Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ í ÞJÓNUSTU- HL UTVERKI NÚ ERU liðlega tvö ár frá því að Reykvíkingar felldu borgarstjómarmeirihluta sjálfstæðismanna og veittu R-listanum lyklavöld að Ráðhúsinu. Að hálfnuðu kjörtímabili lítur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjórí um öxl og horfír fram á veg í samtali við Pétur Gunnarsson og Kristínu Gunnarsdóttur. ÞEGAR BÚIÐ er að dást að útsýninu úr skrifstofu borgarstjóra suðuryfír Tjömina vaknar spumingin um hvemig Ingibjörg Sólrún kunni við Ráðhúsið sem vinnustað. Hún var ekki hrifín af byggingu hússins á sínum tíma? „Eins og allir vita var ég ekki hrifin af bygg- ingu Ráðhússins. Húsið er í sjálfu sér merki- legt; arkítektúrinn er fallegur og hönnunin. En með því að vinna í þessu húsi hef ég sannfærst um að það er ekki mjög hentugt. I fyrsta lagi var það of lítið frá fyrstu tíð og rúmar ekki nema hluta þess sem hér á að vera. Svo em allir veggir fastir og allar innréttingar bundn- ar. Maður hreyfir ekkert, sem er mjög óhentugt í stjómsýsluhúsi. Eins og einhver sagði: „Það er ánægjulegt að horfa á skúlptúr en erfítt að búa í honum.“ - Hvað ber hæst í þínum huga þegar þú horf- ir yfir þau tvö ár sem þú hefur verið borg- arstjpri í Reykjavík? „Ég er mjög ánægð með það starf sem hefur farið fram á vegum Reykjavíkurlistans í borgar- málum. Ekki síst er ég ánægð með að það hefur tekist að ná nokkuð góðum tökum á fjár- málastjóm borgarinnar og draga úr þeirri ár- vissu skuldasöfnun sem hér hefur verið. A ámn- um 1992 til 1994 var skuldasöfnun borgarinnar frá 2,2-3,2 milljarðar á ári. Við höfum ekki náð að stöðva skuldasöfnun algjörlega en við náðum henni niður í milljarð árið 1995 og það er mark- visst stefnt að því að ná jafnvægi í fjármálum borgarinnar. Það er líka veralegur ávinningur - og sá sem skiptir kannski mestu máli þegar til lengri tíma er litið - að hlutfali rekstrarútgjalda af skatt- tekjum hefur verið að lækka. 96% af skatttekj- um fóm í rekstur 1994, það hlutfall var komið niður í 80% 1995 og við stefnum að því að ná 75%. Rekstrarútgjöld hafa líka lækkað í krónu- tölu á milli áranna 1994 fram til 1996. Ég er þess utan sérstaklega ánægð með þá áfanga sem náðst hafa í dagvistarmálum, þau hafa alltaf verið mér mikið hjartans mál. Ég sagði fyrir síðustu kosningar að ég vildi koma dagvistai-málum í það horf að það þyrfti ekki að vera að deila um þessa löngu biðlista á fjög- urra ára fresti ámm og áratugum saman. Nú sjáum við fram á, í lok þessa árs, að vera búin að bæta við 6-700 nýjum heilsdagsplássum frá því við tókum við. Deilt um formsatriði En við eram ekki einvörðungu búin að byggja upp leikskólakerfi borgarinnar heldur höfum við hækkað rekstrarstyrki til einkarekinna og for- eldrarekinna leikskóla og farið að greiða niður kostnað hjá dagmæðmm þannig að fólk eigi raunvemlega valkosti. Svo er ég auðvitað mjög ánægð með það, sem hefur komið á daginn, að samstarf Reykja- víkurlistans hefur tekist mjög vel. Þetta er ekki þvingað samstarf þar sem reynt er að láta líta út fyrir að allt sé í lukkunnar velstandi en svo sé hver höndin upp á móti annarri. Eins og í öllum hópum þar sem fólk starfar saman hefur það gerst að okkur greinir á; en það merkilega er að þegar slíkur ágreiningur hefur komið upp hefur hann verið þvért á öll flokksbönd. Þannig að Reykjavíkurlistinn er velvinnandi hópur fólks, sem vill ná árangri í borgarmálum, leggur mik- ið á sig og stendur vel saman. Ég leyfi mér að fullyrða að það er mun sam- hentari hópur sem fer með stjóm borgarinnar núna heldur en sá sem stjómaði henni á síð- asta kjörtímabili og var það þó bara einn flokk- ur.“ - Á hverju byggist þessi samheldni? „Það vom miklar hrakspár fyrir kosningar um að það yrði hver höndin upp á móti ann- arri og að einhveijir yrðu til að hlaupa út und- an sér. Auðvitað er skýringin að hluta til sú að fólk er ákveðið í að starfa saman. En að ' ..................................................................................... v ✓ ,r', Morgunblaðið/Golli hluta til skýrist þetta _af breytingum á hinu pólitíska andrúmslofti. Ég held að á miili póli- tískra flokka séu ekki eins miklar skæmr og vom á ámm áður. Þess vegna eigi fólk auðveld- ara með að starfa saman en áður var. Það spill- ir heldur ekki að við höfum ánægju af því að vera samvistum við hvert annað.