Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ STRAND FAGRANESSINS ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 13 að yfirgefa Æðey klukkan 5.05 um morguninn. Sumir voru þá enn á leið til ísafjarðar. Skúli segir að flutningarnir hafi gengið ágætlega eftir að þeir hóf- ust. Hann segir að farþegarnir hafi verið í ágætu ásigkomulagi, sumum hefði brugðið í upphafi en flestir verið rólegir. Einhver kurr var í fólkinu þegar flutningarnir í land voru að hefjast og tók lögreglan á Isafirði þá við stjórninni. Tveir lög- regluménn voru komnir í Ögur og fór annar út í eýjuna. Oddur Árna- son aðalvarðstjóri segir að ástandið á fólkinu hafi almennt verið gott, einhver ölvun og þeim sem kvartað hafðu undan kulda hefði verið kom- ið í húsaskjól hjá Jónasi bónda. Sérstök leyfi fyrir farþega Ekki reyndi á björgunarbúnað Fagraness vegna þess hvað veður var gott. Þannig voru björgunarbát- ar skipsins ekki settir á flot. Heiðar skipstjóri segir að það hefði að sjálf- sögðu verið gert ef eitthvað hefði verið að veðri en tekur fram að ekki hefði verið farið í þessa farð í slæmu veðri. í þessu tilviki hefði verið hentugra fýrir farþegana að stíga beint um borð í slöngubátana úr skutlúgu skipsins. Allir hafi ver- ið settir í björgunarbelti. Ekki var hægt að loka lúgunni aftur og var hún opin alla nóttina eða þar til það uppgötvaðist, að einhver hafði rekið sig í stöng og með því aflagað still- inguna. Djúpbáturinn Fagranes hefur al- mennt leyfi til að flytja 170 far- þega. Eru björgunarbátar fyrir rúmlega þann fjölda, auk slöngu- báta og fleka. Heiðar skipstjóri seg- ir útgerðina fá stöku sinnum sér- staka undanþágu hjá Siglingamála- stofnun fyrir fleiri farþega vegna ferða innan Djúps. Ber útgerðinni ekki saman við Siglingamálstofnun um það hvað margir máttu fara með skipinu. Skipstjórinn telur sig hafa haft munnlegt leyfi fyrir 235 farþegum en Siguijón Hallgríms- son, starfsmaður Siglingamála- stofnunar á ísafirði, segist hafa veitt leyfi fyrir 220 farþegum. Sig- urjón segir að undanþágur fyrir ferðir af þessu tagi hafi verið veitt- ar einu sinni eða tvisvar á ári, yfir- leitt munnlega seinni árin. Telur hann að þessi fjöldi og þó fleiri væru hefði engin áhrif á stöðugleika skipsins. Skipstjórinn segir að bætt hafi verið við björgunarbát vegna þessarar ferðar og framkvæmda- stjóri útgerðarinnar segir að björg- unarbátar hafi verið fyrir 270 manns. Sigurjón Hallgrímsson segir að síðast þegar hann taldi björgun- arbelti um borð í Fagranesi hafi þau verið 240. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á ísafirði, segist hafa hug- leitt það að kalla saman almanna- varnanefnd þegar hann var látinn vita um strandið. Hann hafi hins vegar metið aðstæður svo að ekki væri ástæða til þess. „Þetta óhapp sýnir að mjög brýnt er að öll björg- unartæki séu í lagi og til taks ef óhöpp verða,“ segir sýslumaður. Hann bætir því við að mikilvægt sé að höfð s§ nákvæm tala á farþeg- um í hverri ferð. Það skipti máli við leit. Á flot á hádegisfóðinu Varðskipið Ægir kom að Fagra- nesi um nóttina. Til öryggis var náð í mengunarvarnabúnað til ísafjarð- ar og þijá menn sem fylgja honum því lífríkið er viðkvæmt á þessum slóðum. Tókst Ægi að draga Fagra- nes af skerinu á hádegisflóðinu á sunnudag, það var komið á flot rétt fyrir klukkan 14, að sögn Sig- urðar Steinars Ketilssonar skip- herra. Þegar kafarar frá varðskip- inu könnuðu skemmdir kom í ljós að botnstykki á dýptarmæli hafi brotnað af þannig að um 20 sentí- metra rifa myndaðist inn í skolp- tank eldhússins. Var það þétt að utan eftir því sem mögulegt var og tappar settir í niðurföll. Skipið sigldi síðan sjálft til hafnar á ísafirði og var komið þangað um klukkan hálfsex síðdegis í gær. Heiðar Krist- insson skipstjóri segir að lekinn sé það lítill að aðeins þurfi að dæla á fjögurra tíma fresti. Fagranes er nú komið í slipp á Akureyri og vonast útgerðarstjór- inn til þess að viðgerð þurfí ekki að taka nema einn dag. Nú er há- annatími við ferðamannaflutninga á Hornstrandir svo lögð er áhersla á að skipið komist sem fyrst aftur í rekstur. Lögreglan tók skýrslu af skipstjóra og fleiri úr áhöfninni á sunnudag, strax og skipið kom til ísafjarðar. Verða þær lagðar fram í sjóprófum sem haldin verða í Hér- aðsdómi Vestfjarða á ísafirði. Út- gerðin fól í gær lögmanni sínum að óska eftir sjóprófum, eins og henni ber skylda til samkvæmt lög- um. Beiðnin hafði þó ekki borist embættinu síðdegis í gær. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson FAGRANES á strandstað á Háuskerjum við innsiglinguna til Æðeyjar, varðskipið Ægir í forgrunni. til kaupa, framkvæmda eða endurskipulagningar Þeir sein hafa í hyggju að taka til hendinni, hvort sem er við kaup á íbúðarhúsnæði, í sambandi við viðbyggingu eða breytingu á fasteign eða einfaldlega við að endurskipuleggja fjármálin, eiga liauk í horni þar sein Búnaðarbankinn er. Búnaðarbankinn býður lán til allt að 25 ára vegna þessara hluta. Lánin eru verðtryggð með föstum vöxtum á bilinu 6,75% - 8,45%. Þau eru tryggð með veði í íbúðar- húsnæðfog fara vaxtakjör eftir veðsetningarhlutfalli eignarinnar. Afgreiðsla á lánsumsóknum gengur iljótl og vel fyrir sig og þessi lán henta því vel fólki sem ætlar að hefjast handa nú í sumar. Leitið upplýsinga um kjör og skilmála í útibúum Búnaðarbankans. 00 BUNAÐARBANKINN v^/ -Traustur banki Þegar sótt er um lánið linrfnð hnfn veðbóknrvottorð, fasteigna- og brunabótamatsvottorð og síðnstu greiðstuseðla nf lánum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.