Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ STRAIMD FAGRANESSINS Morgunblaðið/Egill Egilsson SLÖNGUBÁTAR voru notaðir til að selflytja fólkið að bryggju i Æðey. Hér er bátur með dýrmætan farm að leggja frá skipinu. Miklir skruðningar þegar skrokkurinn skrapaðist Morgunblaðið/Egill Egilsson JÓNSMESSUFERÐ Fagranessins endaði með strandferð í Æðey. Glatt var á hjalla við varðeld og harmonikkuspil en sumum varð kalt og þótti biðin full löng eftir flutningi upp á fastalandið. Miklir skruðningar heyrðust þegar Djúpbát- urinn Fagranes strand- aði á skeri við Æðey á laugardagskvöldið. Jóhanna Eyfjörð, blaðamaður hjá Bæjar- ins besta á Isafirði, var meðal farþega. Hún sat í veitingasal skipsins ásamt tólf ára syni sínum, Hún segir frá atvikinu og ræðir við nokkra skipverja og farþega. VEITINGASALUR skipsins er neðan sjólínu, á næsta dekki fyrir neðan bíladekk- ið. Þar var ég þegar ósköpin dundu yfir um klukkan hálf tólf. Fólk sat við nokkur borð og rabbaði saman. Skyndilega kom slynkur á Fagranes og það hallaðist á' aðra hliðina. Samtímis heyrðust miklir skruðn- ingar í skrokki þess, þegar hann skrapaðist eftir skerinu sem skipið strandaði á. Flest það sem var á borðum í veitingasalnum fór á fleygiferð við slagsíðuna á skipinu því hún kom mjög skyndilega. Það var bara fyr- ir- snarræði þeirra sem voru í salnum að það tókst strax að slökkva á kertunum, sem voru logandi á hverju borði. Hljóðið þegar skipið steytti á skerinu fannst mér skelfi- legast, og auðvitað brá mér illilega við, ekki síst vegna þess að ég var með son minn með mér í veitinga- salnum. Hann varð nú ekki mikið hræddur og ég er eiginlega mest hissa á því hvað hann var rólegur alveg frá upphafi. Ég sagði honum strax að koma sér að stiganum upp og bíða eftir mér þar, svo greip ég með mér ljósmyndatöskuna og hélt strax upp á þilfar með strákinn. Á leiðinni upp varð okkur ljóst að skipið var nokkuð kyrrt á sínum stað, og það gat því ekki verið mik- il hætta á ferðum. Ég varð ekki vör við mikla skelfingu hjá fólki í saln- um en auðvitað reyndu flestir að koma sér strax upp undir bert loft. Þó sá ég að einni og einni mann- eskju stóð greinilega ekki á sama, en harkaði samt af sér. Yngstu börnin um borð grétu dálítið, en ekki fyrr en þeim var sagt að allt væri í stakasta lagi. Ég ræddi stuttlega Tið skipstjór- ann í brú Fagranessins en hann var að reyna að losa það af skerinu. Fljótlega eftir það fór ég frá borði með son minn. Við vorum komin í Æðey um hálftólf og þá tók við ósköp notalegur tími, fólk settist niður og song, rabbaði saman, gekk um eyjuna og naut þess að sitja hjá bálkestinum, sem hafði verið kveiktur fyrr um kvöldið fyrir okk- ur. Það gerðu flestir það besta úr öllu en auðvitað vorum við orðin óskaplega þreytt og slæpt þegar við loksins komumst heim. I skjól í fjárhúsum Um miðja nótt tók að rigna og héldu farþegarnir þá að bæjarhús- unum í Æðey, þar sem hægt var að komast í húsaskjól og heita drykki. Þeir, sem ekki komust í bæjarhúsið, völdu ýmist að fara í skjól í fjárhúsin eða að standa úti í rigningunni því logn var og hlýtt í veðri. Hafist var handa við að feija fólk á land upp úr kl. þrjú um nóttina, og voru sunnlensku gestirnir, ásamt börnum og for- eldrum þeirra, látnir ganga fyrir. Það óhapp varð þegar fyrstu farþegarnir gengu um borð í björgunarbátinn Daníel Sigmunds- son að of margt fólk fór í einu út á bryggjuna, sem er lítil flot- bryggja með þverkanti við endann. Við þyngslin gaf bryggjan sig og féll ysti hluti hennar í sjóinn. Við það lentu þeir farþegar, sem stóðu fremstir, í sjónum, en þeim var snarlega kippt upp á bryggjuna á ný án þess að nein meiðsli hlytust af. Var brugðið á það ráð að láta farþega ganga einn í einu eftir bryggjunni um borð í þá báta sem voru notaðir við flutningana og gekk það áfallalaust fyrir sig. Meðal farþega um borð voru 77 konur úr Sambandi sunnlenskra kvenna og þær kipptu sér flestar lítið upp við óhappið. Blaðamaður tók nokkrar þeirra tali þegar í land í Æðey var komið. Þær Ingimunda Þorvaldsdóttir, Fjóla Ægisdóttir, Þórey Viktoría Kristjánsdóttir og Una Georgsdótt- ir voru í besta yfirlæti í eynni og sögðust ekki hafa orðið mikið skelkaðar þegar Fagranesið strandaði en þær voru staddar á efsta