Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 11 duga fingur beggja handa ekki til. Ég held að það skipti máli, ekki síst fyrir uppvaxandi kyn- slóðir, að konur séu í lykilstöðum. Það ánægjulega er að það hefur í raun ekki staðið ágreiningur um ráðningu þessara kvenna. Þær hafa einfaldlega verið fremstar meðal jafn- ingja. Ég skynja þróunina þannig að nú sækja fleiri konur um vegna þess að þær vita að þær hafa jafna möguleika á við karlana að hreppa þessar' stöður.“ - í kosningabaráttunni taiaði R-listinn mikið um lokað, háifsovéskt stjórn- og embættis- mannakerfi borgarinnar. Hvernig var að koma inn í það keríi eftir kosningar? Drakk í sig nýjungar „Kerfið var lokað og vant því að þjóna einum flokki. Það kom mér í raun á óvart hvað mér fannst kerfið staðnað og hvað það var lokað, m.a. fyrir nýju blóði. Þar er fyrst og fremst við Sjálfstæðisflokkinn að sakast. Þetta er ekki vegna þess að hér væri ekki hæft fólk, því hér er mikill vannýttur mannauð- ur og mikið af fólki, sem sýnir frumkvæði og hefur mikinn áhuga á að takast á við breyting- ar. Þá á ég ekki við póltískar breytingar heldur breytingar í stjórnun og skipulagi á vinnuaðferð- um. Þegar ég kom hingað fannst mér sláandi að starfsmenntun og endurmenntun hafði lítið ver- ið sinnt. Við höfum verið að gera mikið átak í menntunarmálum starfsmanna. Það var mikill þorsti eftir fræðslu og endurmenntun, svo mik- ill að fólk var eins og svampur sem drakk í sig nýjungar. Mér finnst illa farið með fólk að veita því ekki þjálfun og menntun til að fylgjast með vegna þess að þá kemur hræðsla í einstakling- inn og menn eiga miklu færri kosta völ - minni möguleika á að hreyfa sig til. Varðandi reksturinn og stjórnkerfið held ég að borgin hafi verið aftarlega á merinni, miðað við fyrirtækin í landinu. Það hefur vantað skýr- ari skilgreiningu á hlutverki borgarinnar og hlutverki borgarstofnana. Hvaða markmið eiga þær að uppfylla? Þetta eru hlutir sem fyrirtæk- in hafa farið í gegnum hvert á fætur öðru en Reykjavíkurborg er að feta sig inn í þessa þró- un á síðustu tveimur árum. Ég hef mikinn áhuga á að dreifa valdi og ábyrgð í borgarkerfinu, út á stofnanir borgar- innar, t.d. í starfsmannamálum. Til þess þarf að hafa eftirlit með því hvernig starfsmanna- stefnan er framkvæmd. Þá verður að hafa ein- hveija starfsmannastefnu sem er sett á blað og menn verða að vita eftir hveiju þeir eru að fara. Hún var ekki til í öðru formi en því að menn áttu bara að standa á bremsunni. Eins er með íjárhagsáætlunina. Ég vil að hún verði meira á ábyrgð stofnana Reykjavíkurborg- ar. En þá þarf tæki til að fylgjast með fram- kvæmd fjárhagsáætlunar. Bókhalds- og upplýs- ingakerfi borgarinnar hefur verið mjög vanþró- að og erfítt að hafa eftirlit í gegnum það með því sem er að gerast í einstökum einingum borgarinnar.“ Ekki tími til að stjórna „Annað dæmi snertir íjármálastjórnunina. Ég held að varla nokkrum manni, sem rekur þó ekki sé nema eigið ávísanahefti, detti í hug að byggja sínar lántökur eingöngu á yfírdrætti nema hann eiga engra annarra kosta völ. Hér var það alsiða að vera með 1,5 milljarða og upp í 2 milljarða króna í yfírdráttarlán. Af þessu voru borgaðir gífurlegir vextir. Þetta mundi engum detta í hug nema þeim fulltnium D-list- ans sem stjórnuðu borgarkerfinu. Þetta höfum við verið að færa út á markaðinn." - Yfírstjórnarkostnaður borgarinnar hefur aukist í ykkar tíð um 13,3%. Var þetta staðn- aða kerfi þá ekki nógu stórt? „Þetta er ekki spurningin um hversu stórt kerfíð er. Ég held hins vegar að það hafi vant- að á stjórnun. Hluti af vandanum er að menn hafa ekki nægan tíma til að sinna stjórnun. Það er farið að tala um þetta sem hluta af því vandamáli hvað framleiðnin er almennt lítil í landinu. Að það sé ekki við launafólk að sak- ast heldur sé stjórnunin einfaldlega ekki nógu góð. Það er ekki talið til pólitískra vinsælda fallið að bæta við í stjórnun en ég kannast ekki við þessa tölu, 13,3%. Ég veit hins vegar að launa- kostnaður á skrifstofu borgarstjóra lækkaði um 5 milljónir á síðasta ári.