Morgunblaðið - 17.09.1996, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 17.09.1996, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 11 UNDIR máttugum tindum hins sögufræga fjalls Ararats hófst 32. Ólympíuskákmótið á sunnudag. Við setningarathöfnina kom Levon Ter- Petrosjan, forseti Armeníu, fram ásamt Kirsan Iljumsjinov, forseta Alþjóðaskáksambandsins, og Garrí Kasparov heimsmeistara og var þessum þremur mektarmönnum fagnað innilega af áhorfendum í þjóðleikhúsinu í Jerevan þar sem athöfnin fór fram. Ýmsum fannst vissulega skjóta skökku við að Kasparov skyldi sér- staklega kynntur á setningarhátíð þessa mikilvægasta atburðar Al- þjóðaskáksambandsins þar sem hann á ekki minnstan þátt í vand- ræðum FIDE þessi misserin, með frægri ákvörðun sinni um að segja skilið við FIDE og tefla undir merkj- um eigin skáksambands. En Kasparov virðist nú hafa samið góð- an frið við forseta FIDE og þar að auki á Kasparov vitanlega ættir að rekja hingað til Armeníu, þótt hann hafi að vísu alist upp í Aserba- edsjan. Móðir hans er armensk eins og margir vita og hann er því vin- sæll hér í iandi. Einfaldir hlutir taka langan tíma Ólympíuskákmótið vekur að von- um mikla athygli hér í Jerevan enda er um að ræða fyrsta stórviðburðinn af þessu tagi sem Armenar halda síðan þeir tóku sér sjálfstæði undan Sovétríkjunum árið 1991. Armenum er því mikið í mun að vel takist til og fram að þessu eru flestir þátttak- endur sæmiiega sáttir, enda þótt reynsluleysi Armena við skipuiagn- ingu svo fjölmennra mannfagnaða segi vissulega til sín. Flestir einfald- ir hlutir taka afar langan tíma, enda virðast Armenar sjálfir vera þolin- móðir menn og rólyndir. Aðstæður á skákstað þykja á hinn bóginn mjög góðar en teflt er í gríð- arstóm menningarhöll í Jerevan. Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari og annar varamaður íslensku sveit- arinnar, kvað aðstæður til dæmis mun betri en á Ólympíumótinu í Moskvu fyrir tveimur árum. Þá þykja hótel að flestu leyti til fyrirmyndar. Forsetakosningar verða í Armeníu eftir fáeina daga og sá viðburður hefur ásamt Ólympíuskákmótinu orðið til þess að ýmsum lagfæringum og þjóðþrifaverkum í Jerevan hefur verið flýtt, svo sem viðgerðum á rafkerfi borgarinnar, á hótelum og FRÉTTIR Ólympíuskákmótið hafið í Jerevan í Armeníu íslendingamir ánægðir með aðstæður á skákstað Ólympíuskákmótið er hafið í Jerevan, höfuð- borg Armeníu. Mikil átök eiga sér nú stað innan Alþjóða skáksambandsins og er talið að þau setji svip sinn á mótið. Dlugi Jökuls- son iylgdist með setningarathöfninni. víðar. Glæpir á götum úti munu hafa verið mjög fátíðir, miðað við það sem þekkist í ýmsum öðrum fyrrverandi Sovétlýðveldum, en nú hefur verið hreinsað svo til á götun- um að öryggi vegfarenda er algert. Vændiskonur krúnurakaðar Það er haft til marks um hversu Armenum er umhugað um að gefa góða mynd af landi og þjóð að lög- reglan mun fyrir skömmu hafa smalað saman öllum kunnum vænd- iskonum í Jerevan, sett þær í stranga læknisskoðun og því næst krúnurakað þær til þess að minni hætta væri á því að þær freistuðust til að leggja snörur sínar fyrir alla þá útlendinga sem hér eru vegna Ólympíumótsins. 