Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FORSETAKJÖR ’96 Skoðanakönnun Gallups Guðrún bætir mest við sig FYLGI Guðrúnar Agnarsdóttur hef- ur aukist síðustu daga ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Gallup gerði dagana 20. til 23. júní vegna forsetakosninganna 29. júní nk. Samkvæmt henni hefur Ólafur Ragnar Grímsson mest fylgi eða 43,7%, þá Pétur Kr. Hafstein, 28,1%, Guðrún Agnarsdóttir 24% og Ástþór Magnússon 4,3%. Þeir sem voru óákveðnir við fyrstu spurningu voru spurðir hvem þeir myndu líklegast kjósa. Ofan- greindar tölur fást þegar þessar tvær spurningar eru lagðar saman. Eftir að Guðrún Pétursdóttir dró framboð sitt til forseta til baka hefur Guðrún Agnarsdóttir bætt við sig mestu fylgi miðað við fyrri kannanir Gallups. Fylgi hennar fer úr 15% upp í 24%. Fylgi Ólafs Ragn- ars fer úr rúmlega 40% í tæplega 44%, fylgi Péturs Kr. fer úr 30% í rúmlega 28% og fylgi Ástþórs fer úr 3,3% í 4,3%. Óákveðnir og þeir sem neita að svara eftir fyrstu spurningu eru 23%. Eftir aðrar spumingu em þeir 10%. Fjórðungur skiptir hugsanlega um skoðun Spurt var hvort viðkomandi myndi hugsanlega kjósa annan frambjóðanda sem hefði meiri möguleika ef sá frambjóðandi sem viðkomandi hugðist kjósa hefði hverfandi möguleika á að ná kjöri. Um fjórðungur kjósenda Péturs, Guðrúnar og Ástþórs telja líklegt að þeir skipti um skoðun. Stuðn- ingsmenn Guðrúnar, sem telja lík- legt að þeir skipti um skoðun, skipt- ast jafnt á milli Ólafs og Péturs. Stuðningsmenn Péturs vilja Guð- rúnu mun fremur en Ólaf. Morgunblaðið/Árni Sæberg FORSETAFRAMBJÓÐENDUR sátu fyrir svörum á opnum fundi Félags framhaldsskólanema og Hins hússins á Ingólfstorgi á laugardag. Útifundur ungs fólks með frambjóðendum Sammála um lækkun áféngiskaupaaldurs FÉLAG framhaldsskólanema og Hitt húsið stóðu fyrir opnum fundi með forsetaframbjóðendum á Ing- ólfstorgi síðastliðinn laugardag. Yfírskrift fundarins var Ungt fólk og forsetinn, og sátu frambjóðend- ur fyrir svörum um ýmis mál sem snerta ungu kynslóðina. Frambjóðendurnir fjórir voru sammála um ýmis mál sem eru ungu fólki mikilvæg, s.s. að tryggja þurfi atvinnuöryggi og jafnan rétt til náms. Allir voru á einu máli um að forsetinn ætti að standa vörð um jafnan rétt allra þjóðfélagsþegna, óháð kynferði, trúarskoðunum eða kynhneigð, og ætti tvímælalaust að taka afstöðu í slíkum málum. Þá svöruðu allir þeirri spurningu játandi hvort lækka ætti áfengiskaupaaldur nið- ur í 18 ár. Fundargestur spurði frambjóð- endurna hvort forsetaembættið væri ekki bara áhrifalaust punt- embætti. Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Agnarsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson vildu ekki taka undir þetta og sögðu að forsetinn gæti haft mikil áhrif þótt hann hefði ekki pólitísk völd. Ástþór Magnússon sagði hins vegar að embættið væri algjörlega áhrifa- laust ef forsetinn væri í vasanum á forsætisráðherra, en ef forset- inn þyrði að hafa sjálfstæðar skoðanir gæti hann haft veruleg áhrif. Frambjóðendur voru spurðir að því hvað greindi þá að, hví ætti að kjósa einn þeirra fremur en annan. Pétur Kr. Hafstein kvaðst’ leggja megináherslu á þýðingar- mikið hlutverk forsetans í stjórn- kerfinu og íslensku þjóðlífi, en sagðist ekki geta verið dómari í eigin