Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG SIG URÐARDÓTTIR + Ingibjörg Sig- urðardóttir var fædd í Hafnarfirði 15. mars 1931. Hún lést í Borgarspíta- lanum 1. júní síðast- liðinn. Ingibjörg var uppalin í Hafnarfirði en for- eldrar hennar voru Sigurður vélstjóri Kristjánsson frá Arnarbæli í Gríms- nesi og kona hans Valgerður Jóna Ivarsdóttir sjó- manns í Hafnar- firði. Ingibjörg var næstyngst átta systkina og eru sex þeirra á lífí. Ingibjörg var gagnfræðing- ur frá Flensborgarskóla 1948 en handavinnukennaraprófi lauk hún frá Kennaraskóla ís- lands 1953. Hún var handavinnukennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar 1954-55 og kennari við Fossvogsskóla frá 1973 til dauða- dags. Hinn 31. mars 1956 giftist hún Jó- hanni Agústi Gunn- arssyni rafvirkja- meistara en hann lést 1987. Þau eignuðust þijár dætur; Aðalheiði, f. 1957, Erlu Björgu, f. 1961 og Berglindi, f. 1963. Útför Ingibjargar fer fram frá Bústaðakirkju á morgun, mánudaginn 10. júní, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ingibjörg Sigurðardóttir réðst sem handavinnukennari við Foss- vogsskóla 1973. Skólinn hafði þá aðeins starfað í tvö ár og eins og þá háttaði til var handavinna sem sérfag ekki kennd fyrr en í þriðja bekk en þetta var fyrsta árið sem sá aldurshópur var í skólanum. Það kom því í hennar hlut að móta þá vinnu sem framundan var. Þegar hún kom til starfa hafði þegar ver- ið tekin ákvörðun um að Fossvogs- skóli starfaði samkvæmt svonefndu opnu kerfí. Þá fóru einnig í hönd þeir tímar að bæði drengir og stúlk- ur lærðu jafnt hannyrðir sem smíð- ar og skyldu vera saman í þeim kennslustundum. Ingibjörg gekk því strax inn í talsverðar breytingar bæði hvað varðaði faglegan þanka- gang svo og nýja kennslutækni. Frá þeirri stundu að Ingibjörg hóf störf við skólann var hún aðal- kennari í þessari grein þó fleiri kæmu þar að meðan nemendaijöld- inn var mestur. Strax á ferli henn- ar kom í ljós hve samviskusöm hún var í starfí og jafnframt listræn. En hún var kröfuhörð um góð vinnubrögð. Það var venja í Foss- vogsskóia að taka fyrir svokölluð stórverkefni á hveijum vetri þar sem allur skólinn vann að sama viðfangsefninu eftir aldri getu og hæfleikum. Ailir kennarar skólans tóku þátt í þessari vinnu sem ýmist var með þeim hætti að hópunum var skipt upp og voru þá nemendur frá sex til tólf ára aldurs saman eða verkefnin voru aldursbundin. Þá reyndi oft mikið á sérgreina- kennara að leiða þessa vinnuhópa. Þegar slík verk voru í undirbúningi leist Ingibjörgu ekki alltaf vel á blikuna en niðurstaðan var alltaf jafn ánægjuleg hvað hún leysti sinn hlut vel af hendi og fáir ánægðari þegar upp var staðið. Þetta var nokkuð einkenni á starfsferli Ingi- bjargar, samþykkja ekki hlutina fyrirfram athugasemdalaust en vinna svo af alúð að því verki sem ákveðið hafði verið. Fátt er stjóm- endum hollara en hafa slíka starfs- menn sem með sanngjömum at- hugasemdum skapa umræður og víðari sýn á verkin framundan en taka síðan til óspilltra málanna þeg- ar niðurstaða er fengin. Þegar Ingibjörg kom til starfa var skólinn í mótun eins og fyrr segir. Húsnæði og annar búnaður var í lágmarki og nemendafjöldinn óx langt umfram úrbætur í hús- næði. Þröngt var því á þingi. Við þetta bættist svo að þegar skólinn varð tilraunaskóli 1974 þá var tek- in upp handavinnukennsla frá sjö ára aldri sem var nýjung. Það féll því m.a. í hlut Ingibjargar að móta þau verkefni sem þessum nemend- um hentaði til að auka færni þeirra t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BERGUR GUÐNASON, Rjúpufelli 48, Reykjavik, sem lést þann 1. júní, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. júní kl. 15.00. Kolbrún Erna Jónsdóttir, Sigrún Ósk Bergsdóttir, Lars Frank Jörgensen, Jón G. Bergsson, Ásdís Óskarsdóttir, Magnús B. Bergsson, Guðrún Harðardóttir, Árni Þ. Bergsson, Sigrún Lindqvist, Bergur Ö. Bergsson og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA GUÐMANNSDÓTTIR (Lilly), Kirkjuvegi 1, Keflavik sem andaðist í Sjúkrahúsi Suðurnesja þriðjudaginn 4. júní, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 12. júní kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Suðurnesja. Særún Lúðviksdóttir, Ragnheiður Lúðvíksdóttir, Hallur