Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 LAIMDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Líflegt á haust- dögum á Selfossi Selfossi - Bakkabræður og ráðs- kona þeirra vöktu mikla athygli þegar þau komu í kaupstaðarferð á Selfoss og heimsóttu verslanir, hárgreiðslustofu og heilsuðu upp á bæjarbúa. Heimsókn þeirra var lið- ur í dagskránni Haustdagar á Sel- fossi og það voru félagar í Leikfé- lagi Selfoss sem brugðu sér gervi Bakkabræðra og ráðskonunnar en segja má að heimsókn þeirra kump- ána marki upphaf á vetrarstarfi Leikfélags Selfoss. Næsta verkefni félagsins er upp- færsla á kabarett í samstarfi við Olaf Þórarinsson tónlistarmann og skemmtistaðinn Inghól. Mikill fjöldi fólks var í miðbæ Selfoss til að fylgjast með dagskráratriðum og til að notfæra sér þau fjölmörgu hausttilboð sem í boði voru hjá verslunum á Selfossi. Börnin notfærðu sér vel það sem í boði var fyrir þau, ís í boði íslands- banka, hoppkastala og trambolín- teygju. Þá var mjög vinsælt að fara í hestakerruna hjá ferðaskrifstof- unni Grænum ís og fara eina hring- ferð um miðbæinn. Gamli bíllinn hjá Bakkabræðrum og hestakerran settu óneitanlega svip sinn á miðbæinn og sköpuðu skemmtilega stemmningu. Dagskránni lauk með flugeldasýningu um kvöldið og uppskerudansleikjum. Áformað er að halda svipuðum dögum áfram í vetur undir heitinu Vetur á Sel- fossi, Jól á Selfossi, Páskar á Sel- fossi og svo framvegis, en góð sam- staða er í þeim hópi fyrirtækja og félaga sem mynda framkvæmda- stjórn þessa samstarfsverkefnis um líflegan bæ og aukna umferð fólks um Selfoss. ÚR Vestfjarðagöngununi nýju, Morgunblaðið/Sig. Jóns. BAKKABRÆÐUR ráða ráðum sínum eftir akstur yfir Ölfusár- brú inn á Tryggvatorg. Jarðgöngin undir Breiðadals- og Botnsheiði formlega opnuð Lengstu jarðgöng á Islandi tekin í notkun ísafirði - Samgönguráðherra, Halldór Blöndal, opnaði á laugar- dag jarðgöngin undir Breiðadals- og Botnsheiði formlega fyrir al- mennri umferð. Fjölmargir gestir voru viðstaddir hátíðlega athöfn sem fór fram við gangamunnann í Tungudal, þeirra á meðal þing- menn Vestfirðinga, fulltrúar Vegagerðarinnar, fulltrúar þeirra verktaka sem stóðu að fram- kvæmdunum, sveitarstjórnarmenn og aðrir gestir. Fjölmargir gestir tóku til máls við opnunina, m.a. þeir Halldór Blöndal, Helgi Hallgrímsson vega- málastjóri, Páll Siguijónsson, for- stjóri Istaks hf., og Þorsteinn Jó- hannesson, forseti bæjarstjórnar ísafjarðarbæjar, sem m.a. sagði í ávarpi sínu að jarðgöngin væru forsenda þess að byggðin á svæð- inu dafnaði og mannlífið blómgað- ist. „Jarðgöngin hafa glætt vonir manna og aukið trú á fegurri og gleðiríkari tiiveru. Þau hafa þrosk- að með okkur samkennd. Sam- kennd sem er undirstaða þess að hið nýja sveitarfélag, ísafjarðar- bær, eigi eftir að verða saga þessa lands rétt eins og Vestfirðingar hafa tekið þátt í að skrifa söguna fram til þessa,“ sagði Þorsteinn m.a. 9.120 metra löng göng Að ræðuhöldum loknum klippti samgönguráðherra á borða sem strengdur hafði verið milli veggja ganganna og blandaður kór úr hinu sameinaða sveitarfélagi flutti nokkur lög. Að því búnu ók sam- gönguráðherra bifreið sinni út úr göngunum, fyrstur manna eftir formlega opnun þeirra. Síðar um daginn fór fram móttökuathöfn á vegum Vegagerðarinnaj á Hótel ísafirði og bæjarstjórn ísafjarðar- bæjar bauð íbúum sveitarféiagsins upp á kaffiveitingar í íþróttahús- inu á Torfnesi. Heildarlengd ganganna er um 9.120 metrar og er heildar- kostnaður við þau um 4,3 milljarð- ar króna sem svarar tii 16% aukn- ingar umfram upphaflega kostn- aðaráætlun. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson URTE PENSIL Propolis-Sólhattur Virkni þeirra þekkja flestir. En saman er virknin enn betri. Steinefnaríkar jurtir styrkjandi og stuðla að líðan. heilsu- efni frá Natur Ðrogeriet. ndvefi beinin. JARN í melassa og sojaolíu virkar vel. SKALLIN PLUS vinur magans, hreinsandi og grennandi. Fræhýði aflspaghúla náttúrulegur fiber. Fæst í mörgum heilsubúðum, apótekum og mörkuðum. BÍÓ-SELEN UMB..SÍMI 557 6610 SAMGÖNGURÁÐHERRA, Halldór Blöndal, klippir hér á borða til merkis um að jarðgöngin séu formlega opnuð. Á myndinni eru einnig Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri og Gerður Geirs- dóttir sem var þeim innan handar við framkvæmdina. HALLDÓR Blöndal á tali við þá Matthías Bjarnason, fyrrum alþingismann Vestfirðinga og samgönguráðherra, og Einar Odd Kristjánsson alþingismann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.