Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ STRAND FAGRANESSINS Djúpbáturinn Fagranes strandaði í góðu veðri við Æðey seint á laugardagskvöld Morgunblaðið/Egill Egilsson FAGRANES hallaði fljótlega eftir strandið á Háuskerjum við Æðey, eins og sjá má á myndinni. Farþegarnir hópuðust upp á þilfar og biðu flutnings í land. Hafði undanþágu fyrir 220 farþega í þessari ferð HEIÐAR Kristinsson skip- stjóri í ati uppi í brú. í þyrpingu áður en komið er að Djúphólma. „Ég tók næsta ysta skerið frá Djúphólmanum, hélt að það væri það ysta og ætlaði að smeygja mér með því. Skipið var komið á mjög íiæga ferð en það var of seint að stoppa þegar ég áttaði mig,“ sagði Heiðar. Jónas í Æðey segir að Fagra- nes hafi verið í rennunni en að- eins einni bátslengd of norðar- lega. Heiðar hefur verið stýri- maður á Fagranesi frá áramót- um og var áður lengi í strandsigl- ingum á stærri skipum. Hann hefur tvisvar siglt skipinu að FJÖLNIR Baldursson fékk allt yfir sig í eidhúsinu. bryggju í Æðey og taldi sig þekkja aðstæður vel. „En greini- lega ekki nógu vel,“ segir hann. Skerin eru ómerkt og sjókort ekki nákvæm að þessu leyti. Jón- as í Æðey segir að gamli Djúp- báturinn hafi oft kitlað botninn við Æðey, eins og víðar í Isafjarð- ardjúpi, en þó aldrei strandað beinlínis. Gleðskapurinn heldur áfram Gott veður var þegar óhappið varð, logn og ládautt. Skipið sat fast utan í skerinu og ákvað Heiðar skipstjóri að flytja fólkið upp á eyj- HÁTT í 230 farþegar voru í skemmtiferð með Djup- bátnum Fagranesi á ísa- fjarðardjúpi þegar hann strandaði á skeri við Æðey á laugardags- kvöldið. Gott veður var á staðnum og sluppu allir ómeiddir. Skipið hafði munnlega undanþágu til að flytja fleiri farþega en venjulega en Siglingamálastofnun og útgerð- ina greinir á um hvort undanþágan náði til þess fjölda sem var um borð í skipinu eða heldur færri. Ekki er vitað til þess að fleira fólk hafi verið um borð í skipi sem strandað hefur hér við land. Djúpbáturinn Fagranes var í ár- legri skemmtiferð um Isafjarðar- djúp, svokallaðri Jónsmessuferð, þegar óhappið varð. Farið var frá bryggju á Isafirði um kl. 20 á laug- ardagskvöldið og þegar skipið strandaði, um klukkan 22.30, hafði skipið verið á Kaldalóni og var að koma til hafnar í Æðey. Þar var Jónas Helgason bóndi að undirbúa varðeld og harmonikkuspil fyrir hópinn. Talið er að með skipinu hafi verið 226 eða 227 farþegar, samkvæmt upplýsingum útgerðar- innar, auk sex manna áhafnar. Tók feil á skeri „Þetta var bara aulaháttur hjá mér, ég tók feil á skeri,“ segir Heiðar Kristinsson, stýrimaður á Fagranesi, sem vár skipstjóri í ferð- inni. Lenti skipið utan í svokölluðum Háuskeijum rétt við bryggjuna í Æðey. Þar eru fjögur sker saman , Morgunblaðið/Egill Egilsson PETUR Bjarnason dró fram harmonikkuna og lék nokkur lög á meðan beðið var eftir flutningi upp í Æðey. una áður en reynt yrði að losa skip- ið, þótt hann teldi ekki mikla yfir- vofandi hættu. Segist hann hafa hugsað sér að reyna að koma skip- inu að bryggju og farþegarnir gætu þá haft-skjól þar. Fólkið var sel- flutt þessa 200-300 metra sem vantaði upp á að skipið næði bryggju. Slöngubátur skipsins var notaður við flutningana og annar sams konar bátur frá Tyrðilmýri, sem var úti í Æðey, og svo bættist Jónas bóndi í hópinn með sinn bát og björgunarbáturinn Daníel Sig- mundsson frá ísafirði kom og tók síðustu farþegana. Ber mönnum saman um að flutn- ingarnir hafi gengið vel. Heiðar er sannfærður um að það hafi verið rétt ákvörðun að senda fólkið í land áður en reynt var að draga skipið af skerinu, þótt það hafi reyndar kóstað það að flóðið tapaðist. Reynt var að koma skipinu af skerinu fyrir eigin vélarafli og með aðstoð Daníels og fleiri lítilla báta en ekk- ert gekk. Kveikt var í bálkestinum og gleð- skapurinn hélt áfram í landi. Ein- hveijir kvörtuðu undan kulda og var þeim komið í hús hjá Jónasi og fjölskyldu. Reynir Ingason, fram- kvæmdastjóri Hf. Djúpbátsins, seg- ir að fólk hafi tekið þessu óhappi afar vel og skipstjórinn tekur undir það, segir að um borð hafi verið töluvert af gömlum sjómönnum sem hafi haft róandi áhrif á aðra far- þega. Fluttir í Súðavík og Ögur Þegar ljóst varð að skipið næðist ekki af skerinu á þessu flóði var gengið í það að fá báta til að flytja fólkið upp á fastalandið. Heiðar skipstjóri segir að eftir á að hyggja megi segja að rétt hafi verið að drífa fólkið strax upp á land, ekki að bíða eftir að skipið losnaði. Reyn- ir Ingason segir að engir stórir bátar hafi verið tiltækir í það verk- efni og tíma tekið að finna báta eða eigendur þeirra. Þegar Daníel Sig- mundsson var hættur að reyna að draga Fagranes hóf hann að flytja fólkið í land. Fleiri bátar bættust fljótlega við og voru farnar nokkrar ferðir. Daníel fór fyrstu ferðina inn í Súðavík með elstu farþegana í veg fyrir rútur. Skúli Skúlason, skip- stjóri á björgunarbátnum, segir að það hafi tekið of langan tíma og eftir það hafi farþegarnir verið fluttir upp í Ögur enda hafi það staðist á, rúturnar verið komnar þangað fyrir næstu ferðir. Hluti farþeganna fór síðan til ísafjarðai'. Skúli skráði í dagbók sína að síð- ustu farþegamir hefðu verið búnir i c i 6 t I C e t i e i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.