Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 2/6 - 8/6. ► MAÐUR sem brenndist illa þegar sjóðheit olía spýttist yfir hann í Krossa- nesverksmiðjunni á Akur- eyri um miðjan maí, lést af völdum brunans aðfara- nótt miðvikudags. 127 lög á Alþingi ÞINGFUNDUM Alþingis var frestað til hausts á miðvikudagskvöld og var það í síðasta sinn sem frú Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, gaf út for- setabréf um þingfrestun. 127 lög voru sett á þinginu sem stóð frá október. Þ- HAFRANNSÓKNA- STOFNUN telur óhættað veiða 200 hrefnur árlega og 100 langreyðar. Leggur stofnunin til að veiði í þess- um mæli verði heimiluð, verði tekin um það ákvörð- un að hefja hvalveiðar á ný. Ólafur með forystu SAMHERJI hefur slitið viðræðum við stjórn ÚA og bæjarstjórann á Akureyri um hugsanlega sameiningu þriggja dótturfélaga fyrst- nefnda fyrirtækisins. For- svarsmenn Samheija segja ágreining um verðmæti fyrirtækjanna hafa verið helstu ástæðu viðræðuslita. ÓLAFUR Ragnar Grímsson forseta- frambjóðandi hefur um 44,1% fylgi meðal þjóðarinnar samkvæmt skoðana- könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. 28,5% lýstu yfir stuðn- ingi við Pétur Kr. Hafstein, 14% við Guðrúnu Agnarsdóttur, 10,4% við Guð- rúnu Pétursdóttur og 3,1% við Ástþór Magnússon. í skoðanakönnunum, sem gerðar voru fyrir Frjálsa verslun ann- ars vegar og Stöð 2 og DV hins veg- ar, eru niðurstöður áþekkar. íslendingar vinna meira ► PÓST- og símamála- stofnuninni verður breytt í hlutafélag um næstu ára- mót samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti. Eitt hlutabréf verður gefið út í Pósti og síma hf., sem verð- ur í eigu ríkisins. Stjórnar- andstaðan gagnrýndi frum- varpið harðlega. í SKÝRSLU Þjóðhagsstofnunar fyrir forsætisráðherra kemur fram að ís- lendingar vinni meira en fléstar aðrar þjóðir og landsframleiðsla á vinnustund hérlendis sé langt undir meðaltali OECD-ríkja. Fullvinnandi fólk hérlend- is vinni að meðaltali 50 klukkustundir á viku en Danir aftur á móti 39 tíma. Tímakaup í dönskum iðnaði er 97% hærra en í islenskum. Lífskjör eru þó talin góð hér á landi, ► HAFIN er könnun á möguleikum til sameining- ar fiskvinnslu- og útgerð- arfélaganna á Þingeyri og þriggja rækjuvinnslu- og útgerðarfyrirtækja á ísafirði. Ef til sameiningar kemur gæti hún orðið liður í að koma í veg fyrir at- vinnubrest á Þingeyri. Karfakvótinn að klárast ÞEGAR hafa veiðst um 35 þúsund tonn af karfa á Reykjaneshrygg og er reikn- að með að miðað við aflabrögð muni karfakvótinn klárast um miðjan júní,- eða á næstu tíu dögum. Mokveiði hefur verið á Reykjaneshrygg að undanförnu, en heildarkvóti fslendinga á Reykjanes- hrygg nemur um 45 þúsund tonnum. Nýr tónn um stækkun NATO JEVGENÍ Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, gaf í skyn á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) í Berlín að stjóm Rússlands gæti sætt sig við stækkun bandalágsins, en ekki við það að her- afli og vopnabúnaður þess yrði fluttur að rússnesku landamærunum. Utanríkisráðherramir samþykktu breytingar á NATO í þá veru að þátt- ur Evrópu yrði meiri og bandalagið gæti farið út fyrir sitt hefðbundna varnarhlutverk og tekist á við friðar- gæslu og önnur verkefni utan aðildar- ríkjanna. ► BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, og Gennadí Zjúganov, leiðtogi og for- setaframbjóðandi kommún- ista, eru nú jafnir að fylgi samkvæmt skoðanakönnun- um og færist aukin harka í baráttuna fyrir