“ - Þegar Reykvíkingar horfa á stjórnkerfí borgarinnar fyrir kosningar 1998 hvað verður þá breytt, miðað við 1994? Viðskiptavinir en ekki óreiti „Ég á mér þann draum að það verði öðru- vísi um að litast. Þá kem ég að því að megin- hlutverk borgarinnar sé þjónustuhlutverk við borgarbúa. Þá þarf kerfið að vera þjónustuvin- samlegt og taka á móti borgarbúum sem hveij- um öðrum viðskiptavinum en ekki sem óþægi- legu áreiti. Það er ekki þar með sagt að allir eigi rétt á að fá sínar óskir uppfylltar en fólk á rétt á svörum hvort sem í svarinu felst synjun eða samþykki. Mér fínnst líka skipta máli að nefndirnar haldi opna fundi þannig að fólki gefíst kostur á að koma og gera upp sín mál. Það hafa allar nefndir borgarinnar haldið slíka fundi á síðasta * Eg leyfi mér að fullyrða að það er mun samhentari hópur sem fer með stjórn borgar- innar núna heldur en sá sem sljórnaði henni á síðasta kjörtímabili og var það þó bara einn flokkur. ári og þessu. Ég hef sjálf verið með slíka fundi og stefni að því að halda þá einu sinni á ári í tengslum við ijárhagsáætlun. Annað, sem er liður í að gera kerfíð lýðræð- islegra, eru hugmyndir okkar um reynsluhverfi sem við ætlum að hrinda í framkvæmd í Grafar- vogi. Þá gerum við ráð fyrir að öll félagsleg þjónusta verði á einum stað og að það verði sérstök stjórn yfir þessu reynsluhverfí sem í eigi sæti íbúar eða fulltrúar í hverfinu. Þetta hefur gefist mjög vel víða, t.d. í Osló. Norð- menn segjast hafa sparað 10-15% í rekstri á þessu vegna þess að samþætting sé meiri, starfs- menn nýtist betur og frumkvæði íbúa og félaga til að taka á ýmsum málum aukist. Einum þætti má ekki gleyma og hann er sá að það séu skýrar leikreglur í borgarkerfínu þannig að það séu ekki geðþóttaákvarðanir sem ráða. Fólk treysti því að hér sé raunverulegt jafnræði og að flokksskírteini og kunningja- tengsl ráði ekki. Þetta hefur verið gert meðal annars með því að endurskoða innkaupa- og útboðsstefnu borg- arinnar sem bæði hefur gert leikreglurnar gagn- særri og sparað tugi milljóna." Sveitarfélög og atvinnuleysi „Mér er nákvæmlega sama hvort sá sem ég ræð til verka er sjálfstæðismaður, allaballi, framsóknarmaður, í Alþýðuflokknum eða Kvennalistanum ef hann vinnur það verk sem honum er falið vel og selur það á sanngjörnu verði." - Atvinnumál voru stórmái í kosningunum. Þið sögðuð atvinnuleysi stríð á hendur og boð- uðuð atvinnu fyrir alla. „Ég sagði aldrei: atvinnu fyrir alla, ég sagði að það væri ekki í valdi sveitarfélaganna að leysa atvinnuleysið. Það gerðu sjálfstæðismenn hins vegar. Það er rangt að tala um atvinnu- leysi á þeim nótum að sveitarfélögjn geti leyst það. Það dytti engum heilvita manni í hug í nágrannalöndunum, sem hafa barist við það árum og áratugum saman. Þetta eru svo marg- ir samverkandi þættir sem koma inn á hag- stjórnina. Það er vissulega áhyggjuefni að atvinnuleysi fer ekki minnkandi í Reykjavík á sama tíma og í mörgum öðrum sveitarfélögum. Það er eins og við séum að sigla inn í sama far og höfuð- borgir í löndunum í kringum okkur þar sem hið kerfislæga atvinnuleysi virðist meira en á svæðunum í kring. Þegar atvinnuleysi fer minnkandi virðist það síður gera það í höfuð- borgunum. í Reykjavík