Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 31 rneignir og siðfræði hún best vissi væru þær í þriðja sæti á eftir Japönum og Svíum. Reyndarrannsóknir verði stórefldar Kristján Kristjánsson heimspek- ingur og dósent við Háskólann á Akureyri ræddi um hvort umræða um fóstureyðingar væru í blind- götu, en mikið hefði verið rætt og ritað um þetta álitamál í siðfræði heilbrigðisstétta. Stakk hann upp á þeim kosti nytjastefnunnar að flytja umræðuna úr upphæðum akadem- ískrar heimspeki niður á fasta jörð, með því að stórefla reyndarrann- sóknir á raunverulegum áhrifum fóstureyðinga, m.a. á mæður, feð- ur, heilbrigðisstarfsfólk og aðra samfélagsþegna, en rannsóknir ein- ar gætu skorið úr um hvort bölið sem fóstureyðingu er samfara vegi þyngra eða léttara en kostir henn- ar, við ákveðnar gefnar aðstæður. Sigfríður Inga Karlsdóttir hjúkr- unarfræðingur, ljósmóðir og lektor við Háskólann á Akureyri og dr. Sigríður Halldórsdóttir hjúkrunar- fræðingur og forstöðumaður heil- brigðisdeildar háskólans kynntu rannsókn á umhyggju og um- hyggjuleysi á meðgöngu en niður- stöður rannsóknarinnar bentu til þess að kona sem gengur gegnum meðgöngu hafi mikla þorf fyrir umhyggjusama og færa ljósmóður, sem væri áhugasöm og styddi hana, hjálpaði henni að sjá meðgönguna sem jákvæðan atburð í lífi sínu jafn- vel þó hún geti verið erfið. Einnig bentu niðurstöðurnar til þess að konur upplifa ákveðna sameigin- lega þætti þegar þær upplifa með- gönguna. Bylting í þekkingu Sigríður Jónsdóttir hjúkrunar- fræðingur og ljósmóðir flutti fyrir- lestur sem hét Meðganga barns — siðfræðileg ákvörðun? og sagði m.a. að bylting hefði orðið í þekkingu og möguleikum varðandi barns- getnað og meðgöngu. Eftir að tæknileg leið til getnaðar hefði ver- ið valin og getnaður tekist lenti meðgangan oft í flokki áhættumeð- gangna og við tæki tími mikils kvíða og álags fyrir verðandi for- eldra. Þekkingin hefði einnig teygt anga sína alla leið inn í kvið móður- innar og „lagfæringar" og rann- sóknir á hinu ófædda fóstri væri ekki lengur ótrúleg fjarstæða. Hún fjallaði um þær siðfræðilegu vanga- veltur sem upp koma þegar sjúk- dómar eða vanskapnaður barns uppgötvaðist, hvort vægi þyngra, réttur hins ófædda barns, réttur móðurinnar til eigin líkama eða óskin um hið fullkomna barn. Móðurhlutverkið og æxlunar- tæknin var lieiti fyrirlesturs sem Arna Yrr Sigurðardóttir guðfræð- ingur flutti og kom m.a. inn á fé- lagsmótun kvenna sem miðaði að því frá blautu barnsbeini að þær yrðu mæður og hvernig konur í gegnum tíðina hafi í raun verið metnar út frá þessum eiginleika, „verðgildi“ þeirra væri metið út frá því hvort þær ættu börn eða ekki, hversu mörg og af hvoru kyni þau væru. Ama benti á að umfjöllun heilbrigðisstéttanna um heilbrigði kvenna hefði einskorðast við æxl- unarhlutverk þeirra, en í annarri umfjöllun um heilbrigði væri karl- maðurinn viðmiðunin. Nýjar rannsóknir Kynntar voru á ráðstefnunni nokkrar nýjar rannsóknir sem hj úkrunarfræðingar brautskráðir frá Háskólanum á Akureyri hafa gert. Ein þeirra nefndist „Svelti í von um betra líf“ og var um upplif- un á lystarstoli. Þá var kynnt rann- sókn um upplifun foreldra af því að eignast fyrirbura sem þarfnast umönnunar á ungbarnagjörgæslu. jíinnig var kynnt rannsókn á upplif- un ungs fólks á því að greinast með sykursýki á unglingsárum og loks fjallaði ein rannsókn um upplif- un á að vera nýrnarþegi. Norræn skógræktar- og umhverfisráðstefna haldin í Reykjavík Taka verður upp betra eftirlit með notkun skóga Náttúran verður aldrei hin sama eftir að 5,7 - milljarðar manna hafa notfært sér hana án mik- illar