Morgunblaðið - 09.06.1996, Page 19

Morgunblaðið - 09.06.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 19 Gódarferöirl Lýsing hf. óskar Vestfjaröaleiö til hamingju meó nýju fjórfestinguna. TVEIR drengir undir tré. Olía á striga eftir Birgi Snæbjörn Birgisson. -Myndin sem Birgir gaf David Bowie. Birgir Snæ- björn Birgisson myndlistarmaður. reiddi hann ofan í mig“, segir Birgir. Meðal Bowie-platna sem Birgir nefnir sem eftirlætisgripi eru Lowog Heros. „Annars er ég líka mjög sáttur við nýjustu plötuna hans 1. Outside. “ Frá því Birgir lauk námi frá fjöltæknideild École des Arts Décoratifs, í Strassborg árið 1990, hefur hann tekið þátt tug samsýninga heima og erlendis en jafnframt á hann að baki 5 einkasýningar. Varía þarf að geta þess að Birgir er fyrir löngu búinn að tryggja sér miða á tónleika Bowies. „Ég vonast til að geta hitt hann sjálfan þegar hann kemur hingað,“ segir Birgir að lokum. ■ Meistari Bowie/Bl Islandsdagbækur Williams Morris íslenskur myndlistarmaður gefur David Bowie málverk Róman- tískast allra eyði- marka ÚT ER komin bókin Icelandic Journals eftir William Morris, en hún inniheldur dagbækur þessa breska nytjalistamanns og rithöf- undar um ferðir hans um ísland árin 1871 og 1873. í bókina ritar Magnús Magnússon kafla um Morris sem hann nefnir Will- iam Morris in Ice- land og Fiona MacCarthy ritar William formálsorð. Morris Morris ferðað- ist á hestbaki um suðvesturlandið þessi tvö ár og sagði landsvæðið „rómantískast allra eyðimarka". í dagbókunum segir Morris frá því sem fyrir augu ber, gróðri og stórbrotnu lands- lagi, ævintýralegu sólsetri og mik- ilfenglegum vatnsföllum, hættu- legum vegaslóðum og enn hættu- legri ám sem hann þurfti að fara yfir á smávöxnum hesti sínum. Morris tók raunar ástfóstri við ís- lenska hestinn og flutti einn með sér til Englands fyrir dætur sínar. Sömuleiðis urðu íslendingarnir sem hann hitti á ferðum sínum honum hugstæðir; prestar, bænd- ur, lærdómsmenn og börn. Hann talar um hjartahlýju þeirra og ör- læti þrátt fyrir almenna fátækt. Dvöl hans á íslandi breytti raunar pólitískum hugmyndum hans; „hin sárasta fátækt er lítið böl miðað við ójöfnuð stéttanna,“ ályktaði hann eftir dvöl sína á Islandi. Bókin er gefin út af Mare’s Nest Publishing. Eigendur: BÚNAÐARBANKI V : (SI.ANPS M Landsbanki ifejanfe LMENNAR w . VtTKVCGIMlUf UC fSIAMIS IIK FUOTLEGRI FJARMOGNUN SUÐURIANDSBRAUT 22, 108 REYKJAVÍK SÍMI 553 1500, FAX 553 1505, 800 6515 - GttANT NOMER „Vonast til að hitta Bowie“ VestfjarðaleiS festi nýverið kaup ó tveimur nýjum og glæsilegum rútum sem eru að fullu fjármagnaðar með eignarleigusamningi við Lýsingu hf. Með þeirri aðferð þarf fyrirtækið ekki að taka fé úr rekstrinum, áunnin kjör haldast í viðskiptabankanum auk joess sem það naut staðgreiðsluafsláttar. Um leið og við óskum Vestfjarðaleið til hamingju, vonum við að fyrirtækinu gangi allt í haginn og eigi margar góðar ferðir framundan. TÓNLISTARMAÐURINN David Bowie fékk nýlega sent málverk frá íslenskum aðdáenda sínum, Birgi Snæbirni Birgissyni mynd- listarmanni. Málverkið nefnir Birgir Tvo drengi undir tré og segir Birgir í samtali við Morg- unblaðið að drengirnir á mynd- inni séu á óræðum aldri og að hann leitist við að lýsa ákveðinni bælingu. „Ég málaði myndina í fyrra og nú nýlega hafði Sindri Freys- son blaðamaður samband við mig því hann vildi færa Bowie málverk að gjöf frá íslenskum myndlistarmanni, þegar hann væri tekinn tali. Myndlistarmað- urinn sem Sindri leitaði að varð helst að vera Bowie-aðdáandi. Mér er mikill heiður sýndur og veit ekki til annars en meistar- inn hafi tekið myndinni vel. Myndin virkar sakleysislega við fyrstu sýn en síðan kemur fram tvíræðni og alvara. Ég nota ljósa liti í myndinni, sem leysast upp í loft, en ég hef hneigst til þess að nota ljósa liti í mínum verkum undanfarið," segir Birgir. Frænka þýddi texta Bowie Málverkið er 130cm x 160cm og aðspurður segir Birgir að ekki hafi Bowie orðið sér að yrkisefni að öðru leyti en því að hann hafi hlustað mikið á liann þannig að frekar megi tala um ómeðvituð áhrif á listsköpun hans „Ég komst á spenann í gamla daga þegar frænka mín þýddi textann um Major Tom og mat-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.