höfum við t.d. miklu stærra hlutfall langtímaatvinnulausra en aðrir, og einnig fleira atvinnulaust ungt fólk, 16-25 ára, með litla menntun og litla möguleika á atvinnumarkaði. A síðasta ári var talað um að starfandi fólki á landinu hefði fjölgað um fímm þúsund. Í Reykjavík fjölgaði því um 3 þúsund þannig að Reykjavík er með 60% fjölgun starfandi fólks þó að vinnandi fólk hér sé ekki nema um 37% af vinnuafli á landinu. Þannig að fjölgun starfa er meiri í Reykjavík en annars staðar á landinu. Við finnum að við fáum færri tilboð í verk, sem við erum að bjóða út, vegna þess að fyrir- tækin hafa í mörg horn að líta. Við erum að fá fleiri umsóknir um atvinnulóðir en áður, og færri umsóknir um sumai’vinnu skólafólks en áður. Þannig að við sjáum að það er að rofa til. Samt hróflar það ekki við atvinnuleysistölun- um. Það er áhyggjuefni." og gufuorka sem við hljótum að nýta. Höfnin hefur verið í mikilli sókn. Það eru þessi atriði og þessi fýrirtæki sem við getum helst notað í sókn í atvinnumálum. Ataksverkefni eru bara plástur á sárið í raun og veru. Þótt maður vilji sinna fólki, sem hefur verið lengi atvinnulaust, og ungu fólk, 16-25 ára, svo það festist ekki í atvinnu- leysinu, þá sér maður að vissu leyti eftir þessum peningum því fólk er jafnatvinnulaust og áður þegar átaksverkefninu er lokið. Átaksverk- efni eru þess vegna í raun ekki at- vinnuuppbygging en ég get nefnt tvö dæmi um atvinnuuppbyggingu sem við erum að fara út í. í fyrsta lagi rannsóknir fyrir um 200 m.kr. við Trölladyngju í sam- starfí við iðnaðarráðuneyti og Hafn- arfjarðarbæ til að svara því hvort við getum séð erlendum fjárfestum fyrir nægilegri gufuorku. Við höfum stefnt að því að laða að erlenda fjár- festingu. Þetta er til marks um hvernig hægt er að nýta fyrirtæki eins og Hitaveituna. Kannski hefði verið nær að fjárfesta fyrr í slík- um hlutum og skapa möguleika til framtíðar heldur en að fjárfesta eins mikið og raun ber vitni í Perlunni. Það sama á við um Nesjavallavirkjun. Það bendir allt til að það verði farið í raforkufram- leiðslu við Nesjavelli fyrir aldamót, ekki síst fyrir frumkvæði borgarinnar. Það getur skipt verulegu máli varðandi atvinnuuppbyggingu til framtíðar." - Hve langt tímabil er framundan þar sem afborganir skulda verða baggi á rekstri borgar- innar? „Það fer m.a. eftir því hvort skatttekjur okk- ar aukast, efnahagsbata og hagvexti en með óbreyttu ástandi sjáum við fram á aðhaid á komandi árum. Við erum komin að ystu mörk- um með þennan rekstur. Það er vandinn.“ Kostar átök að draga saman „Það er auðveldara að bæta við rekstur og auka útgjöld en að draga saman. Það kostar átök að draga saman í rekstri vegna þess að því fylgir óhjákvæmilega einhver fækkun starfs- manna og að einhveiju lejdi lakari þjónusta á einhveijum sviðum. Þess vegna er ég svo skelfílega ósátt við það - og finnst borgarbúum misboðið - þegar sjálf- stæðismenn koma fram og segjast ætla að lækka skatta, greiða niður skuldir og veita betri þjónustu. Þetta kemur ekki heim og saman. Þeir geta ekki boðið manni upp á þetta, sömu menn sem stóðu að því að auka rekstrarútgjöld borgarinnar um 34% frá 1991 til 1994 á sama tíma og byggingavísitalan hækkaði um 7%. Þetta er loddaraskapur. Ég trúi ekki fyrr en ég tek á að borgarbúar kaupi þetta. Vaxta- byrði og afborganir iána hjá borginni fimmföld- uðust frá 1993 þegar greiðslubyrðin var 269 milljónir til 1995 þegar greiðslubyrðin var kom- in í 1.300 milljónir. Hver skyldi nú bera ábyrgð á þessu?