Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIVIAR • FORSETAKJÖR Opið bréf til Olafs Ragnars Gamli æskufélagi! Ég 'á við þig dulítið erindi og til að skýra það nánar verðum við að hverfa stutta stund rúm 40 ár aftur til fortíðar okkar beggja. Nýtt skólaár er að heíjast í Mið- bæjarskólanum við Tjömina í Reykja- vík, löngu frímínúturnar standa yfir - og portið bergmálar af ærslafullum leik drengja, sem reyna með sér krafta og fimi í heimatilbúnum leik liðinna skólaára. Álengdar stendur einsamall drengur, rauðhærður og kinnamikill, og fylgist með - úr svipnum má lesa sambland af feimni og áhuga - hann ýmist brosir eða hlær að ærslunum, en blandar sér ekki í leikinn. „Hvaða strákur er þetta?“ spyr ég ei'nn skólafélaganna úr annarri bekkj- ardeild. „Þetta er strákur að vestan - nýfluttur í bæinn - hann heitir Ólafur Ragnar - er það ekki að vera nafni þinn?“ Æskuárin Þennan eftirminnilega dag tókum við nafnamir strax tal saman og var þar lagður grunnur að kunningsskap, sem fljótlega átti eftir að breytast í margra ára nána vináttu. Síðar iá leiðin úr Miðbæjarskólanum í Gagn- fræðaskólann við Vonarstræti í „landspróf". Þar kynntumst við náið þeim Ólafí Davíðssyni, nú ráðuneytis- stjóra í forsætisráðuneytinu, og Garð- ari Halldórssyni, nú húsameistara ríkisins. Úr varð góð vinátta og sam- heldni, sem m.a. leiddi til þess að við tókum okkur saman og stofnuðum, nýkomnir í MR, „Menningarfélag ís- lenskrar æsku“, sem átti ekki síst að helga sig baráttunni fyrir endur- heimt handritanna frá Danmörku. Segja má að fjölskyldur okkar beggja hafí í upphafí blandast inn í málið því hugmyndin að átakinu varð til við matarborðið á æskuheimili mínu og faðir þinn, Grimur, taldi stofnun sérstaks félags líklegasta formið til að gera hugmynd að raun- veruleika. Það þóttu mikil fírn að ungir drengir, nýskriðnir úr lands- prófí, skyldu gerast svo djarfir að stofna til slíkra samtaka á eigin spýt- ur og safna nær 7 þúsund undirskrift- um til stuðnings kröfunni um endur- heimt handritanna og gefa síðan út fræðsluritið „Árnasafn" um íslensku handritin til dreifingar meðal fram- haldsskólanemenda. Skólayfirvöld í Reykjavík voru ekki mjög hrifin af slíku frumkvæði - það væri hugsan- lega aðeins til þess fallið að styggja Dani - betra væri að vinna að lausn málsins að tjaldabaki. Þessum vin- skap okkar fylgdu opin æskuheimili - ósjaldan naust þú gestrisni á æsku- heimili mínu og atbeina móður minnar og ég kynntist gestrisni foreldra þinna - þannig lá leið okkar og vinskapur saman þótt ég hyrfi úr Mennta- skólanum til annars náms og starfa. Þegar þú komst t.d. frá námi erlendis mörgum árum seinna gekkstu á minn fund og gafst mér skýrslu um áform þín að leggja Framsóknar- flokkinn að fótum þér - þar byðust tækifæri fyrir kraftmikinn, ung- an mann. Þetta gerðir þú þrátt fyrir að ég væri á sama tíma starfsmaður annars stjórnmálaflokks, sem segir nokkuð um hvað eftir lifði af vináttu og trún- aðartrausti æskuáranna. Manndómsárin Smám saman röknuðu þó þessi vináttubönd, menn voru hver um sig að hasla sér völl í lífinu. En stútt var í eðli æskuvináttunnar, þannig hélst samband milli gamla vinahópsins og hann hittist annað slagið allt fram á áttunda áratuginn. Er mér síðasta sameiginlega samverustund okkar sérstaklega minnisstæð því