Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ1996 2 7 Af goðum og geimverum LEIKLIST Tjarnarbíó LIGHT NIGHTS Höfundur, leikstjóri og leikmynda- hönnuður: Kristín G. Magnús. Að- stoð;u'leikstjóri: Magnús S. Halldórs- son. Ljósahönnun: David Walters. Tæknimaður: Björgvin Franz Gísla- son. Búningan Ragnheiður Þor- steinsdóttir og Dóróthea Sigurfinns- dóttir. Grímur: Jón Páll Bjömsson og Sigríður Rósa Bjamadóttir. Dans: Elín Sigríður Eggertsdóttir. Leik- endur: Darren Foreman, Elín Sigríð- ur Eggertsdóttir, Helgi Kristinsson, Ingibjörg Þórisdóttir, Kristín G. Magnús, Marteinn Amar Marteins- son og Oddur Jónas Jónasson. Upp- lestur af segnlbandi: Kristín G. Magnús, Martin Regal, Robert Ber- man og Terry Gunnell. Laugardagur 22. júní. SÝNING Light Nights á laugar- dagskvöldið kom að mörgu leyti skemmtilega á óvart. Undirritaður sá uppfærsluna fyrir tveimur árum og hafði gaman af, meira vegna þess hve sýningin var skemmtilega gamaldags en vegna efnisins sjálfs. Þættirnir um óhreinu börnin hennar Evu og geimverurnar gáfu þeirri uppfærslu sérstakan súr- realískan blæ. Þá fór Kristín G. Magnús með nær allt talað efni en nú hefur hún fengið til liðs við sig unga leikara og kraftmiklar áhugamanneskjur sem fá að spreyta sig meira en áður. Þetta lífgar óneitanlega upp á sýninguna því það er alltaf gam- an að sjá nýtt hæfileikafólk spreyta sig á sviði. Sýningunni er skipt í tvo þætti þar sem ofið er saman fróðleik og skemmtiefni. Fyrri þátturinn er helgaður baðstofulífi og heimi þjóðsagnanna og sá seinni greinir frá landnámi Islands og gullöld þjóðveldisins. Báðir enda þeir svo á dramatískum þáttum, annars vegar um forynjur á kreiki á nýj- ársnótt og sögunni um djáknann á Myrká og hins vegar um Völu- spá og ragnarök og sögunni um móður mína í kví kví. Það er sjaldan dauður punktur á sýningunni, atriðin taka við hvert af öðru og þótt fetta mætti fingur út í einstök atriði - hvort útburðarsagan á heima á víkinga- öld, að ragnarök eru þýdd „Twil- ight of the Gods“, sem er um- deilt, og að pijónað sé aftan við söguna um djáknann - gerir það ekkert til því hér ráða dramatísk áhrif meira en heimildagildi text- ans. Skyggnur, sem eru sýndar á tjaldi, sérstaklega landslagsmynd- irnar, vel hönnuð ljós, dramatísk tónlist og ýmis leikhljóð setja mik- inn svip á sýninguna. Þrír ensku- mælandi Islendingar lesa fróð- leikskorn og skáldskap af bandi og ber þar af rödd Martins Regals í útburðarsögunni. Hápunktur sýningarinnar er í lokin þegar Ingibjörg Þórisdóttir leikur völvuna sem Völuspá er kennd við. Ingibjörg persónugerir hina alvitru völvu á meðan rödd Terrys Gunnells hljómar af band- inu og færir okkur í allan sann- leika um kvæðið og merkingu þess. Þarna er persónan lifandi komin eins og Ulfbrún í bókum Vilborgar Davíðsdóttur. Elín Sigríður Eggertsdóttir er tíguleg álfkona og trúverðug Guð- rún/Garún auk þess sem hún sér um dans í verkinu. Marteinn Arn- ar Marteinsson býr til skemmtileg- an