127 þjóðir tilkynntu þátttöku á þetta Ólympíuskákmót og enda þótt einhvetjar hafi enn vantað í gær þegar tekið var til við taflið er ljóst að mótið er sennilega það fjölmenn- asta frá upphafi. Sífellt bætast fleiri þjóðir við og lengi von á sumum. Ég hitti hér fréttaritara frá dag- blaði Vatíkansins í Róm, sem tjáði mér að skákáhugi væri svo mikill hjá hinum klerklærðu í Páfagarði að þeir væru að íhuga að senda lið á næsta Ólympíuskákmót eftir tvö ár. Væri það vissulega sjón að sjá ef hér settust að tafli fjórir hempu- klæddir kaþólskir prestar, en í bili vekja einna mesta athygli írönsku skákkonurnar sem mæta til leiks svartklæddar frá hvirfli til ilja en að vísu ekki með blæju fyrir andlit- inu. íran tekur nú í fyrsta sinn í langan tíma þátt í Ólympíuskák- móti. ísland stefnir á sæti 10-15 íslendingar eru í nítjánda sæti að stigum hér á mótinu og ljóst að helsta takmark okkar manna verður að ná sæti á bilinu 10 til 15. Á hinn bóginn er mótið svo jafnt að ef allir íslensku keppendurnir ná sér á strik er ekki útilokað að ná sæti meðal hinna tíu efstu sem væri mikið af- rek. En allir eru sammála um að útilokað sé að spá fyrir um úrslit með nokkurri vissu, enda hefur allt verið breytingum undirorpið í skák- heiminum síðustu árin. • Þar skipta hrun Sovétríkjanna og upplausn Júgóslavíu mestu máli, þar sem í stað tveggja sterkra skákþjóða komu hátt í tuttugu, og flestar í hópi hinna allra sterkustu. Þá hafa „gamlir" sovéskir og júgóslavneskir skákmenn dreifst um víða veröld og vekur mesta athygli hér að Alexand- er Beljavski, sá frægi stórmeistari frá Úkraínu, skuli nú tefla undir fána Slóveníu. Meira að segja frænd- ur vorir írar skarta nú mjög öflugum rússneskum alþjóðameistara á efsta borði, Baburin að nafni. Ýmsar aðrar þjóðir hafa enn frem- ur sýnt mikiar framfarir við skák- borðið að undanförnu, og til dæmis eru Grikkir, sem til skamms tíma voru nánast aðhlátursefni í skák- heiminum, nú orðnir stigahærri en íslenska skáksveitin. En hvað sem allri óvissu líður eru Rússar langsigurstranglegastir enda teflir Garrí Kasparov heimsmeistari KASPAROV var mættur við setninguna þrátt fyrir að hann eigi mestan þátt í vand- ræðum FIDE. á efsta borði þeirra. Á öðru borði er Vladimir Kramnik, þá Alexei Dre- ev og á fjórða borði Peter Shvindl- er. Varamenn eru Evgeni Barcev og Sergei Rublevski. Skákáhugamenn þekkja kannski lítið til Shvindlers og Rublevskis en báðir eru kornung- ir stórmeistarar sem náð hafa langt yfir 2600 stigum síðustu misseri. Báðir unnu til verðlauna á síðasta Ólympíumóti. Shvindler fékk gull með Á-sveit Rússlands en Rublevski brons með B-sveitinni. Judit Polgar á fyrsta borði Önnur sterkasta þjóðin hér í Jere- van er Englendingar sem tefla fram Short, Adams, Speelman, Sadler, Hodgson og Conquest. Tony Miles datt úr skaftinu á síðustu stundu en er þó staddur hér í Jerevan og talar fátt við félaga sína. íslandsvin- urinn Conquest kom í hans stað í liðinu. í þriðja