Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Jabloko, umbótaflokkur Javlínskís Skilyrtur stuðn- ingur við Jeltsín Moskvu. Reuter. JABLOKO, helsti flokkur umbóta- sinna í Rússlandi, lýsti á sunnudag yfir stuðningi við Borís Jeltsín for- seta í síðari umferð forsetakosning- anna 3. júlí nk. Hann ítrekaði þó fyrri kröfur sínar um að bundinn yrði endi á stríðið í Tsjetsjníju og efnahagsstefnunni breytt. Að sögn /tar-Tass-fréttastof- unnar komst landsfundur Jabloko, sem haldinn var í bænum Golítsíno skammt frá Moskvu, að þeirri niðurstöðu, að nauðsynlegt væri að styðja Jeltsín í síðari umferð- inni. „Landsfulltrúar bentu á, að þeir ættu engan annan kost en styðja Jeltsín enda væri hann þrátt fyrir allt trygging fyrir áframhaldandi lýðræðis- og umbótaþróun,“ sagði fréttastofan. Sammála „meginmarkmiðum" Grígorí Javlínskí, leiðtogi Jabl- oko, fékk 5,5 milljónir atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna Javlínskí 16. júní eða 7,34%. Si. laugar- dag skoraði Jelts- ín á Jabloko að styðja sig og sagði, að hann væri sammála „meginmarkmið- um“ flokksins. Skilyrði Jab- loko fyrir stuðn- ingnum voru þau, að Jeltsín út- skýrði á næstu tíu dögum hvernig hann ætlaði að ljúka stríðinu í Tsjetsjníju; að hann gengist fyrir breytingu á stjómarskránni í því skyni að draga úr miklum völdum forsetans og flokkurinn vildi fá að vita hveijir tækju við af harðlínu- mönnunum, sem Jeltsín hefur rekið. Þá er átt við þá Pavel Gratsjov, fyrrverandi varnarmálaráðherra; Míkhaíl Barsúkov, fyrrv. yfirmann leyniþjónustunnar, og Alexander Korzhakov, sem var yfirmaður for- setalífvarðarins. Jeltsín höfðar til ættjarðarástar Baltíísk. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti sló á strengi ættjarðarástar í heimsókn til rússneska héraðsins Kalíníngrad við Eystrasalt á sunnudag og hét því að rúss- neski flotinn, sem þar hefur bækistöðvar, myndi eiga blóm- lega framtíð. Jeltsín hét því einnig í Kalín- íngrad að standa vörð um frelsi og réttindi Rússa í Eystrasalts- ríkjunum. Nefndi hann Lettland og Eistland sérstaklega og sagði illa meðferð á Rússum þar hindra tilraunir til að koma á eðlilegu sambandi við ríkin tvö. Jeltsín fór til Kalíníngrad í þeirri von að öðlast stuðning fylgismanna Alexanders Lebeds í seinni umferð forsetakosning- anna 3. júlí nk. Lebed hlaut 19% atkvæða í Kalíníngrad í fyrri umferðinni. Sló Jeltsín um sig með slagorðum úr kosningabar- áttu Lebeds, sagði að framtíð Rússa væri björt nytu þeir frels- is og byggju við röð og reglu. Lebed er nú yfirmaður hins valdamikla öryggisráðs Rúss- lands og sérstakur ráðgjafí for- setans í öryggismálum. Reuter Siglir á skip grænfriðunga TALSMENN Greenpeace héldu því fram í gær, að danskur fiski- bátur, Mette Elleson, hefði siglt á skip samtakanna, Síríus undán Skotlandsströndum í gær en myndin var tekin við það tæki- færi. Grænfriðungar reyndu að trufla sandsílaveiðar 10 danskra og eins skosks báts. Segja Gre- enpeace veiðarnar stofna fæðu- öflun matfisktegunda, höfrunga og sjófugla í hættu. Til átaka kom á miðunum í gær og fyrra- dag en friðsemd ríkti eftir að breskt beitiskip kom á vettvang. Leiðtogafundi Evrópusambandsins í Flórens lokið Atvinnumál o g ríkjaráð- stefna í brennidepli Flórens. Reuter. TVEGGJA daga fundi leiðtoga Evr- ópusambandsins lauk í Flórens á Ítalíu á laugardag. Hétu leiðtogarn- ir því að ýta undir atvinnusköpun í Evrópu og að drög að nýjum ríkja- sáttmála myndu liggja fýrir fyrir árslok. Ekki náðist hins vegar sam- komulag um að samþykkja íjár- framlög til umfangsmikilla sam- gönguframkvæmda. Leiðtogarnir sögðu í ályktun um utanríkismál að farsæl niðurstaða . rússnesku forsetakosninganna myndi efla stöðugleika i Evrópu en lýstu þó ekki yfir beinum stuðningi við Borís Jeltsín forseta. ísraelar og arabar voru jafnframt hvattir til að taka upp friðarviðræð- jJc'k'k-l, EVRÓPÁ*^ ur að nýju og Bandaríkjastjórn var vöruð við því að gripið yrði til gagn- aðgerða ef lögum, er ætlað er að refsa fyrirtækjum er eiga viðskipti við Kúbu, yrði beitt. Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjórnarinnar, sagði í lok fundarins að hann hefði verið gagn- legur. Ríkjaráðstefnan um framtíð ESB hefði fengið mikilvæga inn- spýtingu, kúariðudeilan leyst og áform hans um atvinnusköpun ver- ið samþykkt. Þá vilja leiðtogarnir að drög að nýjum ríkjasáttmála liggi fyrir næsta fundi þeirra, í Dublin í árs- lok. Sérstakur fundur um frarntíð ESB verður einnig haldin á írlandi í október, þar sem rædd verða m.a. velferðarmál. Þá var gengið frá því á fundinum að hægt verður að stofna evrópska lögreglu, Europol, en málamiðlun náðist við Breta er vildu ekki að Evrópudómstóllinn ætti að úr- skurða í deilumálum er kæmu upp milli ríkisstjórna og Europol. • • t7c£&úl úeut fiú yetun eá/íi Þeir sem vilja ávaxta pund sitt hjá Sun Life fá líftryggingu í kaupbæti. Þeir sem líftryggja sig, ávaxta fé sitt samtímis. 'Puí úZmcm auyuttt íitwi 6ven á áttpticL Dæmi: 40 ára gamall karlmaður sem fjárfestir eina milljón hjá Sun Life getur tvöfaldað fé sitt á tíu árum og fær tíu milljóna líftryggingu að auki. Fimm ástæður til að skipta við Sun Life Öryggi; Breska ríkið ábyrgist alla breska líftryggingarsamninga. Öll ávöxtun er í erlendum gjaldeyri (gengi pundsins er 103 krónur í dag, en var 14,54 1981). Sun Life hefur nær 200 ára reynslu á sviði líftrygginga og ávöxtunar fjár. Sjóðir Sun Life eru yftr 16 milljarða punda, tíföld íslensku fjárlögin. Ar eftir ár hefur Sun Life verið valið besti fjárfestingarkosturinn á Bretlandi af MICROPAL, bestu sjóðirnir hafa náð 15,8% ársávöxtun undanfarin 19 ár. 4. Styrkur: 5. Ávöxtun: \ \ I Guðjón Styrkársson, hrl. Aðalstræti 9, 101 Reykjavík, sími 551 8354, fax 562 8370 r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.