þá fékk ég tækifæri til að færa þér, Ólafi og Garðari, að gjöf bókina „Handritin og fornsögurnar“, sem bókaforlag með minni aðild gaf út - bókin átti einmitt skírskotun til 15 ára gamalla bemskubreka og okkur var skemmt þetta síðkvöld á heimili Ólafs Davíðs- sonar. Árið 1985 var Hafskip hf. að ófyr- irsynju knúið í gjaldþrot við upphaf stóraukinna umsvifa. Án þess að ég ætli hér að rekja þá sögu í smáatrið- um verð ég að varpa örlitlu ljósi á aðdraganda þess máls til að lýsa er- indi mínu við þig. Ég og Björgólfur Guðmundsson vorum í forystu fyrir hópi fyrirtækja og einstaklinga um uppbyggingu og endurskipulagningu á Hafskip hf., sem hafði verið starf- rækt frá árinu 1958, en stóð ávallt höllum fæti í erfiðri samkeppni. Víst er að sú stefna, sem lögð var til grundvallar við endurskipulagn- inguna, naut hljómgrunns og átti sér stað ör þróun í uppbyggingu og þjón- ustu félagsins, sem hafði mikil og varanleg áhrif á íslenska kaupskip- aútgerð. Ný skipatækni var innleidd og gámaflutningar hófust fyrir al- vöru, sem leiddi til stóraukinnar hag- kvæmni og lagði grunn að mikilli lækkun flutningstaxta. Allir aðrir rekstrarþættir félagsins voru teknir til gagngerrar endurskipulagningar og átti það ekki síst við um þann mikla kostnað sem starf- semi erlendis fylgir. Aukin þekking á hinum erlenda vettvangi leiddi m.a. til nýrra landvinn- inga - íslenskrar útrás- ar - þegar félagið, fyrst íslenskra skipafélaga, setti á stofn eigin þjón- ustuskrifstofur í Skand- inavíu, Bretlandi, á meg- inlandi Evrópu og í Bandaríkjunum, auk þess að hefja beinar sigl- ingar milli Evrópu og Bandaríkjanna og hasla sér völl í rekstri flutning- smiðlunar beggja vegna Atlantshafsins. Hugsunin var íslensk útrás - íslenskt hugvit - handafl og tæki skyldu skila tekjum í þjóðar- búið. Nýr vettvangur hafði verið bú- inn til fyrir íslendinga til þess að hasla sér völl á - því eins og allir vita er einhæfni íslenskrar atvinnu- starfsemi einn meginþröskuldurinn í sókn þjóðarinnar til betri lífskjara. Þetta var það sem fyrir okkur vakti - og ég hefði að óreyndu haldið að þessi hugsun væri í þínum anda - sem hefur, a.m.k. á seinni árum, ver- ið talsmaður íslenskrar útrásar í við- skiptum. Það má til sanns vegar færa að þessi sóknarhugur hafi orðið félaginu og okkur, sem að því stóðum, þungur í skauti, áhættuminna hefði verið að halda sig við heimamarkaðinn einan. Þessi vaxandi umsvif, sem m.a. kölluðu á aukið rekstrarfé og hluta- fjárútboð snemma á árinu 1985, vöktu athygli Helgarpóstsins á félag- inu. Sú athygli varð afar dýrkeypt, því þegar upp var staðið hafði blaðið varið milli 80-90 blaðsíðum í rúmlega 50 tölublöðum í rógsherferð gegn félaginu. Fagleg úttekt á þessari ein- stæðu atlögu fjölmiðils að fyrirtæki leiddi síðar í ljós um 200 ótvíræðar lygar/rangfærslur blaðsins auk þess sem það gerði út á margvíslegan hálfsannleika, sem að öðru jöfnu er allri lygi yfírsterkari. Haustið 1985 einkenndist hvort tveggja í senn af vaxandi umsvifum félagsins í beinum Atlantshafssigl- ingum, auk annarra verkefna erlend- is, og vikulegrar stigmögnunar í rógs- herferð Helgarpóstsins á hendur fé- laginu - frú Gróa á Leiti var einnig tekin ötullega til starfa í þjóðfélaginu. En fleiri þurftu að njóta gæðanna og er leið fram á veturinn kom til kasta Alþingis. Allur