Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1M, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Strand djúpbátsins Fagraness Könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi forsetaframbjóðenda Greinir á _* um leyfi- legan far- þegafjölda ÚTGERÐ djúpbátsins Fagraness fékk sérstaka undanþágu til að taka fleiri farþega en skipið er skráð fyrir þegar það fór í Jónsmessuferð sína. Siglingin endaði uppi á skeri við Æðey á laugardagskvöldið. Siglingamálastofnun og útgerðina greinir hins vegar á um innihald undanþágunnar. Gott veður var á strandstað við Æðey og komust allir farþegarnir, 226 eða 227 samkvæmt upplýsing- um útgerðarinnar, ómeiddir í land um nóttina. Skipið náðist á flot á sunnudag og er nú komið í slipp á Akureyri til viðgerðar. Skipstjóri Fagraness segist hafa rekist á sker- ið vegna eigin mistaka. Heiðar Kristinsson skipstjóri tel- ur sig hafa haft undanþágu til að taka 235 farþega en Sigurjón Hall- grímsson hjá Siglingamálstofnun ..!UL tsegist hafa veitt munnlegt leyfi fyr- ir 220 farþegum. Hann telur það þó engu breyta um óhappið og hann og talsmenn útgerðarinnar fullyrða að nægur björgunarbúnaður hafi verið um borð fyrir alla sem þar voru. Mikilvægt að vita fjöldann Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á ísafirði, segist hafa hug- leitt það að kalla saman almanna- varnanefnd þegar hann var látinn vita um strandið. Hann hafi hins vegar metið aðstæður svo að ekki væri ástæða til þess. „Þetta óhapp sýnir að mjög brýnt er að öll björg- unartæki séu í lagi og til taks ef ^.- ..óhöpp verða,“ segir sýslumaður. Hann bætir því við að mikilvægt sé að höfð sé nákvæm tala á farþeg- um í hverri ferð. ■ Strand Fagranessins/12 * A Austurvelli ÞAÐ er létt yfir unga fólkinu sem hugar að fararskjótanum á grasinu á Austurvelli. Veðrið hefur leikið við landsmenn lengst af júnímánuði þótt aðeins hafi rignt síðustu daga. Munurinn á Olafi og Pétri 8,4 prósentustig ÓLAFUR Ragnar Grímsson nýtur fylgis 41,7% kjósenda sem afstöðu taka, Pétur Kr. Hafstein 33,3%, Guðrún Agnarsdóttir 20,1% og Ástþór Magnússon 4,9% samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem Félagsvísindastofnun hefur gert fyrir Morgun- blaðið á fylgi forsetaframbjóðenda. Hlutfall óákveðinna er nú komið niður í 7,2% og 3,8% segj- ast ætla að skila auðu eða ætla ekki að kjósa. Munurinn á fylgi frambjóðendanna mælist tals- vert minni en í seinustu könnun sem gerð var fyrir rúmri viku en sú könnun var gerð áður en Guðrún Pétursdóttir dró framboð sitt til baka. Munurinn á Ólafi Ragnari og Pétri er nú 8,4 prósentustig en í seinustu könnun var munurinn á fylgi þeirra 10,7 prósentustig. Samkvæmt könnuninni eykst fylgi Péturs og Guðrúnar öllu meira en fylgi Ólafs Ragnars en samkvæmt mati Félagsvísindastofnunar eru þó breytingar á fylgi frambjóðendanna frá seinustu könnun í flestum tilvikum innan skekkjumarka. Fylgi Ólafs var 40,4% S seinustu könnun en er 41,7% nú. Fylgi Péturs var 29,7% í seinustu könn- un en mælist 33,3% nú. Fylgi Guðrúnar var 17% í seinustu könnun en fer í 20,1% nú. Fylgi Ást- þórs stendur nánast í stað, var 4,7% en mælist 4,9% nú. I seinustu könnun var fylgi Guðrúnar Pétursdóttur 8,3%. Flestir stuðningsmenn Péturs og Ólafs segja Guðrúnu næstbesta kost Þeir sem gáfu upp hvern þeir hygðust kjósa voru spurðir hver frambjóðendanna væri næst- besti kosturinn og nefndu þá 68,1% stuðnings- manna Ólafs Ragnars og 62,2% stuðningsmanna Péturs Kr. Hafstein Guðrúnu Agnarsdóttur sem næstbesta kost. 17,6% stuðningsmanna Péturs nefndu Ólaf Ragnar sem næstbesta kost og 17,9% stuðningsmanna Ólafs Ragnars nefndu Pétur sem næstbesta kost. Yfir 30% þeirra sem segjast ætla að kjósa Guðrúnu sögðu að enginn annar frambjóðandi kæmi til greina, en það hlutfall er mun lægra hjá hinum frambjóðendunum. 