Morgunblaðið - 25.06.1996, Side 24

Morgunblaðið - 25.06.1996, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Jabloko, umbótaflokkur Javlínskís Skilyrtur stuðn- ingur við Jeltsín Moskvu. Reuter. JABLOKO, helsti flokkur umbóta- sinna í Rússlandi, lýsti á sunnudag yfir stuðningi við Borís Jeltsín for- seta í síðari umferð forsetakosning- anna 3. júlí nk. Hann ítrekaði þó fyrri kröfur sínar um að bundinn yrði endi á stríðið í Tsjetsjníju og efnahagsstefnunni breytt. Að sögn /tar-Tass-fréttastof- unnar komst landsfundur Jabloko, sem haldinn var í bænum Golítsíno skammt frá Moskvu, að þeirri niðurstöðu, að nauðsynlegt væri að styðja Jeltsín í síðari umferð- inni. „Landsfulltrúar bentu á, að þeir ættu engan annan kost en styðja Jeltsín enda væri hann þrátt fyrir allt trygging fyrir áframhaldandi lýðræðis- og umbótaþróun,“ sagði fréttastofan. Sammála „meginmarkmiðum" Grígorí Javlínskí, leiðtogi Jabl- oko, fékk 5,5 milljónir atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna Javlínskí 16. júní eða 7,34%. Si. laugar- dag skoraði Jelts- ín á Jabloko að styðja sig og sagði, að hann væri sammála „meginmarkmið- um“ flokksins. Skilyrði Jab- loko fyrir stuðn- ingnum voru þau, að Jeltsín út- skýrði á næstu tíu dögum hvernig hann ætlaði að ljúka stríðinu í Tsjetsjníju; að hann gengist fyrir breytingu á stjómarskránni í því skyni að draga úr miklum völdum forsetans og flokkurinn vildi fá að vita hveijir tækju við af harðlínu- mönnunum, sem Jeltsín hefur rekið. Þá er átt við þá Pavel Gratsjov, fyrrverandi varnarmálaráðherra; Míkhaíl Barsúkov, fyrrv. yfirmann leyniþjónustunnar, og Alexander Korzhakov, sem var yfirmaður for- setalífvarðarins. Jeltsín höfðar til ættjarðarástar Baltíísk. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti sló á strengi ættjarðarástar í heimsókn til rússneska héraðsins Kalíníngrad við Eystrasalt á sunnudag og hét því að rúss- neski flotinn, sem þar hefur bækistöðvar, myndi eiga blóm- lega framtíð. Jeltsín hét því einnig í Kalín- íngrad að standa vörð um frelsi og réttindi Rússa í Eystrasalts- ríkjunum. Nefndi hann Lettland og Eistland sérstaklega og sagði illa meðferð á Rússum þar hindra tilraunir til að koma á eðlilegu sambandi við ríkin tvö. Jeltsín fór til Kalíníngrad í þeirri von að öðlast stuðning fylgismanna Alexanders Lebeds í seinni umferð forsetakosning- anna 3. júlí nk. Lebed hlaut 19% atkvæða í Kalíníngrad í fyrri umferðinni. Sló Jeltsín um sig með slagorðum úr kosningabar- áttu Lebeds, sagði að framtíð Rússa væri björt nytu þeir frels- is og byggju við röð og reglu. Lebed er nú yfirmaður hins valdamikla öryggisráðs Rúss- lands og sérstakur ráðgjafí for- setans í öryggismálum. Reuter Siglir á skip grænfriðunga TALSMENN Greenpeace héldu því fram í gær, að danskur fiski- bátur, Mette Elleson, hefði siglt á skip samtakanna, Síríus undán Skotlandsströndum í gær en myndin var tekin við það tæki- færi. Grænfriðungar reyndu að trufla sandsílaveiðar 10 danskra og eins skosks báts. Segja Gre- enpeace veiðarnar stofna fæðu- öflun matfisktegunda, höfrunga og sjófugla í hættu. Til átaka kom á miðunum í gær og fyrra- dag en friðsemd ríkti eftir að breskt beitiskip kom á vettvang. Leiðtogafundi Evrópusambandsins í Flórens lokið Atvinnumál o g ríkjaráð- stefna í brennidepli Flórens. Reuter. TVEGGJA daga fundi leiðtoga Evr- ópusambandsins lauk í Flórens á Ítalíu á laugardag. Hétu leiðtogarn- ir því að ýta undir atvinnusköpun í Evrópu og að drög að nýjum ríkja- sáttmála myndu liggja fýrir fyrir árslok. Ekki náðist hins vegar sam- komulag um að samþykkja íjár- framlög til umfangsmikilla sam- gönguframkvæmda. Leiðtogarnir sögðu í ályktun um utanríkismál að farsæl niðurstaða . rússnesku forsetakosninganna myndi efla stöðugleika i Evrópu en lýstu þó ekki yfir beinum stuðningi við Borís Jeltsín forseta. ísraelar og arabar voru jafnframt hvattir til að taka upp friðarviðræð- jJc'k'k-l, EVRÓPÁ*^ ur að nýju og Bandaríkjastjórn var vöruð við því að gripið yrði til gagn- aðgerða ef lögum, er ætlað er að refsa fyrirtækjum er eiga viðskipti við Kúbu, yrði beitt. Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjórnarinnar, sagði í lok fundarins að hann hefði verið gagn- legur. Ríkjaráðstefnan um framtíð ESB hefði fengið mikilvæga inn- spýtingu, kúariðudeilan leyst og áform hans um atvinnusköpun ver- ið samþykkt. Þá vilja leiðtogarnir að drög að nýjum ríkjasáttmála liggi fyrir næsta fundi þeirra, í Dublin í árs- lok. Sérstakur fundur um frarntíð ESB verður einnig haldin á írlandi í október, þar sem rædd verða m.a. velferðarmál. Þá var gengið frá því á fundinum að hægt verður að stofna evrópska lögreglu, Europol, en málamiðlun náðist við Breta er vildu ekki að Evrópudómstóllinn ætti að úr- skurða í deilumálum er kæmu upp milli ríkisstjórna og Europol. • • t7c£&úl úeut fiú yetun eá/íi Þeir sem vilja ávaxta pund sitt hjá Sun Life fá líftryggingu í kaupbæti. Þeir sem líftryggja sig, ávaxta fé sitt samtímis. 'Puí úZmcm auyuttt íitwi 6ven á áttpticL Dæmi: 40 ára gamall karlmaður sem fjárfestir eina milljón hjá Sun Life getur tvöfaldað fé sitt á tíu árum og fær tíu milljóna líftryggingu að auki. Fimm ástæður til að skipta við Sun Life Öryggi; Breska ríkið ábyrgist alla breska líftryggingarsamninga. Öll ávöxtun er í erlendum gjaldeyri (gengi pundsins er 103 krónur í dag, en var 14,54 1981). Sun Life hefur nær 200 ára reynslu á sviði líftrygginga og ávöxtunar fjár. Sjóðir Sun Life eru yftr 16 milljarða punda, tíföld íslensku fjárlögin. Ar eftir ár hefur Sun Life verið valið besti fjárfestingarkosturinn á Bretlandi af MICROPAL, bestu sjóðirnir hafa náð 15,8% ársávöxtun undanfarin 19 ár. 4. Styrkur: 5. Ávöxtun: \ \ I Guðjón Styrkársson, hrl. Aðalstræti 9, 101 Reykjavík, sími 551 8354, fax 562 8370 r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.