þessi atgangur ásamt fleiru leiddi smátt og smátt til vaxandi erfiðleika í stjórnun hins umsvifamikla rekstrar félagsins, enda bárust reglubundið fréttir héðan Ragnar Kjartansson að heiman til viðskiptaaðila erlendis, að eldar loguðu allt umhverfís það - og þá síðast hefði sjálft Alþingi ís- lendinga hafíð umræðu um málið með upphrópunum og brigslyrðum á hend- ur forsvarsmönnum Hafskips hf. Að lokum varð ekki við neitt ráðið og hinn 6. desember 1985 var óskað gjaldþrotaskipta á búi félagsins. Brostnir strengir Ég hafði af því fréttir þessa sömu daga, að þú, gamli æskufélagi, sem þá varst varaþingmaður, legðir kappsamá áherslu á það við Guðmund J. Guðmundsson, alþingismann, að hann rýmdi sæti fyrir þig syo að þú gætir blandað þér í umræðuna. Ég var hvattur af samstarfsmönnum mínum til að tala við þig og kynna þér sjónarmið félagsins þannig að þú byggir yfír upplýsingum um báðar hliðar málsins. Þetta taldi ég, „bláeygur", algjör- lega óþarft, minn gamli æskufélagi og fomvinur, Olafur Ragnar, myndi ekki veitast að félagi, sem ég hafði verið stjórnarformaður fyrir, án þess í það minnsta að leita upplýsinga hjá mér fyrst - enda lá ég kylliflatur ásamt félögum mínum þegar hér var komið sögu og ætlaði fornvini mínum síst að veitast að mér liggjandi. En þá brá svo við að félagið var ekki fyrr orðið gjaldþrota en þú birt- ist samdægurs í sjónvarpi og fórst mikinn í persónulegum ásökunum og dróst hvergi úr nafngreiningum gagnvart mér og öðmm. Þú krafðist utandagskráramræðu á Alþingi og varst þar máisheijandi 10. desember 1985 (sjá 9. hefti Alþingistíðinda, bls. 1226 og áfram, frá 1985). Þar sparaðir þú hvergi stóm orðin né' órökstuddar ásakanir á forsvarsmenn félagsins - hljómaðir reyndar eins og nokkurs konar „alfræðiorðabók" Helgarpóstsins og Gróu á Leiti - auk þess sem þér tókst 9 sinnum, í það minnsta, að nafngreina mig persónu- lega í tengslum við þær sakargiftir sem þú fluttir þjóðinni. Hefðir þú hins vegar látið eftir þér að hafa samband við mig til þess að fá skýr- ingar mínar og svör, þó ekki væri nema við brýnustu spurningunum, hefði ég auðveldlega, stutt gögnum, getað gert þér ljósa grein fyrir því að óþarfí hefði verið að gera Hafskip hf. gjaldþrota - og að þaðan af síður væri fótur fyrir ásökunum um þá glæpi sem Helgarpósturinn hafði á lofti og þú rataðir nú inn í að kynda undir. Með því að hafa samband hefð- ir þú m.a. getað losnað við að flytja úr ræðustól á Alþingi eftirfarandi mjög svo alvarlegar og órökstuddar ásakanir: „Á sama tíma og þetta er upplýst þá bendir margt til þess að forstjórar og stjómendur Hafskips hf., eigendur og aðrir forráðamenn þess fyrirtækis, hafí notað þau lán sem veitt voru úr þjóðarbankanum til þess að flytja fjármagn í stómm stíl frá'Hafskipi og yfír til annarra fyrirtækja í eigu þessara sömu stjórnenda, hliðarfyrir- tækja, skúffufyrirtækja og platfyrir- tækja. Þegar upp er staðið þá bendir margt til þess að þessir stjórnendur, sem fólkið í landinu þarf nú að borga fyrir hundmð milljónir króna, muni verða mun ríkari, eiga fleiri húseign- ir, eiga öflugri fyrirtæki en þeir áttu í upphafi vegna þess að þeir hafí misnotað lánafyrirgreiðslu til annarra fyrirtækja." Ég læt ofangreint sýnishorn af ummælunum nægja, þótt af fjöl- mörgu sé að taka í hinni löngu ræðu þinni á Alþingi, sem ætla má að þú vildir nú ekki hafa flutt í ljósi þess sem síðar kom á daginn úr niður- stöðu dómstóla. Móðir mín heitin sat sem þmmu lostin undir fréttaflutningnum og fékk ekki skilið hvernig æskuvinur minn, sem tíðum naut gestrisni á heimili hennar, gat nafngreint son hennar á Alþingi og borið þungum sökum um glæpsamlegt athæfí, byggðum á Helgarpóstskrifum og götuslúðri. „Hvað hefurðu gert hon- um Ólafi Ragnari?