Morgunblaðið - 17.09.1996, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 2 7
Háskólatónleik-
ar Vox Feminae
VOX Feminae heldur háskólatón-
leika miðvikudaginn 18. september
1996 kl. 12.30 undir stjórn Sibyl
Urbancic. Þetta eru fyrstu háskóla-
tónleikar vetrarins. Tónleikarnir eru
haldnir í Norræna hússinu og
standa í u.þ.b. hálfa klukkustund.
Vox Feminae er sönghópur sem var
stofnaður 1993 og starfar innan
Kvennakórs Reykjavíkur. Stofnandi
og fastur stjórnandi er Margrét J.
Pálmadóttir.
Sibyl Urbancic kennir nú sam-
söng við Tónlistarháskólann í Vín-
arborg, en hefur frá ársbyijun 1955
komið tvisvar á ári til þess að vinna
með hópnum en þetta eru fyrstu
tónleikarnir undir hennar stjórn. í
febrúar á næsta ári mun hópurinn
flytja messu eftir Þorkel Sigur-
björnsson og í ágúst er fyrirhuguð
tónleikaferð til Vínar.
Á dagskrá tónleikanna eru aðal-
lega verk eftir austurrísk og íslensk
tónskáld frá 16. öld og til 20. ald-
ar. Nokkur verk eru eftir eldri tón-
skáld s.s. Caspar Othmayr, Leon-
hardt Lechner, Heinrick Isaac og
Joseph Haydn en flest eru eftir 20.
aldar tónskáld. Frumflutt á íslandi
verður Ave Maria eftir Anton Heill-
er. Auk þess verða flutt þjóðlög í
raddsetningu Victors Urbancic og
Salutatio Mariæ eftir Jón Nordal.
F'rumflutt á íslandi verður einnig
grafískt verk við orð úr Inúit esk-
imóamáli; Snowforms eftir R.
Murray Schafe.
Að lokum er sérstaklega bent á
að á tónleikunum mun Vox Fem-
inae frumflytja verk eftir Báru
Grímsdóttur við Þulu Theódóru
Thoroddsen," segir í kynningu.
Handhöfum stúdentaskírteina er
boðinn ókeypis aðgangur, en að-
gangseyrir fyrir aðra er 300 kr.
Reuter
TEST THE 8EST
Listrænn Berlínarmúr
HJÓLREIÐAMAÐUR virðir fyr-
ir sér listaverk sem sýnir Trab-
ant-bifreið brjótast í gegnum
Berlínarmúrinn. Var verkið ný-
lega gert upp en það er á lengsta
heillega hluta múrsins, sem kall-
ast Austurhlutagalleríið og er
hálfur annar kílómetri að lengd,
Alls gerðu fimmtán listamenn
af þeim 118, sem upprunalega
máluðu verk á hluta múrsins,
verk sín upp en tímans tönn og
veggjakrot hafa sett sitt mark
á þau.
Lítið skylt við
LEIKLIST
Draumasmið j a n
VENUS/MARS
Handrit og leikstjóm: Edda Björg-
vinsdóttir. Leikarar: Gunnar Gunn-
steinsson, Margrét Kr. Pétursdóttir
og Valgeir Skagfjörð. Leikmynd og
búningar: Kristín Björgvinsdóttir.
Tónlist: Valgeir Skagfjörð. Kaffi
Reykjavík, sunnudag 15. september.
DRAUMASMIÐJAN og Menning-
ar- og fræðslusamband alþýðu
standa að 20 mínútna langri sýningu
sem kölluð er Venus/Mars og fjallar
um samskipti kynjanna. Sýningin,
sem frumsýnd var á Kaffi Reykjavík
síðastliðinn sunnudag, er unnin upp
úr metsölubókinni Karlar eru frá
Mars og konur eru frá Venus, eftir
bandaríkjamanninn John Gray, sem
kom út á íslensku í fyrrahaust.
Það er mikil ofrausn að kenna
þessa sýningu við leiklist, því hún á
lítið skylt við þá listgrein. Hér er
um að ræða stutta uppákomu með
söngvum og örstuttum atriðum sem
lýsa eiga alkunnum samskiptum
kynjanna eða réttara væri að segja;
sem lýsa alkunnum klisjum um sam-
skipti karls og konu.
Morgunblaðið/Golli
MARGRÉT Kr. Pétursdóttir
og Valgeir Skagfjörð í hlut-
verkum sínum.
