Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 1
H6SIÐURB/C/D ttrnumMafeife STOFNAÐ 1913 141.TBL.84.ARG. ÞRIÐJUDAGUR 25. JUNI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kommúnistar virðast vondaufir um sigur í seinni umferð Þj óðstj órnarhug- mynd fálega tekið Moskvu. Reuter. GENNADÍ Zjúganov, forsetaefni kommúnista í Rússlandi, varpaði enn á ný fram hugmyndum sínum um myndun þjóðstjórnar í gær og sagði ástandið alvarlegt í landinu, enginn einn flokkur væri svo öflugur að hann gæti ráðið við það, hætta væri á „hruni ríkisins". Umbótasinninn Grígorí Javlínskí, sem lýsti yfir stuðningi við Borís Jeltsin forseta í gær ásamt Jablokoflokki sínum, vís- aði tillögum Zjúganovs á bug. „Kommúnistar geta ekki verið mjög sigurvissir. .. Þeir endurtaka þessar tillögur öðru hverju og ég get ekki tekið þær alvarlega, þetta er kosningaáróður," sagði Javlínskí. „Skrifræðisstofnun" Athygli hefur vakið að kommúnistar hafa nær enga opinbera kosninga- baráttu háð síðan í fyrri umferðinni. Telja sumir stjórnmálaskýrendur jafnvel að þeir keppi nú aðeins að sómasamiegum árangri hjá Zjúganov en álíti Jeltsín þegar öruggan um sigur. Síðan hyggist þeir nota styrk sinn á þingi til að gera forsetanum erfitt fyrir og þvinga hann til mála- miðlana. Kommúnistar vilja að sett verði á laggirnar sérstakt ráð þar sem þeir fengju þriðjung fulltrúa og kæmi ráðið síðar í stað ríkisstjórnar. Helstu áhrifastöðum yrði skipt milli flokks- leiðtoga í Dúmunni, neðri deild þings- ins, og nokkurra annarra nafn- greindra ráðamanna. Einn af tals- mönnum kosningabaráttu Jeltsíns, Vjatsjeslav Níkonov, sagði að Zjúg- anov vildi reyna að búa til „skrifræð- isstofnun án fótfestu í stjórnar- skránni, starfssviðið er óljóst". ¦ Skilyrtur stuðningur/24 Jeltsín með yfirburði Reuter BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti var um helgina á kosningaferða- lagi, hann kyssir hér konu í þjóðbúningi í þorpinu Melíkhovo, skammt frá Kalíníngrad. Nýjar kannanir sem birtar voru á sunnudag gafu til kynna mikla yfirburði hjá Jeltsín, í annarri var hann með 53% en Zjúganov 34%, í hinni fékk forsetinn 47% en Zjúganov 27%. Sérfræðingar bentu á hinn bóginn á að kjós- endur Zjúganovs væru mun líklegri til að fara á kjörstað. Aflýstu heimboði Kinkels Peking. Reuter. FYRIRHUGAÐRI heimsókn Klaus Kinkels, utanríkisráðherra Þýska- lands, til Kína hefur verið aflýst vegna harðrar gagnrýni þýska þingsins á mannréttindabrot Kín- verja í Tíbet. Talsmaður þýsku stjórnarinnar sagði í gær, að Helmut Kohl kansl- ari harmaði ákvörðun Kínverja. Kinkel utanríkisráðherra segist vona, að jafna megi þessar deilur ríkjanna en annað hljóð er í mörg- um fjölmiðlum og jafnaðarmenn, sem eru í stjórnarandstöðu, vilja sérstaka þingumræðu um málið. Þýskaland er mesta viðskipta- ríki Kína í Evrópu og því hafa stjórnvöld þar og frammámenn í þýsku atvinnulífi áhyggjur af hugsanlegum afleiðingum ágrein- ingsins. Reuter Netanyahu telur Kaíróályktunina ekki greiða fyrir friði Sýrlendingar segja ráða- menn ísraels eiga leik Jerúsalem, Damaskus, Gaza. Reuter. