Morgunblaðið - 17.09.1996, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
GUÐMUNDUR Guðmundsson, gæðastjóri Lýsis, og Karl Karls-
son, framkvæmdastjóri Vörumerkingar, undirrituðu samninginn,
Lýsi hf. og Vörumerking hf.
Semja um gæða-
tryggingu
URVERINU
Formaður LÍÚ
Verðum að tak-
marka aflann á
Flæmingjagrunni
Nánarí
rannsókn
á Olivetti
Mílanó, Reuter.
FRANCESCO CAIO, aðalfram-
kvæmdastjóri Olivetti, verður að
mæta í fleiri yfirheyrslur vegna nán-
ari rannsóknar á fjárreiðum fyr-
irtækisins og hlutabréf í því halda
áfram að lækka í verði.
Caio, sem stjómaði fyrirtækinu í
aðeins 10 vikur, verður yfirheyrður
vegna undirbúningsrannsóknar rann-
sóknardómara á reikningum Olivetti
í bænum Irvea skammnt frá Tórínó
á Norður-ítah'u. Yfirheyrsiunnar
verða fyrsta skrefið í rannsókn, sem
getur leitt til enn víðtækari rannsókn-
ar á yfirlýsingum fyrirtækisins um
bókhald þess. Þær koma í kjölfar
svipaðrar rannsóknar eftirlitsnefndar
verðbréfaviðskipta, Consob.
Verð hlutabréfa í Olivetti lækkaði
í 515 lírur, lægsta verð til þessa, og
var viðskiptum með þau hætt.
Rannsóknardómarar í Ivrea hafa
yfirheyrt fyrrverandi flármála- og
endurskoðunarstjóra Olivetti, Renzo
Francesconi, því að hann hefur dreg-
ið í efa að yfirlit um stöðu fyrirtækis-
ins á fyrri árshelmingi sé rétt.
----------------------
Kúbaeykur
framleiðslu
á nikkel
Havana. Reuter.
KÚBVERJAR stefna að metfram-
leiðslu á nikkel á þessu ári með hjálp
kanadíska samstarfsaðilans Sherritt
International Corp.
Að því er stefnt að framleiða
55.000 tonn í ár og slá fyrra met,
46.591 tonn, frá 1989, þegar Sovét-
ríkin sálugu keyptu 70% nikkel-
útflutnings Kúbveija.
Bandarísk stjórnvöld hafa gripið
til refsiaðgerða gegn Sherritt Intern-
ation samkvæmt Helms-Burton lög-
unum, sem Clinton forseti undirritaði
í marz.
Nikkelframieiðsla Kúbveija hrundi
etir upplausn Sovétríkjanna ríkjanna.
Hún jókst úr 26.362 tonnum 1994 í
43.900 tonn í fyrra vegna samstarfs-
samnings við Sherritt Intemationaf.
FULLTRÚAR Lýsis hf. og Vöru-
merkingar hf. hafa undirritað
gæðatryggingarsamning á milli
fyrirtækjanna. Þetta er annar
gæðatryggingarsamningurinn
sem Lýsi hf. hefur gert við inn-
lenda birgja og er það gert í sam-
ræmi við yfirlýsta gæðastefnu fyr-
irtækisins.
Auk samninganna hérlendis
hefur Lýsi hf. gert samskonar
samninga við nokkra erlenda
birgja. I samningunum eru skil-
greindar meginkröfur er varða við-
skipti fyrirtækjanna, tæknilýsing-
ar og reglur um sýnatöku og próf-
anir. Einnig er lýsing á þeim kröf-
um sem varan verður að uppfylla
og flokkun á göllum, þar sem til-
OLIUVERÐ kann að hafa náð há-
marki í bili að sögn kunnugra, en
þeir telja að ef hernaðarumsvif auk-
ist geti það leitt til hækkana í vik-
unni.
Nóvemberverð á Norðursjávarol-
íu komst í 23,12 dollara á föstu-
dag, en októberverð í 24,39 dollara
á fimmtudag.
Fulltrúi OMV olíufélagsins í
London bjóst ekki við verulegri
greindar eru þær lágmarkskröfur
sem Lýsi hf. samþykkir. Mikil
undirbúningsvinna liggur í gerð
slíkra samninga og eftir því sem
komist verður næst eru samningar
Lýsis hf. hinir einu slíkir hérlend-
is, að því er segir í frétt.
Meginmarkmiðið með gerð
gæðatryggingarsamninga er að
samræma kröfur kaupanda og
birgja þannig að hinn síðarnefndi
annist allt gæðaeftirlit og losa þar
af leiðandi kaupanda við alla skoð-
un þegar tekið er á móti vörunni.
Þannig er Lýsi hf. betur í stakk
búið til að framleiða vörur sem
uppfylla þarfir og væntingar við-
skiptavina fyrirtækisins.
hækkun, en taldi olíumarkaðinn í
hættu vegna framferðis Saddams
Husseins.
Hann sagði of snemmt að spá
hve mikil hækkun yrði, en kvað
markaðinn óstöðugri en á sama
tíma í fyrra.
„Vegna vaxandi eftirspurnar og
lítilla birgða á Vesturlöndum verður
olíuverð mjög viðkvæmt,“ sagði
hann.
