Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Bróðir okkar, EYJÓLFUR EIRÍKSSON prentari, lést í Kaliforníu 30. maí sl. Útförin verður auglýst síðar. Pétur Eiríksson, Grétar Eiríksson, Hulda Eiríksdóttir, Ólafur Eiríksson. t Elskuleg móðir okkar, ÞURÍÐUR SIGURBJARNADÓTTIR HANSEN, sem búið hefur í Danmörku, er látin. Jarðarförin fer fram fró Fossvogskapellu þriðjudaginn 2. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Erna Júlíusdóttir, Lorey Hanes, Víví Andreasen og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN JÓNSDÓTTIR frá Vatnahverfi í Austur-Húnavatnssýslu, síðast til heimilis i Keldulandi 7, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í Reykjavík fimmtudaginn 27. júnf kl. 13.30. Ármann Kristjánsson, Ásta Kristjánsdóttir, Hákon Torfason, Þorsteinn Kristjánsson, Herbert Kristjánsson, Dagný Vernharðsdóttir, Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, FRIÐGEIR GUÐMUNDSSON rafvélavirki, Nesvegi 66, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 27. júní, kl. 13.30. Haraldur Friðgeirsson, Bergljót Friðgeirsdóttir. t Hjartkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA JÓNASDÓTTIR fyrrv. matráðskona, verður jarðsett frá Áskirkju fimmtudag- inn 27. júní kl. 13.30. Lilian Kristjánsson, Guðjón Þorsteinsson, Hörður Guðjónsson, Brynhildur Sveinsdóttir, Jóhanna G. Guðjónsdóttir, Guðmundur J. Guðjónsson, Dóra Magnúsdóttir, Ásta K. Guðjónsdóttir, Jóhann Gestsson, Þorsteinn S. Guðjónsson. og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför MAGNEU INGILEIFAR SÍMONARDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. LA UFEY ARNÓRSDÓTTIR + Laufey Arnórs- dóttir fæddist í Bakkagerði á Borgarfirði eystra 21. febrúar 1910. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 15. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Seljakirkju 24. júní. Amma mín, Laufey Arnórsdóttir, verður á morgun, 24. júní, lögð til hinstu hvílu. Einn af hornsteinum minnar tilveru hverfur nú á braut, en því fylgir þó ljúf hugsun um að amma sé farin á fund Bjarna afa, sem hún varð að sjá á eftir fyrir fjórtán árum. Margs er að minnast eftir löng og ánægjuleg samskipti, sem spanna alla mína ævi. Við barna- börnin höfum misst einn okkar mesta og besta bandamann í lífs- baráttunni. Aldrei sparaði amma góð orð í okkar garð og vorum við öll sérstök í hennar augum. Við höfum sjálfsagt staðið misvel undir þeim góðum orðum, a.m.k. átti það stundum við um undirritaðan. Sýndi amma mikinn áhuga á námi okkar og störfum og bar hag okkar fyrir bijósti. Eitt var það sem mér þótti ein- kenna ömmu öðru fremur. Var það mikill bókmenntaáhugi og hversu vel lesin hún var. Skáldsögur voru mest lesnar, en einnig var gripið í ævisögur. Nóbelsskáldið var í miklu uppáhaldi, en lítið var haldið upp á meistara Þórberg. Hafði amma ákveðnar skoðanir á því hvaða rit- höfunda hún vildi lesa. Held ég að hún hafí fremur kosið að lesa góða bók mörgum sinnum en að eyða kröftum í lesefni sem henni þótti minna til koma. Hennar uppáhalds- bók, Brekkukotsannáll, vartil dæm- is lesin á hveiju ári. Líf íslensks alþýðufólks á fyrri hluta þessarar aldar, sem gjarnan hefur verið umfjöllunarefni Nóbelsskáldsins, stóð henni nærri og taóisminn, sem oft má greina í bókum skáldsins, var í samræmi við hennar lífsskoð- anir. Amma var ekki einungis smekk- manneskja á bækur. Góður smekk- ur hennar á föt og