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, sagði í gær, að yfirlýsingar leiðtogafundar araba- ríkjanna í Kaíró á sunnudag væru einhliða og ekki til þess fallnar að greiða fyrir varanlegum friðar- samningum. Málgagn Sýrlands- stjórnar sagði aftur á móti, að krafa fundarins um að ísraelar skiluðu öllu herteknu landi gegn samningum um frið myndi neyða harðlínustjórn Netanyahus til að taka af skarið um það hvort hún vildi frið. „Einhliða kröfur, sem stefna öryggi okkar í voða, eru ekki góð- ur grundvöllur friðarviðræðna," sagði Netanyahu í yfirlýsingu sinni í gær og lagði áherslu á, að ekki mætti setja nein skilyrði fyrirfram fyrir hugsanlegum viðræðum. I málgagni Sýrlandsstjórnar, Tis- hreen, __ sagði hins vegar, að nú ætti ísraelsstjórn leikinn, hún gæti ekki lengur „þyrlað upp moldviðri". Samningar um Hebron endurskoðaðir? Bandaríkjastjórn tekur vel í yfir- lýsingu arabaríkjanna og túlkar stöðuna nú þannig, að ráðamerin þeirra og Netanyahu séu tilbúnir til að halda áfram friðarviðræðum. David Levy, utanríkisráðherra ísraels, hefur dregið í land með þau ummæli sín frá því fyrir helgi, að rétt gæti verið að skila Sýrlend: ingum Golanhæðum gegn friði. í gær sagði hann, að í samningum yrðu menn að mætast á miðri leið. Zevulun Hammer, mennta- og menningarmálaráðherra ísraels, sagði í París í gær, að Palestínu- menn þyrftu ekki að vænta meiri sjálfstjórnar en þeir hefðu nú. Þá sagði hann, að hugsanlega yrði að taka upp samninga um borgina Hebron á Vesturbakkanum en samkvæmt þeim á að flytja burt þaðan ísraelska herliðið. Papandr- eou syrgður ÖLDRUÐ kona kyssir helgi- mynd við kistu Andreas Pap- andreou, fyrrverandi f orsætis- ráðherra Grikklands, í Aþenu í gær. Papandreou lést á sunnu- dag af völdum hjartaáfalls og gengu þúsundir manna í gær fram hjá blómum skrýddri kistu hans til að sýna honum hinstu virðingu. Ráðherrann fyrrver- andi varð að víkja úr embætti stjórnarleiðtoga fyrir nokkrum mánuðum vegna veikinda en var enn leiðtogi sósíalistaflokksins, PASOK. Búist er við harðri bar- áttu um leiðtogaembættið milli Costas Simitis forsætisráðherra og Akis Tsohatzopoulos innan- ríkisráðherra er var dyggur stuðningsmaður Papandreous og sjónarmiða hans. ¦ Umdeildur/22 IWC um hrefnuveiðar Norðmanna Álíta stofnana öfluga Aberdeen. Reuter. FUNDUR Alþjóða hvalveiðiráðsins (IWC) hófst í Aberdeen í Skotlandi í gær og sögðu vísindamenn á veg- um ráðsins að þeir væru sammála því mati Norðmanna að hrefnu- stofnar á Norðaustur-Atlantshafi séu nú mun stærri en í fyrra, 118.000 dýr. Ráðið áætlaði í fyrra að í stofnunum væru alls um 75.000 dýr. Hvalverndunarsinnar mót- mæltu í gær kröftuglega og sögðu að látið hefði verið undan pólitískum þrýstingi af hálfu Norðmanna. Norðmenn hyggjast veiða 425 dýr á þessu ári. Hvalveiðar í heiminum eru nú þær mestu sem verið hafa í 10 ár, þrátt fyrir alþjóðlegt bann við hvalveiðum í ágóðaskyni. Norð- menn og Japanar hvetja mjög til þess að veiðibanni, sem hvalveiði- ráðið setti, verði aflétt. Bretar, ásamt fleiri þjóðum, hafa hins vegar hert andstöðu gegn hvalveiðum í ágóðaskyni. „Þó svo, að til séu dýrategundir sem eru sjálfbærar, er ekki þar með sagt að það þurfi að nýta þær," sagði sjávarútvegsráðherra Bret- lands, Tony Baldry, í útvarpsviðtali. „Lifandi hvalur er mjög falleg skepna. Dauður hvalur er ekkert annað en nokkur tonn af kjöti." Bandaríkin vilja undanþágu Um 300 fulltrúar frá 30 ríkjum sækja ráðstefnuna. Líklegt er, að Bandaríkjamenn, sem hafa verið dyggir stuðningsmenn hvalveiði- bannsins, muni á fundinum fara fram á að gerð verði undanþága frá því, og bandarískum indíánaætt- bálki, makah, verði leyft að veiða fimm dýr. I banni hvalveiðiráðsins, sem sett var 1982, er gert ráð fyrir veiðum „frumbyggjaþjóða" sem reiða sig á hvalveiðar til manneldis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.