í Bandaríkjunum seljast bækur
af sama tagi og fyrrnefnd bók John
Grays sem heitar lummur enda
áhugi þarlendra á léttsoðinni sál-
fræði með afbrigðum mikill. í slíkum
bókum er boðið upp á patentlausnir
á hinum aðskiljanlegasta vanda
mannskepnunnar, matreiddar úr
auðmeltanlegum klisjum sem krefj-
ast lítillar fyrirhafnar af hálfu neyt-
andans. Hingað til hafa slíkar bækur
ekki höfðað mjög til frónbúans en
kannski er að verða breyting hér á,
LISTIR
Meistaratök
rÓNLISI
B ú s t a ð a k i r k j a
EINLEIKSTÓNLEIKAR
Erling Blöndal Bengtsson. Sunnu-
dagur 15. september 1996.
KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN
fór glæsilega af stað í fyrstu tónleik-
um vetrarins með Erling Blöndal
Bengtsson í stafni. Og þar var ekki
um nein meðaltök á sellóinu að ræða,
því Erling er óumdeilanlega meistari
á sellóið. Raunar er ekki miklu við
þetta að bæta nema þá að telja upp
verkin sem Erling Blöndal lék. Bach-
sellósvíturnar eru margkristallaðar í
gegnum áraiangar glímur og að
þessu sinni lék Erling þá í D-dúr nr.
6.- Bach og Erling fallast mjög í
faðma, og þó er bach-spii hans örlít-
ið óvenjulegt að því leyti, að hann
skreytir spilið meira en venjulegt er.
Þá á ég við að hann vogar sér nokk-
uð út á ystu mörk í styrkleikamun.
Hann sveiflar sér frá sterku spili yfir
í mjög veikt og öfugt. Að hafa vald
á þessum stíl, er aðeins afbragðs-
hljóðfæraleikurum gefið því þarna
er svo stutt á milli smekks og smekk-
leysis að líkja má við bakka og egg.
En þættir svítunnar liðu fram eins
og skuggamyndir. Glæsileiki Prelúd-
íunnar, hinn nokkuð langi þýski dans,
sem hlýtur að vera erfitt að halda
uppi vegna lengdarinnar. Hin leik-
lega erfiða Courante, sú geysifallega
og safaríka Sarabande. Eða Gavott-
urnar sem minntu verulega á sekkja-
pípur (sem Skotar hafa vitanlega
ekkert leyfi til að eigna sér). Og svo
i lokin hin tradisjónlega Gigue. Að
ljúka öllum þessum þáttum þannig
að varla heyrist óhreinn tónn, er
aðeins Erling Blöndal Bengtsson og
hans líkum ætlandi.
Atli Heimir Sveinsson skrifaði og
tileinkaði Erlingi Blöndal „Dal regno
del silenzio" (Ur þagnarheimi). Var
það ekki Ch. Ives sem samdi eða
öilu heldur sviðsetti verk um þögn-
ina, þögn sem varaði í 4-5 mínútur
við slaghörpuna, aldrei slegin nóta,
algjör þögn þar til hljóðfærinu var
lokað - þögnin á enda. Þannig er
ekki verk Atla. Því fylgir greinagerð
nokkur, upphafin mjög, og þá hefst
leikur sellósins. Fyrst fáar nótur.
Þögn. Aftur nokkur tónbil. Þögn.
Endurtekið. Og síðan leit upp og
niður á strengjum og gripbretti hijóð-
færisins. Ekki slæm hugmynd, en
einkennandi fyrir þau verk, þar sem
flytjandinn skiptir meira máli en
skrifaðar nótur og sannarlega náði
Erling að klæða þagnir og nótur lífi.
Undirritaður þekkir ekki sónötu
Zoltáns Kodály op 8 fyrir knéfiðlu.
Form sónötunnar virðist nokkuð
lausbeislað og víða bankað uppá í
stílheimi. En sónatan reynir mjög á
flytjandann í öllum atriðum, en í
þeim sökum virðist vera erfitt að
ofbjóða Erling Blöndal Bengtsson.