Þórmundsson, Hjördís Lúðviksdóttir, Sigþór Óskarsson, Guðrún Lúðvíksdóttir, Jóhannes Jensson, Sígurður Lúðvíksson, Anna Hulda Óskarsdóttir, Rúnar Lúðvíksson, Fríða Felixdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. og þroska. Þetta starf mótaði hún með festu og án umbrota í góðu samstarfi við sitt nánasta sam- starfsfólk. Þegar ákveðið var að drengir og stúlkur skyldu njóta jafnt hannyrða sem smíða þá varð að skipta stundunum milli þessara greina og var þá kennt í hvorri grein fyrir sig í hálfan vetur. Við það að kennslan færðist niður í sjö ára bekk kom inn aðstoð við kenn- arann. Þessa aðstoð kunni Ingibjörg vel að meta og gat þess oft að aukin afköst nemenda væru ekki síst því fólki að þakka. Verk- menntakennsla er nær eingöngu einstaklingskennsla en með þessu fyrirkomulagi gat Ingibjörg nýtt tímann miklu betur. En til þess að svo náin samvinna skili sér þarf lip- urð á báða bóga. Ingibjörg var fremur dul og opnaði sig ekki mik- ið um einkahagi eins og greinilega mátti sjá í veikindastríði hennar, en hún var þeirrar gerðar að sú vinátta sem hún stofnaði til var traust. Hún gat verið kröfuhörð, en ekki síður við sjálfa sig en aðra og hún hafði mikinn metnað fyrir skólans hönd. Það var alltaf ánægjuefni þegar gesti bar að garði í skólanum, en gestagangur var þar mjög mikill á fyrstu árum skólans, að sýna þeim vinnuna sem átti sér stað í handavinnustofunni. Hún vakti alltaf óskipta athygli og að- dáun. Ingibjörg starfaði óslitið við Fossvogsskóla í 23 ár. Það eru mik- il viðbrigði þegar hún er nú allt í einu horfín af vettvangi og hennar mun sárt saknað af samstarfsfólki. Undanfarin ár hafði hún átt í mikl- um erfiðleikum vegna veikinda en svo hörð var hún við sjálfa sig að hún mætti til vinnu næstum fram á síðasta dag. Af löngu og farsæiu samstarfi við hana vissi ég að henni var það mjög á móti skapi að mæta ekki til vinnu og geta ekki staðið sína pligt, ef nokkur möguleiki var til þess. Hún var afskaplega holl sínum vinnustað og stóð fast með sínu samstarfsfólki. Slíkt er hverri stofnun ómetanlegt. Fyrir allt þetta og vináttu sem ekki bar skugga á vil ég þakka og það veit ég að sam- starfsfólk hennar gerir einnig. Lengst af starfstíma sínum var Ingibjörg búsett í Fossvogi. Mann sinn, Jóhann Gunnarsson rafvirkja- meistara, missti hún fyrir níu árum, en sami sjúkdómur varð þeim báð- um að aldurtila. Heimili þeirra var einstakiega fagurt enda bjuggu bæði hjónin yfír miklum hæfíleikum og sköpunargáfu til þess að búa sér fagurt umhverfí. Þau höfðu bæði hlakkað mjög til að geta á efri árum dvalið með bamabömum sínum, en enginn má sköpum renna. Dætmm,' tengdasyni bamabömum og öðrum ættingjum votta ég samúð mína. Kári Arnórsson. Elsku amma. Nú hefur þú fengið hvíldina löngu. Sársaukinn er horf- inn og eilífðin hefur tekið við. Erf- itt er að lýsa því með orðum af hverju við söknum þín. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur, leið- beindir og gættir. Nú þarf að venj- ast lífinu án þín. Nú legg ég augun aftur 6, Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Góða nótt, elsku amma. Jóhann Karl, Marta María og Jóhann. Ingibjörg Sigurðardóttir er látin. Hún háði harða baráttu við illvígan sjúkdóm, sýndi mikið þrek og néit- aði að gefast upp, en nú er þessari baráttu lokið. Ég kynntist Ingibjörgu fyrir um fímmtán árum og áttum við Guð- björg margar gleði- og ánægju- stundir saman í gegn um tíðina, ásamt eiginmanni hennar, Jóhanni Gunnarssyni, en hann lést fyrir um átta árum. Það er erfítt að skilja lífið oft og tíðum, en nú eru bæði þessi hjón látin, allt of fljótt fínnst manni, það var svo margt sem við hefðum get- að gert saman. Með þessum fáu kveðjuorðum viljum við Guðbjörg þakka sam- fylgdina og sendum dætrum Ingi- bjargar, tengdasyni, bamabömum og öðmm ættingjum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Við biðjum Guð að fylgja henni á þeim leiðum sem hún nú hefur lagt út á. Guðmundur R. Karlsson. Sá sem veitir mannkyninu fegurð er mikill velgerðarmaður þess. Sá sem veitir þvi speki er meiri velgerðarmaður þess. En sá sem veitir því hlátur er mestur velgerðarmaður þess. (Þórbergur Þórðarson) Þessi orð komu í huga okkar, þegar við fengum þær fréttir að