Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 19 Gódarferöirl Lýsing hf. óskar Vestfjaröaleiö til hamingju meó nýju fjórfestinguna. TVEIR drengir undir tré. Olía á striga eftir Birgi Snæbjörn Birgisson. -Myndin sem Birgir gaf David Bowie. Birgir Snæ- björn Birgisson myndlistarmaður. reiddi hann ofan í mig“, segir Birgir. Meðal Bowie-platna sem Birgir nefnir sem eftirlætisgripi eru Lowog Heros. „Annars er ég líka mjög sáttur við nýjustu plötuna hans 1. Outside. “ Frá því Birgir lauk námi frá fjöltæknideild École des Arts Décoratifs, í Strassborg árið 1990, hefur hann tekið þátt tug samsýninga heima og erlendis en jafnframt á hann að baki 5 einkasýningar. Varía þarf að geta þess að Birgir er fyrir löngu búinn að tryggja sér miða á tónleika Bowies. „Ég vonast til að geta hitt hann sjálfan þegar hann kemur hingað,“ segir Birgir að lokum. ■ Meistari Bowie/Bl Islandsdagbækur Williams Morris íslenskur myndlistarmaður gefur David Bowie málverk Róman- tískast allra eyði- marka ÚT ER komin bókin Icelandic Journals eftir William Morris, en hún inniheldur dagbækur þessa breska nytjalistamanns og rithöf- undar um ferðir hans um ísland árin 1871 og 1873. í bókina ritar Magnús Magnússon kafla um Morris sem hann nefnir Will- iam Morris in Ice- land og Fiona MacCarthy ritar William formálsorð. Morris Morris ferðað- ist á hestbaki um suðvesturlandið þessi tvö ár og sagði landsvæðið „rómantískast allra eyðimarka". í dagbókunum segir Morris frá því sem fyrir augu ber, gróðri og stórbrotnu lands- lagi, ævintýralegu sólsetri og mik- ilfenglegum vatnsföllum, hættu- legum vegaslóðum og enn hættu- legri ám sem hann þurfti að fara yfir á smávöxnum hesti sínum. Morris tók raunar ástfóstri við ís- lenska hestinn og flutti einn með sér til Englands fyrir dætur sínar. Sömuleiðis urðu íslendingarnir sem hann hitti á ferðum sínum honum hugstæðir; prestar, bænd- ur, lærdómsmenn og börn. Hann talar um hjartahlýju þeirra og ör- læti þrátt fyrir almenna fátækt. Dvöl hans á íslandi breytti raunar pólitískum hugmyndum hans; „hin sárasta fátækt er lítið böl miðað við ójöfnuð stéttanna,“ ályktaði hann eftir dvöl sína á Islandi. Bókin er gefin út af Mare’s Nest Publishing. Eigendur: BÚNAÐARBANKI V : (SI.ANPS M Landsbanki ifejanfe LMENNAR w . VtTKVCGIMlUf UC fSIAMIS IIK FUOTLEGRI FJARMOGNUN SUÐURIANDSBRAUT 22, 108 REYKJAVÍK SÍMI 553 1500, FAX 553 1505, 800 6515 - GttANT NOMER „Vonast til að hitta Bowie“ VestfjarðaleiS festi nýverið kaup ó tveimur nýjum og glæsilegum rútum sem eru að fullu fjármagnaðar með eignarleigusamningi við Lýsingu hf. Með þeirri aðferð þarf fyrirtækið ekki að taka fé úr rekstrinum, áunnin kjör haldast í viðskiptabankanum auk joess sem það naut staðgreiðsluafsláttar. Um leið og við óskum Vestfjarðaleið til hamingju, vonum við að fyrirtækinu gangi allt í haginn og eigi margar góðar ferðir framundan. TÓNLISTARMAÐURINN David Bowie fékk nýlega sent málverk frá íslenskum aðdáenda sínum, Birgi Snæbirni Birgissyni mynd- listarmanni. Málverkið nefnir Birgir Tvo drengi undir tré og segir Birgir í samtali við Morg- unblaðið að drengirnir á mynd- inni séu á óræðum aldri og að hann leitist við að lýsa ákveðinni bælingu. „Ég málaði myndina í fyrra og nú nýlega hafði Sindri Freys- son blaðamaður samband við mig því hann vildi færa Bowie málverk að gjöf frá íslenskum myndlistarmanni, þegar hann væri tekinn tali. Myndlistarmað- urinn sem Sindri leitaði að varð helst að vera Bowie-aðdáandi. Mér er mikill heiður sýndur og veit ekki til annars en meistar- inn hafi tekið myndinni vel. Myndin virkar sakleysislega við fyrstu sýn en síðan kemur fram tvíræðni og alvara. Ég nota ljósa liti í myndinni, sem leysast upp í loft, en ég hef hneigst til þess að nota ljósa liti í mínum verkum undanfarið," segir Birgir. Frænka þýddi texta Bowie Málverkið er 130cm x 160cm og aðspurður segir Birgir að ekki hafi Bowie orðið sér að yrkisefni að öðru leyti en því að hann hafi hlustað mikið á liann þannig að frekar megi tala um ómeðvituð áhrif á listsköpun hans „Ég komst á spenann í gamla daga þegar frænka mín þýddi textann um Major Tom og mat-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.