Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 9 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir EYÞÓR Björgvinsson með stóra laxinn úr Kálfhaganum. Víða líflegar göngur LAXVEIÐi virðist vera að glæðast víða og það var líflegt þegar opnað var í Straumfjarðará og Gljúfurá. Veiði var hins vegar rólegri í Mið- fjarðará, en þar er þó engan veg- inn fisklaust. Það besta í mörg ár „Við erum búnir að veiða í tvo daga og það eru komnir 13 laxar á land á þtjár stangir. Menn muna ekki betri byijun nér. Allir utan tveir laxanna eru stórir, 10 til 13 punda og fiskur hefur verið að veiðast um alla á. Það eru sjö hylj- ir sem hafa gefið þessa veiði. í venjulegu árferði í júní erum við að fá fiska í einum eða tveimur hyljum, en nú er lax dreifður um allt,“ sagði Ástþór Jóhannsson sem var ásamt fleirum að opna Straum- fjarðará, en veiði hófst þar síðdeg- is á laugardag. Flestir laxanna hafa veiðst á flugu og hafa rauðar og svartar Frances túbuflugur ver- ið afgerandi. Góð byrjun í Gljúfurá Veiði hófst í Gljúfurá í Borgar- firði eftir hádegið á fimmtudag og lauk fyrsta hollið veiðum á hádegi laugardags. Veiðin var 8 laxar sem þykir gott í ánni. Aftur á móti dofnaði yfir hlutunum er næstu menn komu til veiða og að sögn Jónasar Tómassonar í Sólheima- tungu veiddi næsti hópur aðeins einn lax. Hins vegar hafa menn séð lax víða í ánni og eru orðnar þrjár vikur síðan menn sáu fyrstu laxana. Fékk þann stóra nánast óvart Eyþór Björgvinsson læknir veiddi rúmlega 21 punds hrygnu í Kálfhagahyl í Stóru-Laxá í Hreppum fyrir nokkrum dögum. Fékk hann laxinn á svartan 28 gramma Tóbí og stóð viðureignin yfir í 15 mínútur. Tildrögin að því að Eyþór festi í fiskinum voru nokkuð sérkennileg. Hann segir svo frá: „Ég tók til nýjan spón, losaði hann af spjald- inu, hnýtti hann á línuna, en stakk spjaldinu í vasann. Síðan óð ég út í og kastaði. Er ég var byijaður að draga sá ég allt í einu, að spjald- ið hafði hrpkkið upp úr úlpuvasan- um og flaut í átt frá mér. Mér fannst það óhæfa að vera að henda rusli í ána þótt óviljandi væri, hætti að draga og beygði mig nið- ur eftir spjaldinu, náði því og reisti mig aftur upp og stakk því í vas- ann á ný. Þegar ég ætlaði að spóla spónin áfram var allt gikkfast og ég bölvaði í hljóði að nú væri það fósturjörðin. Ég rykkti í, en þá var rykkt á móti. Þetta var þá lax og svona líka fallegur fiskur." Lifnar yfir Laxá í Leirársveit „Gærdagurinn var sá besti til þessa, það komu 12 laxar á land og menn hafa séð mikið af laxi að ganga síðustu tvo daga. Það eru nú komnir 58 laxar á land og allir hér um slóðir bjartsýnir á framhaldið,“ sagði Ragna Krist- mundsdóttir í veiðihúsinu við Laxá í Leirársveit í gærdag. Stærsti lax sumarsins til þessa var 21 punds lax, 100 sentimetra langur, veidd- ur af Vigni Ragnarssyni á maðk í Laxfossi. Lax sést nú og veiðist um alla á. Rólegheit í Miðfirði „Þetta er svona hægt og rólegt hjá okkur, fyrsta hollið lauk veið- um nú á hádegi og fékk 12 laxa. Þetta er annað ástand en menn eru vanir á þessum tíma sumars, fiskur dreifður um ailar ár. Það hefur sést lax frammi í Valsfossi í Austurá og Hyrnufossum í Vest- urá, en lengra kemst laxinn ekki. Þetta er óhemjulangt svæði hjá okkur og getur verið erfitt að finna lax þegar aðeins júnígöngurnar eru fyrir hendi,“ sagði Böðvar Sig- valdason á Barði um fyrstu veiði- daganna í Miðfjarðará. Laxinn sem veiddist var allur 10 til 14 pund. Dauft í Laxá á Ásum Lítil veiði hefur verið í Laxá á Ásum það sem af er, a.m.k. miðað við hvaða væntingar menn gera til árinnar. Á laugardag voru komnir 45 laxar á land og sagði Ómar Blöndal Siggeirsson sem þá var að hætta veiðum, að lítið væri af laxi, en þó hefðu þeir séð nokkra smálaxa vera að ganga er þeir hættu veiðum. L_ax er nú alveg fram í Langhyl. Ómar og félagar fengu 3 laxa, þar af fékk Ómar einn sem var rúm 20 pund. Fékk hann laxinn á maðk í efsta Dulsa. Mæðgin slasast í bílveltu MÆÐGIN slösuðust í bílveltu á Holtavörðuheiði á sunnudagskvöld og voru flutt á slysadeild með þyrlu. Líðan þeirra var eftir atvik- um góð í gær, að sögn læknis í Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Tildrög slyssins voru þau, að sögn lögreglu á Hólmavík, að öku- maður bifreiðarinnar sem valt tók ekki eftir bíl sem ætlaði að aka framúr. Bílarnir strukust saman og við það missti bílstjórinn stjórn á bifreiðinni, sem valt heilan hring. Slysið varð um kvölmatarleytið skammt norðan við sæluhúsið á Holtavörðuheiði og er mikil lausa- möl á þeim kafla að sögn lögreglu og vegurinn nýmalbikaður. Bif- reiðin, sem er af gerðinni Mazda, er talin gjörónýt. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar náði að stöðva úti í kanti og reynd- ist hún ekki mikið skemmd. í bíln- um voru maður og kona og var þeim illa brugðið við atburðinn, samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Hólmavík. St r etisga 11 a b u x: u n a r Michéle komnar aftur tískuverslun Rauðarárstíg 1 sími 561 5077 DÚNDURÚTSALA 30—60% afsláttur Dasmi: Jogginggallar 3.595 nú 1.995 Leggingsett 2.995 nú 1.495 Stuttbuxur 1.495 nú 750 ...og margtfleira BARNAKOT Borgarkringlunni sími 588 7 340 TROÐFULL BllÐ af feröatöskum og handtöskum íferðalagið. fs Komdu með gamalt skópar 3000 króna innborgun upp í 6 hraða geisladrif. - Grensásvegur 3 -108 Reykjavík - - Sími: 5885900 - Fax : 5885905 - * Skórnir verða gefnir í skósöfnun Steinars Waage og Rauða krossins sem ber yfirskriftina "láttu skóna ganga aftur! ". Fáið ykkur geggjaða græju og styrkið gott málefni* í leiðinni. Http://www.mmedia.ís/bttolvur BT Tölvur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.