seiðkarl. Helgi Kristinsson skapar djákna sem slær Drakúlu og Frankenstein við og marbendill hans er vinalegt og kvensamt skrýmsli. Sýninguna vantar bara herslu- muninn til að renna saman í sterka heild, en einstaka hnökrar: efni lesið þegar hægt væri að leika, hljóðstyrkur ónógur í byrj- un atriðs og yfirkeyrður leikur á einstaka stað dregur úr heildar- áhrifunum. En það er enginn vafi á að hópur vestur-íslenskra kvenna sem var á sýningunni naut hennar til fullnustu. Hún er enda mjög hæfileg fyrir ferða- menn sem hafa einhveija vitn- eskju um ísland og langar til að vita meira. Sýningin endaði á punkti sem gaf henni heildrænt yfirbragð: Höfum við glatað trú forfeðranna á álfa og forynjur en tekið upp í staðinn trú á geimver- ur? Sveinn Haraldsson Lúðra- sveitin Svanur til Austur- ríkis LÚÐRASVEITIN Svanur heldur af stað í dag, þriðju- dag, í j-ónleikaferð til Austur- ríkis. í þessari sex daga ferð hafa verið skipulagðir tónleik- ar í tengslum við tvær lúðra- sveitir, aðra í Graz og hina í St. Michaél sem er í nágrenni Graz. Tónleikarnir verða með þjóðlegu ívafi og verða sýndar myndir af ísiandi á meðan á tónleikunum stendur. Einnig verða tveggja tíma tónleikar á aðaltorgi Graz og síðan móttaka á eftir með borgar- stjóra Graz. í ferðinni munu 26 hljóð- færaleikarar skipa sveitina ásamt stjórnandanum Haraldi A. Haraldssyni. Gróska BOKMENNTIR Ljóð BLANOTT Ljóð Listahátíðar 1996. Mál og menn- ing. Reykjavík 1996 - 71 bls. EINHVERJUM kann að finnast það álitamál að efna til ljóðasam- keppni. Pegasus hefur löngum þótt vafasamur keppnishestur og eins víst að hann fljúgi sína leið. Eigi að síður verður því ekki á móti mælt að slík samkeppni er kærkominn vettvangur skáldum, ungum sem reyndum. Það sjáum við á þátttöku í ljóðasamkeppni Listahátíðar í Reykjavík. Þangað bárust 525 ljóð eftir um tvö hundr- uð skáld og segir það okkur nokk- uð um gróskuna í skáldskapar- garðinum íslenska. Ekki verður heldur annað sagt en að vel hafi verið staðið að keppninni og ekki síst útgáfu á úrvali ljóðanna, Blánóttu. Reyndar er slíkt úrval.ekki heildstætt verk en gefur góða mynd af marg- breytileika ljóðaheimsins hér á landi. Skáldin sækja víða fanga og í bókinni er jafnt að finna harm- ræn ljóð og fyndin, hefðbundin ljóð og nútímaleg. Mörg þekkt skáld eiga ljóð í bókinni; Jóhann Hjálmarsson, Pét- ur Gunnarsson, Stefán Snævarr, Þuríður Guðmundsdóttir og Njörð- ur P. Njarðvík svo að einhver séu nefnd. En minna þekkt skáld hafa einnig fengið rými í henni. Þannig eru þijú kjarnyrt en dálítið myrk náttúruljóð í bókinni eftir Erling Sigurðarson frá Grænavatni. Sér- staka eftirtekt mína vöktu einnig ljóð um skáldskapinn og listþörfina eftir Jón Val Jensson og Orn Úlf- ar Sævarsson. Ljóð Jóns nefnist Friðlaus og fjallar um friðlausan mann sem ráfar um bæinn ærður af fegurð en rændur skáldagáf- unni: „Sjálfur kvað hann vansælu sína / allri sælu betri / og sín óortu ljóð / yndislegust þeirra allra.