Morgunblaðið - 17.09.1996, Page 14

Morgunblaðið - 17.09.1996, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 LAIMDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Líflegt á haust- dögum á Selfossi Selfossi - Bakkabræður og ráðs- kona þeirra vöktu mikla athygli þegar þau komu í kaupstaðarferð á Selfoss og heimsóttu verslanir, hárgreiðslustofu og heilsuðu upp á bæjarbúa. Heimsókn þeirra var lið- ur í dagskránni Haustdagar á Sel- fossi og það voru félagar í Leikfé- lagi Selfoss sem brugðu sér gervi Bakkabræðra og ráðskonunnar en segja má að heimsókn þeirra kump- ána marki upphaf á vetrarstarfi Leikfélags Selfoss. Næsta verkefni félagsins er upp- færsla á kabarett í samstarfi við Olaf Þórarinsson tónlistarmann og skemmtistaðinn Inghól. Mikill fjöldi fólks var í miðbæ Selfoss til að fylgjast með dagskráratriðum og til að notfæra sér þau fjölmörgu hausttilboð sem í boði voru hjá verslunum á Selfossi. Börnin notfærðu sér vel það sem í boði var fyrir þau, ís í boði íslands- banka, hoppkastala og trambolín- teygju. Þá var mjög vinsælt að fara í hestakerruna hjá ferðaskrifstof- unni Grænum ís og fara eina hring- ferð um miðbæinn. Gamli bíllinn hjá Bakkabræðrum og hestakerran settu óneitanlega svip sinn á miðbæinn og sköpuðu skemmtilega stemmningu. Dagskránni lauk með flugeldasýningu um kvöldið og uppskerudansleikjum. Áformað er að halda svipuðum dögum áfram í vetur undir heitinu Vetur á Sel- fossi, Jól á Selfossi, Páskar á Sel- fossi og svo framvegis, en góð sam- staða er í þeim hópi fyrirtækja og félaga sem mynda framkvæmda- stjórn þessa samstarfsverkefnis um líflegan bæ og aukna umferð fólks um Selfoss. ÚR Vestfjarðagöngununi nýju, Morgunblaðið/Sig. Jóns. BAKKABRÆÐUR ráða ráðum sínum eftir akstur yfir Ölfusár- brú inn á Tryggvatorg. Jarðgöngin undir Breiðadals- og Botnsheiði formlega opnuð Lengstu jarðgöng á Islandi tekin í notkun ísafirði - Samgönguráðherra, Halldór Blöndal, opnaði á laugar- dag jarðgöngin undir Breiðadals- og Botnsheiði formlega fyrir al- mennri umferð. Fjölmargir gestir voru viðstaddir hátíðlega athöfn sem fór fram við gangamunnann í Tungudal, þeirra á meðal þing- menn Vestfirðinga, fulltrúar Vegagerðarinnar, fulltrúar þeirra verktaka sem stóðu að fram- kvæmdunum, sveitarstjórnarmenn og aðrir gestir. Fjölmargir gestir tóku til máls við opnunina, m.a. þeir Halldór Blöndal, Helgi Hallgrímsson vega- málastjóri, Páll Siguijónsson, for- stjóri Istaks hf., og Þorsteinn Jó- hannesson, forseti bæjarstjórnar ísafjarðarbæjar, sem m.a. sagði í ávarpi sínu að jarðgöngin væru forsenda þess að byggðin á svæð- inu dafnaði og mannlífið blómgað- ist. „Jarðgöngin hafa glætt vonir manna og aukið trú á fegurri og gleðiríkari tiiveru. Þau hafa þrosk- að með okkur samkennd. Sam- kennd sem er undirstaða þess að hið nýja sveitarfélag, ísafjarðar- bær, eigi eftir að verða saga þessa lands rétt eins og Vestfirðingar hafa tekið þátt í að skrifa söguna fram til þessa,“ sagði Þorsteinn m.a. 9.120 metra löng göng Að ræðuhöldum loknum klippti samgönguráðherra á borða sem strengdur hafði verið milli veggja ganganna og blandaður kór úr hinu sameinaða sveitarfélagi flutti nokkur lög. Að því búnu ók sam- gönguráðherra bifreið sinni út úr göngunum, fyrstur manna eftir formlega opnun þeirra. Síðar um daginn fór fram móttökuathöfn á vegum Vegagerðarinnaj á Hótel ísafirði og bæjarstjórn ísafjarðar- bæjar bauð íbúum sveitarféiagsins upp á kaffiveitingar í íþróttahús- inu á Torfnesi. Heildarlengd ganganna er um 9.120 metrar og er heildar- kostnaður við þau um 4,3 milljarð- ar króna sem svarar tii 16% aukn- ingar umfram upphaflega kostn- aðaráætlun. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson URTE PENSIL Propolis-Sólhattur Virkni þeirra þekkja flestir. En saman er virknin enn betri. Steinefnaríkar jurtir styrkjandi og stuðla að líðan. heilsu- efni frá Natur Ðrogeriet. ndvefi beinin. JARN í melassa og sojaolíu virkar vel. SKALLIN PLUS vinur magans, hreinsandi og grennandi. Fræhýði aflspaghúla náttúrulegur fiber. Fæst í mörgum heilsubúðum, apótekum og mörkuðum. BÍÓ-SELEN UMB..SÍMI 557 6610 SAMGÖNGURÁÐHERRA, Halldór Blöndal, klippir hér á borða til merkis um að jarðgöngin séu formlega opnuð. Á myndinni eru einnig Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri og Gerður Geirs- dóttir sem var þeim innan handar við framkvæmdina. HALLDÓR Blöndal á tali við þá Matthías Bjarnason, fyrrum alþingismann Vestfirðinga og samgönguráðherra, og Einar Odd Kristjánsson alþingismann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.