Morgunblaðið - 25.06.1996, Page 20

Morgunblaðið - 25.06.1996, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI GESTUR Bárðarson, Límtré, Ari Arnalds, VKS, Arnar Sigurðsson, Vírnet, Ólafur Ólafsson, Kjarna- fæði, Rögnvaldur Guðmundsson, RKS, Þorsteinn Siglaugsson, Uppmark og Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, sem afhenti fulltrúum fyrirtælqanna viðurkenningu fyrir þátttökuna í verkefninu. Límtré með bestu markaðsskýrsluna LÍMTRÉ hlaut viðurkenningu fyrir hafa sex fyrirtæki tekið þátt í þróun- sem þegar er hafinn. Ásamt Útflutn- bestu markaðsskýrsluna í verkefn- arverkefni fyrir lítil og meðalstór ingsráði íslands standa Iðnlánasjóð- inu „Útflutningsaukning og hag- fyrirtæki sem hafa áhuga á að hefja ur, íslandsbanki og Stjórnunarfélag vöxtur“. Undanfaraa tiu mánuði útflutningeðafestaísessiútflutning íslands að verkefninu. Þróunarsjóður sjávarútvegs hafnar tveimur tilboðum í hlutabréfaeign Vill ræða við tilboðsgjafa , STJÓRN Þróunarsjóðs sjávarútvegs- ins hafnaði á fundi í gær tveimur tilboðum sem borist höfðu í hluta- bréfaeign sjóðsins, en ákvað að óska eftir viðræðum við tilboðsgjafa. Annars vegar barst tilboð í öll hluta- bréf í eigu sjóðsins frá Útvegsmanna- félagi samvinnumanna hf., dótturfé- lagi íslenskra sjávarafurða hfv skv. upplýsingum Morgunblaðsins. I hinu tilvikinu var um að ræða tilboð frá Vopnaíj arðarh reppi í hlutabréf í Tanga hf. á Vopnafirði, en hregpurinn áformar að framselja bréfm til Útgerð- arfélags Akureyringa hf. Sjóðurinn á nú eftir í eigu sinni hlutabréf í þremur sjávarútvegsfyrir- tækjum. Bréf sjóðsins í Tanga eru að nafnvirði 115 milljónir eða sem nemur um 33% af heildarhlutafé. Þá á sjóðurinn bréf í Meitlinum hf. í Þorlákshöfn að nafnvirði rúmar 119 milljónir sem svarar til um 30% af heiidarhlutafé. Hlutabréf sjóðsins í Búlandstindi hf. á Djúpavogi nema tæpum 70 milljónum að nafnvirði eða um 23% af hlutafénu. Samkvæmt lögum um Þróunarsjóð sjávarútvegs- ins eiga hluthafar og starfsfólk við- komandi fyrirtækja forkaupsrétt að hlutabréfum sjóðsins og geta gengið inn í þau tilboð sem berast. Að sögn Magnúsar Gunnarssonar, formanns stjórnar Þróunarsjóðs, var erfítt að svara tilboði í alla hluta- bréfaeignina þar sem það var ekki sundurliðað á hvert fyrirtæki. „Sam- kvæmt Iögunum þurfum við að gefa hluthöfum möguleika á því að ganga inn í tilboð. Þess vegna þurfum við sundurliðað tilboð í hvert fyrirtæki fyrir sig. Það varð niðurstaðan að hvorugt af þessum tilboðum sem lágu fyrir væru aðgengileg fyrir okkur. Hins vegar höfum við áhuga á að selja bréfin og erum þess vegna opn- ir fyrir viðræðum við þessa aðila.“ Friðrik Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Tanga hf., kvaðst í samtali við Morgunblaðið vera mjög ánægður með að ÚA liti á Tanga hf. sem góðan fjárfestingarkost. Hagsmunaaðilar ósáttir við ný lög um álagningu vörugjalds sem taka gildi um mánaðamótin Óvíst með afstöðu ESA til breytinganna NÝ LÖG um vörugjöld taka gildi nú um mánaðamótin en enn er óljóst hvort breytingar þær sem lögin fela í sér muni duga til að kæra ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, til EFTA- dómstólsins verði dregin til baka. Hins vegar virðist ljóst að breyting- arnar falla hvergi í góðan jarðveg hér heima fyrir og hafa Samtök iðn- aðarins, Félag íslenskra stórkaup- manna og Vinnuveitendasambandið lýst yfír óánægju með þær. Að sögn Friðriks Sophussonar, fjármálaráðherra, hefur fjármála- ráðuneytið ritað ESA