sök. Guðrún Agnarsdóttir sagði einnig að erfitt væri að bera sig saman við hina frambjóð- endurna, það væri hlutverk kjós- enda. Hún sagði að stefnumál sín væru hugsjónir um betra samfé- lag og kvaðst vilja leitast við að tendra samstöðu meðal þjóðarinn- ar um þau gildi sem þurfa að vera kjölfesta í velferðarþjóðfé- lagi, og efla samábyrgð, samhjálp og samvinnu meðal landsmanna. Ástþór Magnússon sagði að val þjóðarinnar stæði á milli sín, sem litríks og sterks forseta, og hinna frambjóðendanna, sem hann sagði vera litlausa og hrædda við að taka afstöðu gegn ríkisstjórn- inni. Ólafur Ragnar Grímsson sagði það vera svolítið ósann- gjarnt að spyrja frambjóðendur hvað greindi þá að, og sagðist ekki vilja fara út í mannjöfnuð. Að lokum voru frambjóðendur spurðir hvort nokkuð í fari þeirra gæti hamlað því að þeir yrðu góð- ir forsetar íslands. Pétur Kr. Haf- stein sagði að hann hefði ekki boðið sig fram ef hann teldi að eitthvað hamlaði því að hann yrði góður forseti. Guðrún Agnarsdótt- ir sagði að helst kæmi til greina að hún væri ekki nógu dugleg að ná til sem flestra kjósenda_til að kynna þeim stefnumál sín. Ástþór Magnússon kvaðst verða frábær forseti og hafði engu við það að bæta. Ólafur Ragnar Grímsson sagði að hann óttaðist mest að verða of duglegur, því góður for- seti yrði að geta slappað af. Forsetaframbjóðendurnir fjórir lofa breytingum á orðuveitingum nái þeir kjöri til embættis Von á áherslubreytingu Ástþór Magnússon Guðrún Agnarsdóttir Ólafur Ragnar Grímsson Pétur Kr. Hafstein ORÐ forsetaframbjóðendanna fjögurra gefa til kynna að von sé á áherslubreytingu við orðuveit- ingar á Bessastöðum. Forsetafram- bjóðendurnir virðast sammála um að meira þurfi að fara fyrir viður- kenningum vegna sérstakra af- reksverka. Allir lofa forsetafram- bjóðendurnir því að ef svo fari að þeir nái kjöri verði hægt að sjá áherslubreytingu á næsta nafna- lista vegna orðuveitinga. Ástþór Magnússon sagði að sér fyndist að vel mætti endurskoða tilhögun orðuveitinga. „Ég tel að ekki sé við hæfi að vopnlaus og friðsöm þjóð veiti viðurkenningar í formi orða enda hafa orður hern- aðarlegt ígildi. Viðurkenningar mætti veita með öðrum hætti. Mér finnst að veita ætti viðurkenningar fyrir hetjudáðir eða sérstaka frammistöðu í þágu fólksins í land- inu, t.d.hefði verið vel við hæfi að veita viðurkenningar fyrir björgunarstörf í snjóflóðunum í Súðavík- og á Flateyri,” sagði hann, Ástþór sagði eðlilegt að endur- skoða viðurkenningar vegna eðli- legra starfa embættismanna. Hvatningarviðurkenning Guðrún Agnarsdóttir forseta- frambjóðandi sagði fulla ástæðu til að endurskoða reglur um orðu- veitingar. „Mikilvægt er að varð- veita þá grunnhugsun sem að baki orðuveitingum býr, þ.e. að viður- kenna afrek og vel unnin störf af hvaða tagi sem er. Jafnframt þarf að huga sérstaklega að hvatning- arviðurkenningu og líta þá til allra þeirra fjölmörgu sem vinna þjóð- inni ómælt gagn með hljóðlátum hætti á hverjum degi,“ sagði Guð- rún. „Sem dæmi má nefna Laufeyju Jakobsdóttur, „ömmuna í Grjóta- þorpi“, sem hjálpaði unglingunum á Hallærisplaninu og í miðbænum sem voru í vanda staddir. Mér finnst hún mjög vel að sinni viður- kenningu komin.