Morgunblaðið - 25.06.1996, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 25.06.1996, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Afurðasalan í Borgarnesi hf. Kaupir hluta fyrirtækis- ins Islenskt/franskt Morgunblaðið/HallgrimurMagnússon MAGNÚS Stefánsson þingmaður Iét sig ekki vanta, hér tekur hann fyrsta höggið sitt. Morgunblaöið/Jenný Jensdóttir FERMINGARSYSTKININ samankomin f.v.: Vígþór Jörundsson, Sigurgeir Guðmundsson, Guðfinnur Áskell Benediktsson, Björn H. Björnsson, Ásta Bjarnadóttir, Elín Þórarinsdóttir og Vigdís Björnsdóttir. Nyr golfvöllur í Grundarfirði Opnunarmót í ausandi Grundarfirði - Nýr golfvöllur var formlega tekinn í notkun nýlega og þrátt fyrir talsverða vætu úr lofti var mikil þátttaka í fyrsta mótinu. Nýi völlurinn hefur níu holur og er ágætlega staðsettur, u.þ.b. 10 mínútna akstur frá þorpinu. Ekki er nema u.þ.b. eitt ár síð- an upp kom hugmynd um að setja niður golfvöll á þessu svæði. Á rigningu þessum tíma hefur golfáhuga- mönnum hér tekist að koma upp góðum golfvelli með tilheyrandi húsi, bílastæðum o.s.frv. Árang- urinn hefur ekki látið á sér standa; golfáhugi hefur gripið um sig i Grundarfirði, í bókabúð- inni seljast golfkylfur eins og heitar lummur og þekktir inni- setumenn arka nú um allan völl á eftir kúlum sínum. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson UNNIÐ við lagningu slitlags á Skálholtsvegi. Slitlag lagt á Syðra-Langholti - Nýlega var byrjað að leggja bundið slitlag á hinn nýja Skálholtsveg sem unnið hefur verið að uppbyggingu á síð- an í fyrrahaust. Alls er þessi nýi kafli vegarins um 7 km að lengd eða frá Helgastöðum að Brúará. Ekið var um 300 þúsund rúm- metrum af efni i veginn sem er hið glæsilegasta mannvirki. Nýi vegurinn er mikil samgöngubót fyrir þá miklu umferð sem er á Skálholtsveg þessari tengingu á milli Skeiða- vegar og Biskupstungnabrautar. Það er Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sem átti lægsta tilboð í gerð vegarins og hefur verkið gengið vel hjá verktökum. Ekki hefur enn verið unnið við lagningu vegarins heim á Skálholtsstað. Umferð heim á staðinn verður breytt, einungis norðanfrá og komið fyrst að kirkjunni. 50 ára ferm- ingarafmæli frá Drangs- neskapellu Drangsnesi - Fermingarbörn frá Drangsneskapellu, sem héldu upp á 50 ára fermingarafmæli sitt, mættu við guðsþjónustu 9. júni sl. 10. júní 1946 fermdust fjórán börn frá Drangsneskapellu. Sjö af þessum fjórtán fermingar- systkinum voru nú fimmtíu árum síðar saman komin á Drangsnesi og minntust þessara tímamóta, hittust og heimsóttu æskustöðv- arnar. Því miður gátu ekki allir mætt og ein fermingarsystirin, Sigurmunda Guðmundsdóttir, er Iátin. Aðeins einn þeirra sem fermdust þennan dag fyrir 50 árum býr enn á Drangsnesi. Nýtt andlit á Norska húsinu Stykkishólmi - Norska húsið í Stykkishólmi er elsta tvílyfta húsið á Islandi, byggt árið 1832 af Árna Thorlacius, kaupmanni, og er því 164 ára gamalt. Húsið er í eigu Héraðsnefndar Snæfellinga og er því ætlað að hýsa hluta af byggða- safni Snæfellinga. Nú í vor er búið að mála allt húsið að utan og þann 17. júní voru opnaðar fjölbreyttar sýningar í Norska húsinu. Fyrst skal nefna sýningu frá Þjóðminjasafni íslands. Þá sýningu hannaði Steinþór Sigurðsson. Á sýningunni hafa verið valdir saman nokkrir munir sem gefa innsýn í hina ríku tréskurðarhefð á íslandi. Hlutirnir eru víðsvegar af landinu og þeir elstu frá 17. öld en þeir yngstu frá byijun þessarar aldar. Á sýningu Þjóðminjasafnsins eru sýndir 111 munir. Þá er í einum hluta hússins leir- listasýning. Þar