bréf þar sem tilkynnt er um þær lagabreytingar sem Alþingi hafi samþykkt og með þeim lögum sé komið að fullu til móts við kröfur stofnunarinnar, að mati ráðuneytisins. Jafnframt sé í bréfínu spurst fyrir um hvort ESA felli ekki niður málið þar sem ekki sé lengur lagalegum ágreiningi til að dreifa. Segir Friðrik að nú bíði ráðu- neytið svars ESA og framhaldið verði að ráðast af því. Það var Félag íslenskra stórkaup- manna sem kærði á sínum tíma nú- verandi fyrirkomulag til ESA á grundvelli þess að það mismunaði inniendum og erlendum framleiðend- um. ESA komst að þeirri niðurstöðu að sú væri raunin og miðuðust þær breytingar sem nú hafa verið gerðar við að fullnægja kröfum stofnunar- innar. Stórkaupmenn telja þó að ekki hafí verið nægilega langt gengið í að jafna aðstöðumun innlendra og erlendra framleiðenda og í sumum tilfellum sé beinlínis verið að hygla innlendum vörum eins og sjá megi í því að innlendar vörur lækki mun meira en innfluttar. Stefán S. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri FÍS, segist vera ánægður með að þingið hafi breytt gjaldfresti vörugjaldanna til betri vegar þannig að hann yrði sá sami á milli erlendra og innlendra framleið- enda. „Hins vegar óttast menn að framkvæmdin á þessum gjaldfresti kunni að verða ny'ög flókin en Ríkis- skattstjóri á enn eftir að setja nánari reglur þar að lútandi. Þá er ljóst að gjaldstofninn er enn ekki hinn sami hjá innlendum og erlendum framleið- endum og þar er áfram um mismun- um að ræða.“ Stefán segir að nú sé beðið eftir því hvort ESA muni afturkalla kær- una vegna vörugjaldanna, sem vísað var til Evrópudómstólsins. Eitt argasta klúður seinni ára í skattamálum Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt þessar breytingar á vörugjaldinu,_sem nú hafa tekið gildi, harkalega. í rit- stjórnargrein í nýjasta fréttabréfi samtakanna kallar Sveinn Hannes- son, framkvæmdastjóri SI, þessa lagasetningu eitt argasta klúður í skattamálum seinni ára. „I stað þess að sameina og sam- ræma neysluskattlagningu í einn not- hæfan neysluskatt er haldið áfram að tjasia í þetta skattskrípi," segir Sveinn í grein sinni og heldur áfram. „Eftir þessa síðustu breytingu er vörugjaldið orðið sambland af þremur leiðum sem öllum var hafnað af nefnd fjármálaráðuneytisins sem íjallaði um málið. Niðurstaðan er kostuleg blanda 13 flokka verð- og magn- gjalda til innheimtu á heildsölustigi ekki af heildsöluverði heldur af inn- kaupsverði." Segir Sveinn að málin hafi enn versnað í meðförum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis „í frum- varpinu var reiknað með að miða innheimtu við tollafgreiðslu og við töldum að það væri eðlilegt að miða við sölu hjá innlendum framleiðanda og hins vegar við tollafgreiðslu og að greiðslufresturinn væri hinn sami frá þeim tíma. Þetta hefði að okkar mati fullnægt kröfum ESA. Þingið sá hins vegar ástæðu til að breyta þessu og miða gjaidfrestinn við heildsölu, en breytti því samt ekki að gjaldstofninn er annars vegar tollverð og hins vegar verksmiðju- verð. Það vefst mjög fyrir mönnum hvemig eigi að framkvæma þetta og gerir málið enn flóknara og erfíðara heldur en það þó var.