Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VARNARLAUSIR LÖGGÆZLUMENN MEÐ STUTTU millibili hefur það gerzt, að lögregluþjón- ar, sem verið hafa við skyldustörf, hafa lent í rysking- um, þar sem misyndismenn hafa sótt að þeim og hafa lög- reglumennirnir hlotið meiðsl. Við slíkar fréttir hlýtur óhug að setja að almenningi, þar sem lögreglan er fyrst og fremst verndari borgaranna og með vaxandi ofbeldi í þjóðfélaginu, sem virðist vera fylgifiskur aukinnar eiturlyfjaneyzlu, vakna áleitnar spurningar uni öryggismál lögreglumanna. í kauptúni úti á landi, gerðu menn tilraun til þess að frelsa fanga aðfaranótt laugardagsins, sem lögreglan hafði í haldi, vegna þess að hann lagði þrívegis hnífi til ungs manns og særði hann í andliti, öxl og á brjósti. Réðust félagar manns- ins til atlögu við lögreglustöðina í því skyni að frelsa hnífst- ungumanninn. Um helgina voru lögregluþjónar að stilla til friðar, er slagsmál brutust út í Bankastræti og meiddist þá einn lögreglumannanna, svo að hann verður að gangast undir aðgerð á sjúkrahúsi. í þessu síðasta tilfelli var um að ræða ungan mann, sem vinnur við sumarafleysingar í lögreglunni. Afleysingamenn- irnir hafa ekki sömu tæki til þess að veija sig og fastráðnir lögreglumenn, sem geta beitt þeim, ef í óefni er komið. Af fréttum virðist vera ljóst, að meiri harka hefur færzt í átök og við því verður lögreglan að bregðast, svo að unnt sé að halda uppi lögum og reglu. Það hlýtur að vera krafa hins almenna borgara, að lögreglan haldi á málum af festu og fyllstu sanngirni. Forystumenn í samtökum lögreglumanna, bæði landssam- bandi og stéttarfélagi, segja í samtali við Morgunblaðið í dag, að sumarafleysingar í lögregluliðinu séu tímaskekkja, í harðnandi heimi dugi ekki að leysa sumarleyfisvanda lög- reglunnar með ungum mönnum, sem aðeins hafi fengið einn- ar viku námskeið, þörf sé á skólagengnum lögregluþjónum. Sumarafleysingamenn eru nær undantekningalaust við nám í háskóla. Sumir þeirra hafa starfað mörg sumur í lögregl- unni og engin ástæða til að ætla að á þá sé frekar ráðizt en aðra vegna reynsluleysis í starfi. Þeir fá einnig aðgang að lögreglufélögum, ef þeir vilja. Og þeir eru ráðnir til starfa vegna þess að ríkisvaldið er á annarri skoðun en fyrrnefnd- ir talsmenn lögreglunnar. En hvað sem því líður, er ótækt að skilja lögregluþjóna eftir berskjaldaða á vettvangi innan um ofbeldismenn. Slíkt gengur ekki í „harðnandi heimi“. Og gildir þá einu hvort þeir eru sumarmenn eða ekki. STAÐA KVIKMYNDAGERÐAR BANDALAG ísl. listamanna sendi frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem sérstök athygli er vakin á stöðu íslenzkr- ar kvikmyndagerðar. í yfirlýsingu þessari segir, að ýmsar þær stoðir, sem kvikmyndagerð hér hefur byggzt á séu að bresta. Komi þetta skýrt fram í minni framlögum erlendra styrktarsjóða til íslenzkrar kvimyndaframleiðslu vegna þess að íslendingar sjálfir leggi svo lítið af mörkum. Þá er vakin athygli á því, að ýmsir af beztu kvikmyndagerðamönnum landsins hafi á síðustu misserum flutt af landi brott og leit- að verkefna annars staðar. A þessu ári verði aðeins gerðar ein til tvær íslenzkar kvikmyndir og þeim muni jafnvel fækka enn frekar. Að óbreyttu verði í framtíðinni því aðeins gerð- ar kvikmyndir hér, að þær verði með ensku tali. Þetta er mikið áhyggjuefni. Sjálfstæð íslenzk kvikmynda- gerð gegnir og getur gegnt margþættu hlutverki í menning- arlífi okkar. Það hefur lengi verið ljóst, að fjárframlög frá erlendum aðilum byggjast á því, að kvikmyndagerðarmenn okkar fái framlög hér heima fyrir á móti hinu erlenda fé. Þeim peningum, sem hér eru lagðir fram, er vel varið vegna þess hve mikið kemur á móti. Þess vegna er skammsýni að draga úr fjárframlögum til kvikmyndagerðarmanna okkar. Bandalag ísl. listamanna setur í yfirlýsingu sinni fram ýmsar hugmyndir um, hvernig fjármagna megi innlenda kvikmyndagerð. Sumar þeirra eru raunhæfar eins og sú til- laga að taka gjald fyrir afnot af sjónvarpsrásum og'nota þá fjármuni til að efla íslenzkan kvikmyndaiðnað. Aðrar hugmyndir sem fram koma í yfirlýsingunni eru óraunhæfar eins og þær að leggja sérstakan veltuskatt