“ spurði hún endur- tekið. „Þið sem voruð svo góðir vin- ir.“ Þá áttu eftir að líða tæp 10 ár þar til hún féll frá á sl. sumri, en spyijandi með beiskju allt til hins síð- asta: j,Hvað gerðir þú eiginlega hon- - um Ólafí Ragnari?" - brennandi spurning sem ég átti ekkert nothæft svar við. Við mat á Hafskipsmálinu eru nú mjög margir sem telja að utandag- skrámmræðan, sem þú settir af stað á Alþingi með hinum þungu persónu- legu ásökunum og kröfu um opinn rannsóknarrétt, hafi haft afgerandi áhrif á að beina málinu að ófyrir- synju í þann „glæpafarveg“ sem við tók næstu árin með þeim alvarlegu afleiðingum fyrir einstaklinga og fjöl- skyldur, sem raun baf vitni. Að vera sannur Gamli æskufélagi! Það er vissulega rétt og ábyrgðar- fullt grundvallarviðhorf að láta ekki eigin hagsmuni eða gamla vináttu hindra framgang „réttlætisins" og sú skoðun kann að hafa knúið þig til þess að keyra svo rækilega yfir æsku- félaga þinn. En rétt skal vera rétt og framkoma þín í málinu hlýtur að kalla fram í hugann spurningar, ekki síst til frambjóðanda í embætti for- seta íslands: Náir þú kjöri brennur á mér spurn- ingin hvernig þú sem forseti íslands og sameiningartákn þjóðarinnar hyggst þá ræða við hana:... ... um mikilvægi drengskapar og vináttu í mannlegum samskiptum. ... um að betra sé að líða órétt en beita aðra rangindum. ... um réttlætið sem kennir að betra sé að sýkna 10 seka en að dæma einn saklausan. ... um mannvirðingu, réttsýni og góðvild sem ófrávíkjanlega horn- steina í lífinu. . . . um hinn æðsta dómara sem ekki spyr hvort þú sigraðir eða tapað- ir þegar hann dæmir lífsferil þinn, heldur hvaða leikaðferðum þú beittir. Hvernig ætlar þú, Ólafur Ragnar, að vera fyrirmynd okkar hinna - hvernig ætlar þú að efla manngildið hjá hinni íslensku þjóð? RAGNAR KJARTANSSON Bréfritarí er framkvæmdastjóri. Á forsetinn að vera sam- einingartákn þjóðarinnar? ÞEGAR fólk gerir endanlega upp hug sinn um það hvem það kýs sem forseta skiptir höfuðmáli að það hafí hugleitt rækilega hlutverk forseta ís- lands og hvern frambjóðenda það telji líklegastan til að rækja það með þeirri reisn og virðingu sem því ber. Hlutverk forseta íslands em í meg- inatriðum ljós. Hann staðfestir lög Alþingis, hann stendur fyrir myndun nýrrar ríkisstjómar, hann er fulltrúi þjóðarinnar á erlendri gmnd og gest- gjafí erlendra þjóðhöfðingja, hann er tákn fullveldis okkar og sjálfstæðis í samfélagi þjóðanna. Allt þetta er óum- deilt og margsagt. En að auki hafa menn sagt: „Forsetinn er sameiningar- tákn þjóðarinnar.