sýna listamennimir Elísabet Haraldsdóttir og Ólöf Erla Bjarnadóttir sem báðar eru búsettar að Hvanneyri. Hvor um sig sýnir mörg og fjölbreytt verk. í einu herbergi Norska hússins er sýning er sýnir sögu Lúðrasveit- ar Stykkishólms. Sveitin á sér merka sögu frá þvi hún Var stofnuð 20. apríl 1944. Þar getur á að líta gamla lúðra sem hafa varðveist og ýmsa aðra muni frá starfi sveitar- innar. Morgunblaðið/Árni Helgason GUÐRÚN Gunnarsdóttir, for- maður safnanefndar Snæfell- inga, virðir fyrir sér muni í ömmukamesi í Norska húsinu. Herbergið er útbúið eins og herbergi ömmu og afa hefur eflaust litið út á fyrri tíð. Uppi er stássstofa Árna Thorlac- ius, kaupmanns. Þar eru borð, skrif- borð og stólar sem Árni átti og gefur þetta góða mynd af því hvem- ig kaupmannsheimili hafa litið út fyrir 150 ámm. Er mikill munur á því heimili og venjulegu sveitaheim- ili frá sama tíma. Margt fleira er að sjá í Norska húsinu. Hafa þessar sýningar gefið húsinu líf að nýju og er reglulega gaman að koma nú í Norska húsið og skoða allt það sem nú er að sjá. Það er óhætt að hvetja ferðamenn og Hólmara til að líta við í Norska húsinu því þar hefur margt breyst til batnaðar. Norska húsið er opið virka daga frá kl. 13-17 og laugar- daga og sunnudaga frá kl. 11-18. Borgarnesi - Afurðasalan í Borg- arnesi hf. - AB - keypti nýverið kjötframleiðsluhluta fyrirtækisins Islenskt-franskt, en fiskfram- leiðsluhluti fyrirtækisins var seldur til Akraness. Að sögn framkvæmdastjóra Af- urðasölunnar hf. ívars Ragnarsson- ar, er tilgangurinn með þessum kaupum aðallega að styrkja AB og auka breiddina í framleiðslunni. Að sögn ívars verður fyrirtækið ís- lenskt-franskt áfram starfandi og verður töluvert náið samstarf milli þess og AB í framtíðinni, meðal annars um sölu, dreifingu og vöru- þróun. ívar sagði að kjötpaté-vörurnar væru hágæðavörur, byggðar á mjög gamalli franskri hefð, en fram- leiðslulínan væri mun breiðari, því einnig væri framleitt álegg, kæfur og pylsur. Hann sagði að hér eftir yrði AB einungis með tvö vöru- merki, það er að segja Borgarnes- kjötvörur og íslenskt-franskt. Fram kom að störfum myndi fjölga um 7 til 9 hjá AB eftir þessa breytingu og þá myndu alls starfa hjá fyrirtækinu yfir 80 manns. Mætti geta þess að áður en AB keypti hlutann í Íslensku/frönsku, hafi um 75% af kjötinu farið í full- vinnslu en 25% hefði verið selt óunnið frá fyrirtækinu. Núna stefndi í að fullvinnsluhlutfallið færi upp í 85% af þeim 1.300 tonn- Morgunblaðið/Theodór ERLA Jóna Guðjónsdóttir og Ómar Hauksson framan við verð- Iaunavörurnar. Erla Jóna vann gullbikar fyrir hangiálegg og Ómar vann gull fyrir léttreyktan lambavöðva. um af kjöti sem færu í gegnum sláturhúsið á ári hveiju og fyrirtæk- ið stefndi að því að fullvinna allt kjöt sem til félli og helst meira. Með því væri virðisaukinn skilinn eftir heima í héraðinu og hjá fyrir- tækinu. Sagði ívar að Afurðasalan í Borgarnesi hefði nýverið verið með opið hús þar sem fólki hefðu verið kynntar vörur fyrirtækisins. Alls hefðu um 400 manns komið og fylgst með kjötskurði, vörupökkun pg fleiru. Þá hefði nýja vörulínan, íslenskt/franskt", verið kynnt, ásamt öðrum þekktari kjötvörum fyrirtækisins. ívar kvaðst vera mjög stoltur af sínu kjötiðnaðarfólki en í fagkeppni kjötiðnaðarmanna sem haldin var nýlega í tengslum við sýninguna „Matur 96“ hefðu vörur frá AB unnið til fjölda verðlauna. Alls hefðu 17 vörur unnið til verðlauna af þeim 20 sem sendar voru frá fyrirtækinu og þar af þrenn gullverðlaun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.