“ - Þú segir að þín forgangsröðun miðist við þjónustu við barnafjölskyldur en tvær af ykkar umdeildustu aðgerðum hafa ekki síst bitnað á barnafjölskyldum cg láglaunafólki. Holræsa- gjaldið, sem jók útgjöld hvers heimilis um 10-30 þúsund á ári, og 100% hækkun strætisvagnafar- gjalda. „Það er villandi að nota svona tölur, 100% hækkun. Um hvaða tölur er verið að tala í krón- um. Þetta eru fjárhæðir sem skipta fólk litlu máli.“ - Allt að 1.000 kr. á mánuði hjá þeim sem notar strætó tvisvar á dag. Það er afstætt við tekjur fólks hvaða máli þær tölur skipta. „Þarna ertu að tala um ellilífeyrisþegar en fargjald til þeirra hækkaði úr 25 krónum í 50 krónum. Flnnst þér það ósanngjarnt fargjald? Auk þess er ósennilegt að ellilífeyrisþegar noti strætó tvisvar á dag fímm daga vikunnar. Algjörlega sannfærð Ekki ón innstæðu - Þið sögðuð að Reykjavíkurlistinn sætti sig ekki við atvinnuleysi, og legði mikla áherslu á að beitn borginni til að gangsetja hjól atvinnu- lífsins. I maí 1996 voru atvinnulausir fleiri en í maí 1994. Voru þetta innstæðulaus kosninga- loforð? „Nei, ég hef ekki sætt mig við atvinnuleysið og við höfum gripið til margvíslegra aðgerða. Ég vil t.d. nefna styrki til smáfyrirtækja, við- skiptaráðgjöf og ýmislegt slíkt sem atvinnu- og ferðamátastofan hefur verið með. Það skilar kannski ekki mjög mörgum atvinnutækifærum. Það eru aðrir hlutir sem gera það, t.d. raforka „Ég fékk bágt fyrir strætóhækkunina en var algjörlega sannfærð um að það var óhjákvæmi- leg ákvörðun. Þegar maður hefur fullkomna sannfæringu er manni sama þótt einhveijir mótmæli eða þótt á móti blási. Þetta varð að gerast. Við vissum á hvaða gagnrýni við áttum von, hvaðan hún kæmi og að þetta væri ekki eitthvað sem fagnaðarlæti yrðu útaf. Strætó á ekki að vera félagslegt úrræði held- ur ferðamáti fyrir alla. Þetta var ein af forsend- unum fyrir því að hægt sé að efla strætósam- göngur sem ferðamáta fyrir alla. Við eigum að reyna að hafa leiðakerfi okkar þannig og veita strætisvögnum þann forgang í umferðinni að fólk noti þá í auknum mæli og sjái sér hag í því. Það getur auðvitað verið pólitík út af fyrir sig að halda öllum þjónustugjöldum í lágmarki. Þar sem borgin veitir þjónustu er hún í mjög mörgum tilvikum að veita hópum eins og barna- fólki og öldruðum þjónustu. Það liggur í eðli sveitarfélaganna. Þau eru að sinna velferðar- þjónustu. Ef það má ekki hrófla við þjónustu- gjöldunum þá koma menn að skatttekjunum. Ef menn vilja ekki heldur hrófla við skatttekjun- um - útsvarinu - þá veit ég ekki hvernig á að fara að þessu nema með niðurskurði á þjón- ustu. Við eigum ekki margra kosta völ.“ Hljótum að hækka gjöld „Sveitarfélag hefur ekki þau tekjujöfnunar- úrræði sem ríkið hefur. Það hefur ekki yfir að ráða ellilífeyri né barnabótum. Það getur bara veitt þjónustu sem allir þurfa að greiða það sama fyrir, alveg eins og allir greiða sama út- svarið. Þess vegna hljóta hækkanir að lenda á barnafjölskyldum og öldruðum. Hvernig eigum við að ná til hinna? Eftir stendur svo sú stað- reynd að það er mun ódýrara fyrir barnafólk að búa í Reykjavík en t.d. í Kópavogi hvort sem iitið er til skatta en til þjónustugjalda." - Það er mikil breyting framundan þegar sveitarfélögin taka við rekstri grunnskólans. Hvernig er Reykjavíkurborg í stakk búin til þess? „Það er gríðarlegt verkefni. Það er ekki ein- göngu verið að sameina Skólaskrifstofu Reykja- víkur og Fræðsluskrifstofuna og búa til nýja stofnun, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, heldur erum við auk þess að taka yfír verkefni sem voru að hluta hjá fjármálaráðuneytinu og að hluta hjá menntamálaráðuneytinu. Þar á meðal er umsjón með launamálum kennara, samninga- gerð, í samvinnu við Samband ísl. sveitarfé- laga, eftirlit með skólastarfí, umsjón