“ - Hvemig fínnst þér minnihlutinn standa sig í að veita ykkur aðhald? „Mér er heldur illa við að fella dóma yfír pólitískum andstæðingum mínum. Það em ekki hlutlægir dómar. En mér fínnst minnihlutinn ekki hafa staðið sig vel, hann hefur verið mátt- lítill, fínnst mér, og átt erfítt með að fínna sér pólitískan stað til að standa á. Þeirra gagnrýni hefur mjög oft snúist um aðferðir eða formsatriði frekar en efni mála. Umræðan snýst oft um það í borgarstjóm hvort mál hafí farið rétta leið. Bragurinn hefur oft verið sérkennilegur. Þeir era náttúrulega búnir að hafa völdin í 60 ár og þá verður erfítt að sitja fyrir utan valdakerfíð. Þeir hafa verið mun lengur að finna sér samastað í minnihluta held- ur en meirihlutinn - sem hafði mikla reynslu af því að sitja í minnihluta - hefur verið að finna sér sinn stað í meirihluta." - Nú er komin fram áfangaskýrsla um breyt- ingar á nefndaskipan og stjómskipulagi hjá borginni. Riðlast samstarfsgrundvöllur R-list- ans, þegar þið þurfíð að skipta með ykkur embættum upp á nýtt, fækka nefndum og nefndamönnum? „Þegar menn em að byija þá setja þeir sér vinnureglur og setja niður á blað hvemig skipt- ing eigi að vera og hver eigi að gera hvað. Þegar maður fer svo að vinna þá skiptir þetta ekki lengur máli ef samstarfíð gengur vel. Þeg- ar menn hins vegar - hvort sem það er í hjóna- bandi eða í pólitísku samstarfi - þurfa sífellt að vera að minna á hvaða reglur gilda og hvem- ig verkaskiptingin á að vera, þá eru komnir brestir i samstarfíð. Ég hugsa að í þessu máli vegi mannlegi þátt- urinn þyngra en sá pólitíski. Við eram að fækka því fólki sem kemur að nefndarstörfum. Það þýðir væntanlega það að einhveijir sem hafa verið í nefnd detta út.“ Leystur dagvistarvandi - Hvaða karakter telur þú að meirihluti R- listans og þín borgarstjóratíð hafí fengið í hug- um borgarbúa? Það var stundum sagt að Davíð hefði verið borgarstjórinn sem byggði Perluna og Ráðhúsið og að Geir hafí malbikað borgina. Ingibjörg Sólrún er borgarstjórinn sem ...? „ ... leysti dagvistarvanda borgarbúa. Ég vildi gjaman fá þann merkimiða að ég hafi verið sá borgarstjóri sem ieysti dagvistarvandann. Mér hefur fundist algjörlega ófullnægjandi að það skyldi ekki leitað leiða fyrr til þess að mæta þessari ríku kröfu og þessari miklu þörf, sem hefur verið til staðar hjá borgarbúum fyrir þessa þjónustu áratugum saman. Þegar svona mikil eftirspum er til staðar er ekki hægt að segja bara við foreldra: „Þetta er bara vitleysa og ekki hollt fyrir börnin ykkar, gerið þið eitt- hvað annað.“ Foreldrar em sérfræðingar í sínum eigin bömum. Ef þetta er sú þjónusta sem þeir vilja og kalla eftir áratugum saman þá eigum við að reyna að leita leiða til þess að mæta því.“ „Það er rétt að mörgum fínnst það helst bera vott um karakter í stjómmálum ef hægt er að benda á einhveijar stórbyggingar eins og Perluna og Ráðhúsið. Þær verða tákn fyrir það sem menn em að gera. Það er allt annað þegar þú byggir upp hundmð leikskólarýma í þjónustu- stofnunum vítt og breitt um borgina. Þau er ekki hægt að sýna í einhveiju „komplexi“ ein- hvers staðar. En borgin er fyrst og fremst þjón- ustufyrirtæki í eigu borgarbúa. Meginhlutverk Reykjavíkurborgar er að reyna að mæta þörfum og kröfum borgarbúa fyrir brýna sameiginlega þjónustu. Það á að vera hennar meginviðfangs- efni. Ég vil segja að þjónusta við bamafjölskyld- ur í borginni sé forgangsmál. Þegar ég tala um þjónustu við bamafjölskyld- ur í borginni á ég líka við skólamál, umferðarör- yggismál í hverfunum, ég á við áherslu í upp- byggingu á grænum svæðum. Við höfum t.d. lagt mikla áherslu á að endurbæta útivistar- og leiksvæði í hverfum borgarinnar.“ - Er þetta forgangsröðun sem er afleiðing afþví að þú skilgreinir þig sem kvenfrelsissinna í stjórnmálum? Hvað áhrifhefur það og sú stað- reynd að konur eru í helstu lykilstöðum meiri- hlutans á ykkar störf og svipmót? „Það hefur auðvitað sitt að segja. Karlar og konur em ólík og hafa að vissu leyti, vegna reynslu sinnar, uppeldis og margra annarra þátta, svolítið mismunandi sjónarhom og skiln- ing á því hvað era brýnar þarfir. Það þýðir ekki að annað kynið sé betra en hitt. Auðvitað hefur upprani minn í pólitík sitt að segja varðandi þessa forgangsröðun. Þótt dag- vistarmál hafi fyrir tveimur áratugum verið kvennapólitískt baráttumál þá Held ég að þetta sé orðið almennt fjölskyldupólitískt mál og að karlar, ekki síður en konur, leggi áherslu á að fá þjónustu fyrir bömin sín. Eg er mjög stolt af því í mínu starfí hér hvað vel hefur tekist til að ráða konur í stjóm- unarstöður. Þegar við komum að þessu vom þær teljandi á fingram annarrar handar en nú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.