlist Asahinas er þýsk rómantík. Hann hefur stjórnað flutn- ingi á öllum sinfóníum Bruckners í þrígang og hefur verið líkt við þýska stjórnandann Wilhelm Furtwángler. Asahina ólst upp í Tókýó, lék fót- bolta og á fiðlu en sneri sér að hljóm- sveitarstjórn er hann lágði stund á laganám. Frumraun hans var árið 1940 og á stríðsárunum stjórnaði hann sinfóníuhljómsveit í kínversku borgunum Shanghai og Harbin. Hann segist ekki stefna að frekari frama í Vesturheimi, minnir á aldur sinn og segist frekar vilja einbeita sér að því að vinna með einni góðri hljómsveit en að dreifa kröftunum, sem fara nú þverrandi. Raunar svo að fyrir fimm árum gat hann ekki stjómað heilum tónleikum. Hann hefur nú náð heilsu en gætir þess, eins og hann hefur alltaf gert, að láta frægð og frama ekki gleypa sig. „Ég hef náð góðu jafnvægi á milli tónlistarinnar og heimsins fyrir utan,“ segir hann og brosir. „Það er starf mitt að standa upp á endann.“ Listahátíð í Reykjavík 1996 Sunnudagur 9. júní Philharmonia Quartett-Berlin. Islenska óperan: Tónleikar kl. 16. Ljóð & Jass. Loftkastalinn: Dagskrá kl. 21. Féhirsla vors herra. íslenski dansflokkurinn. Borgarleikhúsið: 3. sýn. kl.20. Páll á Húsafelli Listasafn Sigurjóns: Opnun kl. 15. Klúbbur Listahátíðar. Loftkastalinn: Opið frá kl. 17. Útvarpsþáttur eftir Þorstein J. Vilhjálmson: „SO what? Uptown Chicago, þar sem örvæntingin er eina árstíðin" er heiti á útvaipsþætti eftir Þorstein J. sem fluttur verður í Loftkastalanum sunnudaginn 9. júní kl. 18. Þáttur Þorsteins J. tekur íjörutíu mfnútur í flutningi. Pétur Grétars- son flytur eigin slagverkstónlist undir og samtímis verða sýndar ljós- myndir Einars Fals Ingólfssonar, sem hann tók af vettvangi. Mánudagur 10. júní Ljóðakvöld Listahátíðar. Ljóðskáld flytja eigin ljóð úr Ljóðasam- keppni Listahátíðar 1996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.