með sér- skólum og fleira." „Við erum að tala um stofnun sem veltir 5 milljörðum króna, er með um 2.200 starfsmenn og um 15.000 nemendur. Þetta er sjálfsagt stærsta menntastofnun landsins. Þessi flutningur er unninn í miklum flýti, þótt ýmsum fínnist þetta mál hafa verið lengi í umræðunni og því máli er ekki lokið. Ég trúi því að, - þegar búið verður að stofna þessa Fræðslumiðstöð og umsjón alls grunn- skólastigsins verður hjá Reykjavíkurborg - þá eigi og geti Reykjavíkurborg orðið fyrirmynd í skólamálum. Hún á að hafa þá burði sem stærsta sveitarfélag landsins. Já, ég held að við þurfum að gera átak í skólamálum. í þessum efnum eins og öðrum er alltaf verið að horfa á húsbyggingar og við eigum miklar byggingar framundan ef okkur á að takast að uppfylla lagaskyldu um einsetn- ingu. Við erum að gera fímm ára áætlun um hvernig við náum því. Síðan er spurningin um inntak i skólastarfínu sem ég held að við þurf- um að leggja mikla áherslu á þannig að skólar verði góður vinnustaður fyrir nemendur og kennara. Þá er ég ekki bara að tala um launa- mál heldur svo margt annað.“ - Hefur þú einangrast frá Kvennalistanum, enn frekar en áður, eftir að þú ert orðin fyrsti raunverulegi valdamaðurinn sem kemur úrþess- ari grasrótarhreyfíngu? „Nei. Náttúrlega fara allir mínir starfskraftar í að vinna fyrir Reykjavíkurlistann. Reykjavíkur- listinn er kannski mitt daglega pólitíska bak- iand, en ég held ennþá tengslum við Kvennalist- ann og hef ekki klippt á þau.“ Mín nónasta framtíð er í Reykjavíkurlistanum - Hvernig sérðu fyrir þér pólitíska framtíð Kvennalistans? „Það væri kannski nærtækara að spyija hvernig ég sé pólitíska framtíð flokkanna fyrir mér. Ég held að Kennalistinn sé ekki einangr- aður í því sambandi. Ég hef löngum sagt það að þessi pólitíska flokkaskipting, sem mótaðist á öðrum áratug aldarinnar, er löngu hætt að endurspegla þetta samfélag sem við búum í. Auðvitað geta flokkarnir lifað sjálfa sig nokkuð lengi en mér fínnst að það sé komið að því að þeir stokkist upp. Það verður kannski ekki al- veg á næstunni en það mun áreiðaniega gerast. Ég held að í stjórnmálum eigi flokkar og einstaklingar tvo möguleika til að hafa áhrif. Annarsvegar að starfa í samtökum sem eru á jaðrinum, róttæk og eru beinlínis til þess að skerpa á umræðunni. Slík samtök hafa alltaf verið til og þau geta haft mikla pólitíska þýð- ingu og flýtt fyrir allri pólitískri umræðu. En þau eru kannski ekki vel fallin til þess að vera fjöldahreyfing. Hins vegar á maður svo þann möguleika að starfa í breiðari pólitískri fylkingu sem hefur það frekar að markmiði að ná pólitískum völdum til að koma málum í framkvæmd í þágu þess fólks sem maður vill beijast fyrir. Ég lít á Reykjavíkurlistann sem þessa breiðu samfylkingu, sem ætlar sér að ná völdum til að koma fram málum sem alltaf hafa setið á hakanum. Ég held að hann hefði aldrei orðið til ef Kvennalistinn hefði ekki verið til.“ - Hvernig sérðu fyrir þér þína pólitísku fram- tíð? „Ég hef ekki einhver stefnumið framundan sem ég ætla persónulega að stefna að fyrir sjálfa mig. Eg veit bara það að ég ætla að leiða Reykjavíkurlistann í næstu borgarstjómarkosn- ingum. Ég er sannfærð um það að þegar þetta kjörtímabil verður gert upp þá mun Reykjavíkur- listinn halda velli og halda borginni áfram. Ég held að það skipti sköpum. Það var pólitískt mikilvægt að vinna borgina en það er ennþá mikilvægara að halda henni. Og það er það verk sem ég ætla að vinna núna. Þannig að ég sé mina nánustu framtíð fyrir mér í Reykjavíkurlistanum. Ég fer ekki héðan frá hálfkláruðu verki.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.