innanstokks- muni var öllum ljós, sem hana umgengust. Bar heimili hennar glöggt vitni snyrtimennsku og smekkvísi. Nutum við í fjölskyld- unni þess í góðum gjöfum, sem ávallt voru valdar af smekkvísi og kröfuhörku fagurkerans. Held ég að ýmsir í fjölskyldunni hafí sótt margt til ömmu hvað varðar auga fyrir fögrum hlutum. Sumarið 1982 missti amma eig- inmann sinn til 48 ára, hann Bjarna afa. Hefur það vafalaust verið erf- itt hlutskipti, en með æðruleysi og þeirri hörku sem til þurfti spjaraði hún sig þó ágætlega. Veit ég að sá dagur hefur ekki liðið eftir það að hún hugsaði ekki til afa. Er afi dó bjuggu þau hjónin í Álfheimun- um í Reykajvík. Þang- að höfðu þau flutt frá Neskaupstað árið 1959, er fjölskyldan settist að í Reykjavík. Fjórum árum eftir lát afa flutti amma í þjón- ustukjama fyrir aldr- aða í Seljahlíð í Breið- holtinu. Þar undi hún hag sínum eins og best varð á kosið í góðum félagsskap. Hafði amma ásamt fjórum vinkonum sínum, sem vora tvær mágkonur hennar, ein frænka og ein fermingarsystir frá Neskaup- stað, bundist samtökum um að flytja. Fékk amma góðan félags- skap af þessum vinkonum sínum og voru þær duglegar við að fínna sér sitthvað til dægrastyttingar. Síðustu mánuðirnir voru erfiðir, líkamsþrekið orðið lítið en hugurinn merkilega skýr. Það hefur verið erfitt fyrir svo stolta konu eins og amma var að þurfa að þiggja þá hjálp sem hún þurfti orðið á að halda. Nú er hún horfmn á braut, en eftir standa minningar um góða konu. Vissa um að amma Laufey sé á góðum stað eftir ángæjulega endurfundi við Bjarna afa slær á söknuðinn. Blessuð sé minning Lau- feyjar ömmu. Bjarni Hauksson. í minningunni um ömmu Lauf- eyju er efst í huga að hún var hús- móðir af gamla skólanum sem hugsaði ákaflega vel um þá sem hjá henni dvöldu. Enginn komst frá henni n6ma að hafa fyrst borðað á sig gat. Þegar ég dvaldi hjá ömmu sem barn og unglingur hafði hún alltaf áhyggjur af því að ekki hefði verið nóg borðað og reyndi hún því oft að plata ofan í mig banana eða skyri eftir matinn með því að syngja á meðan hún mataði mig. Þetta breyttist ekkert þegar ég var við framhaldsnám í Reykjavík og dvaldi hjá ömmu. Amma var greind kona sem fylgdist með því sem var að gerast í þjóðfélaginu og vissi því vel hversu menntun er nauðsynleg í nútíma- samfélagi. Hún þreyttist því aldrei á að reka þá til skólanáms sem henni stóðu næstir og oft varð maður þreyttur á því að vera rekin inn í herbergi til þess að læra heima. Spilakvöldin hafa sérstakan sess í minningunni um ömmu, en hún hafði mjög gaman af því að spila og varla man ég eftir kvöldi hjá henni að ekki væri aðeins gripið í spil. Amma Laufey var mjög félags- lynd og hennar bestu dagar voru þegar hennar nánasta fólk kom í heimsókn, borðaði vel og spilaði síðan fram eftir kvöldi. Amma Laufey sá til þess að ekk- ert af hennar nánasta fólki hafði áhyggjur af köldum vetrarkvöldum, því hún var pijónakona af gamla skólanum og var alltaf með ullar- sokka, vettlinga eða lopapeysu i vinnslu. Stundum var maður eins + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og lang- amma, VILBORG GUÐMUNDSDÓTTIR, Hamrahlið 11, sem lést 16. júnf síðastliðinn, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 26. júní kl. 15.00. Halldór Guðjónsson, Hildur Halldórsdóttir, Örn Ingvarsson, Sesselja Halldórsdóttir, Daði Kolbeinsson, Guðrún Halldórsdóttir, Magnús