“ Kvæði Arnar Úlfars er ein- falt, skondið og stutt. það nefnist Tík: Ó! Dagar! Þegar ljóð gátu byrjað á Ó! Einfaldleiki og barnsleg heið- ríkja einkennir einnig fallegt ljóð Maríu Karenar Sigurðardóttur, Regn: Þetta er svona dagur þegar litlar stúlkur dunda sér við að raða regndropum ofaní gular fötur hengja þær svo á stýrin og bjóða í hjólreiðaferð. Vitaskuld skiptir einnig miklu máli að vel hefur tekist til um val á verðlaunaljóðum. Ljóð Ragnars Inga Aðalsteinssonar, Krossar og staðreyndir, sem hlaut 3. verðlaun, er haganleg smíð þar sem trúarleg tákn og mannlýsingar eru látin bera uppi hugleiðingar um eðli sannleikans. Kvæði Þórðar Helga- sonar, Stjörnur, kemur nokkuð á óvart, meistaralega uppbyggð son- netta um eilífð himinljósa sem brenna á „traustum, fornum arni“. Raunar á Þórður einnig önnur ljóð í bókinni sem mér þykja ekki síðri, einkum ljóðið Kal sem er með bestu ljóðum Þórðar. Það kemur mér hins vegar ekki á óvart að Gunnar Harðarson skuli hljóta fyrst.u verðlaun í þessari ljóðasamkeppni. Þann mann hef ég lengi haft alvarlega grunaðan um skáldlega hugsýn og kvæði hans Blánótt staðfestir þann grun. Dómnefndin rökstyður verðlauna- veitingu sína m.a. með því að „hin víða sýn þessi yfir sögu og samt- íð“ hafi laðað hana æ meir að þessu verki. Mér þykir þó ekki ''síður mikilvægur hinn kryfjandi og myndríki hugur á bak við verk- ið. Kvæðið er nefnilega ekki ein- ungis persónuleg ferð sem hefst í fjarlægu og stríðshijáðu landi og endar um blánótt á okkar hrjós- truga landi með „niðinn af brim- hljóði sögunnar í huganum“. Held- ur ekki síður heimspekileg krufn- ing, spurningar um okkar innsta inni, hlut áforma og reyndar, áhrif manns á umhverfi og umfram allt efasemdir um gildi sjálfumglaðra hugmynda mannsins og örugga trú hans á mikilleik sinn og snilli. Blánótt er eiguleg bók. Fá úrvöl ljóða státa af jafnmörgum nýjum og bitastæðum verkum. Hér hefur vel tekist til um val á ljóðum í bókina og dómnefndin á þakkir skildar fyrir vel unnin störf. En umfram allt er bókin gleðilegur vottur um töluverða gróskutíð í íslenskri ljóðagerð. Skafti Þ. Halldórsson Honda Civic 5 dyra 90 hestöfl traustur fjölskyldubíll Honda Civic 3ja dyra 90 hestöfl glæsilegur sportbíll su ma rti I boö fallegustu bílarnir nú meö meiri búnaöi 1.384.000.- staðgreitt á götuna innifaliö umfram staöalbúnaö - álfelgur - vindskeið - þjófavörn - samlitir stuðarar 1.399.000.- staögreitt á götuna innifaliö umfram staöalbúnaö - álfelgur - þjófavörn - geislaspilari - 1 50 w hátalarar 1.749.000.- staðgreitt á götuna Honda Accord 1.8i 115 hestöfl uppfyllir kröfur vandlátra innifaliö umfram staðalbúnaö - álfelgur - vindskeið - þjófavörn Umboðsaðilar Honda á Akureyri: Höldur hf., Tryggvabraut 12, S: 461 3000 á Egilsstöðum: BiIa- og Búvélasalan ehf., Miðási 19, S: 471 2011 í Keflavík: Bílasalur Suðurnesja., Grófinni 8, S: 421 1200 u VATNAGARÐAR24 S: 568 9900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.