Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ1996 37 sjö ár eru liðin síðan kórinn fór í söng- og skemmtiferð til Akureyrar og Hríseyjar. Gissur lá þá fársjúkur eftir tvo uppskurði á Landakoti en hann sendi félögum sínum samt skeyti með kveðjum og vísum eftir sig er þeir skemmtu sér á Hótel KEA. Svona var hann virkur félagi. Nú eru tónar nikkunnar þagnað- ir. Eftir lifir minningin um góðan söngfélaga, vin og frænda. Elsku Ásdís, Geir, Kolbrún Ylfa, Vigdís Rós, tengdasynir og litlu afadrengirnir, Guð gefi ykkur styrk á sorgarstundum. Oldruðum föður, systkinum og öðrum ástvinum votta ég einnig mína dýpstu samúð. Ólöf Erla Halldórsdóttir. Ég minnist vinar míns Gissurar er við sáumst fyrst, það var árið 1958 á Selfossi. Þessi ungi maður var þá að æfa með hljómsveit, spil- aði á harmonikku. Við urðum fljót- lega kunningjar og síðan beztu vin- ir. Margar urðu ferðirnar á gamla mjólkurbílnum hans. Gissur ók okk- ur stelpum og strákum á sveitaböll- in. Það var alltaf jafn sjálfsagt að fá að vera með og bílstjórinn hress og spaugsamur. Gissur var alinn upp í Byggðar- horni í Flóa í foreldrahúsum með fjörugum hópi systkina. Strax og hann hafði aldur til fór hann að vinna. Störfin í sveitinni í þá daga voru fjölbreytt og oft erfið ólíkt því sem er í dag því þá þurfti manns- höndin að koma nálægt nærri öllu því sem gert var. Oft rifjuðum við upp æskudaga, hvernig klæðaburð- urinn var í þá daga. Við minntumst ullarsokka og gömlu góðu gúmí- skónna. Hugurinn fór á flug og við létum gamminn geysa og fundum jafnvel lykt af nýrri töðu og rabar- barasultu, heyrðum í spóa og hrossagauk, sáum störina bylgjast í mýrinni og borðuðum kríuegg og krækiber og ekki gleymdum við skellunutn í blessuðum mjaltavéla- mótornum sem heyrðust um alla sveit á góðviðrisdögum. Það var allur skalinn, sjón, heyrn, ilman, smekkur og tilfinning. Það var bjart yfir upprifjun minninganna og alltaf var gott veður fannst okkur. Ungur fór Gissur til sjós og dró björg í bú foreldranna, en það gladdi hann mjög að geta lagt þeim lið og var svo alla tíð. Tónlist og söngur áttu hug hans alian og var oft glatt á hjalla í góðra vina hópi þegar hann þandi nikkuna eða saxófóninn. Hann spil- aði í hljómsveitum til margra ára, söng í kórum og lék í lúðrasveit. Alltaf var Gissur til í tuskið, ef hann gat lagt okkur lið, hvort sem verið var að setja saman skemmti- dagskrá fyrir „Góugleði" hjá starfs- hóp okkar á Pósti og síma eða halda veislu. Gissur lærði trésmíði hjá Þor- steini Sigurðssyni í Trésmiðju KÁ sem þá stóðm eð fulium blóma, hann vann við fag sitt í nokkuð mörg ár. En árið 1969 fór hann ásamt mörgum öðrum í vinnu hjá Kochums í Svíþjóð og var það dýr- mæt reynsla og eignaðist hann þar góða vini og hélt ætíð sambandi við þá. Mörg fleiri störf stundaði hann, var m.a. fangavörður, vaktmaður á Landspítalanum o.fl. Nú hin síðari ár var hann landpóstur á Biskups- tungnaleið. Hina traustu eiginkonu sína Ás- dísi, stótti hann til Reykjavíkur og giftu þau sig 1966 og byggðu hús sitt á Víðivöllum 17 á Selfossi og bjuggu þar myndarlega með börn- um sínum þrem. Þau eru nú öll flog- in úr hreiðrinu. Gissur var jafnan með báða fæt- ur á jörðinni og iðinn var hann og nostursamur