32,2% þeirra sem hyggjast kjósa Guðrúnu nefndu Ólaf Ragnar sem næstbesta kost og sama hlutfall nefndi Pétur sem næstbesta kost. 31,4% stuðningsmanna Ástþórs nefndu Guðrúnu sem næstbesta kost. Eindregnari afstaða stuðningsmanna flokka 76,7% kjósenda Alþýðubandalags sögðust nú ætla að styðja Ólaf Ragnar samanborið við 70,3% í seinustu könnun. 60,5% kjósenda Sjálfstæðis- flokks ætla að kjósa Pétur samanborið við 56,3% í seinustu könnun og 66,7% kjósenda Kvennalista ætia að kjósa Guðrúnu en þeir voru 50% í sein- ustu könnun. 49,2% karla og 34,2% kvenna styðja Ólaf Ragn- ar, 26,9% kvenna og 13,2% karla styðja Guð- rúnu. 34,4% kvenna og 32,3% karla ætla að kjósa Pétur og_4,4% kvenna og 5,3% karla ætla að kjósa Ástþór. Ólafur Ragnar nýtur mests fylgis meðal eldri kjósenda en Pétur sækir meira fylgi til yngstu kjósendahópanna en aðrir frambjóðendur. ■ Hlutfall óákveðinna/6 Morgunblaðið/Þorkell Ríkisskattstjóri áætlar á þá sem ekki skila þungaskatti Yfir 20% eigenda létu ekki lesa af YFIR 1.700 greiðendur þunga- skatts komu ekki með bíla sína til aflestrar í þessum mánuði og er skatturinn áætlaður á þá. Greiðend- ur þungaskatts á landinu öllu eru yfir 8.000. Mikið álag hefur verið á embætti ríkisskattstjóra vegna þessa, en embættinu hefur með nýrri reglugerð verið falin inn- heimta skattsins. Fyrr í þessum mánuði var gefin **5t ný reglugerð um innheimtu og eftirlit með þungaskatti. Með henni var gerð sú breyting að innheimta skattsins var falin ríkisskattstjóra, en tollstjóri sá áður um innheimt- una. Gjalddögum var breytt og gjaldfrestur styttur. Jafnframt voru sett ákvæði um hvernig fara ætti með þá sem ekki láta lesa af mælum sínum og greiða ekki skattinn á réttum tíma, en ákvæði um þetta voru óskýr í eldri reglugerð. Samkvæmt reglugerðinni ber greiðendum þungaskatts að láta lesa af mælum sínum þrisvar á ári, fyrir 10. febrúar, 10. júní og 10. október. Yfir 1.700 greiðendur þungaskatts létu hjá líða að fara með bíla sína í álestur fyrir 10. júní sl. og sendi ríkisskattstjóri þeim áætlun í síðustu viku. Hann áætlar 8.000 kílómetra á alla fólksbíla og 32 þúsund kílómetra á allar at- vinnubifreiðar og er það algerlega óháð því hvernig þær hafa verið notaðar eða hvort þær hafa yfirleitt verið í notkun á gjaldtímabilinu. 790 þúsund krónur í áætlun Mikið álag hefur verið á embætti ríkisskattstjóra vegna þessa undan- farna daga, enda telja margir að áætlun embættisins sé í engu sam- ræmi við notkun ökutækjanna. Upphæð þungaskatts fer eftir stærð bílanna. Fólksbílar greiða 7,09 krónur fyrir hvern ekinn kíló- metra, en atvinnubílar mun meira. Algengasti flokkur vörubifreiða er 23 tonna flokkurinn, en bílar í hón- um greiða 24,71 krónu fyrir hvern kílómetra. Þessir bílar eru því að fá á sig áætlun frá ríkisskattstjóra upp á 790.720 krónur. Þeir sem ekki sætta sig við áætl- un ríkisskattstjóra eiga að fara með bíla sína í skoðanastöðvar og láta lesa af mælum sínum. Álesturinn er síðan sendur til ríkisskattstjóra sem kæra. Hann úrskurðar og send- ir leiðréttingu til bifreiðaeigandans ásamt álagi, sem er 1% af fjárhæð þungaskatts vegna hvers dags sem dregið hefur verið að koma með ökutækið til álestrar fram yfir lok álestrartímabils. Álagið getur hæst orðið 10%. Þróunarsjóður sjávarútvegsins Tilboðum hafnað STJÓRN Þróunarsjóðs sjávar- útvegsins hafnaði á fundi sín- um í gær tveimur tilboðum sem borist höfðu í hlutabréfaeign sjóðsins en ákvað að óska eftir viðræðum við tilboðsgjafa. Sjóðurinn á nú eftir í eigu sinni hlutabréf í þremur sjávar- útvegsfyrirtækjum, Tanga hf. á Vopnafirði, Meitlinum hf. í Þorlákshöfn og Búlandstindi hf. á Djúpavogi. ■ Vill ræða/20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.