umhugsunar. Við þurfum að rækta þá skóga sem eyðst hafa en það þarf að taka tillit til margra ólíkra þátta þeg- ar skógrækt er annars vegar. Jóhannes Tóm- asson sat norrænu skóg- ræktarráðstefnuna og greinir frá þessum og fleiri atriðum sem þar komu fram í fjölmörgum fyrirlestrum. MARGIR sérfræðingar fluttu erindi á skógræktarráðstefnunni. Eeva Hellström frá Finnlandi er í ræðustól. VIÐ verðum að bera virðingu fyrir náttúrunni, rækta skóga að nýju þar sem þeim hefur verið eytt og taka upp betra eftirlit með notkun skóga ef unnt á að vera að viðhalda þeim umhverfisgæðum sem skógar bjóða, en þetta er okkur unnt þar sem þekking á þeim vistfræðilegu þáttum sem viðhalda lífríki skóganna er sí- fellt að aukast var meðal þess sem J.P. Kimmins, skógvistfræðingur og prófessor við háskólann í Bresku Kolombíu í Kanada, fjallaði um í er- indi sínu á norrænni skógræktar- og umhverfisráðstefnu á laugardaginn. Ráðstefnan var haldin í tilefni af 50 ára afmæli Norræna skógarsam- bandsins og fjallaði erindi Kimmins um virðingu fyrir hinu náttúrulega umhverfi og hvernig samræma megi það við skógrækt á 21. öldinni. J.P. Kimmins sagði að gífurleg fólksfjölgun og ágangur manna á náttúruna hefði haft mikil áhrif á hana undanfarna áratugi og að hún yrði aldrei hin sama og verið hefði jafnvel þótt menn bæru fyrir henni fulla umhyggju. Náttúran og lífríki hennar væri síbreytilegt. Þó væru til þau svæði þar sem maðurinn hefði lifað í sátt og samlyndi við skóginn í aldir og árþúsundir án þess að skemma hann. Ef takast ætti að anna t.d. timburþörf heimsins yrði að vernda þá skóga sem eftir væru og nýta þá á sjálfbæran hátt. Vandinn væri sá að menn væru ekki sammála um skilgreininguna á því hvað væri sjálfbær. Ef litið væri til fárra átatuga væru skógar ekki sjálfbærir en ef horft væri á t.d. eina öld í senn gætu margir skógar verið það. Við vemdun skóga þyrfti líka að taka tillit til svo margra þátta, loftslags, jarðvegs, byggðar o.fl. og hér væri ekki einfalt mál á ferðinni. Vistfræðilegar reglur Sjálfbæra skógrækt sagði Kimm- ins byggjast á því að unnið væri eft- ir vistfræðilegum grundvallarreglum, hún byggðist ekki á pólitískri mælsk- ulist um verndun, bætt vinnubrögð eða stefnur í skógrækt. Allt það væri þó nauðsynlegt og sagði hann umhverfissamtök gegna mikilvægu hlutverki og eiga mikinn þátt í að koma á breytingum. I erindinu minnti hann og á mikil- vægi þess að kynna sjónarmið um verndun náttúrunnar og nýtingu skóga og greindi m.a. frá því að til væru nú orðið tölvuleikir sem gengju út á það hvernig menn spjöruðu sig við að vemda skóga heimsins. í spjalli að loknu erindinu var hann spurður nánar um þýðingu þess að koma sjón- armiðum um skógrækt á framfæri: „Síðustu misserin hef ég í starfi mínu lagt mun meiri áherslu á þýð- ingu þess að ná til almennings með fræðslu af þessum toga og læt. ég nemendur mína taka að sama skapi mun meiri ábyrgð á öllum rannsókn- um,“ segir Kimmins. „Oft hættir vísindamönnum til að sökkva sér svo ofan í rannsóknir og vísindastörf að þeir gleyma að koma visku sinni á framfæri við almenning. Það er mjög mikilvægt að vinna með fjölmiðlum og vísindam.enn verða bæði að gera sér grein fyrir hvað almenningur er að hugsa og vinna með fjölmiðlum að því að koma nauð- synlegri fræðslu á framfæri svo að við getum náð árangri umhverfis- vernd. Kynslóðir sem nú vaxa úr grasi verða að skilja þann umhverfisvanda sem við eigum við að glíma og ef við kennum ekki börnum okkar sam- hengið í náttúrunni og hvernig nauð- synlegt er að viðhalda ákveðnú jafn- vægi munu barnabörn okkar ekki lifa það að njóta hennar. Við viljum ekki sjá óheftan iðnað eða stóriðju hvar sem er en þeir sem starfa að náttúru- vernd verða líka að skilja að oft þarf að sætta ólík sjónarmið. Ef 5,7 millj- arðar manna eiga að geta búið áfram á jörðinni með þeirri fólksfjölgun sem nú ríkir er ljóst að allir verða að taka höndum saman og finna leiðir sem gerir okkur kleift að viðhalda bæði náttúru jarðar og mannlífi.