sæti yfir sterkustu skáksveitirnar eru Ungverjar með Judit Polgar á efsta borði og gamla kempan Lajos Portisch hefur hreiðr- að um sig í öðru sæti enda þótt hann sé nú orðið töluvert stigalægri en ungu mennirnir sem sitja í næstu sætum. Á þriðja borði Ungveija er Almasi, þá hinn ungi Leko, síðan Chernin og loks Pinter. Fjórða stigahæsta sveitin er sú úkraínska með Ivantsjuk í broddi fylkingar, sú fimmta kemur frá Búlgaríu með hinn geysisterka Top- alov á efsta borði, og í sjötta sæti eru Þjóðveijar. Tveir fyrrum Sovét- menn tefla nú með þýsku sveitinni, Jussupow á efsta borði og Dautow á því þriðja, en Hiibner er í öðru sæ_ti. í sjöunda sæti eru Spánveijar með rússneska Lettann^ Shirov á efsta borði, áttundu eru ísraelar með ein- tóma rússneska innflytjendur í liðinu og níundu eru Bandaríkjamenn. Gata Kamsky teflir ekki fyrir Banda- ríkin að þessu sinni, en í bandaríska liðinu eru Gulko, Yermolinsky. DeF- irmian, Kaidanov, Benjamin og Christiansen. Armenar eru í tíunda sæti og hefur Akopian nú rutt hinum kunna Vaganian af efsta borði þeirra, en stigahæsti Armeninn, 18 ára alþjóðameistari að nafni Movses- ian, er ekki með í liðinu. í sætum 11 til 18 eru Georgíumenn, Bosníu- menn, Hvít-Rússar, Króatar, Hol- lendingar, Grikkir (!), Tékkar og Eistlendingar. í tuttugasta sæti, fyrir neðan okkur íslendinga, eru svo Litháar, þá Pólveijar, Svíar (Andersson, Pia Cramling, Akesson, Hellsten, Ast- rom og Tiger Hillarp-Persson), Frakkar, Júgóslavar, Norðmenn (Agdestein, Tisdall, Gausei, Djurhus, Heim og Elsness), Argentínumenn, Rúmenar, Danir (Curt Hansen, Peter Heine Nielsen, Danieisen, Mortens- en, Nikolaj Borge og Carsten Hoi), og Kínveijar eru í þrítugasta sæti. Sterkasta kvennasveitin er sú georgíska, þá sveit Rússlands, síðan sveitir Kína, Júgóslavíu og Ung- veijalands. Soffia Polgar teflir á efsta borði Ungveija, en Susa systir hennar, ' nýbakaður heimsmeistari kvenna, er fjarri góðu gamni. íslenska sveitin er sem kunnugt er skipuð þeim Margeiri Péturssyni, Jóhanni Hjartarsyni, Hannesi Hlífari Stefánssyni, Helga Ólafssyni, Þresti Þórhallssyni og Helga Áss Grétars- syni. Liðsstjóri er Ágúst Sindri Karlsson, fararstjóri Andri Hrólfs- son og sérlegur þjálfari er Gunnar Eyjólfsson leikari. Naumur sigur Islendinga gegn Venszuela Falleg sóknarskák tryggði sigurinn Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson HLUTI þeirra fíkniefna, tækja og tóla sem fundust við húsleit lögreglunnar á fimmtudag í síðustu viku. Þýfi, fíkniefni og eggvopn fundust ísafirði. Morgunblaðið. LÖGREGLAN á ísafirði handtók sjö einstaklinga, á fimmtudag í síðustu viku, grunaða um innbrot og fíkni- efnamisferli. Fólkið var handtekið eftir að fíkniefni og þýfi fannst við húsleit í tveimur íbúðum á ísafirði en við leitina var notast við hund frá fíkniefnadeildinni í Reykjavík. Flestir hinna handteknu voru á þrítugsaldri og hafa oft áður komið við sögu lögreglunnar vegna slíkra afbrota. Fimm þeirra var sleppt að loknum yfirheyrslum en óskað var gæsluvarðhalds yfir tveimur mönn- um á föstudag. Þeir voru úrskurðað- ir