Morgunblaðið - 25.06.1996, Síða 23

Morgunblaðið - 25.06.1996, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 19ð6 23 ERLENT Hasina tekin við NÝR forsætisráðherra Bangla- desh, Sheikh Hasina, tók bros- andi til starfa í höfuðborginni Dhaka í gær. Hasina, sem er dóttir frelsishetju Bangladesh, Mujiburs Rahmans, sór embætti- seið á sunnudag í höll Abdurs Ramans Biswas, forseta. Sagði 'Hasina það vera forgangsverk- efni stjórnar sinnar að koma í veg fyrir hryðjuverk og gæta laga og reglna. Flokkur Hasina, Awami-fylk- ingin, fékk 146 þingsæti af 300 í kosningum sem haldnar voru fyrr í mánuðinum. Flokkur fyrr- um forsætisráðherra, Begum Khaleda Zia, fékk 116 sæti. í þriðja sæti varð Jatiya-flokkur- inn, með 32 þingsæti, og nýtur Hasina stuðnings hans. Meðal ráðherra í stjórn hennar er Anw- ar Hossain Manju, aðalritari Jati- ya, en leiðtogi flokksins og fyrr- um forseti landsins, Hossain Mo- hammad Ershad, situr í fangelsi. Þegar Hasina hafði svarið embættiseiðinn hét hún því að styrkja stoðir fjölflokkalýðræðis í Bangladesh, sem hefur lengst af verið stýrt af hershöfðingjum þann aldarfjórðung sem liðinn er frá stofnun þess. Ríkisstjórnarfundur var hald- inn í gær, og mæltist Hasina til þess, að hvorki opinberar skrif- stofur né einkafyrirtæki skyldu hafa uppi mynd af henni. Þess í stað skyldi hengja upp myndir af föður hennar, Mujibur Ra- hman, sem leiddi Bangladesh til sjálfstæðis frá Pakistan 1971, og var tekinn af lífi eftir byltingu 1975. ♦ ♦ » Pol Pot sagð- ur heill heilsu Pailin í Kambódíu. Reuter. POL Pot, leiðtogi Rauðu Kmeranna í Kambódíu, er við góða heilsu og gegnir mikilvægu hlutverki í her skæruliðanna, að þvi er fulltrúi Rauðu Kmeranna í Pailin-héraði í vesturhluta Kambódíu sagði á sunnudaginn. Fyrr í mánuðinum höfðu borist- óstaðfestar fregnir þess efnis að Pol Pot, sem er 68 ára gamall, hefði látist úr malaríu. Hann hefur ekki sést opinberlega í rúm 15 ár. Talsmenn Rauðu Kmeranna sögðu sér hafa verið skemmt við að heyra fjölmiðla greina frá því að leiðtogi þeirra væri látinn. Talið er að rúm milljón Kambód- íumanna hafi verið tekin af lífi, eða látist af völdum þrælkunarvinnu eða sjúkdóma í valdatíð Pols Pots óg Rauðu Kmeranna í Kambódíu frá því í apríl 1975 og þar til Víet- namar réðust inn í landið síðla í desember 1978. URTE PENSIL Sólhattur - Propolis Steinefnaríkar jurtir sera auka úthald og vellíöan. BI0-SIL1CA Sfyrir háriö, neglurnar, húðina, bandvefi I og beinin. I SKALLIN PLUS vinur magans, hreinsandi ,og grennandi. RAUIT PANAX GINSENG (400 mg. belgir) - skerpir athygli og eykur þol. JARN í melassa og sojaolíu virkar vel. Fæst í inörgum heilsubúðuni, apótekum og mörkuðum. BIO-SELEN UMB..SIMI 557 6610 DEMANTAHUSIÐ 37 25-45% AFSLÁTTUR AF GULL- OG SILFURSKARTGRIPUM í NOKKRA DAGA VEGNA BREYTINGA DEMANTAHÚSIÐ Borgarkringlunni, sími 588 9944 Reuter Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar á eftirtöldum gjöldum: Staðgreiðslu og tryggingagjaldi til og með 5. tímabili með eindaga 15. júní 1996 og virðisaukaskatti til og með 16. tímabili með eindaga 5. júní 1996 og öðrum gjaldföllnum álagningum og ógreiddum hækkunum er féllu í gjalddaga til og með 15. júní sl. á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðis- aukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftir- litsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem eru: tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignar- skattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðniánasjóðs- og iðnaðannála- gjald, þróunarsjóðsgjald, atvinnuleysistryggingagjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar bamabætur, ofgreiddur barnabótaauki og ofgreiddar vaxtabætur, Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttar- vöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda að þeim tíma liðnum. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 10.000 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.000 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vörugjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Reykjavík, 25. júní 1996. Gjaldheimtan í Reykjavík Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Gjaldheimtan á Seltjarnamesi Gjaldheimtan í Garðabæ Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Gjaldheimtan í Mosfellsbæ Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keílavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgamesi Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn í Stykkishólmi í Búðardal á Isafirði í Bolungarvík á Patreksfirði á Hólmavík á Siglufirði á Sauðárkróki á Akureyri á Húsavík á Ólafsfirði á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Neskaupstað Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vfk Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.