“ Yngra fólki veitt viðurkenning Ólafur Ragnar Grímsson telur nauðsynlegt að gera breytingar á veitingu fálkaorðunnar. Fyrst og fremst eigi að veita hana fyrir sérstök afrek og mikilvægt fram- lag til þjóðfélagsins. „Það setur fálkaorðuna í vissar ógöngur að hún sé í jafn ríkjum mæli og raun ber vitni veitt ákveðnum hópi embættismanna og ráðamanna í þjóðfélaginu nánast fyrir það eitt að hafa mætt sómasamlega í vinn- una í 30 ár þannig að þeir eigi hana sýslumenn, hæstaréttardóm- arar, ráðuneytisstjórar og aðrir slíkir nánast í áskrift. Ég held að einkum eigi að horfa til þess að veita fálkaorðuna ein- staklingum sem hafa unnið mikil- væg verk og ég get tekið sem dæmi ef ungir athafnamenn reisa atvinnulíf byggðarlags úr rústum eðaryðja nýjar brautir í atvinnu- lífi íslendinga, eins og t.d. strák- arnir í Oz svo ég taki nú dæmi, þá geti fyllilega verið réttlætan- legt að veita þeim fálkaorðuna þótt þeir séu ekki orðnir þrítugir. Á sama hátt verðskulda einstakl- ingar sem hætta lífi sínu hvað eftir annað við björgunarstörf við erfiðar aðstæður einnig fálkaorð- una ogjafnvel frekar en ýmsir aðrir sem fá hana nánast fyrir bara embættisstörf," sagði hann. Hann tók fram að sér fyndist rétt að veita fálkaorðuna fyrir sérstök verk á sviði menningar og lista. Einkum og sér í lagi bæri listafólkið hróður íslands víða um heim. „Við getum nefnt t.d. okkar ágætu óperusöngvara marga, sem eru að gera garðinn frægan víða um heim, eða fólk eins og Björk, sem ég veit ekki hvort hefur fengið orðuna eða ekki, en mér finnst að hún sé ágætt dæmi um að óþarfi sé að bíða með að veita henni æðsta heiðursmerki íslands þangað til hún er komin á elliár. Og af því að ég sá mynd af Björk með Birni Bjamasyni menntamálaráðherra í Morgun- blaðinu finnst mér óþarfi að hann sé æðra settur í virðingarskala fálkaorðunnar en Björk, með allri virðingu fyrir hinum ágæta menntamálaráðherra." Ólafur Ragnar telur ástæðu til að gera grein fyrir því hvaða er- lendis ríkisborgarar fá fálkaorð- unum og hvers vegna, á svipaðan hátt og þegar íslendingar eiga hlut að máli. Ekki sjálfvirkni Pétur Kr. Hafstein forsetafram- bjóðandi segir að sér finnist ástæða til að breyta tilhögun orðu- veitinga. „Að forsetinn hafi að leiðarljósi að verið sé að færa fram þakkir fyrir hönd þjóðarinn- ar fyrir einhver sérstök afmörkuð og tiltekin verk eða svið þar sem menn skara fram úr. Ég mun ekki nefna einstök dæmi. Hins vegar tel ég að skýrt verði að vera af- markað hvað er verið að þakka og sú skýring eigi að koma fram í tengslum við orðuveitinguna. Að sjálfsögðu á ekki að vera sjálf- virkni í orðuveitingum og í sjálfu sér er ekki hægt að launa mönnum lífsstarfið með heiðursmerki af þessu tagi. Heldur verður sjónar- miðið, sem ég lýsti, að vera í fyrir- rúmi. Sú leið leiðir, að mínum dómi, sjálfkrafa til þess að spar- lega verður farið með orður og þær hafa um leið meira gildi,“ sagði hann. Hann sagðist ekki telja að áherslubreytingin myndi kalla á lagabreytingu. „Um orðuna eru lög og svo starfsreglur orðunefnd- ar. Þeim þarf í rauninni ekkert að breyta. Verkefni orðunefndar er að gera tillögur til forsetans og forseta er í sjálfsvald sett hvort hann fellst á tillögurnar. Hann getur einnig veitt fálkaorðuna án þess að tillaga orðunefndar komi til.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.