alltaf að bæta og laga heima fyrir, ef ekki þar þá að hjálpa öðrum. Ferðaglaður var hann og fórum við hjónin saman nokkrar ágætar ferðir með honum og Ásdísi. Við kölluðum þær „portúgalska tímabil- ið“ og fórum við þá síðustu á haust- dögum ’95. Áttum þar dýrðardaga í sól, sandi og sjó. Frá þeirri ferð minnist ég morgungöngu í Monte- chorohverfinu. Við áttum saman spjall um tilveruna, tilgang hennar og dauðann og vorum aldrei slíku vant nokkuð sammála um þá hluti. Nú á þessum fögru vordögum kenndi Gissur lasleika sem í fyrstu virtist ekki vera alvarlegs eðlis, en reyndist við nánari athugun vera gestur sé er heimsótt hafði han fyrr og þá skilið eftir sín spor, en nú var hann kominn í annarri mynd. Tók Gissur fréttunum eins og hetja og bjó sig undir bardagann, sem vart var hafinn er honum lauk. Eftir eru minningar um ljúfan dreng sem horfinn er okkur um stund. Góða ferð, kæri vinur, ég bið Guð að blessa þig á eilífðarvegum og leiða ástvini þína gegnum sorgina. „Hvað er hel? Öllum líkn er Iifa vel.“ (M.J.) Sjöfn H. Jónsdóttir. Það er eins og allt í einu sé maður á gráu skýi, tómleikinn hel- tekur allt. Hann Gissur frændi er dáinn. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að sjá hann aldrei aftur og heyra hann ekki spila á harmonikuna og syngja eins og hann gerði nánast á öllum fjöl- skyldumótum. Fermingar og önnur fjölskylduboð einkenndust af söng þar sem Gissur spilaði og við sung- um saman uppáhaldslagið hans afa Geirs í Byggðarhorni sem er „Hvað er svo glatt er góðra vina fundur". Hvernig má það vera að hægt verði að halda aftur fjölskyldumót án hans? Farinn, kemur ekki aftur. Addý orðin ekkja, Geir, Kolbrún Ylfa og Vigdís-Rós búin að missa föður sinn, Daníel Arnar, Stefán Elí og ófædda barnið alast upp án þess að upplifa söng og gleði afa síns. Er það sanngjarnt að manni á besta aldri sé kippt út úr hringiðu hversdagsleikans, íjarlægður frá þeim sem hann elska og færður á vit hins óþekkta? Það er svo sárt að sleppa takinu af þeim sem manni þykir vænt um, þrátt fyrir að mað- ur viti vel að allt líf endi með dauða þá er dauðinn ekki inná eldhúsgólfi hjá manni í hversdagsleikanum og því öll vitneskja um dauðann svo afstæð. Elsku Addý, þið Gissur hafið veitt mér mikinn stuðning í mínu námi í gegnum tíðina. Að finna stuðning ykkar og trú á mér hefur gefið mér aukið sjálfstraust til að halda ótrauð áfram á minni braut. Kæru Addý, Geir, Kolbrún Ylfa og Vigdís Rós, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Saman eigum við vonandi langt í land á sundi hins hverfula lífs þar sem sundtökin verða erfið og þung. En hvert sund- tak eflir þann styrk sem býr innra með okkur og gefur okkur kraft til að halda áfram sundi okkar í gegn- um lífið. Elsku Gissur frændi, ég vildi að ég vissi hvað bíður þín hinum megin móðunnar miklu en þar sem viska mín nær bara að vissu marki vísinda þá ætla ég að ímynda mér að nú sért þú kominn í kaffi og klein- ur hjá ömmu Lóu í sveitinni. Það er með trega í hjarta og tár í auga að ég kveð að sinni og læt ömu Lóu í sveitinni eftir að heyra þig syngja og spila á harmonikuna. Lóa frænka. • Fleiri minningargreinar um Gissur Inga Geirsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.