kosningarn- ar 16. júlí. A föstudag var fyrsta ofbeldisverkið í kosn- ingabaráttunni framið þeg- ar frambjóðanda í borgar- stjórnarkosningunum í Moskvu var sýnt banatil- ræði. Hann komst lífs af. Klaus myndar stjórn ÞRIGGJA flokka stjórn Vaclavs Klaus missti óvænt meirihluta í þingkosningum í Tékklandi fyrir viku. Vaclav Hav- el, forseti Tékk- lands, veitti Klaus stjómarmynd- unarumboð og gerðu borgara- legu flokkarnir í stjórn hans sam- komulag við jafn- aðarmenn, sem voru sigurvegarar kosninganna, um að þeir styddu minnihlutastjórn undir forsæti Klaus. Þ- FÆREYSKA landstjórn- in missti meirihluta sinn á mánudag þegar jafnaðar- menn ákváðu að ganga úr henni. Vaclav Klaus ► Framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins ákvað á miðvikudag að aflétta banni við útflutningi á breskum nautgripaafurðum að hluta og áminntu Breta um að láta af hindrunaraðgerðum vegna bannsins. Breska sljórnin sagði að ekki hefði verið komið nægilega til móts við hana. Heittrúarmönnum falin stjórnarmynd- un í Tyrklandi NECMETTIN Erbakan, leiðtoga flokks íslamskra bókstafstrúar- manna, var á föstudag falin stjórnar- myndun í Tyrklandi eftir að stjórn Mesuts Yilmaz sagði af sér á fímmtu- dag. Velferðarflokkur Erbakans er sá stærsti á þingi, en ólíklegt er talið að hann geti fengið nægilegan stuðn- ing annarra flokka til að mynda meirihlutastjóm. ► ARIANE-5 geimflaug var sprengd í loft upp 37 sekúndum eftir að henni hafði verið skotið á loft í Frönsku Gíneu, þar sem hana hafði borið af leið. Flaugin var með fjóra vís- indagervihnetti um borð. Atvikið þykir áfall fyrir Geimferðastofnun Evrópu. ► Heimsmeistaraeinvígi Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) hófst í rússneska lýðveldinu Kalmúkíu á fimmtudag. Þar eigast við Anatolí Karpov, heims- meistari FIDE, og Gata Kamsky. FRETTIR Viltu mjólk úr pela? Morgunblaðið/Kristinn SAUÐBURÐI erað ljúka þessa dagana. Þó hann hafi víðast hvar gengið vel er alltaf talsvert um að lömb missi mæð- ur sínar eða að þær vilji ekki sinna af- kvæmum sínum. Þetta litla lamb frá Seljalandi undir Eyjafjöilum á móð- ur sem er ekki nægilega dugleg að mjólka handa því og þess vegna var gripið til þess ráðs að gefa því mjólk úr pela. Það er íris Kristinsdóttir sem gefur lambinu og bróðir hennar, ívar, fylgist með. Ný lög um fjármagnstekjuskatt fela í sér veigamiklar undantekningar vegna söluhagnaðar hlutabréfa Hindrar að fé streymi út úr atvinnulífinu HIN nýju lög um skattlagningu fjármagnstekna, sem Alþingi sam- þykkti nú í vikunni, eru í meginat- riðum samhljóða tillögum sérstakr- ar nefndar um samræmda skatt- lagningu fjármagnstekna. Þær breytingar, sem urðu á frumvarpinu í meðförum þingsins, lúta fyrst og fremst að söluhagnaði hlutabréfa, skattalegri meðferð arðgreiðslna hjá fyrirtækjum, meðferð jöfnunar- hlutabréfa og skattlagningu óskatt- skyldra aðila. Samkvæmt tillögum nefndarinn- ar, sem Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri hjá íslands- banka, veitti forystu var gert ráð fyrir 10% fjármagnstekjuskatti á allan söluhagnað hlutabréfa eins og allar aðrar fjármagnstekjur. Áður hafði mikið misræmi ríkt í skattlagningu fjármagnstekna eins og sést á meðfylgjandi teikningu. Alþingi ákvað að afmarka skatt- lagningu söluhagnaðar, sem miðar að því að koma í veg fyrir að stór- felldar fjárhæðir fari út úr atvinnu- lífinu. í þeim tilgangi var því ákvæði bætt inn í lögin að 10% skattur leggst á söluhagnað einstaklinga af