Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Columbia Ventures kannar möguleika á að reisa hér tvö álver frá Þýskalandi Helsti þröskuldurinn er orkuafhendingin COLUMBIA Ventures Corporation hefur óskað eftir því við Markaðs- skrifstofu iðnaðaiTáðuneytisins og Landsvirkjunar (MIL), að hún svari því hvort Landsvirkjun geti afhent raforku fyrir 30 þúsund tonna álvers sem taki til starfa á íslandi snemma árs 1998. MIL mun svara þessari spurningu í þessari viku. Garðar Ing- varsson, framkvæmdastjóri MIL, segir að helsta hindrunin fyrir bygg- ingu álvers í eigu Columbia Ventures hér á landi sé erfiðleikar við orkuaf- hendingu, en eigendur fyrirtækisins vilja helst taka álverið í notkun árið 1998. Columbia Aluminium keypti 60 þúsund tonna álver í Þýskalandi á síðasta ári. Það hefur verið tekið niður og bíður þess að vera reist á nýjum stað. Stjórnendur fyrirtækis- ins hafa verið að skoða hvar hag- kvæmast er að reisa það og hafa aðallega horft til íslands og Venezu- ela í því sambandi. Ágreiningur kom upp um eignar- hald á Columbia Aluminium og tafði það alla ákvarðanatöku um staðsetn- ingu álvers. Sá ágreiningur hefur nú verið leystur og heitir fyrirtækið nú Columbia Ventures. Stjórnendur fyr- irtækisins eru nú að skoða alla þætti málsins með það í huga að taka ákvörðun um staðsetningu í ágúst. Síðan stjómendur Columbia Vent- ures fengu fyrst áhuga á íslandi hefur það gerst að ákveðið hefur verið að stækka álverið í Straums- vík. Þar með hefur tekist að selja megnið af umframorku Landsvirkj- unar. Það er þess vegna ekki hægt að reisa nýtt álver á íslandi öðru vísi en að taka jafnframt ákvarðanir um_ nýjar virkjanaframkvæmdir. Álver sem framleiðir 60 þúsund tonn af áli á ári þarf rúmlega 900 GWst af rafmagni á ári. Eigendur Columbia Ventures hafa sagt í við- ræðum við fulltrúa iðnaðarráðuneyt- isins og Landsvirkjunar að það taki ekki nema 12 mánuði fyrir þá að reisa álverið, en það tekur hins veg- ar a.m.k. þrjú ár að byggja nýja vatnsaflsvirkjun. Það tekur skemmri tíma að reisa gufuaflsvirkjanir, en í undirbúningi hafa verið virkjanir á Nesjavöllum, Kröflu og Svartsengi. Gufuaflsvirkjanir skoðaðar Hitaveita Suðurnesja er að láta hanna fyrir sig virkjun í Svartsengi, en fyrirtækið framleiðir nú um 110 GWst á ári. Rætt hefur verið um að nýr áfangi í Svartsengi yrði um 170 GWst að stærð. Að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra Hitaveitu Suður- nesja, hefur verið áætlað að virkjun- in yrði byggð á tveimur árum og hún yrði tilbúin 1999. Það væri hins veg- ar hugsanlegt að stytta þennan tíma. Hann tók fram að iðnaðarráðuneytið hefði enn ekki heimilað Hitaveitu Suðumesja að ráðast í þessa virkjun. Veitustjórn Reykjavíkurborgar hefur fengið bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort Hitaveita Reykjavíkur treysti sér til að afhenda orku frá nýrri Nesjavallavirkjun snemma árs 1998. Alfreð Þorsteins- son, formaður stjórnarinnar, segir að bréfinu verði svarað eftir stjórnar- fund á morgun. Áætlað er að virkja í tveimur áföngum á Nesjavöllum og að þeir skili samtals 360 GWst orku. Landsvirkjun hefur einnig verið með til skoðunar að auka raforku- framleiðslu við Kröflu. Að sögn Hall- dórs Jónatanssonar forstjóra hefur verið rætt um að virkjunin gæti hugs- anlega skilað 240 GWst í viðbót. Ennfremur hefði verið rætt um að ráðast í Hágöngumiðlun, en hún gæti gefið 140 GWst. Verið væri að kanna hvort það væri tæknilega mögulegt að ljúka gerð þessara virkj- ana á árinu 1998. Hann sagði að ný vatnsaflsvirkjun yrði hins vegar ekki tilbúin fyrr en 1999 eða 2000. Skoða kaup á öðru álveri Vegna þeirra erfiðleika sem Landsvirkjun ávið að etja við afhend- ingu raforku til álvers Columbia Ventures hefur sú hugmynd komið upp að fyrirtækið reisti minna álver hér á landi. Fyrirtækið hefur haft augastað á 30 þúsund tonna álveri í Þýskalandi, en starfsemi þess var hætt í febrúar sl. Allur búnaður ál- versins var endurnýjaður árið 1992. Að sögn Garðars Ingvarssonar er framleiðni í þessu álveri ekki eins mikil og í nýjustu álverunum. Kerin væru t.d. minni en í álverinu í Straumsvík. Eftir sem áður væri hugsanlega hagkvæmt að reka það á Islandi. Columbia Ventures er ekki eina fyrirtækið sem hefur sýnt þessu ál- veri áhuga. Það liggur því ekki fyrir hvort Columbia Ventures á kost á því að kaupa þetta álver eða hvort fyrirtækið gerir tilboð í það. Mjög margir óvissuþættir eru enn- þá í stöðunni. Þeir lúta ekki aðeins að spurningum um orkuafhendingu á íslandi. Stjórnendur Columbia Ventures þurfa einnig að skoða alla þætti flármögnunar og svara því hvort þeir geti keypt tvö álver í Þýskalandi og byggt þau upp annars staðar á sama tíma. Eftir stendur að fyrirtækið á 60 þúsund tonna ál- ver í Þýskalandi og þarf að taka ákvörðun um það mjög bráðlega hvar það verður reist. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Prestvígsla í Dómkirkjunni PRESTVÍGSLA fór fram í Dóm- kirkjunni síðastliðinn sunnudag. Þar vígði dr. Sigurbjörn Einars- son tengdadóttur sína, Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur, til Þingeyr- arprestakalls í Isafjarðarpróf- astsdæmi. Sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson dómkirkjuprestur þjónaði við athöfnina. Vígsluvottar voru sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson, mágur Guðrúnar Eddu, sr. Einar Sigurbjörnsson, eiginmaður hennar, sr. Karl Sigurbjörnsson, mágur hennar, og sr. Baldur Vil- helmsson prófastur sem lýsti vígslu. Stuðningsmenn Péturs Hafstein Kosmngaskrifslplim i Borgartúiti 20 cr opin 10:00-22:00 aUo dagu. Simi: 508 6088 Nlyntiscndir: 55.1 5208 AtkviVÖPgi ciösla uian kjörfundiir fcr fram hjá sýslumöintUuni imi hmd nllt it skrifstofii' tímo kl, 9:50 I2:00 og 15:00 IvM Allur ti.uMi i u)H>lý$itignr um fotsctiikosiiingtirnur eru gcf iuir i síihil 55.1 5200, rtofí JiaJslcin * -ttaitttsuis verður Tillögur um uppbyggingu íslenskrar kvikmyndagerðar Fjárfestar krefjast fjármagns frá Islandi TILLÖGUR að uppbyggingu ís- lensks kvikmyndaiðnaðar voru lagðar fram á blaðamannafundi sem Bandalag íslenskra listamanna (BÍL) boðaði til í gær. í máli Hjálm- ars H. Ragnarssonar, formanns BÍL, kom fram að erlendir fjárfest- ar, sem eiga oft meirihluta í kvik- myndum sem eru gerðar hér á landi, krefðust aukins framlags frá ísjandi á móti eigin fjármagni. „Útlit er fyrir að meirihluti ís- lenskra kvkmynda í framtíðinni verði með ensku tali ef ekkert verð- ur að gert,“ sagði Hjálmar. Lagt er til að Kvikmyndasjóður íslands fái aukið fé úr ríkissjóði sem hann noti óskipt til fram- leiðslu kvikmynda. Ungir kvik- myndagerðarmenn munu geta sótt í sjóð sem Reykjavíkurborg stofnar til, ef tillögurnar verða samþykkt- ar, og gerð heimildamynda og leik- ins sjónvarpsefnis verður efld og verður á höndum sjónvarpssjóðs sem hefði til úthlutunar 200-250 milljónir á ári sem aflað yrði með sérstöku gjaldi sem lagt yrði á brúttóveltu allra sjónvarpsstöðva. Fast krónugjald á að innheimtast af útleigðu myndefni og leggjast í höfundasjóð sem styður við hand- ritagerð og tónsköpun fyrir ís- lenskar kvikmyndir. Gert er ráð fyrir starfslaunum í tillögunum og beitingu skattalaga til að örva fjár- festingu í íslenskum kvikmynda- fyrirtækjum. Kvikmyndamiðstöð til kynningar og dreifingar kvik- mynda og sjónvarpsefnis yrði sett á laggimar og lögð áhersla á upj> byggingu Kvikmyndasafns Is- lands. Settar verði reglur um lág- markshlut innlendrar dagskrár- gerðar hjá Sjónvarpinu og fram- leiðsla leikins efnis verður flutt til sjálfstæðra fyrirtækja utan veggja stofnunarinnar. Samstarf við er- lendar sjónvarpsstöðar verður eflt. Einnig er lögð áhersla á að hefja rekstur sýningarhúss þar sem ís- lenskar myndir nytu forgangs. Að endingu er ákvæði um að birting íslenskra mynda yrði alfarið á ábyrgð framleiðenda og án eftirlits Kvikmyndaeft.irlits ríkisins. Svart útlit í máli Hjálmars H. Ragnarsson- ar, formanns Bandalags íslenskra Iistamanna, kom fram að tími væri til kominn að franitíðafSýn um uppbýggingu kvikmyndagerð- ar á Islandi yrði mótuð enda væri bemskudögum hennar lokið og útlitið í greininni svart. Hann lagði jafnframt áherslu á að auka þyrfti atvinnumennsku í listum í landinu. „Erlendir fjárfestar og framleið- endur eiga núorðið yfirleitt meiri- hluta í þeim myndum sem fram- leiddar eru og þeir krefjast aukins fjármagns frá Islandi á móti. Útlit er fyrir að meirihluti íslenskra kvikmynda í framtíðinni verði með ensku tali ef ekkert verður að gert. Það varðar þjóðina alla og menn- ingu hennar hvar forræði kvik- myndagerðarinnar vérður í fram- tíðinni,“ sagði Hjálmar. , Morgunblaðið/Ásdís HJALMAR H. Ragnarsson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, kynnir tillögur um uppbyggingu kvikmyndagerðar á íslandi ásamt Hrafni Gunnlaugssyni, formanni Samtaka kvikmyndaleikstjóra, Birni Árnasyni, formanni Félags íslenskra liljómlistarmanna, Ingu Rósu Ingólfsdóttur, formanni Félags ís- lenskra tónlistarmanna, Böðvari B. Péturssyni, formanni Félags kvikmyndagerðarmanna, Pétri Einars- syni, formanni Félags leikstjóra, og Bryndísi Jónsdóttur, formanni Sambands íslenskra myndiistarmanna. k I > í í I I mh i t w l l > i I-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.