í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 17. september en var sleppt seint á laugardagskvöld eftir að málið tald- ist upplýst. Við leit í húsunum tveimur fund- ust ýmis tæki og tól til fíkniefna- neyslu auk nokkurs magns af fíkni- efnum og hassplöntum. Þá fundust einnig ýmis eggvopn og þýfi sem mun hafa verið stolið úr versluninni Straumi á ísafirði fyrir stuttu. Annar mannanna, sem óskað var gæslu- varðhalds yfir, var á mánudag dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyr- ir Héraðsdómi Vestfjarða fyrir sams konar brot. Þrír mannanna munu hafa tjáð lögreglunni að þeir væru haldnir lifrarbólgu og einn þeirra sagðist vera sýktur af eyðni. ________Skák__________ Ólympíuskákmótið JEREVAN, ARMENÍU Ólympíuskákmótið er haldið í Jere- van, Armeníu, dagana 15. septem- ber til 2. október. FYRSTA umferð á ólympíuskákmót- inu í Jerevan í Armeníu var tefld í gær. íslendingar tefldu við_ sveit Venezuela, og unnu 2'h - Vh. íslend- ingar hvíldu Margeir Pétursson og Jóhann Hjartarson, sem tefla munu á 1. og 2. borði sveitarinnar. Hannes Hlífar Stefánsson hafði hvítt gegn Ostos á 1. borði. Hannes byggði upp vænlega stöðu, sem missti hana niður í jafntefli. Helgi Ólafsson náði ekki að vinna Sequera á 2. borði, þrátt fyrir góðar tilraun- ir. Á 3. borði vann Þröstur Þórhalls- son Hernandez í fallegri sóknarskák, sem fylgir hér á eftir. Helgi Áss Grétarsson varð að sætta sig við skiptan hlut á 4. borði, í skák við Torres. Þessi úrslit valda vonbrigðum, því að andstæðingarnir eru aðeins nr.73 í syrkleikaröðinni, þegar tekið er mið af alþjóðlegum skákstigum. Þröstur Þórhallsson fær stór- meistaratitil sinn væntalega stað- festan á þingi alþjóðaskáksam- bandsins, sem haldið verður í Jere- van, á meðan á mótinu stendur. Hann tefldi fyrstu skákina á mótinu af miklum krafti. Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Hernandez Miðbragð l.e4 — e5 2.d4 — exd4 3.Dxd4 — Rc6 4.De3 - d6 5.Rc3 - Rf6 6.Bd2 - Be7 7.0-0-0 - 0-0 8.Bc4 - He8 9.f3 - Ra5 10.Bd3 - c5?! ll.Kbl - Bf8 12.Df2 —a6 13.g4 - Rd7 Þröstur hefur teflt fremur sjald- gæfa byijun og árangurinn er bar- áttustaða, þar sem hvítur sækir á kóngsvæng, en svartur á drottn- ingarvæng. 14.Rh3 - Re5 15.Be2 - Rac4 16.Bcl - b5 17.Hgl - Da5 18.Rd5 - Bb7 19.f4 - Bxd5 20.exd5 - Rd7 21.Rg5 - Rf6 22.Bd3 - h6? Hernandez áttar sig ekki á yfír- vofandi fórn. Sjá stöðumynd 23.Rxf7! Svartur hefur iíklega aðeins reiknað með 23.Rf3. Nú nær hvítur afgerandi sókn. 23.---Kxf7 24.g5 - Re4 25.Bxe4 - Hxe4 26.gxh6 - Kg8 Eftir 26.--gxh6 27.Dg2 er svartur varnarlaus. Leiki svartur 26.— — Hae8 getur hvítur leikið 27.h7! og vinnur. 27. hxg7 — Be7 Eða 27,- - Bxg7 28.Hxg7+ - Kxg7 29.Dg2+ ásamt 30.Dxe4 og hvítur vinnur. 28. Dg2—Db4 29.c3 Ekki gengur 29.Dxe4? — Ra3+ 30.Kal — Dxe4 o.s.fi'v. 29. - —Ra3+ 30.Kal - Dc4 31.Dh3 og svartur gafst upp, því að hann á enga vörn við hótuninni 32.Dh8+, og 32.- — Kf7 væri svarað með 33.Dh5+ - Kg8 34.Dh8+ - Kf7 35.g8D+ - Hxg8 36.Dxg8+ - Kf6 37.Dg6+ mát. Bragi Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.