hlutabréfum, enda nemi hagnað- urinn ekki hærri fjárhæð en 3 millj- ónum króna hjá einstaklingi og 6 milljónir hjá hjónum. Hagnaður umfram þessi fjárhæðarmörk ber venjulegan tekjuskatt. Sérstaklega er kveðið á um að þetta ákvæði gildi fyrir söluhagnað sem myndast á þessu ári. Frádráttur vegna arðs lækkaður í 7% Jafnframt voru settar inn í lögin heimildir um frestun á þessari skattlagningu söluhagnaðar ein- staklinga, ef hagnaðurinn fer um- fram áðurnefnd fjárhæðarmörk. Heimilt er að fresta þeirri skatt- lagningu fram yfir tvenn áramót, en að þeim tíma liðnum þarf að fjár- festa að nýju í hlutabréfum til að fá frekari frestun á skatti. Alþingi breytti ennfremur nokk- uð skattalegum heimildum fyrir- tækja til frádráttar arðgreiðslna frá skatti. Áður var fyrirtækjum heim- ilaður frádráttur vegna arðs sem nam allt að 10% af nafnvirði hluta- -fjár, en það hlutfall var lækkað í 7%. í staðinn verður fyrirtækjum nú heimilað að flytja ónýttar frá- dráttarheimildir vegna arðs á milli ára. borg, stéttarfélög og sambærilegra þjónustuaðila. sem leigja út hús- næði, en hafa ekki af þvf neinn hagnað. Fullvíst má þó telja að það hafi aldrei verið ætlun nefndarinnar að þessar tekjur yrði skattlagðar. Loks var i meðförum alþingis gerð breyting frá tillögum nefndar- innar um meðferð jöfnunarhluta- bréfa. í tillögunum var gert ráð fyrir að öl! hlutafélög þyrftu að fullnýta allar ónýttar heimildir til uppreiknings jöfnunarvérðmætis í eitt skipti fyrir öll. Hins vegar var ekki gert ráð fyrir því að jöfnunar- hlutabréfin yrðu gefin út. Útgáfu slíkra bréfa yrði alfarið hætt og nafnverð bréfanna eftirleiðis fram- reiknað samkvæmt ákveðnum reiknistuðli ríkisskattstjóra. Alþingi samþykkti þessa tillögu í megin- atriðum en ákvað að fyrirtæki þyrftu að gefa út jöfnunarhlutabréf til að geta nýtt 7% frádráttarheim- ildina vegna arðgreiðslna. Forseti ekki skattlagður Húsaleigutekjur óskattskyldra aðila undanþegnar Varðandi. skattlagningu óskatt- skyldra aðila var ákvæðum bætt inn í lög að ekki skuli krefjast fjár- magnstekjuskatts af húsaleigutekj- um þeirra. Þetta á t.d. við um aðila eins og Sjálfsbjörg, Reykjavíkur- Hvernig leggst fjármagnstekjuskatturinn á einstaklinga? Fyrir breytingar Vextir, verðbætur og afföll af bankainnistæðum, skulda- bréfum og gengishagnaði Skattfrjálst Tillögur nefndar um skattlagningu fjármagnstekna Lög um fjármagnstekjuskatt 1.janúar1997 Arðgreiðslur hlutabréfa 42-47% skattur * 131 þús. kr. frítekju- mörk hjá einstaklingi Söluhagnaður hlutabréfa 42-47% skattur * engin frítekjumörk Tekjur af húsaleigu íbúðarhúsnæðis 42-47% skattur 80% frádráttur af leigutekjum sem eru undir 300 þús. á ári * Ónýttur persónuafsláttur kemur til 1. Fráþráttarheimild fyrirtækja vegna arðgreiðslna er lækkuð úr 10% í 7%. Flytja má ónýttar heimildir á milli ára. 2.10% skattur leggst á söluhagnað hlutabréfa á þessu ári enda nemi hagnaður ekki hærri fjárhæð en 3 milljónum króna hjá einstaklingum og 6 millj. kr. hjá hjónum. frádráttar 3. Venjulegur tekjuskattur er lagður á söluhagnað umfram þessi fjárhæðar- mörk. Heimilt er að fresta skattlagn- ingu ef fjárfest er á ný I hlutabréfum. \ I l I Þá er ónefnd ein breyting sem gerð var á frumvarpinu og sneri að skattlagningu fjármagnstekna forseta. Nefndin gerði í tillögum sínum ráð fyrir að þær yrðu skatt- lagðar en’ alþingi ákvað að þær yrðu undanþegnar frá skatti eins og aðrar tekjur forseta. í-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.