KRISTJÁN Ragnarsson, formaður
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, segir það vera ljóst að
íslendingar geti ekki ætlað sér
eins stóran hlut í rækjuveiðum á
Flæmingjagrunni og veiðin á þessu
ári stefni í. íslensk veiðiskip hafa
veitt um sextán þúsund tonn af
rækju á Flæmingjagrunni það sem
af er árinu og stefnir heildaraflinn
í yfir tuttugu þúsund tonn á árinu
sem er þreföldun á afla miðað við
árið í fyrra sem var okkar næst-
besta.
7.500 tonn eða
þaðan af minna
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins verður að öllum
líkindum settur kvóti á skip, sem
stundað hafa veiðar á Flæmingja-
grunni, fyrir árið 1997.
Sömuleiðis er orðið ljóst að
Islendingar koma til með að þurfa
að draga mjög verulega úr
veiðunum miðað við yfirstandandi
ár. Heimildir Morgunblaðsins
herma að aflinn þurfi að minnka
allt niður í 7.500 tonn á næsta
ári eða þaðan af minna til þess
að NAFO muni una því að
íslendingar fái að vera áfram utan
sóknartakmörkunar. Gera má ráð
fyrir að þessi fiskveiðimörk verði
ákveðin á næstu dögum. Það leiðir
til þess að ekki verður lengur
hægt að gera út á Flæmingja-
grunnið með sama hætti og áður
sem þýtt getur verkefnaleysi fyrir
fjölmörg skip, sem byggja nánast
eingöngu á þessum veiðum.
Getum ekki haldið
uppteknum hætti
„Við einir erum að fiska frítt á
þessum slóðum á meðan að aðrir
eru bundnir sóknardagastýringu,
sem ákveðið var að taka upp á
fundi NAFO í fyrra. Ef við ætlum
okkur að halda áfram að vera í
samfélagi þjóðanna, verðum við
að ganga til baka. Við getum ekki
haldið því áfram sem við höfum
verið að gera á þessu ári. Við vilj-
um halda þessum veiðum áfram
og teljum það vera mjög mikil-
vægt að ofveiða ekki þennan stofn.
Þess vegna verðum við að hlíta
því að setja okkur veiðitakmörk
þar sem að íslensk stjórnvöld hafa
gefið út þá yfirlýsingu að við
munum eftir sem áður mótmæla
sóknardagakerfinu. Ríkisstjórnin
hefur tveggja mánaða frest til að
setja fram mótmælin, en þá þarf
líka að liggja fyrir hvað við munum
takmarka sóknina inn á svæðið
við mikinn afla á árinu 1997.“
30-40 skip að
jafnaði á veiðum
Á NAFO-fundi í Pétursborg í
liðinni viku, voru engar tölur
nefndar í þessu sambandi, heldur
er beðið ákvörðunar íslendinga.
„Ef við setjum okkur kvóta, sem
hinar þjóðirnar telja ósanngjarnan
miðað við sitt sóknarkerfi, ætla
hinar þjóðirnar að hjálpa okkur
við að klára stofninn, eins og það
var orðað, í staðinn fyrir að láta
okkur eina um það,“ segir Krist-
ján.
Að jafnaði stunda 30 til 40 ís-
lensk skip rækjuveiðar á Flæm-
ingjagrunni og stefnir veiðin á
þessu ári í yfir 20 þúsund tonn,
sem er um helmingur þess rækju-
afla sem yeiddur verður á svæð-
inu. Auk Islendinga stunda þarna
veiðar Rússar, Norðmenn, Færey-
ingar, Grænlendingar, Kanada-
menn og Evrópubandalagsþjóðir
lítilsháttar. Heildaraflinn á svæð-
inu í fyrra nam um 33 þúsund
tonnum, þar af veiddu íslendingar
7.500 tonn sem er okkar næst-
besta ár.
Olíuverð í óvissu
London. Reuter.
Helgardvöl í heimsborg
fyrir líkama og sál
Litla landið með
stórahjartað
Verð frá
29.5101,
á mann í tvfbýli í 3 daga*.
'Innifalið: Flug, fistinf með morgunverði ogjhigvulhrslmitar.
Lúxembon?
..............Jr1**1*
Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn, ferða-
skrifstofurnar eða söludeild Flugleiða í síma SO SOÍOO
(svarað mánud. - föstud. kl. 8-19 og á laugard. kl. 8 - 16).
FLUGLEIDIR
Traustur tslenskur ferðafélagi
Borgar-
stjóri Hull
á útvegs-
sýninguna
BORGARSTJÓRINN í
hafnarbænum Huil á Eng-
landi verður hér á landi í
heimsókn á meðan á íslensku
sjávarútvegssýningunni í
Laugardalshöll stendur eða
frá 18.-22. september. Með
honum í för verða eiginkona
hans og fulltrúar frá Þróunar-
stofnun Hullborgar, en Hull
ásamt hafnarbænum Grimsby
mynda svokallað Humber-
svæði, sem Islendingar hafa
átt fiskviðskipti við í áraraðir.
Sendinefndin mun m.a.
taka þátt í sýningarhaldinu
ásamt fulltrúum frá um fimm-
tíu sjávarútvegstengdum fyr-
irtækjum frá Bretlandi. Þá
hyggjast Bretamir bjóða ís-
lenskum fyrirtækjum þátt-
töku í sex daga vöru- og þjón-
ustusýningu, sem ráðgerð er
á Humbersvæðinu dagana
26.-31. október nk. og er von-
ast til að allt að tuttugu ís-
lensk fyrirtæki muni sjá sér
fært að taka þátt, eftir því
sem fram kemur í fréttatil-
kynningu frá breska sendiráð-
inu í Reykjavík.
.
\
\
%
\
X
I
[
\
t
í
i