Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 19 Farsímar á stærð við arm- bandsúr Tókýó. Reuter. JAPANSKA símafélagið NTT hefur framleitt frumgerð far- síma, sem er í laginu eins og armbandsúr og vegur 70 grömm. Til að hringja þarf aðeins að ýta á takka og nefna síma- númer. NTT segir að um sé að ræða minnsta farsíma heims byggðan á japanska PHS farsímakerfinu. Vonir standa til að síminn verði settur á markað um árið 2000 og mun hann kosta um 50.000 jen eða 463 dollara. Tækið er einnig hægt að nota sem úr. 22% meiri hagnaður Carlsberg Kaupmannahöfn. Reuter. CARLSBERG ölgerðin í Dan- mörku hermir að hagnaður fyrirtækisins hafi aukizt um 22% á fyrri helmingi reikn- ingsársins 1995/96, en býst ekki við jákvæðri afkomu á árinu í heild. Hagnaður fyrir skatta nam 741 milljón danskra króna samanborið við 607 milljónir á fyrri helmingi 1994/95. Sér- fræðingar höfðu spáð 690 milljóna hagnaði. Þjóðverjar lítt hrifnir afEMU Bonn. Reuter. RÚMLEGA 80% Þjóðveija eru andvígir sameiginlegum evr- ópskum gjaldmiðli eða vilja að fyrirætlunum um að taka hann upp 1999 verði frestað sam- kvæmt skoðanakönnun. Samkvæmt Forsa könnun fyrir sjónvarpið Deutsche Welle eru 44% Þjóðveija and- vígir myntbandalagi Evrópu (EMU) og 40% vilja að stofnun þess verði frestað. HREINLÆTI = ÖRYGGI Einföld, þœgileg, hnéstýrð blöndunartœki. Þar sem ýtrasta hreinlœtis er gœtt. / Hagstœtt verð. Ni/ S/ VATNS VIRKtNN HF. SððARMÚLA 21 SÍMI 532 2020 * i Rupert Murdoch hyggst reisa framleiðslu- og sjónvarpsmiðstöð á Indlandi Aætlaður kostn- aður 67 milljarðar Nýju Delhi. Reuter. RUPERT Murdoch, hinn kunni fjölm- iðlakóngur, hefur skýrt frá því á fundi með indverska forsætisráð- herranum, H.D. Deve Gowda, að hann hafí hug á að ráðast í fjárfest- ingar upp á 1 milljarð dollara eða um 67 milljarða króna á Indlandi að sögn indverska blaðsins Business Standard. Blaðið segir að Murdoch hafí gert áætlun um að reisa 3.200 hektara framleiðslu- og sjónvarpsmiðstöð í Tumkur í heimafylki Deve Gowda, Karnataka. Mannvirki fyrir STAR sjónvarpskerfi Murdochs muni kosta 50 milljarða rúpía eða 1,4 milljarða dollara. Aðstoðarmaður Deve Gowda og talsmaður STAR vildu ekkert um fundinn segja. Blaðið Hindustan Times hermir að Deve Gowda hafí sagt Murdoch að indverska stjórnin hafi ekkert á móti því að veita honum leyfi til að sjónvarpa frá indverskri grund, ef ekki verði brotið í bága við lög og siði landsins. Blöðin segja að ef STAR fái leyfið muni það leiða til þess að fleiri er- lendir aðilar fái slíkt leyfi. Margir þeirra sjónvarpa nú frá stöðum eins og Manila og Hong Kong. Styrkir einnig stöðuna í Japan Þetta eru þó ekki einu fjárfesting- arnar sem Murdoch hefur á pijónun- um því fyrirtæki hans News Corp mun taka höndum saman með Soft- bank Corp. og kaupa um 20% í Asahi sjónvarpskerfinu í Tókýó fyrir 41,75 milljarða jena eða 386,75 milljónir doilara að sögn Softbank Þar með mun News Corp treysta stöðu sína á einum stærsta sjón- varpsmarkaði heims. News Corp og Softbank munu hvort um sig greiða 20,875 milljarða jena til kaupa á Obunsha Media í Japan og fara kaupin fram um sameignarfyrir- tæki, sem aðilar eiga jafnmikið í. Obunsha á 21,4% í Asahi National Broadcasting Co., sem einnig kallast TV Asahi. Frá þessu var skýrt aðeins einni viku eftir að Rupert Murdoch greindi frá fyrirætlunum um að hefja rekst- ur 100 rása stafrænnar gervin- hnattasjónvarpsþjónustu í Japan sem kallast JSkyB. Ef News Corp fær í raun 10,7% hlut í Asahi verður þar um að ræða mesta eignarhlut erlends fjárfestis í japanska fjölmiðlageiranum. Felicia Combi GLX Germany Nýr skutbíll fyrír aðeins 1.098.000 kr. Felicia Combi GLX Germany < tc •< FRAMT/DIN BYCCIST A HCFOINNI Sennilega er lága verðið það eina sem eftir lifir af gamla Skodanum eins og þú manst eftir honum. Gæðin eru aftur á móti allt önnur og meiri í dag og allur búnaður bílsins er eins og hann gerist bestur. Nú getur þú eignast nýjan og enn betri fjölskyIdubíl en á verði sem enginn annar getur boðið fyrir sambærilegan bíl. Þetta er einstakt tækifæri sem þú ættir að grípa fyrir sumarfríið því aðeins eru til nokkrir bílar með Germany-pakka á þessu frábæra verði. Staðalbúnaður í Felicia Combi GLX: 1300 cc vél, 55 hestöfl, 5 gíra, Bosch-Monomotronic innspýting, litað gler, lúxusinnrétting, hæðarstillanleg öryggisbelti, samlæsingar, tímarofi á rúðuþurrku með minni, tauáklæði á sætum, barnalæsingar á afturhurðum, 4 hnakkapúðar, halogen aðalljós, hæðarstilling á aðalljósgeisla, öryggisstýrisstöng, stafræn klukka, hliðarspeglar stillanlegir innan frá, þokuljós að framan og aftan, læst bensínlok, vindkljúfur á þaki að aftan, aftursæti niðurfellanlegt (60:40), farangursrými opnanlegt innan frá, upphituð afturrúða, afturrúðuþurrka, tímarofi á rúðuþurrku, hliðarlistar á hurðum, stokkur á milli framsæta, Ijós í farangursrými, samlitir stuðarar. Germany-pakki innifalinn í verði: Álfelgur, útvarp/segulband, mottusett, aurhlífar, sílsalistar. liH 1946-1996 Nýbýlavegur 2 Síml: 554 2600 Skoda á Internetinu: http://www.skoda-auto.cz
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.