Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stéttarfélög lögreglumanna segja ástandið í miðbænum kalla á nýtt skipulag Harðnandi ofbeldi og árásir miskunnarlausari Sparkað í höfuð ungs löggæzlu manns aðfaranótt sunnudags SPARKAÐ var í höfuð ungs lög- reglumanns aðfaranótt sunnudags í miðbæ Reykjavíkur. Lögregla hugðist handtaka mann vegna skemmdarverka á bifreið en maður- inn og unnusta hans, sem bar hnúa- jám, höfðu lent í átökum við þriðja mann, sem kom að og hugðist koma í veg fyrir frekari skemmdir. Árás- armaðurinn sparkaði í lögreglu- manninn með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. Forsvarsmenn lögreglumanna telja að ofbeldi fari harðnandi, árás- ir séu miskunnarlausari og ástandið í miðbænum kalli á endurskoðun löggæslunnar. Þá er ástæða til að endurskoða aðbúnað og starfsör- yggi afleysingamanna í lögreglunni að mati formanns Lögreglufélags Reykjavíkur. Þeir hafa ekki leyfí til að bera sama búnað og fullgildir lögreglumenn en klæðast sams kon- ar einkennisbúningum. Sá sem sparkaði í andlit lögreglu- mannsins kveðst ekki hafa vitað að um lögreglumann væri að ræða, að sögn Rannsóknarlögreglu ríkis- ins, og ekki er talið að um ásetning hafí verið að ræða. Honum var sleppt eftir yfírheyrslur hjá RLR og verður málið sent saksóknara. Málinu óviðkomandi að um sumarmann var að ræða Guðmundur Guðjónsson yfírlög- regluþjónn segir að hart sé tekið á árásum á lögreglumenn og til marks um það hafi á þessu ári ver- ið kveðinn upp dómur um fjögurra mánaða óskilorðsbundna fangelsis- vist yfir manni sem veittist að lög- reglumönnum sem hugðust hneppa hann í varðhald. Guðmundur tekur fram að í þessu tiltekna árásarmáli frá því um helgina hefði engu máli skipt þótt um fullmenntaðan lög- reglumann hefði verið að ræða, enda hafí lögreglumaðurinn verið í sameiginlegri aðgerð með tveimur reyndum mönnum. Góð reynsla af sumarmönnum Lögreglumenn, sem lokið hafa fyrri hluta náms í Lögregluskóla ríkisins, hafa leyfi til þess að bera kylfu og varnarúða, samkvæmt starfsreglum, gefnum út af dóms- málaráðuneyti. Sumarafíeysinga- menn hafa hins vegar að öllu jöfnu viku þjálfun að baki og mega ekki bera fyrrgreindan búnað, að sögn Guðmundar, en til þess er ætlast að þeir séu í fylgd reyndari lög- reglumanna og þannig sé málum háttað innan lögreglunnar í Reykja- vík. „Kylfunotkun er hins vegar ekki algeng. Það koma kannski upp nokkur tilvik á ári þar sem þeirra er þörf og hið sama gildir um úð- ann,“ segir hann. Guðmundur segir lögregluna í Reykjavík ráða 27 sumarafleysingamenn eða rúm 10% af heildarmannafla. Hann segir að sumarafleysingamönnum hafi verið fækkað verulega undanfarin ár, þeir hafi fyrir nokkrum árum verið á milli 50 og 60. Ástæðan sé að verulegu leyti samdráttur í rekstri og fækkun í lögregluliði almennt. Hann segir vandað vel til vals á sumarafleysingamönnum, þeir komi margir hveijir sumar eftir sumar og af þeim sé góð reynsla. Ekki megi merkja að sumarmenn slasist meira en aðrir lögreglumenn. „Þetta fyrirkomulag, að vera með sumarafleysingamenn, hefur gert okkur kleift að krækja í