þilfari skipsins þegar það tók niðri. Þetta fylgir okkur Hvernig urðu þær varar við strandið? „Við erum 102 í allt, en fórum 77 í rosa fína siglingu með Fagranes. Ég varð lítið vör við það þegar skipið strandaði, en svo fór allt að halla og ég hélt mér bara í rekkverkið og var ekkert hrædd,“ sagði Þórey Viktoría. „Mér brá ekkert mikið en ég var niðri að fá mér kaffi, ég hef lent í svona strandi áður,“ sagð Una. Þær stöllur sögðust ekki hafa orðið varar við mikla hræðslu hjá samferðafólki sínu, en þó hefðu sum börnin í hópnum beygt af þegar skipið tók niðri. Sunnlensku konurnar eru ýmsu vanar úr ferða- lögum sínum, að þeirra sögn, en þær fara á tveggja ára fresti á sameiginlegt flakk. „Fyrir tveimur árum fórum við á Vatnajökul, í frábæra ferð í góðu veðri, en þá fóru snjóbílarnir að bræða úr sér hver af öðrum, þannig að þetta fylgir okkur. Galdramennirnir á Vestfjörðum hafa ekkert í sunn- lenskar konur að segja,“ sagði Þórey. Þeyttist á stól sínum Egill Egilsson, fréttaritari Morg- unblaðsins á Flateyri, var um borð í Fagranesi í Jónsmessuferð þess. Hann lýsir atburðum þannig: „Ég var staddur uppi á dekki og var að virða fyrir mér innisglinguna að Æðey ásamt Friðriki Jóhanns- syni sem þekkir siglingarleiðir við eyjuna. Hann var að benda mér á þá Ieið sem yfirleitt er farin að Æðey, en oftast er miðað við görnul landmið við innsiglinguna. Allt í einu kom slagsíða á skipið vinstra megin og í átt að mér þeyttist maður sem var sitjandi í stól á þilfarinu. Ég áttaði mig auðvitað strax á því að eitthvað var að ger- ast og þá segir Friðrik mér að skipið hafi greinilega strandað. Fólk í kringum mig var mjög hissa og vissi í raun ekki hvað var að gerast, mér fannst það ekki verða skelkað en það fór þó að hlaupa milli borðstokka til að gá hvað hefði gerst. Það var fljótlega reynt að losa skipið með því að beita eigin vélarafli, og það snerist á skerinu en losnaði ekki af því. Ég fór strax að taka myndir víða um borð af farþegunum, og það leið ekki á löngu þar til lúgan á bíladekkinu var opnuð og farið að flytja fólk í land í Æðey. Ég fór með síðustu mönnum frá borði og þá var klukkan farin að nálgast tólf á miðnætti." Sá allt fara á tjá og tundur Fjölnir Baldursson er matsveinn á Fagranesi og hann var við vinnu sína í eldhúsinu inn af veitingasal skipsins þegar skipið strandaði. Blaðamaður náði tali af honum fljótlega eftir að hann kom til Isa- fjarðar sl. sunnudag. Hann upplifði strandið á nokkuð annan máta en aðrir sem voru um borð enda kom í ljós að skipið hafði tekið niðri beint undir eldhúsinu. Fjölnir sagð- ist fyrst hafa fundið eitt högg á síðu skipsins sem hann hélt að væri vegna þess að það væri að leggjast harkalega að Jbryggju. „En þá kom annað högg beint undir eldhúsinu og ég sá bara allt fara á tjá og tundur þar inni, svo ég stökk beinustu leið út.“ Hann kom sér strax upp á þilfar og sá þá að skipið var strandað og hélt því niður í eldhús á ný. „Það fylgdi þessu mikill hávaði og hann var mun meiri inni í eldhúsi en í veitingasalnum, því hann er tíu, fimmtán metrum aftar. Ég vissi ekkert hvað var að gerast og gat helst ímyndað mér að það hefði komið gat á skipið eftir látunum að dæma.“ Fjölnir sagði að slíkir atburðir gætu alltaf. gerst, ekki síst þar sem farið væri um jafn þrönga innsiglingu og til Æðeyjar. „Innsiglingin er bara skipslengdin á breidd og ég tel að ef það eru ekki gjörkunnugir menn við stjórn, megi alltaf búast við svona hlutum. Eftir að skipið strandaði var ég um borð í einn eða tvo tíma og afgreiddi fólk áður en það fór á land í Æðey. Ég varð að fara í land til að ná í vélstjórann til að reyna að loka lúgunni á skipinu, og var í landi tvo, þrjá tíma. Svo fórum við aftur um borð, og sváf- um þar í nótt.“ Fjölnir sagði að sér hefði gengið illa að elda ofan í mannskapinn á sunnudaginn vegna slagsíðunnar og göngulag áhafnarinnar hefði veirð kyndugt á að líta vegna þess hve skipið hallaði mikið á aðra hlið- ina. Þrátt fyrir þessa reynslu sína er Fjölnir ákveðinn í að halda áfram störfum um borð í Fagra- nesi. „Ég var svona þijátíu sekúnd- ur upp á þilfar, svo ég sé að ég bjargast alveg ef eitthvað gerist. \h > I I I I I í I I i I t i | I t l i í 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.