Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 21 ÚRVERIINIU Gott fiskirí hjá Klakki TOGARINN Klakkur SH 510 frá Grundarfirði hefur fiskað vel síðastu tvær vikurnar. A þessu tímabili hefur hann tek- ið alls um 330 tonn í kringum Jökul og inni á firði. Þar af voru 70 tonn tekin á einum sólarhring. Aflinn var aðal- lega góð ýsa, yfir tvö kíló, og ufsi. Hér eru skipverjar á Klakki að innbyrða gott hal. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Skylda að nota skj aldbökuskilj u STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum hafa nú bannað innflutning á rækju veiddri í sjó, nema fyrir liggi stað- festing þess efnis að öll rækjuveiði- skip viðkomandi þjóðar noti skjald- bökuskilju á rækjutrollin. Beiðni um að reglugerð þessari yrði frestað um eitt ár hefur verið hafnað. Þetta atriði hefur ekki áhrif hér við land, þar sem engar sæskjaldbökur er hér að fínna og á það sama við um þær þjóðir sem veiða kaldsjávarrækju. Það voru ýmis náttúruverndar- samtök, sem kröfðust þessa inn- flutningsbanns á síðasta ári til að draga úr skjaldbökudrápi við rækju- veiðarnar. Eigi þjóðir, sem stunda veiðar á hlýsjávarrækju, að fá leyfi til innflutnings á rækju til Banda- ríkjanna, verða þær að sýna fram á að í gildi séu lög sem banna rækju- veiðar í troll án skjaldbökuskilju og að þeim lögum sé framfylgt. Talið er að um 30% innflutnings á rækju til Bandaríkjanna séu í hættu vegna þessa, en verðmæti þess innflutnings er um 67 milljarð- ar íslenzkra króna. Líkur eru á, að verð á rækju í Bandaríkjunum hækki vegna þessa og hugsanlega eykst eftirspurn eftir kaldsjávar- rækju fyrir vikið. í fréttum af þessu innflutningsbanni er þess hvorki getið í hve miklum mæli skjaldbök- ur eru drepnar við rækjuveiðar, hvort þær skjaldbökur sé nýttar, né hvort þessir skjaldbökustofnar séu í útrýmingarhættu. Næstum fullbókað á „Fishing ’97“ „FISHING ’96“, sjávarútvegssýn- ingin í Aberdeen í mars sl., var sú stærsta, sem þar hefur verið haldin í fimm ár, en margt bendir til, að sýningin 13.-15. mars á næsta ári verði enn veglegri. Nú þegar hafa sýnendur frá 13 löndum pantað næstum 3.000 fermetra pláss og meira en 90% þeirra, sem tóku þátt í sýningunni í vor, ætla að vera með aftur. Auk einstakra sýnenda verða sömu stóru þjóðarbásarnir á sýning- unni á næsta ári, til dæmis sá norski, danski, hollenski og írski, og stefnt er að því að hún verði enn alþjóðlegri en fyrr. Verður hún aug- lýst sérstaklega í sjávarútvegsblöð- um á islandi, Noregi, Danmörku og Hollandi og skipulagðar verða ferðir á sýninguna í samvinnu við ferðaskrifstofur í þessum löndum. Sjávarútvegssýningin í Aberdeen er oft auglýst sem sú eina, sem haldin er árlega, og það er ekki aðeins, að borgin sé í hjarta mikils sjávariðnaðarsvæðis í Skotlandi, heldur er hún einnig vel í sveit sett með tilliti til helstu sjávarútvegs- borga við Norðursjó. PCIlímogfuguefni n i i i 1 i 1 1 1 1 n nwtu&hi i ■ JLL!U ■■■ u 1 U Stórhöfða 17, við GuUinbrú, sími 567 4844 ‘Banana Biddu um Banana Boat ef þú vilt spara 40-60% Þegar þú kaupir Aloe Vera gel. □ Hvers vegna ai borga 1200 kr. fyrir kvartlítra af Aloe geli þegar þú getur fengið sama magn af Aloe Vera geli frá Banana Boat á um 700 kr eða tvöfalt meira magn af Banana Boat Aloe Vera geli á 1000kr. □ Hvers vegna að bera á sig 2% af rotvarnarefnum þegar þú getur fengið 99,7% (100%| hreint Banana BoatAloe Vera gel? 0 Banana Boat næringarkremið Bnjn-án-sólar I úðabrúsa eða með sólvörn #8. □ Stýrðu sólbrúnkutóninum með t.d. hraðvirka Banana Boat dökksólbrúnkuolíunni eða -kreminu eða Banana Boat Golden oliunni sem framkallar gyllta bnjnkutóninn. O Hefur þú prófað Naturica húðkremin sem allir eru að rala um, uppskrift Birgittu Klemo, eins virtasta húðsérfæðings Norðurlanda? Naturica Ört-krám og Naturica Hud-krám. Banana Boat og Naturica fást I sólbaðsstofum, apótekum, snyrtiv. verslunum og öllum heilsubúðum utan Reykjavíkur. Banana Boat E-gelið fæst lika bjá Samtökum psoriasis-og exemsjúklinga.___________________________________ Heilsuval - Barónsstíg 20 ir 562 6275 Marco Polo 350 ■BSvefnpoki tjáidyagnar PUMORI 65 Bakpoki skór Sterkur og laður poki jóðu verði í Innbyggð grind, stillanlegar bakólar. okar I 5.250^*®^^^” Létt göngutjald. 2.2 kg. 2 manna. Tvöfalt með álbogum. Í WUd Ai veiðiKörur Mikið úrval tré- og plasthúsgagna ÍTÁLSKIR GÖNGUSKÓR LAX sólstóll á 5.900 ammy^Söur I 1.700 jURA gönguskór á 9.900 Landsins mesta úrval af tjöldum á sýningarsvæði gerðir 91 tjöldum S. 5 I I 2200 AVan^o paiwa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.