mjög hæfa menn sem annars hefðu ekki geng- ið til liðs við okkur. Lögregluliðið í heild hefur þannig orðið betra fyrir bragðið," segir Guðmundur. Sumarafleysingar tímaskekkja Jónas Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, og Óskar Bjartmarz, formaður Lög- reglufélags Reykjavíkur, eru sam- mála um að ekki eigi að ráða aðra til lögreglustarfa en þá sem til þess hafa verið menntaðir. Það tíðkist ekki annars staðar í Evrópu að afleysingafólk sé tekið í lögregluna. Afleysingamenn fá aukaaðild að félögum lögreglumanna þegar þeir fara á launaskrá og segja bæði Jónas og Óskar að félögin standi vörð um réttindi þeirra eins og ann- arra félagsmanna. „Ógnun við þessa menn er ógnun við stéttina alla. Annaðhvort þarf að auka mjög menntun afleysingafólks eða byggja lögreglulið upp þannig að það sé sjálfu sér nægt,“ segir Jónas. Harðnandi heimur Óskar segir ljóst að breyta þurfi löggæslunni vegna ástandsins í miðbænum. Hann segir að miðað við hvernig almenn löggæsla hafí þróast á undanförnum misserum teljist viku námskeið vart nægur undirbúningur og endurskoða verði hlutverk sumarafleysingamanna, aðbúnað þeirra og öryggi. Þjálfun til löggæslu fái menn ekki á nokkr- um dögum. „Þetta hefur tíðkast í áratugi og var kannski í lagi áður fyrr, en heimur harðnandi fer. Lög- reglumenn eru í hættu, það er hrækt á þá, þeir grýttir og svívirtir á ýmsan hátt,“ segir Óskar. Jónas segir að árásin á lögreglu- manninn verði tekin til umræðu á fundi framkvæmdastjórnar félags síns á næstu dögum og í framhaldi af því verði málið tekið upp við dómsmálaráðuneytið. Olíuskip * vaktaðí höfninni OLÍUFLUTNINGASKIPIÐ Malik- Traider, sem selur olíu til skipa á Reykjaneshrygg, lagðist við Ægis- |B garð í gær vegna vélarbilunar. k Skipið er girt af og var vaktað í nótt til að bægja frá umferð. Að sögn slökkviliðsins í Reykjavík eru um 4.000 tonn af olíu um borð í skipinu. Gert er ráð fyrir að viðgerð ljúki í dag og að skipið haldi úr höfn í kvöld. ----» ♦ ♦--- Norðurlandamót í brids Baráttaum 1 efstu sætin SVIAR, Norðmenn og íslendingar beijast um Norðurlandameistaratit- ilinn í brids en þessar þjóðir hafa forystu í opna flokknum þegar | mótið er hálfnað. Svíar eru efstir með 102 stig, Norðmenn hafa 92 og íslendingar 91 en langt er í næstu þjóðir. íslenska liðið vann Dani, 23:7, í fjórðu umferð í gær en gerði síðan jafntefli við Finna, 15:15, í fímmtu umferð í gærkvöldi. í kvennaflokki töpuðu íslending- ar fyrir Dönum, 10:20, í fjórðu umferð en unnu Finna, 16:14, í fimmtu umferð og eru í fimmta | sæti með 56 stig. Svíar eru lang- » efstir með 109 stig. Ekki er spilað j í mótinu í dag. | ■ Skin og skúrir/47 Morgunblaðið/Sverrir Prinsessan af Tælandi í heimsókn ins í Tælandi. Hún kom til lands- ins á sunnudag með flugvél frá SAS ásamt 46 manna fylgdar- liði, þar á meðal forstjóra SAS í Tælandi. Samvinnuferðir- Landsýn sjá um skipulagningu ferðarinnar hér á landi. Fyrsti viðkomustaðurinn var Bláa lónið og síðan var haldið til Bessastaða, þar sem forseti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir bauð til óformlegrar