elskuleg skólasystir okkar væri lát- in, eftir mikla baráttu við erfiðan sjúkdóm. Enn og aftur er skarð komið í hópinn okkar sem útskrifað- ist frá Handavinnudeild Kennara- háskólans árið 1953. Bagga, eins og hún var kölluð, var mikill fagurkeri, mesta daman t Frændi minn og bróðir okkar, GUÐJÓN ELLÍ GÍSLASON frá Vík, Grindavik, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsunginn frÁ Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. júní kl. 15.00. Fyrir hönd systkina og annarra vanda- manna, Erla Jónsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR handmenntakennari, HæðargarSi 29, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum þann 1. júní sl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánu- daginn 10. júní kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Aðalheiður Jóhannsdóttir, Erla Björg Jóhannsdóttir, Karl Jón Karlson, Berglind Jóhannsdóttir, í hópnum og líka mesti æringinn. Það er óhætt að segja að oft var glatt á hjalla í kringum hana. Við erum þakklátar fyrir sam- verustundimar, sérstaklega þetta síðasta ár. Hún kom, þrátt fyrir mikla vanlíðan og meira af vilja en mætti. Um leið og við kveðjum vin- konu okkar með söknuði og trega, sendum við okkar einlægustu sam- úðarkveðjur til dætra hennar og fjölskyldu. Megi góður Guð veita þeim styrk og trú á þessari sorgar- stundu. Af eilífðar ljósi ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Skólasystur. Síðustu dagar maímánaðar eru sérstakur tími í skólanum, eins kon- ar tímamót þar sem hið liðna er kvatt og því nýja heilsað og tilfinn- ingar blandaðar feginleika, létti og trega eru ofar í sinni en aðra daga. Þegar við, starfsfólk Fossvogsskóla, göngum út í sumarið við lok þessa skólaárs er treginn ríkjandi í hugum okkar vegna fráfalls Ingibjargar Sigurðardóttur kennara. Ingibjörg hefur verið handmenntakennari skólans frá árinu 1973 og reynst honum góður starfsmaður. Það sem einkenndi Ingibjörgu í starfí var samviskusemi og ábyrgð- artilfínning. Hún gerði miklar kröf- ur til sjálfrar sín um nákvæmni, vandvirkni og fágaða framkomu og varð þannig nemendum sínum í senn góð fyrirmynd og góður kenn- ari. í Fossvogsskóla eru oft unnin stór heildarverkefni sem ailir nem- endur og kennarar eru þátttakend- ur í. Þá reynir á hugmyndaauðgi, skipulagningu og stjórnunar- og samstarfshæfíleika. Stundum þegar Ingibjörg stóð frammi fyrir því að takast á við slik verkefni lét hún í ljós efasemdir um að hún réði við þau. Slíkur efi var þó ástæðulaus, hún óx með hveiju verkefni og af- raksturinn varð henni ævinlega til sóma. Mörg verk sem þannig voru unnin undir hennar stjórn prýða veggi skólans og munu áfram vitna um gifturíkt starf hennar og minna okkur á hana. Þegar við hugsum um Ingibjörgu sjáum við fyrir okkur netta og bjart- leita konu, rólega og jafnlynda. Þau okkar sem kynntust henni best vissu hversu hreinskilinn og tryggur vinur hún var og góður má|amiðl- ari þegar á þurfti að halda. Öll urð- um við vitni að því hversu hetjulega hún barðist við veikindi sín undan- farna tvo vetur og undruðumst oft sjálfsstjórn hennar og styrk. Upp- gjöf var fjarri skaplyndi hennar, hún stóð á meðan stætt var og fár- sjúk gekk hún frá umsögnum nem- enda sinna og skilaði í skólann nú í vor. Daginn eftir skólaslitin var hún öil. í huganum sjáum við hana ganga út í sumarið, lausa undan þjáningu og veikindum og þannig viljum við kveðja hana í þökk og virðingu. Dætrum hennar og öðrum ástvinum sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Ingibjargar Sigurðardóttur. Starfsfólk Fossvogsskóla. Hún Bagga okkar er látin. Auðvitað vissum við að hún var mikið veik, en hún var svo dugleg og sterk í sínum veikindum að okk- ur datt ekki í hug að svo stutt væri í andlát hennar. Við vorum allar saman komnar í saumaklúbb fyrir þremur vikum og var hún ótrúlega hress, en hefur kornið meira af vilja en mætti, enda flíkaði hún ekki sín- um veikindum. Saumaklúbburinn vill þakka Böggu fyrir ánægjulegar samveru- stundir í gegnum öll árin sem við höfum verið saman og þar sem aldr- ei féll skuggi á. Við sendum hér með innilegar samúðarkveðjur til dætra hennar og fjölskyldna þeirra. Saumaklúbburinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.