á rekstur sjón- varpsstöðva. Kvikmyndagerð er ríkur þáttur í fjölmiðlun nútímans. Við megum ekki láta þann vísi að íslenzkum kvikmyndaiðnaði, sem hér er til staðar kafna í fæðingu. Ráðstefna heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri um konur, ba Morgunblaðið/Kristján HOLLT líferni er lykillinn að betri heilsu kvenna og það vissu ráðstefnugestir sem hér sjást við hlaðborð hollra rétta. KONUR, barneignir og sið- fræði var yfirskrift ráð- stefnu sem haldin var á vegum heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri nýlega. Þetta er í fimmta sinn sem heilbrigðis- deild háskólans efnir til ráðstefnu af þessu tagi. Um eitt hundrað konur sóttu ráðstefnuna. Sigríður Halldórsdóttir forstöðu- maður deildarinnar sagði að heilsa kvenna og ýmis atriði varðandi barneignir hefðu mikið verið rædd á ráðstefnunni og svo virtist sem fólk hefði ekki enn gert sér grein fyrir alvöru málsins. Það væri mjög slæmt því afar brýnt væri að snúa vörn í sókn, heilsu íslenskra kvenna færi mjög hrakandi á sama tíma og heilbrigði karla færi vaxandi. Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræð- ingur og þingkona fjallaði um kon- ur og heilbrigði á heimsvísu og kom fram í erindi hennar að heilsu kvenna um allan heim hrakaði. Annars vegar væri einkum um að kenna fátækt og bjargarleysi, sér- staklega í þriðja heiminum og hins vegar svonefndir menningar- og samfélagssjúkdómar á Vesturlönd- um. Eftir að konur fóru að átta sig á þessari þróun væri heilsa og heil- brigði að verða eitt mikilvaegasta umræðuefni alþjóðlegrar kvenna- baráttu. Meirihluti kvenna kemst nú yfir miðjan aldur og bendir allt til þess að konur verði meirihluti eldri borg- ara á næstu áratugum þrátt fyrir verri heilsu og ætti það eftir að kosta samfélögin gríðarlega fjár- muni að sinna eldra fólki með sóma. Hagsmunamál að bæta heilsu kvenna „Það er því mikið hagsmunamál að bæta heilsu kvenna nú þegar, gera þær meðvitaðri um líkama sinn og hollt líferni, þannig að þeim líði betur í ellinni og verði lengur sjálfbjarga," sagði Kristín og benti á að það kallaði á nýja þekkingu á þeim breytingum sem yrðu í líkama kvenna, á öldrun þeirra svo og umræður um aðbúnað, þjónustu og hlutverk eldri kvenna. Sjúkdómar sem áður heijuðu einkum á karla, s.s. hjarta- og æðasjúkdómar, hafa í auknum mæli sótt á konur og nýir sjúkdómar eins og eyðni breiddust fremur út nú meðal kvenna en karla. Bijðsta- og lungnakrabbamein væru sérstakt áhyggjuefni og væri í Bandaríkjun- um talað um faraldur. Auk þessa nefndi Kristín að sjón- ir manna beindust ekki hvað síst að meðferð á litlum stúlkum, eyð- ingu kvenkyns fóstra, útburði, nær- ingu, vinnuþrælkun, menntunar- möguleikum, kynferðislegri mis- Heilsu kvenna um allan heim fer hrakandi Á sama tíma og heilbrigði íslenskra karla virðist aukast hrakar heilsu íslenskra kvenna og reyndar kvenna víðast hvar í heiminum. Þetta kom meðal annars fram á ráðstefnu sem nýlega var haldin á Akureyri og Mar- grét Þóra Þórsdóttir fylgdist með. KONUR, barneignir og siðfræði var yfirskrift ráðstefnunnar, en hér sést hluti ráðstefnugesta. notkun og ofbeldi gegn stúlkubörn- um, eða öllu því sem mótað gæti lífslíkur og þau lífsgæði sem konur byggju við. Ævi íslenskra kvenna hætt að lengjast Hvað Island varðar sagði Kristín umræðu um heilbrigði kvenna af skornum skammti, en af nógu væri að taka. Sjúkdómar eins og vöðva- bólga væru afar algegnir meðal kvenna hér á landi, sem m.a. væru raktir til vinnuálags, einhæfrar vinnu og lélegs aðbúnaðar á vinnu- stöðum. Þá sagði Kristín reykingar kvenna mikið áhyggjuefni, en þær væru tengdar æ fleiri sjúkdómum. Beinþynning meðal kvenna yrði að faraldri á næstu öld yrði ekki grip- ið til víðtækra aðgerða, en hana mætti rekja m.a. til breytts matar- æðis og reykinga kvenna. Ungl- ingaþunganir, ungar mæður og endurteknar fóstureyðingar væru algengari hér á landi en á öðrum Norðurlöndum, sem hlyti að vekja spurningar um kynfræðslu og við- horf til barneigna. Loks velti Kristín fyrir sér þeirri staðreynd að ævi íslenskra kvenna væri hætt að lengjast, eftir því sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.