“ Ágreiningur nauðsynlegur R.A. Shebbeare sló á svipaða strengi í erindi sínu um þróun skóg- ræktar í Kanada til sjálfbærrar nýt- ingar og breytts verðmætamats al- mennings. Sagði hann mikilvægt að miðla upplýsingum frá hagsmunaað- ilum í skógrækt og menn yrðu að gera sér grein fyrir að gagnrýni á skógrækt tæki aldrei enda. Spurning- arnar væru hins vegar þær hversu mikinn skóg þyrfti að varðveita og hvort skógrækt væri stunduð á viðun- andi hátt. Eeva Hellström, sem starfar við Evrópsku skógræktarstofnunina í Finnlandi, fjallaði um mismunandi viðhorf til skógræktar og ágreining manna á meðal og sagði að oft væri talið að ágreiningur um skógrækt væri til óþurftar, ekki síst af þeim sem störfuðu við skógrækt. Sagði hún oft litið svo á að kröfur umhverfis- samtaka væru ógnun við starfsemi skógfyrirtækja og rétt landeigenda. „Hins vegar líta ýmsir svo á að ágreiningur gegni því mikilvæga hlutverki að tryggja að rödd þeirra sem hlut eiga að máli heyrist og að Ake Barklund, verkefnisstjóri hjá Sambandi sænskra skógareigenda, ræddi um umhverfisvottun í norrænni skógrækt en skógareigendur og skógariðnaður í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð eru aðilar að samtökunum Norrænni skógarvottun. Meginhlut- verk samtakanna er að veita upplýs- ingar um skógarvottun á Norðurlönd- um, samræma þróun skógarvottunar í löndunum þremur og vera í for- svari fyrir vottunina á alþjóðlegum vettvangi. Hann sagði nauðsynlegt að þróa' skógarvottunarkerfi og samræma slíka vottun á Norðurlöndum því litið væri á þau sem eitt skógarsvæði, timburframleiðsla sé byggð upp með líkum hætti af sjálfstæðum skógar- eigendum. Sjálfbær skógrækt á að vera byggð á samræmi milli hag- fræðilegra, vistfræðilegra og félags- legra sjónarmiða og til að votta víð- áttumikil skógsvæði á Norðurlöndum verði að greina milli lágmarkskrafna, markmiða og framkvæmda sem skógareigendur þurfi að fara eftir og vinna að. Barklund sagði grundvöllinn að skógarvottun,byggjast á kröfum og stöðlum varðandi sjálfbæra skógrækt sem þegar hefði náðst samkomulag um og nú sé einnig verið að fjalla um tengsl skógarvottunar við gæða- og umhverfisvottun iðnaðarins og afurða hans og hvernig unnt sé að votta hráefni. Morgunblaðið/Ámi Sæberg NÁLEGA 400 manns sátu norræna skógræktar- og umhverfis- ráðstefnu í Reykjavík á laugardag. tekið sé tillit til nýrra þjóðfélagslegra krafna. Enda þótt svo virðist sem ágreiningur sé óhjákvæmilegur er unnt að bæta samskipti, ákvarðana- töku, stefnur og framkvæmd þeirra, markaðsmál og auka þekkingu á'* skógarauðlindinni." Er skógrækt á Norðurlöndum sjálfbær? spurði Oluf Aalde, skóg- ræktarstjóri í Noregi, í erindi sínu og svaraði spurningunni játandi. Sagði hann ástand umhverfisins og víðtæka þróun benda mjög til þess enda litu margir nú orðið á sjálfbæra skógrækt sem þróun. Sagði hann sem dæmi um þetta væri meiri samhæfing á viðhorfum til landslags og vistfræði í skógrækt- inni og aukna færni á mörgum svið- um innan skógræktar. Þessa þróun sagði hann halda áfram og stöðugt þyrfti að fást við nýjan vanda og mikilvægt væri að skapa ný viðhorf eftir því sem þekking manna og færni> ykist. Samræming með vottun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.