Morgunblaðið - 09.06.1996, Page 45

Morgunblaðið - 09.06.1996, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ1996 45 FÓLK í FRÉTTUM Fer ekki troðnar slóðir EFTIR að Óskarinn er kominn í höfn vill Nicolas Cage fara í hasarinn. Hlutverkið sem aflaði Cage óskars- verðlaunanna var í „Leaving Las Vegas“ þar sem hann lék drykkju- mann haldinn mikilli sjálfseyðingar- hvöt. En nú á sem sagt að snúa við blaðinu. Hins vegar ætlar Cage að nálgast hasarinn á sinn hátt. I myndinni „The.Rock“ sem frum- sýnd er 7. júní í Bandaríkjunum, leik- ur Cage Stanley Goodspeed, FBI-sér- fræðing í efnavopnum. Mótleikari hans er Sean Connery og munu þeir kapparnir reyna að bjarga Alcatraz- fangelsinu frá óðum hryðjuverka- mönnum. Cage segist hafa tekið að sér hlutverkið vegna þess að hann hafi áhuga á að breyta ímynd hörku- tóla í ætt við Stallone og Schwartzen- egger, og færa ímyndina nær hinum flókna nútíma. Cage ætlar nefnilega að vera taugaveikluð ofurhetja. „Eg vissi að ég gæti sett mark mitt á þessa týpu. Fólk verður þreytt á að sjá alltaf sömu, stöðnuðu persónurn- ar og þessi stera-karlmennskuímynd hefur ekkert að bjóða í dag,“ segir Cage. „Það var frá upphafi ætlun mín að „flækja" hasarinn. Upphaflega var Goodspeed litlaus persóna, FBI- maður sem hataðist út í starf sitt á rannsóknastofunni því hann vildi komast í hringiðu hlutanna. Fyrir mér var þessi nálgun persónunnar glötuð. Ég vildi að persónan ynni starf sitt af ástríðu, væri gáfuð en ekki karlmennskan uppmáluð, heldur frekar til baka. Það síðasta sem hann myndi vilja væri að drepa nokkurn mann.“ Og Cage fékk frítt spil að túlka persónuna á sinn hátt, sem þýddi að í raun varð að endurskrifa hlutverkið að miklu leyti, sem Cage gerði og viðurkennir hann að það hafi iðulega verið erfitt. Vilja áhorfendur fá hetju sem kann ekki að synda eða skjóta af byssu? Leikarinn hefur litlar áhyggjur af því og er bjartsýnn. „Góð mynd er alltaf góð mynd.“ Og víst er að Cage er þekktur fyrir flest annað en að feta troðnar slóðir. blabib - kjarni málsins! f f f f Stuttir kjölar stuttir Mörg önnur frábær tilboð V* /ti Laugavegi 54, sími 552-5201 15% Staðgreiðslllafsláttur af öðrum vörum 10.-15. júní

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.