Gislason, Þórunn Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. og gangandi auglýsing fyrir ís- lenskan ullariðnað. Þegar amma lést var pijónadótið hennar ekki langt undan. Nú hefur amma Laufey kvatt þennan heim en minningin um hana verður alltaf í hjarta mínu. Bjarni Krisljánsson. Elsku amma Laufey, við þökkum þér fyrir öll árin sem við fengum að hafa þig hjá okkur. Þú varst alltaf svo einstaklega góð við okkur öll og fylgdist með öllu sem við gerðum. Við kveðjum þig með bæn sem þú last oft yfir okkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji pðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Steinunn, Bjarni og Laufey Ingibjörg. Við blessum þig og bjóðum góða nótt, nú blikar daggartár á legstað þínum. Hvíldin er Ijúf og grafarhúmið hljótt, nú hjúfrar eilífð þig að barmi sínum (Guðrún Mapúsdóttir) Þegar ég sest niður til að minn- ast góðrar konu þá komið er að kveðjustund, Laufeyjar Arnórsdótt- ur, verður hún mér alltaf minnis- stæð fyrir hvað hún var fróðleiks- fús. Hún lagði sig eftir því að fræð- ast um menn og málefni og ekki síður lendur þær sem hún ferðaðist um bæði heima og heiman. Til þess las hún mikið af góðum bókum sem gátu fært henni heim það sem hún sóttist eftir að vita. Eg átti þess kost að ferðast með henni bæði innanlands og utan og verða mér ógleymanlegar samverastundirnar. Mér er sérstaklega minnisstæð ein ferð sem við hjónin fórum saman hér innanlands, norður og austur á land. Strax þegar komið var úr heima- högum og það fór að bera fyrir augu okkar annað landslag stóð ekki á Laufeyju að fræða okkur um þær sveitir sem ekið var um og bæjarnöfn vissi hún flest. Þessi ferð verður konu minni og mér ógleym- anleg. Það var alveg sama hvort við voram í Borgarfirði, Húnaþingi, Skagafirði eða Eyjafirði, allstaðar var hún jafn vel heima, að ég tali ekki um þegar við nálguðumst aust- urlandið, Jökuldalinn og Eiðaþing- há, þá færðist yfir hana það yfir- bragð sem ég mun seint gleyma. Það var auðsjáanlegt að nú var hún farin að nálgast heimkynnin sem einu sinni voru hennar og minning- arbrotin um það sem einu sinni var, brutust auðsjáanlega fram í hug hennar og ekki minnkaði til- hlökkunin fyrir því sem hún var aðallega komin til að skoða. Þegar við renndum yfir Oddsskarðið og hún sá heimahaga sem einu sinni voru hennar. Norðfjörður lygn og spegilsléttur og Neskaupstaður baðaður sól. Þarna hafði hún átt sínar vonir og þrár, þar eignaðist hún sinn góða mann og fæddi sín mannvænlegu börn. Laufey var búin að líða töluverð veikindi nú síðari ár og hefur eflaust verið hvíldinni fegin. Við hjónin kynntumst Laufeyju og hennar góða manni þegar sonur okkar gekk að eiga einkadóttur þeirra. Þegar ég kom fyrst inn á heimili Laufeyj- ar vakti það athygli mína hvað heimili þeirra var fallegt og hlýtt og hún sjálf svo að sópaði af henni myndarskapurinn, hvað hún bar sig vel og var smekkleg í klæðaburði og hafði fágaða framkomu. Við hjónin söknum góðrar konu þar sem Laufey var og er nú frá okkur far- in á fund þeirra ættmenna og vina sem á undan voru farnir á það til- verustig sem hennar er nú. Þvi endurminning eins og geisli skín, á okkar leið og mýkir hjartans sárin. Þá vertu sæl við sjáumst, vina mín, í sælu guðs er þerrar harma tárin. Við hjónin þökkum Laufeyju árin sem við áttum samleið með henni og biðjum ættmennum hennar Guðs blessunar Magnús Þór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.