“ Þetta er livorki sjálfsagt né óumdeilt. Islensk tunga sameinar okkar Islendinga, sagan og landið gera það líka. En það er ekkert sem segir að forsetinn geri það - jafn- . vel þótt hann sé þjóðkjörinn. Spurning- in er þessi: Viljum við forseta sem er hafínn yfír flokkadrætti og helgar sig þeim gildum sem geta sameinað_ okk- ur sem eina þjóð? Á for- setinn að vera eiginlegt og trúverðugt samein- ingartákn þjóðarinnar? Ég svara þessari spumingu játandi. For- seti, sem sameinar þjóð- ina, tryggir andlegt sjálf- stæði hennar og gefur henni framtíðarsýn. Bæði Kristján Eldjám og Vigdís Finnbogadóttir urðu sameiningartákn þjóðarinnar. Þau urðu það - hvort.á sinn persónulega hátt - með því að helga sig þeim gildum menningar og manniífs sem gera okk- ur að Islendingum. Ég tel að það kunni Páll Skúlason að skipta sköpum fyrir þjóðina að verðandi for- seti feti í fótspor þeirra og leggi sig allan fram um að bæta og styrkja gildismat þjóðarinnar og skilning á því sem betur má fara í lífi hennar. Hver hinna fjögurra frambjóðenda er líkleg- astur til að geta orðið sameiningartákn þjóðar- innar? í mínum huga leikur ekki minnsti vafí á því. Það er Guðrún Agnarsdóttir. En hvers vegna hún? Lítum fyrst á kosti annarra fram- bjóðenda. Öryggi Ólafs Ragnars er óumdeilt. Fágun og ná- kvæmni Péturs Hafsteins fer ekki á milli mála. Og viðleitni Ástþórs Magn- ússonar til að kynna málstað friðar og mannúðar í heiminum fyrir íslend- ingum er lofsverð, því að eyjarskeggj- um veitir sannarlega ekki af að heyra slíkan boðskap. Hvaða kosti hefur Guðrún Agnarsdóttir sem valda því að hún er líklegri en nokkur þessara þriggja manna til að geta orðið samein- ingartákn íslendinga? Hún er ekki aðeins gædd öryggi Ólafs Ragnars, fágun Péturs Hafsteins og eldmóði Ástþórs Magnússonar, heldur einnig réttlætiskennd og djúpum skilningi á vandamálum mannlegs lífs. Hún á sér hugsjón sem á erindi til allra íslend- inga. Hver er sú hugsjón? í mínum huga er hún þessi: Framtíð okkar íslendinga veltur öll á því að okkur takist að breyta í vissum grundvallaratriðum afstöðu okkar til þess sem máli skiptir í lífínu. Við eigum ekki og megum ekki einblína á efnahagsleg gæði og hugsa um það eitt að framleiða og selja æ meira, afkasta sem mestu og verða ríkari og ríkari af hverfulum veraldarauði sem við kunnum ekki með að fara. Þórarinn Bjömsson skóla- meistari kemst svo að orði á einum stað: „Áður var vandi íslendinga sá, „að láta ekki baslið smækka sig,“ eins og Stephan kvað. Nú er vandinn hinn, að láta ekki velsældina gera okkur litla. Fyrri raunina stóðst þjóðin. Það hefur hún sýnt með bjartsýni og fram- taki síðustu áratuga. Síðari raunina óttast ég meira. Hættur allsnægtanna eru viðsjálli en hættur vöntunarinnar. Þær læðast að okkur. En vöntunin skapar drauminn, og draumurinn er efniviður alira framtíðardáða. Þar sem draumurinn hverfur, og eltingarleikur við stundargaman og stundarþægindi kemur í staðinn, er framtíðin í hættu." Framtíð okkar íslendinga er í hættu um þessar mundir. Við söfnum æ meiri veraldarauði en nýtúm hann ekki sem skyldi til að bæta heiminn, gera mannlífíð réttlátara og fegurra. Þess vegna þörfnumst við núna for- seta sem sýnir okkur hvert stefna ber — forseta sem við getum treyst til að þroska og leiða þjóðina til fyllra og betra lífs þar sem réttlæti og kærleik- ur í garð þeirra sem minna mega sín eru sett í öndvegi. Ég treysti Guðrúnu Agnarsdóttur til að takast það hlutverk á hendur og sameina þjóðina á bak við sig. Megi hún verða forseti íslands. PÁLL SKÚLASON. Höfundur cr prófessor í heimspeki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.