“ Sveinn segir að mjög erfítt verði með allt eftirlit þegar borga eigi vöru- gjaldið eftir vörutalningu á tveggja mánaða fresti og greiða eftir því hvað selst. Sveinn segir að ráðgert sé að funda með fulltrúum ríkisskattstjóra og fjármálaráðuneytis um þessar breyt- ingar á fimmtudag þar sem ræða eigi framkvæmd þessarar skattlagn- ingar. Hins vegar sé tíminn orðinn mjög knappur því framleiðendur þurfi að breyta tölvukerfum sínum vegna þessa og enn sé óljóst hvernig standa eigi að framkvæmdinni. Ekki pólitísk samstaða um róttækari breytingar Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að vörugjaldið sé í raun mjög slæmur gjaldstofn sem feli í sér mjög mikla mismunun á milli vöruflokka sem eigi sér mjög hæpnar forsendur. Hins vegar hafí ekki náðst pólitísk sam- staða, hvorki innan nefndarinnar né innan ríkisstjórnarinnar, um að hverfa frá vörugjaldinu og yfír í ein- hveija aðra skattheimtu eins og eðli- legast hefði verið að gera. Tekjurnar sem ríkissjóður hafi af gjaldinu séu einnig of miklar til að hægt sé að fella það niður án þess að einhver tekjuöflun komi á móti. Vilhjálmur segir að þingið hafi fyrst og fremst reynt að laga núver- andi kerfi til þannig að það myndi standast gagnvart EES-samningn- um. Háskóli íslands Endurmenntunarstofnun Markaðs- og útflutningsnám - eins árs nám með starfí - hefst í september 1996 Þátttaka í náminu: Nám ( markaðs- og útflutningsfræðum er fyrir þá, sem ná vilja betri árangri í starfi við sölu og markaðssetningu vöru og þjónustu, hvort sem er á heimamarkaði eða erlendis. Þeir einir geta tekið þátt í náminu, sem uppfylla öll eftirtalin skilyrði; hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi, hafa tveggja ára starfsreynslu í atvinnulífinu, geta skilið og lesið ensku og talað hana þokkalega. Kennarar: Umsjónarmenn og um leið aðalkennarar námskeiða verða þau Gísli S. Arason lektor, Birna Einarsdóttir forstöðumaður markaðs- og þjónustudeildar íslandsbanka, Jón Björnsson viðskiptafræðingur hjá Hofi hf., Þorgeir Þálsson deildarstjóri sjávarútvegssviðs Útflutningsráðs íslands, Ágúst Einarsson alþingismaður og Ingjaldur Hannibalsson dósent. Námsgreinar: Framsetning ritaðs máls, munnleg tjáning og upplýsingaöflun 6 klst. Rekstrarhagfræði 20 klst. Markaðsfræði 50 klst. Markaðsathuganir 30 klst. Sölustjórnun og sölutækni 30 klst. Flutningafræði 20 klst. Fjármál milliríkjaviðskipta 40 klst. Utanríkisverslun, hagræn landafræði og áhrif menningar á viðskiptavenjur 50 klst. Valnámskeið í viðskiptatungumálum: Enska, þýska, franska 50-70 klst. Kynnisferð. Stjórn markaðs- og útflutningsnámsins: Stjórn Endurmenntunarstofnunar hefur skipað eftirtalda einstaklinga í stjórn námsins: Ingjald Hannibalsson dósent, Jón Ásbergsson framkvæmdastjóra Útflutningsráðs, Margréti S. Björnsdóttur endur- menntunarstjóra HÍ, Þórð Sverrisson rekstrarhagfræðing og markaðsráðgjafa úr stjórn ÍMARK og Helga Gestsson deildarstjóra íTækniskóla íslands. Kennslutími, kennslufyrirkomulag og verð: Kennslustundir verða 246 klst. auk tungumálanámskeiðs fyrir þá sem það velja. Námið hefst í september 1996, stendur í eitt ár og er kennslutími kl. 16.00-20.00 einu sinni í viku, auk þess sem kennt er samtals þrisvar í mánuði ýmist eftir hádegi á föstudögum kl. 14.00-18.00 eða f.h. á laugardögum kl. 9.00-13.00. (lok námsins verður skipulögð kynnisferð til Evrópu til að kynnast nýjungum í markaðssetningu og milliríkjaverslun. Þá ferð greiða nemendur sérstaklega. Nánari upplýsingar um námið, ásamt umsóknareyðublöðum (sem sendist inn fyrir 10. ágúst 1996) fást hjá: Verð 145.000. Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands Tæknigarði, Dunhaga 5,107 Reykjavík. Sími: 525 4923. Fax 525 4080. Netfang: endurm@rhi.hi.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.