te- drykkju. Um kvöldið snæddi hópurinn kvöldverð í Perlunni. I gær var farið að Nesjavöll- um, Þingvöllum, Gullfossi og Geysi og í dag á Vatnajökul og í siglingu á Jökulsárlóni. Hópur- inn heldur utan í fyrramálið. Að sögn Þóru Th. Hallgríms- son hjá Samvinnuferðum-Land- sýn fylgir hópnum tökulið frá tælenska sjónvarpinu, sem send- ir glefsur úr íslandsferðinni um gervihnött til Tælands einu sinni á dag. Þóra segir að prinsessan hafi alltaf haft mikinn áhuga á norðrinu og þekki vel til íslend- ingasagnanna. PRINSESSAN af Tælandi er nú stödd í einkaheimsókn hér á landi. Galyani Vadhana heitir hún og er eldri systtr konungs- í RIÓRA MEÐ blaðinu í dag fylgir tólf síðna auglýsingablað frá Kringlunni. Nýtt fyrirtæki í lyfja- verslun tengt Bónus 1 NÝSTOFNAÐ fyrirtæki, Lyfjabúð- ir ehf., yfirtekur rekstur Hafnar- fjarðar Apóteks um næstu mán- aðamót og stefnir að því að opna þijú ný apótek í haust. Nýju apó- tekin verða við hlið Bónusverslan- anna við Smiðjuveg í Kópavogi og Iðufell í Reykjavík og það þriðja í nýrri verslunarmiðstöð í Setbergs- hverfí í Hafnarfirði. Í framtíðinni er stefnt að því að opna apótek í næsta nágrenni við aðrar Bónusverslanir þar sem því verður við komið. Stofnendur Lyfjabúða ehf. eru Almar Grímsson apótekari í Hafn- arfjarðar Apóteki, Bessi Gíslason lyfjafræðingur, Guðmundur Reykjalín viðskiptafræðingur, Jó- hannes Jónsson í Bónus og Harald- ur Jóhannsson framkvæmdastjóri. Hlutafé er 9,5 milljónir króna en verður aukið í 20 milljónir í haust. Framkvæmdastjóri hins nýstofn- aða fyrirtækis er Guðmundur Reykjalín eir hann var áður fram- kvæmdastjóri Apótekarafélags ís- lands. Mætum þeirri áskorun sem nýju lyfjalögin bjóða upp á í apótekum Lyfjabúða ehf. verð- ur boðið upp á lyf, hjúkrunar- og sjúkragögn, heilsu- og hreinlætis- vörur á hagstæðu verði, segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. „Með þessu erum við að skapa okkur betri samkeppnisaðstöðu. Við ætlum að mæta þeirri áskorun ( sem nýju lyfjalögin bjóða upp á, ( stofna nokkur ný apótek og láta L þau vinna saman og ná þannig ' hagkvæmni í rekstri og betra verði,“ segir Almar Grímsson, en hann mun, jafnframt því að veita Hafnarfjarðar Apóteki faglega for- stöðu, annast faglega yfirstjórn nýja fyrirtækisins. Valt með 14 tonn af rækju Stykkishólmi. Morgunblaðið. FLUTNINGABÍLL með tengivagn valt við afleggjara í Kerlingar- skarði á Snæfellsnesi um hádegis- bil á sunnudag. I bílnum voru 14 tonn af rækju sem flutu út um allt og er hann talinn gjörónýtur. Bílstjórinn slapp ómeiddur. Óhappið varð þar sem vegurinn skiptist til Stykkishólms og Grund- arfjarðar og ætlaði ökumaðurinn að beygja inn til Stykkishólms. Á umræddum vegarkafla er brött brekka niður að afleggjaranum og tókst ökumanni ekki að hægja ferðina nægilega mikið til þess að ná beygjunni með þeim afleiðing- um að bíll og tengivagn ultu. Flutningabílinn fór á hvolf en tengivagninn á hliðina og dreifðist farmurinn um allt. Var verið að flytja 11 tonn af Eldeyjarrækju til vinnslu á Bíldudal. Morgunblaðið/Ámi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.