Erling Blöndal er ekki að heimsækja
okkur og gleðja með sinni „dýru list“
í fyrsta né annað skiptið. Og sýnir
aðsókn að tónleikum hans að velkom-
inn er hann. Og þótt faðir hans hafi
verið tónlistarmaður, skulum við ríg-
halda í að tónlistargáfur hans séu
frá íslenskri móður hans komnar,
þ.e. frá Blöndalsættinni. Og þótt hún
sé e.t.v. ekki þekktasta tónlistarætt
á Islandi fram að þessu, er kannski
ekki seinna vænna að breyta því og
grípa þetta hálmstrá, því óneitanlega
brá mér í júlí-mánuði á tónleikaferð
minni um Danmörku, þar sem ég
hitti fyrir marga þekkta tónlistar-
menn, danska, og enginn þeirra
þekkti nokkurn af okkar frægu tón-
listarmönnum, tónskáldum eða flytj-
endum, en þarna gæti Erling Blönd-
al bjargað heiðri og heilsu okkar, og
veri hann sem oftast velkominn með
sinn frábæra og fræga sellóleik.
Ragnar Björnsson.
leiklist
ef marka má gengi bókar Grays, og
eflaust má af því draga nokkrar
ályktanir um áhrif bandarískrar
dægurmenningar á íslenskt samfé-
íag.
Handrit það sem Edda Björgvins-
dóttir hefur unnið upp úr bókinni
er samansett af nokkrum einföldum
atriðum og verður að teljast heldur
léttvægt. Einhvern veginn finnst
mér að það hefði mátt hafa samsetn-
inginn bitastæðari. Tónlist Valgeirs
Skagfjörð er að sama skapi einföld
en áheyrileg, eins og hans var von
og vísa. Um leikinn er ekki hægt
að fjölyrða því efnið býður ekki upp
á mikla túlkun. Þó má geta þess að
áherslan í leiknum er naíf: Hjónin
eða parið eiga barnaleg samskipti
og minnti sýningin á sýningu fyrir
börn fremur en fullorðna áhorfend-
ur. Kristín Björgvinsdóttir gerir leik-
mynd og búninga og er hennar vinna
ágæt.
Ætlunin er víst að ferðast með
sýninguna um landið og sýna í mat-
ar- eða kaffihléum á vinnustöðum
og í þeim tilgangi hefur Menningar-
og fræðslusamband alþýðu styrkt
sýninguna. Stutt skemmtun fyrir
alþýðuna - eða löng auglýsing fyrir
téða bók . . . Dæmi nú hver fyrir sig.
Soffía Auður Birgisdóttir
Rit um ís-
lenska málsögu
nauösynlegt
RÁÐSTEFNA um íslenska mál-
sögu og textafræði var haldin í
Norræna húsinu dagana 14.-15.
september á vegum Stofnun Sig-
urðar Nordals sem er nú tíu ára.
Um hundrað manns sóttu ráð-
stefnuna. Að sögn Úlfars Braga-
sonar, forstöðumanns Stofnunar
Sigurðar Nordals, var rætt um
nauðsyn þess að skrifa yfir-
gripsmikla íslenska málsögu.
„Á ráðstefnunni var meðal
annars rætt um það hvernig sú
saga ætti að vera, um heimildir
hennar, fornar og nýjar, samband
íslensk-unnar og norsku og ann-
arra tungumála og fleira sem
þessu tengist. Þá var einnig rætt
livenær íslenska verður að ís-
lensku en skiptar skoðanir eru
um það, eins og gefur að skilja.
Af einstökum forvitnilegum fyrir-
lestrum má nefna nýjar hugleið-
ingar Jóns G. Friðjónssonar pró-
fessors um íslenska biblíumáls-
hefð. Jón hélt því fram að gildi
Guðbrandsbiblíu fyrir endurreisn
íslenskunnar hafi ekki verið jafn
mikið og menn hafi hingað til
talið en hún hefur oft verið sögð
hafa bjargað íslenskunni."
Úlfar segir að töluvert hafi
verið rætt um notkun tölva við
handritarannsóknir en menn séu
helst á því að tegundir tölva og
forrita séu of margar, því þurfi
meiri samræmingar við á því
sviði.
„Ef einhver meginniðurstaða
er af þessu þingi“, segir Úlfar.
„þá er hún helst sú að menn eru
jafn vissir eftir sem áður að það
er brýn nauðsyn á því að setja
saman íslenska málsögu. Söguleg
viðhorf hafa verið eilítið á undan-
haldi í rannsóknum á málinu
undanfarið og þessi ráðstefna var
tilraun til að ýta frekar undir
þær.“